Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 35
FRÉTTIR
Útkeyrsla/afgreiðsla
Óskum eftir starfsmanni í útkeyrslu og
afgreiðslustörf sem fyrst.
Skemmtileg og góð vinna fyrir frískan
einstakling.
Umsóknir sendist á box@mbl.is, merktar:
„Útkeyrsla/afgreiðslustörf — 17909.“
Biskup Íslands auglýsir
laust til umsóknar
embætti sóknarprests
í Skagastrandarprestakalli, Húnavatns-
prófastsdæmi frá 15. desember 2005.
Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar-
presta til fimm ára.
Óskað er eftir því að umsækjendur geri skrif-
lega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og
öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.
Umsóknarfrestur rennur út 8. desember 2005.
Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups-
stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar um embættið, starfs-
kjör, helstu lög og reglur sem um starfið gilda,
eru veittar á Biskupsstofu, s. 535 1500. Sjá enn-
fremur vef Þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is/
biskupsstofa.
F.h.b.
Þorvaldur Karl Helgason.
Vinsamlega hafið
samband í síma
569 1440 eða sendið
tölvupóst á
netfangið
bladberi@mbl.is
Reykjavík:
Seljahverfi
Foldir
Ásholt
Drápuhlíð
Árbær
Garðabær:
Ásahverfi
Hraunsholt
Ásbúð
Hafnarfjörður:
Öldugata
Blikaás
Álftanes:
Sjávargata
Suðurnes
Kópavogur:
Álfhólsvegur
Þinghólsbraut
Kópavogsbraut
Huldubraut
Mosfellsbær:
Hjallahlíð
Byggðarholt
Félagslíf
Njörður 6005111619 III Hfj.
HELGAFELL 6005111619 VI
Erindi
GLITNIR 6005111619 III
I.O.O.F. 9 186111681½ FI
I.O.O.F. 7 18611167½ BK
I.O.O.F.1818611168
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Raðauglýsingar 569 1100
Íslandsmót kvenna í tvímenningi um helgina
Íslandsmót kvenna í tvímenningi fer fram helgina 19.–20. nóvember. Spil-
aður er barómeter, allir við alla.
Spilamennska hefst klukkan 11.00 stundvíslega báða dagana og lýkur um
kvöldmatarleytið á laugardaginn og vel fyrir kvöldmat á sunnudag, en tíma-
setningar eru þó háðar þátttöku. Nákvæm dagskrá mótsins liggur fyrir þegar
skráningu lýkur. Skráningarfrestur er til klukkan 17.00 föstudaginn 18. nóv-
ember. Keppnisgjald er 6.000 krónur á parið.
Hinn vinsæli keppnisstjóri, Björgvin Már Kristinsson, er keppnisstjóri á
mótinu. Spilað er með skermum og spilað um gullstig í verðlaun fyrir fjögur
efstu sætin. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSÍ, síma 587 9360.
Íslandsmót kvenna verður haldið um næstu helgi en fyrir nokkru var hald-
ið mót eldri spilara og er þessi mynd tekin í mótslok af efstu pörunum. Tal-
ið frá vinstri Guðmundur Baldursson, Jóhann Stefánsson, Gylfi Bald-
ursson, Steinberg Ríkarðsson og sigurvegararnir Sigtryggur Sigurðsson
og Hrólfur Hjaltason.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 11. nóvember urðu
úrslit þessi í N/S
Anton Jónsson – Sigurður Hallgrímsson 194
Kristín Óskarsdóttir – Gróa Þorgeirsd. 193
Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss. 188
A/V
Knútur Björnsson – Elín Björnsdóttir 199
Guðrún Gísladóttir – Sófus Berthelsen 184
Guðrún Gestsd. – Bragi V. Björnsson 183
Bridsfélag Reykjavíkur
Fjórtán pör mættu til leiks í föstu-
dagsbrids BR 11. nóvember síðast-
liðinn og hefðu eflaust verið fleiri ef
ekki hefði verið fyrir afmælismót
Bridsfélags Hafnarfjarðar sem hald-
ið var daginn eftir.
