Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
ÍTÖK Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar í finnskum fjarskiptamark-
aði hafa aukist verulega eftir að
finnska símafélagið Elisa Corpor-
ation tilkynnti að Saunalahti
Group yrði tekið yfir í samræmi
við yfirtökutilboð sem sett var
fram í sumar.
Novator Finland, fjárfestingar-
félag undir forystu Björgólfs
Thors, hefur í samræmi við sam-
komulag sem gert var 7. júlí hafist
handa við að skipta hlutabréfum
sínum í Saunalahti í hlutabréf í El-
isa. Samtals mun Novator eignast
tæplega 16,8 milljónir hluta í El-
isa. Lokagengi félagsins í kaup-
höllinni í Helsinki í gær var 15
evrur/hlut, og er markaðsvirði
hlutar Novator því um 18,2 millj-
arðar króna.
Alls ræður Novator um 10,1% af
heildarhlutafé í Elisa og er félagið
því langstærsti hluthafi en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er hlutur næststærsta hluthafa
innan við 2%.
Elisa er næststærsta fjarskipta-
fyrirtæki Finnlands á eftir Telia
Sonera. Félagið var stofnað árið
1882 og velti tæplega 1,4 millj-
örðum evra, 98,7 milljörðum
króna, á síðasta ári.
Björgólfur
Thor á
10,1% í Elisa
Í FLJÓTU bragði gæti virst sem flugvélin væri
að lenda á þaki fjölbýlishússins við Þorragötuna
við Skerjafjörð en svo var þó ekki heldur sveif
hún réttilega og léttilega inn á eina flugbraut
Reykjavíkurvallar. Vélin er á bandarísku skrán-
ingarmerki en þar sem Íslendingar hafa eignast
hana verður hún væntanlega komin með ís-
lenska einkennisstafi þegar nauðsynleg skilyrði
hafa verið uppfyllt.
Morgunblaðið/RAX
Mjúk lending í blíðviðrinu
RÚMLEGA tvö þúsund Íslending-
ar sem eru orðnir 40 ára eða eldri
stunduðu nám við dagskóla á
framhalds- og háskólastigi á sein-
asta ári. Fjölgaði nokkuð í þessum
aldurshópi í framhalds- og háskól-
um frá árinu á undan. Skiptist
hópurinn þannig að 1.462 voru við
nám á sérskóla- og háskólastigi,
544 á framhaldsskólastigi og 77
voru við nám erlendis.
Þessar upplýsingar koma fram í
tölfræðiriti Hagstofunnar Lands-
hagir 2005, sem er nýkomið út.
Fram kemur í tölum Hagstof-
unnar að alls voru 34.502 við nám í
framhalds- og háskólum á seinasta
ári og hafði fjölgað um rúmlega
700 frá árinu á undan.
Um 400 lögðu stund á tungu-
mála- eða mannvísindanám
65 einstaklingar á aldrinum 17
til 19 ára voru við nám á sérskóla-
eða háskólastigi, 5.775 í aldurs-
hópnum 20–24 ára, 3.181 í aldurs-
hópnum 25 til 29 ára og 2.221 30 til
39 ára voru við sérskóla- eða há-
skólanám á seinasta ári.
Sé litið á elsta aldurshóp náms-
manna, 40 ára og eldri, kemur í
ljós að 405 einstaklingar á þeim
aldri voru við tungumála- eða
mannvísindanám, 16 við listnám,
275 lögðu stund á uppeldisfræði,
íþróttir eða kennaranám, 228 við-
skipta- og hagfræðinám, 25 á
tæknigreinar eða verkfræði og 155
á lækningar eða aðrar heilbrigð-
isgreinar.
Alls voru 2.175 Íslendingar við
nám erlendis á seinasta ári.
Stærsti hópurinn eða 495 lagði
stund á nám í tæknigreinum eða
verkfræði og 433 voru við listnám.
Fjölmargir yfir fer-
tugu í háskólanámi LANDSBANKINN opnaði í gærstarfstöð í Kanada. Þetta kom framá blaðamannafundi bankans í Dyfl-inni á Írlandi í gær en þá var und-
irritaður samningur um kaup
Landsbankans á helmingshlut í
írska verðbréfafyrirtækinu Merr-
ion Capital Group. Ekki kom frekar
fram hvar þessi kanadíska starfs-
töð er eða innan hvaða sviðs bank-
ans hún starfar.
