Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 37
DAGBÓK
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Samtökin Ný dögun standa að fyrirlestrisem fram fer annað kvöld, fimmtudag, íFossvogskirkju kl. 20, þar sem aðGuðný Bjarnadóttir ljósmóðir mun
ræða um fósturmissi og andvanafæðingar.
Fyrirlestur hennar ber nafnið; „Barnið sem ég
kynntist ekki,“ en fyrirlesturinn er öllum opinn.
Samtökin Ný dögun voru stofnuð árið 1987 af
Guðmundi Árna Stefánssyni fyrrv. alþingis-
manni og konu hans Jónu Dóru Karlsdóttur, en
fleiri aðilar komu að stofnun félagsins.
Sr. Auður Inga Einarsdóttir er talsmaður
samtakanna og segir Auður að félagið sé áhuga-
mannasamtök sem byggi alla sína vinnu á sjálf-
boðastarfi, styrkjum og félagsgjöldum.
Helstu markmið Nýrrar dögunar eru að efna
til almennra fræðslufunda og samverustunda.
Veita upplýsingaþjónustu sem auðið er á hverj-
um tíma.
Vinna að stofnun stuðningshópa. Greiða fyrir
samskiptum stuðningsaðila og syrgjenda.
Standa fyrir námskeiðahaldi og þjálfun stuðn-
ingsaðila. Efla almenna fræðslu um sorg og
sorgarviðbrögð í fjölmiðlum og sem víðast á
opinberum vettvangi.
Í hverjum mánuði er haldinn fyrirlestur á veg-
um Nýrrar dögunar og hafa þeir verið vel sóttir.
„Guðný mun í fyrirlestri sínum vekja athygli á
því hve raunveruleg þessi persóna er hjá þeim
sem verða fyrir því að missa fóstur eða fæða
andvana barn. Að mati okkar í samtökunum hef-
ur lítið verið fjallað um þessa hluti og sorgin
sem fólk upplifir er oft ekki meðtekin í sam-
félaginu og margir eiga erfitt með að setja sig í
spor þeirra sem eiga um sárt að binda.“
Auður segir að margir átti sig ekki á því að
fólk fer í gegnum sorgarferli engu að síður er
það missir barn á meðgöngu og upplifunin sé sú
sama og að missa barn.
„Það er mikilvægt að fólk fái að syrgja og fái
aðstoð í slíkum tilvikum. Ef það fær ekki að gera
slíkt getur sorgarferlið skilið eftir sig djúp and-
leg sár sem ekki er búið að vinna með.“
Auður er ánægð með þau viðbrögð sem fyrir-
lestrar samtakanna hafa fengið en á heimasíðu
þeirra, www.sorg.is, er hægt að nálgast hag-
nýtar upplýsingar um ýmislegt sem snýr að
starfinu og dagskránni sem er framundan.
„Við höfum reynt að hafa einn fyrirlestur í
mánuði og í byrjun desember, fimmtudaginn 8.
desember, mun sr. Sigfinnur Þorleifsson halda
fyrirlestur á okkar vegum um sorgina í tengsl-
um við jólahátíðina. Það er mikil þörf fyrir slík
samtök að okkar mati en það hefur verið þróun-
in síðustu ár að æ fleiri kjósa að mæta á fyrir-
lestra félagsins án þess að taka þátt í starfi fé-
lagsins með formlegum hætti,“ sagði Auður
Inga.
Fyrirlestur | Samtökin Ný dögun standa að almennri fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð
Barnið sem ég kynntist ekki
Sr. Auður Inga Ein-
arsdóttir fyrrum sókn-
arprestur er talsmaður
Nýrrar dögunar sem
eru samtök um sorg og
sorgarviðbrögð. Auður
starfar sem kennari í
dag og hefur starfað
lengi með samtök-
unum.
Félagið er öllum opið
en starfsemin felst í
stuðningi við þá sem
eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis
ásamt almennri fræðslu og fyrirlestrum um
sorg og sorgarviðbrögð.