Eva Baldursdóttir og Ómar Ol-
geirsson unnu næsta sannfærandi
sigur með 18 stiga forystu á annað
sætið í lokin.
Lokastaða efstu para varð þannig:
Eva Baldursdóttir – Ómar Olgeirsson 42
Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðars. 24
Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson 16
Guðni Hallgrss. – Hallgrímur Hallgrímss. 15
Björn Svavarsson – Eggert Bergsson 13
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Annað kvöldið í hraðsveitakeppn-
inni fór fram mánudaginn 14. nóv-
ember og sveit Örva var í miklu
stuði, skoraði 643 stig, en meðalskor
var 540.
Sveitin hefur náð umtalsverðri
forystu fyrir síðasta kvöldið, er með
45 stig á næstu sveit. Spilarar í sveit
Örva eru Eðvarð Hallgrímsson,
Magnús Sverrisson, Kristinn krist-
insson, Halldór Svanbergsson og
Jón Stefánsson.
Eftirtaldar sveitir náðu hæsta
skorinu á öðru spilakvöldinu:
Örvi 643
Steypan 585
Anna Guðlaug 551
Uglan 551
Staða efstu sveita er nú þessi:
Örvi 1211
Anna Guðlaug 1166
Steypan 1067
Uglan 1054
Gunnar Páll og Guðbrandur
sigruðu í Hótel Hafnar mótinu
Hótel Hafnar mótinu í brids lauk
sunnudaginn 13. nóv. Eftir æsi-
spennandi úrslitarkvöld stóðu þeir
Gunnar Páll og Guðbrandur uppi
sem sigurvegarar.
Lokastaðan er því þannig:
Guðbrandur Jóhannss. – Gunnar
P. Halldórss. með 4.748 stig eða 62%
Steinarr Guðmundss. – Þorsteinn
Sigjónss. með 4.663 stig eða 61%
skor
Árni Stefánsson – Sigfinnur Gunn-
arsson með 4.341 stig eða 57% skor
Staðan síðasta spilakvöldið:
Guðbrandur Jóhannss. – Gunnar
Páll Halldórss. 1.634 stig eða 58%
Steinarr Guðmundss. – Þorsteinn
Sigjónsson með 1.593 stig eða 57%
Árni Stefánsson – Sigfinnur Gunn-
arsson með 1.536 stig eða 55%
Næsta sunnudagskvöld (20. nóv.)
verður spiluð hraðsveitakeppni og
eru bridsspilarar á Hornafirði og ná-
grenni hvattir til að mæta. Spilað er í
húsnæði Vökuls, Víkurbraut 4 og
hefst spilamennska stundvíslega kl.
19.30. Allar nánari upplýsingar gefur
Guðbrandur í síma 894 1616.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
STYRKTARSJÓÐUR Tónlistarskóla Ísafjarðar gefur að
venju út jólakort með ísfirsku myndefni frá fyrri tíð. Að
þessu sinni er á kortinu mynd af málverki eftir listmál-
arann Snorra Ar-
inbjarnar (1901–1958)
og er myndefnið
„Bakkarnir“ gömlu
eins og Sundstrætið á
Ísafirði var kallað áð-
ur fyrr. Á málverkinu
sést m.a. gamla
„Dokkan“, en þar
voru skútur geymdar
á veturna. Þá sést líka
ein af öskubryggj-
unum, sem settu svip
sinn á Ísafjörð, en
bæjarbúar fóru fram á þessar bryggjur á kvöldin eða
nóttunni og hentu sorpi og skarni í sjóinn. Málverkið er
nú í eigu Vinnuveitendafélags Vestfjarða og birt með
góðfúslegu leyfi þess. Að þessu sinni mun ágóði af sölu
kortanna renna í flygilsjóð skólans. Jólakortið er til sölu í
Bókhlöðunni á Ísafirði og á skrifstofu skólans.
