Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 6
6 Jólablað Morgunblaðsins 2005
EDDA Sigurðardóttir tók ekkert illa
í það að deila uppskriftinni að súkku-
laðikökunni sinni með lesendum jóla-
blaðsins, en reyndi mikið að beina at-
hyglinni frá sér, hún var uppfull af
góðum hugmyndum um annað efni
fyrir blaðið. En það tjóaði lítið því sá
sem þetta ritar hafði bragðað súkku-
laðikökuna hennar Eddu fyrir margt
löngu og minningin lét hann ekki í
friði. Gómsætt súkkulaðið í þéttri og
mátulega blautri kökunni er engu
líkt og – já, ég veit að það er klisja en
hún bókstaflega bráðnar uppi í
manni.
Áskrifandi að súkkulaðitímariti
Kakan er fræg í vinahópnum. „Það
er nú bara af því að ég baka aldrei
neitt annað,“ segir Edda, sem ég veit
að er ekkert annað en helber lygi.
Edda er mikill sælkeri og súkkulaði
er hennar sérlega áhugamál. Edda
var áskrifandi að tímaritinu Choco-
latier þar sem súkkulaðifræðin eru
reifuð ýtarlega í lærðum greinum og
safaríkum uppskriftum. „Já, ég gekk
meira að segja í súkkulaðiklúbb
blaðsins, en þegar ég fékk boð um að
nú ætti að fara á ráðstefnu um
súkkulaði í Tel Aviv ákvað ég að nú
væri nóg komið og sagði upp áskrift-
inni,“ segir Edda og brosir. En þú
hefur notað uppskriftirnar úr blöð-
unum? „Já, sérstaklega þessa sem
heitir Súkkulaðikaka lata sælkerans
því maður er nokkuð snöggur að
þessu. Sumar uppskriftirnar nálgast
það að vera dagsverk fyrir full-
hraustan mann þannig að miðað við
það er maður fljótur að þessu.“
Enginn vandi
Eru einhverjar ábendingar sem
Edda vill láta fylgja með uppskrift-
inni? „Nei, nei, þetta er voða auðvelt.
Það er helst að ég vandi mig þegar
ég kaupi súkkulaðið. Ég kaupi eitt-
hvert montsúkkulaði í Vínberinu á
Laugaveginum. Mér finnst 70%
súkkulaði vera of beiskt í svona kök-
ur og nota því 50% súkkulaði. Í upp-
skriftinni er líka ætlast til þess að
maður noti líkjör í súkkulaðihjúpinn
en ég á hann nú aldrei svo ég nota
bara kaffi. Það finnst mér bara alveg
eins gott. Annars eru engar kúnst-
ir.“ Þú ert nú greinilega búin að
prófa þig áfram og laga uppskriftina
að þínum eigin smekk. „Já, já, ég er
nú búin að baka þetta svo oft að ég
skil ekki annað en að þær séu búnar
að fá leið á mér í saumaklúbbnum.“
En tekur Edda þátt í jólahasarnum
og bakar sautján sortir? „Nei, en ég
baka alltaf tvær sortir. Sörur sem er
eiginlega skylda og svo baka ég
haframjölskökur sem eru bæði ein-
faldar og góðar.“ Það er greinilegt
að það er einfaldleikinn sem er í há-
vegum hafður á þessu heimili.
Súkkulaðikakan hennar Eddu
200 gr 50% súkkulaði (Côte d’Or)
125 gr smjör
½ bolli sykur
4 egg
1 bolli hakkaðar pecanhnetur
¼ bolli hveiti
Súkkulaðihjúpurinn
100 gr súkkulaði
60 gr smjör
2 msk rjómi
1 tsk steytt Nescafé
Bræðið súkkulaðið og látið kólna
ögn. Þeytið smjörið vel uns það er
orðið mjúkt og sáldrið sykrinum útí
og þeytið mjög vel með handþeyt-
ara. Bætið næst við eggjarauðunum,
einni í einu, setjið síðan súkkulaðið
þar útí. Blandið hnetunum og hveit-
inu uns sú blanda loðir vel saman og
setjið síðan útí deigið. Síðast setur
maður vel þeyttar eggjahvíturnar
varlega saman við blönduna. Setjið í
vel smurt form og bakið í 20 til 25
mínútur, alls ekki of lengi við 170 til
180 gráðu hita. Látið kökuna kólna í
forminu.