Merrion verður þriðja dótt-
urfélag Landsbanka sem sérhæfir
sig í verðbréfaviðskiptum en fyrir á
bankinn Teather & Greenwood og
Kepler Equities. Heildarverðmæti
fyrirtækisins er um 55 milljónir
evra, fjórir milljarðar íslenskra
króna, en formlegt kaupverð hefur
ekki verið gefið upp. | 15
Landsbanki kaup-
ir í írsku verð-
bréfafyrirtæki
LEIKTÆKIÐ dvd-kids, sem fram-
leitt er af íslenska fyrirtækinu 3-
PLUS hf., hlaut nýmiðlunarverð-
laun Sameinuðu þjóðanna (World
Summit Awards) sem eru veitt fyrir
framúrskarandi margmiðlunar- og
upplýsingatækni. Verðlaunin verða
afhent í kvöld í tengslum við seinni
fundalotu aðildarríkja Sameinuðu
þjóðanna um upplýsingasamfélagið
sem fram fer í Túnis. Hlutu 40 að-
ilar slík verðlaun að þessu sinni,
fimm í hverjum flokki. Tækið hlaut
verðlaun í afþreyingarflokki. Tæk-
ið er þráðlaust leiktæki sem breytir
venjulegum DVD-spilara í leikjavél
fyrir börn frá þriggja ára aldri.
Dvd-kids var eina verkefnið frá
Norðurlöndunum sem hlaut náð
fyrir augum dómnefndarinnar.
Hlaut ný-
miðlunar-
verðlaun SÞ
„VIÐ ERUM sífellt að horfa á ný tækifæri til
að auka nýtingu. Árið 1997 var framleiðslan um
12 til 14 kíló á manntíma, en nú um 34–35 kíló.
Margt kemur þar til, auk meiri tækni innan
frystihússins, er hráefnið betra, enda með-
höndlun um borð í skipunum með öðrum og
betri hætti en var og nýtingin er mun meiri en
áður. Hún er nú um 51% en var um 38% fyrir
30 árum,“ segir Gunnar Aðalbjörnsson, rekstr-
arstjóri frystihúss Samherja á Dalvík.
Allur fiskur er nú skorinn í vélum, en fyrir
fáum árum var þó nokkur flokkur manna, 12
manns í allt, í því að skera fiskinn. Nú segir
Gunnar að einblínt sé á beinatínslu og er í
gangi þróunarvinna á þeim vettvangi. „Beina-
tínslan er tímafrekasta verkið sem unnið er í
frystihúsum og það er líka erfiðasta vinnan.
Það yrði því mikill ávinningur og hagræði að
því að finna aðferð sem gerði kleift að breyta
vinnsluferlinu.“
Gunnar bendir á að 1% aukning í nýtingu
auki verðmætið um 50 milljónir á ári. „Þannig
að það er til nokkurs að vinna. Lykilatriðið er
að fá sem mest út úr afurðinni,“ segir Gunnar.
Áætlanir gera ráð fyrir að á þessu ári verði
unnið úr um 11 þúsund tonnum af fiski. „Við
höfum smám saman verið að fikra okkur upp á
við,“ segir hann. Á liðnu ári var unnið úr um 10
þúsund tonnum, en fyrir fáum árum var að
jafnaði unnið úr 4–5 þúsund tonnum.
Stærsta breytingin í vinnslunni er að æ
meira er unnið af ferskum afurðum. „Það eru
fjögur ár liðin frá því við hófum slíka vinnslu,
þá var magnið um 250 tonn, en nú horfum við
til þess að það verði allt að 1.200 tonnum í ár,
segir Gunnar Aðalbjörnsson.
Hvert 1% í nýtingu
skilar 50 milljónum
Morgunblaðið/Kristján
Þétt setinn bekkurinn við vinnslulínuna í land-
vinnslu Samherja á Dalvík.
Veruleg | B2
♦♦♦
MARGIR unglingar hefja reyk-
ingar, drekka sig fulla eða reykja
hass í fyrsta skipti sumarið eftir að
þeir ljúka námi í grunnskóla. Þetta
er sérstakur áhættutími fyrir ung-
lingana eins og ný rannsókn hefur
leitt í ljós. Þegar bornir voru saman
nemendur í 10. bekk grunnskóla
vorið 2004 og sami árgangur í
fyrsta bekk framhaldsskóla um
haustið kom í ljós að hlutfall þeirra
sem reykja daglega hafði farið úr
11,7% í rúmlega 15%, hlutfall
þeirra sem höfðu orðið ölvaðir í
mánuðinum á undan hafði aukist úr
26% í 53% og þeim sem höfðu próf-
að hass hafði fjölgað úr 9% í 12,7%.
Bjór var langalgengasti áfengi
drykkur framhaldsskólanema,
hvort sem var hjá stúlkum eða pilt-
um. Áfengir gosdrykkir nutu hins
vegar mun meiri vinsælda hjá
stúlkum en piltum. | 11
Glapstigur
að loknum
grunnskóla