Jólakort Tónlistar-
skóla Ísafjarðar
KAMMERKÓR Rangæinga ásamt
söngtríóinu Trillunum verða með
tónleika í Hvoli, Hvolsvelli, laug-
ardaginn 19. nóvember kl. 20.30.
Kammerkór Rangæinga er skip-
aður 13 einstaklingum sem allir
hafa áralanga reynslu af kórstarfi.
Kórinn var stofnaður haustið
2004. Að þessu sinni hefur kórinn
fengið til liðs við sig hljóðfæra-
leikara, þ.e. ryþmasveit sýslu-
mannanna úr Árnesþingi, þá
Helga E. Kristjánsson sem leikur
á rafmagnsgítar, Smára Krist-
jánsson á rafmagnsbassa, Guð-
mund Eiríksson á píanó og Gunn-
ar Jónsson sem leikur á trommur.
Hljóðblöndun annast þeir Ævar
Sigurðsson, Ólafur Hjörtur Krist-
jánsson og Sverrir Guðmundsson.
Efnisskráin spannar vítt svið,
allt frá Händel til Bítlanna. Stjórn-
andi kórsins er Guðjón Halldór
Óskarsson.
Söngtríóið Trillurnar skipa þær
Ingibjörg Erlingsdóttir, Ingibjörg
Sigurðardóttir og Auður Frið-
gerður Halldórsdóttir. Undirleik-
ari þeirra á gítar er Jens Sigurðs-
son.
Tónleikar Kammerkórs
Rangæinga
SÆNSKI barnataugaskurðlæknir-
inn Thomas Carlstedt skoðaði á
fimmtudag í síðustu viku á annan tug
barna á Barnaspítala Hringsins og
fóru þrjú þeirra í aðgerð á Borgar-
spítalanum sl. föstudag.
Vegna fréttar af blaðamannafundi
Foreldrafélags barna með axlar-
klemmu sem birtist í blaðinu síðustu
helgi skal áréttað að axlarklemma
verður í fæðingu þegar öxl barnsins
klemmist upp að lífbeini móður og
barnið kemst þar af leiðandi ekki í
heiminn án aðstoðar. Í fréttinni var
talað um viðbrögð ljósmæðra þegar
axlarklemma verður í fæðingu, en
rétt er að árétta að mikilvægi réttra
viðbragða á ekki aðeins við um þá
stétt heldur allra þeirra sem taka á
móti barni.
Þrjú börn fóru í aðgerð
vegna axlarklemmu
SPJÖLL voru unnin á LO-471, ljósgrárri Toyotu Yaris, þar
sem hún var á bifreiðastæði við vegamót Grindavíkurvegur
og Reykjanesbrautar sunnudagskvöldið 13. nóvember.
Vitni gáfu sig fram á vettvangi, kona og karlmaður, á
grænni Opel Corsa bifreið. Bæði voru þau rétt rúmlega tví-
tug að aldri, dökkhærð, og var karlmaðurinn með dökkt al-
skegg. Lögreglan biður umrædd vitni um að gefa sig fram
við lögreglu og aðra sem kannast við lýsinguna um að veita
nánari upplýsingar. Vinsamlegast hafið samband við 112
eða sýslumannsembættið í Keflavík, sími 420-2400.
Lögreglan í Keflavík
óskar eftir vitnum
KVENFÉLAGIÐ Eining í Holta- og Landsveit ákvað á
haustfundi að úthluta Laugalandsskóla 40.000 kr. úr
barnasjóði félagsins. Upphæðin er tileinkuð börnum í
1.–3. bekk. Það var formaður Einingar, Guðfinna Þor-
valdsdóttir, sem afhenti gjöfina. Í fréttatilkynningu seg-
ir að skólinn þakki kvenfélaginu kærlega fyrir þessa
gjöf sem eigi eftir að koma sér vel í starfi yngstu grunn-
skólabarnanna.
Gaf Laugalandsskóla 40 þúsund