Fyrir súkkulaðihjúpinn er smjör og
súkkulaði brætt saman og síðan er
rjómanum og Nescafé hrært útí.
Súkkulaði skiptir máli
Edda Sigurðardóttir hefur sérhæft
sig í súkkulaðikökubakstrinum.
Morgunblaðið/Dagur
Súkkkulaðikakan hennar Eddu er ljúffeng, fljótleg og góðgæti hið mesta.
Súkkulaðikakan hennar
Eddu Sigurðardóttur
er vel þekkt í vinahópn-
um. Dagur Gunnarsson
fékk uppskriftina og sög-
una á bakvið kökuna.
BEST þykir að geyma osta
vafða í álpappír í kæli, ekki
síst þegar búið er að skera
þá. Þeir sem búa svo vel að
eiga ferska og góða osta geta
vætt viskastykki í hvítvíni og
undið vel úr því áður en þeir
vefja því utan um ostinn.
Þannig má viðhalda ferskleik-
anum ótrúlega lengi. Þeir sem
eiga að jafnaði eitthvert
magn af ostum í ísskápnum
ættu að gera heimilisfólkinu
þann greiða að geyma ostana
í lokuðu plastíláti, því osta-
lyktin er fljót að festa sig við
önnur matvæli sem geymd eru
í ísskápnum, heimilisfólki til
mismikillar ánægju. Flestir Ís-
lendingar tengja rauðvín við
ostaát, en rauðvín er ekki
alltaf heppilegasti drykkurinn
með ostum. Ef boðið er upp á
ferska osta er til dæmis vel
við hæfi að bera fram kalt
hvítt eða rautt vín, eða jafn-
vel rósavín. Þegar mildir
mygluostar eru á boðstólum,
eins og gorgonzola eða par-
mesan eða hinn götótti em-
menthal-ostur frá Sviss, er
fremur við hæfi að drekka
stofuheitt rauðvín. Þeim sem
hafa gaman af nýjungum er
bent á möguleikann að borða
mygluosta af ýmsum styrk-
leikum og drekka með þeim
marsala, sætt sérrí eða eitt-
hvað á þeim nótum, eftir því
sem vínbúðin í nágrenninu
býður upp á. (Þó ekki Bristol
Cream, heldur miklu fremur
spænskt moscatel eða eitt-
hvað í þeim dúr, ef marsala er
ekki fáanlegt.) Með slíkri
veislu er nauðsynlegt að hafa
gott brauð, t.d. ciabatta eða
baguette, sem núorðið má fá
nýbakað í öllum helstu stór-
mörkuðum landsins.
Ostar
EIN af þeim norrænu jólahefðum sem hefur
varðveist í nokkuð breyttri mynd í aldanna rás
er svonefndur „julebuk“, sem útleggst ýmist
jólageit, jólahafur eða jólabokki. Terry Gunnell,
dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, þekkir
nokkuð vel til skandinavískra hefða og siða.
Segir hann kvikindið hafa verið vel þekkt í hin-
um skandinavísku löndum fyrr á öldum og
þekkist enn í Noregi og Svíþjóð en útfærslurnar
séu afar ólíkar. „Í Svíþjóð er jólahafurinn, sem
hægt er að fá hjá IKEA, geit gerð úr hálmi,“
segir Terry og bætir við að sú jólageit sé blanda
af ýmsum gömlum hefðum. Það var hefð fyrir
því áður fyrr að menn byggju til dúkkur úr
hálmi, oft úr síðasta hálminum sem var skorinn í
haustuppskerunni. Oft var dúkkan í geitarformi
og var send milli húsa með vísu sem var hengd á
hana. Stundum var geitin hengd utan á hurðir
eða henni kastað inn í hús. Þetta var leið sam-
félagsins til að sýna álit sitt á siðferðisbrotum,
að gera grín að fólki sem var of nískt eða of hart
eða kannski búið að sofa hjá einhverjum sem
það hefði ekki átt að sofa hjá.“
Terry segir hefðina hafa átt sér stað á mis-
munandi árstímum eftir landsvæðum, en sums
staðar hafi þetta verið fyrir jól og enginn hafi
viljað vera síðasti maðurinn sem fékk geitina
fyrir jól, því þá sat hann uppi með geitina og
skömmina sem henni fylgdi alveg fram að
næstu jólum, þegar hún færi af stað aftur.