80 ÁRA afmæli. Í dag, 16. nóvem-ber, er áttræður Jón Kristins-
son, (Jóndi), bóndi og listamaður,
Lambey í Fljótshlíð. Jón er að heiman í
dag.
70 ÁRA afmæli. Í dag, 16. nóvem-ber, er sjötugur Bragi R. Ingv-
arsson, fyrrv. matsveinn og fram-
reiðslumaður, Sæbólsbraut 24,
Kópavogi. Hann er að heiman í dag.
Dagur íslenskrar tungu
ÖLDRUÐ kona í úthverfi sendi Vel-
vakanda eftirfarandi:
Menningarfulltrúi talar í sjónvarp
í 20 mínútur. Viðfangsefnið er eftir-
farandi: Enterteinment bisness.
Markaðselement. Abstraktheimur.
Pródjekt. Konsept. Pródúsera.
Dramatík. Djobb. Dressa upp.
Krísa. Gossip. Kommentera. Lífs-
ritmi. Rasisti.
Eftirmáli: Það er sannarlega búið
að dressa upp íslenskuna.
Mennt er máttur.
Stjórnmálamenn
sem spenna greipar
UM þessar mundir eru vinsælar
bækur eftir höfundinn Alexander
McCall Smith, sem er prófessor í
„Medical Law“ og mikill heimspek-
ingur. Hann skrifar á skemmtilegan
og einfaldan hátt og lýsingar hans á
fólkinu í Afríku sýna fram á afburða
innsæi hans í mannsheilann.
Ég gat ekki setið á mér að senda
frá mér málsgrein, þar sem hann
lætur konu með mikið innsæi og
reynslu af mannfólki vera að gera
sér grein fyrir persónuleika manns.
Lauslega þýtt á íslensku: „Hvað
með nýja stjórnmálamanninn, þenn-
an sem er nýbúið að gera að aðstoð-
arráðherra, skyldi honum vera
treystandi, eða hefur hann eingöngu
áhuga á sjálfum sér, eða í neyð
áhuga á sínu eigin fólki frá sinni
borg? Hann hefur efalaust aðeins
áhuga á sjálfum sér og sínum, hugs-
aði Mma Ramotswe; að sjá hann,
bara hvernig hann spennir greipar
fyrir framan sig, þegar hann talar?
Það er eitt öruggt einkenni, alltaf.“
Ja, hérna. Hverjir af okkar póli-
tíkusum skyldu standa frammi fyrir
alþjóð og spenna greipar um mag-
ann, þegar þeir tala?
Almennur kjósandi.
Tímaritið Dagrenning og
Sjómannablaðið Víkingur
ÚR dánarbúi foreldra minna eru í
mínum fórum allir árgangar af tíma-
ritinu Dagrenningu og af Sjómanna-
blaðinu Víkingi frá upphafi fram til
1978. Áður en ég fleygi þessu langar
mig til að vita hvort nokkur „grúsk-
ari“ hefur áhuga á að þiggja þetta.
Uppl. í síma 568 5990 og 862 7926.
Týnd Graco-barnakerra
GRACO-kerra tapaðist á bílastæð-
inu hjá Smárabíói í Smáralind síð-
asta föstudag um kl. 18. Skilvís finn-
andi vinsamlega hafi samband í síma
861 2616.
Gleraugu og armbandsúr
í óskilum
GLERAUGU, sennilega kven-
mannsgleraugu, og armbandsúr
fundust á kosningaskrifstofu Kjart-
ans Magnússonar um eða rétt fyrir
sl. helgi 4.–5. nóv. Upplýsingar í
síma 899 5926.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. Rf3 d5 2. c4 e6 3. d4 Rf6 4. Rc3 Be7
5. Bf4 c5 6. dxc5 Ra6 7. cxd5 Rxd5 8.
Rxd5 exd5 9. e3 Rxc5 10. Bb5+ Bd7
11. Bxd7+ Dxd7 12. O-O O-O 13. De2
Hac8 14. Be5 a6 15. Bd4 Re4 16. Re5
Df5 17. Hac1 Hxc1 18. Hxc1 Hc8 19.