Inni á skrifstofu Terry má einmitt sjá forláta
jólageit sem á sér sinn stað í sérstöku viðhafn-
arhorni. Hún á veru sína þar að rekja til hálf
neyðarlegs misskilnings eins af nemendum
Terry, sem hann kveðst ekki enn vita deili á.
„Einhver af nemendum mínum virðist hafa mis-
skilið hefðina. Þetta var örugglega hugsað sem
spaug en ekki eitthvað neikvætt,“ segir Terry.
„Ég kom heim á Þorláksmessu og þar blasir við
þessi jólageit fyrir utan hurðina mína með smá
grínvísu. Ég held að þetta hafi verið hugsað sem
gjöf og sá eða þau sem fyrir þessum gjörningi
stóðu hafi ekki vitað af hefðinni. Ef ég hefði
sjálfur farið eftir hefðinni hefði ég þurft að
yrkja nýja vísu og finna heimilisföng nemenda
og halda geitinni gangandi. En ég held að nem-
endurnir hafi ekki gert sér grein fyrir því að það
er engin blessun að sitja uppi með jólageit yfir
jól. Konan mín neitaði að hafa þetta í húsinu,
svo nú er jólageitin í heiðurshorni í skrifstofunni
minni.“
Hin hefðin sem lifir áfram í Noregi og þekkt-
ist á öllum Norðurlöndum var sú að menn
klæddu sig upp sem jólabokka. „Þá fóru þeir á
milli húsa, svipað og gerist hér á öskudaginn,“
segir Terry. „Norðmenn klæða sig að vísu ekki
lengur í dýraskinn og bera hjálma með hornum,
en krakkarnir klæða sig upp í búninga, bera
grímur og fara milli húsa á jólatímanum.“
Að fara í jólageitina eða jólaköttinn
Terry segir að í íslenskum vikivakaleikjum
megi sjá svipaða veru, sem kölluð er „þingálpn,“
en henni svipar til jólabokkans, með horn og
munn sem opnast og lokast. „Þetta er svona
haus á staur sem er haldið á og síðan er skinn
yfir,“ segir Terry. „Í Skandinavíu kemur
þingálpnið í heimsókn og gefur ekki, heldur tek-
ur bæði mat og gjafir, en hér á landi kemur það
bara í heimsókn. Í Færeyjum er þessi sama
vera kölluð jólhestur og birtist líka í dans-
leikjum.“
Þótt jólabokkinn hafi ekki beinlínis komið
hingað til lands, þar sem hér voru engar geitur,
segist Terry velta því fyrir sér hvort jólakött-
urinn íslenski sé mögulega á einhvern hátt
byggður á misskilningi á orðinu julebuk, rétt
eins og svo oft gerist þegar hefðir breytast milli
landa. „Því í Noregi er það kallað að fara í jule-
buk, þegar fólk klæðir sig upp sem jólabokka.
Hér er það kallað að fara í jólaköttinn þegar
hann ætlar að borða mann,“ segir Terry. „Orðin
köttur og geit eru mjög svipuð þegar þau berast
milli tungumála og það getur vel verið að hug-
myndin hafi breyst svona þar sem hér á landi
bjuggu hópar Norðmanna á hvalstöðvum sem
gætu hafa fært þessar hefðir hingað. Sá siður að
klæða sig upp á jólum og fara milli húsa þekkist
fyrst og fremst á Vestfjörðum, í Eyjafirði og við
Barðaströnd, en kjarni þessara hvalstöðva var á
Vestfjörðum. Um þessar hefðir hefur Vilborg
Davíðsdóttir skrifað mjög góða BA-ritgerð.“
Jólahafurinn er ekki bara skraut
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skandinavísku jólabokkarnir eiga sér
dekkri fortíð en okkur grunar. Svavar
Knútur Kristinsson ræddi við Terry
Gunnel um hinn forna níðgrip.
Terry Gunnell heldur upp á jólageitina sína.