Hxc8+ Dxc8 20. Rd3 Bf6 21. Bxf6
Rxf6 22. Dd2 h6 23. f3 Dc4 24. b3 Dc7
25. Rf4 De5 26. h3 Da1+ 27. Kf2 Db1
28. Re2 h5 29. h4 Dh1 30. Kg3 Db1
31. Rd4 Rd7 32. Dc3 Rf8 33. Kh2 g6
34. a4 Da2 35. Kg3 Da3 36. Dc7 Da1
37. De7 De1+ 38. Kf4 Dd2
Ein af þekktari skákum skáksög-
unnar er marséring Nigels Shorts
með hvíta kóng sinn, Kg1-Kh2-Kg3-
Kf4-Kg5-Kh6, gegn Jan Timman á
skákmóti í Tilburg árið 1991 en mars-
éringin gerði að verkum að svartur
varð óverjandi mát þó að hann hefði
alla þungu menn sína á borðinu.
Þessa staða er að sumu leyti sam-
bærileg en hún kom upp í heims-
meistarakeppni landsliða sem lauk
fyrir skömmu í Beer-Sheva í Ísrael.
Bu Xiangzhi (2637) frá Kína hafði
hvítt og nýtti sér veilurnar í svörtu
stöðunni gegn Kúbverjanum Lazaro
Bruzon (2677) til að koma kóngi sín-
um í sóknina. 39. Kg5! Dxg2+ 40.
Kh6! Db2 41. f4 og svartur gafst upp
þar sem engin haldbær vörn er gegn
hótuninni De7-De5-Dg7 mát.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
HALDIÐ verður
upp á dag ís-
lenskrar tungu í
tónlistarhúsinu
Laugarborg í
kvöld kl. 20.30.
Þar mun stíga á
svið tenórsöngv-
arinn Gunnar
Guðbjörnsson. Á
efnisskránni eru
íslensk sönglög
sem samin hafa
verið við texta
eftir afmælisbarn
dagsins Jónas
Hallgrímsson en
einnig Stein
Steinarr og Halldór Laxness. Þá
verður sérstök áhersla lögð á texta
Davíðs Stefánssonar á 110 ára af-
mælinu. Þórarinn Stefánsson leik-
ur á píanó.
Gunnar flreytti
frumraun sína á
hjá Íslensku
Óperunni 1988 í
Don Giovanni eft-
ir Mozart. Hlut-
verkaskrá hans
er mjög fjöl-
breytt en hún
hefur að geyma
öll helstu aðal-
hlutverkin í óper-
um Mozart en
einnig Nemorino
í Ástardrykkn-
um, Fenton í Fal-
staff, Lensky í
Eugene Onegin,
Quint í óperu Britten Turn of the
screw, Almaviva í Rakaranum frá
Sevilla, Stýrimanninn í Hollend-
ingnum fljúgandi og Rodolfo í La
Boheme.
Gunnar Guðbjörnsson
syngur í Laugarborg
Morgunblaðið/Golli
Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngv-
ari hefur víða komið við á ferlinum.
Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Boðahlein.
Staðgreiðsla í boði.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali.
RAÐHÚS VIÐ BOÐAHLEIN
ÓSKAST
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Fjögurra herbergja íbúð í Smárahverfi
Kópavogsóskast nú þegar til kaups.
Góðar greiðslur í boðifyrir réttu eignina.
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson.
SMÁRAHVERFI KÓPAVOGS
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Vel staðsett 245 fm raðhús á þremur pöllum með innbyggðum bílskúr og
aukaíbúð í kjallara (í leigu fyrir 50 þús. á mán). Húsið skiptist þannig: Á 1.
hæð er forstofa, hol, gestasnyrting, eldhús, sjónvarpsherbergi, stofa og
borðstofa. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi (voru fjögur) og baðherbergi.
Bílskúrinn er með rafm. og hita. Í kjallara er þvottahús og tveggja herbergja
aukaíbúð. Gunnar Hansson teiknaði húsið, en innréttingar teiknaði Sveinn
Kjarval. V. 45 m.
Hvassaleiti