Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 16
16 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Hrísgrjónagrautur fyrir fjóra 2 l mjólk 200 g búðingshrísgrjón Setjið hrísgrjónin og mjólkina í pott og komið upp suðu. Lækkið hitann, setjið lok á og látið grautinn malla á lágum hita í u.þ.b. 50 mínútur. Hrærið í hon- um annað slagið. Þegar allir eru búnir að borða hrís- grjónagrautinn sinn með kanelsykri, eða kannski eins og Danir gera með „en smørklat og kanelsukker“, fer það sem er eftir af honum í Ris a la Mande. Ris a la Mande kaldur hrísgrjónagrautur hakkaðar möndlur vanillusykur þeyttur rjómi og að sjálfsögðu ein mandla og möndlugjöf. Magnið af þessum hráefnum fer eftir því hversu mikið er af grautnum. Mað- ur verður bara að sirka og smakka til. Með ris a la Mande er alltaf boðið upp á kirsuberjasósu, heita eða kalda. Kirsuberjasósa 1 dl kirsuberjasafi 200 g sultuð og steinlaus kirsuber 2 tsk kartöflumjöl hrært út í of- urlítið af köldu vatni kirsuberjavín Setjið kirsuberjasafann og kirsuber í pott og komið upp suðu. Takið pottinn af hellunni og þykkið með kartöflujafn- ingnum, hrærið í á meðan. Bragðið til með kirsuberjavíninu. Berið sem sagt sósuna fram heita sem kalda. Ef ekki vinnst tími til sósugerðar þá mæli ég með „Den gamle fabriks kirse- bærsauce“ sem fæst í flestum góðum matvöruverslunum. Ef maður hefur lítinn tíma fyrir sósu- gerð mæli ég með „Den gamle fabriks kirsebærsovs“ sem fæst í flestum góð- um matvöruverslunum. Eplaskífur, u.þ.b. 20 stk. ¼ l hveiti ½ tsk natron 1 tsk sykur 1 hnífsoddur salt ½ tsk kardemommur rifinn börkur af 1 sítrónu 2 egg 2 dl súrmjólk 2 msk olía smjör til steikingar eplaskífupanna Setjið í skál hveiti, natron, sykur, salt, kardemommur og rifinn sítrónubörk. Þeytið eggjarauður og súrmjólk saman og hrærið því síðan saman með hveit- inu. Setjið út í olíuna og látið deigið hvílast í hálftíma. Þeytið eggjahvíturnar stífar og blandið þeim varlega út í deigið. Hitið epla- skífupönnuna og setjið smásmjör í hvert gat. Fyllið u.þ.b. 2⁄3 af deigi í hvert gat og þegar kanturinn er orðinn bakaður snýr maður eplaskífunni við. Til að at- huga hvort hún sé nógu bökuð notast prjónn. Með heitum eplaskífum ber maður góða sultu og flórsykur til að dýfa þeim í. Steiktar rjúpubringur fyrir fjóra 4 rjúpur smjör salt og pipar Skerið bringur úr rjúpunum og steikið þær upp úr smjöri á pönnu í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið meðan á steikingu stendur. Steiktur nýsjálenskur strútur fyrir fjóra 600 g strútskjöt salt og pipar Hreinsið kjötið og brúnið á pönnu á öll- um hliðum. Kryddið með salti og pipar og setjið inn í 175°C heitan ofn í 8–10 mín. Steikingartíminn fer eftir hversu þykkt kjötið er og hvernig maður vill hafa það steikt. Villibráðarsósa Afskurður og bein af rjúpum og strúti 100 g sellerístilkar 2 gulrætur 1 tsk einiber 2–3 greinar af timían ½ l rjómi smjör salt og pipar kjötkraftur rifsberja- eða hrútaberjahlaup Skerið afskurðinn af rjúpunni í litla bita og brúnið upp úr smjöri í víðum potti, ásamt hjörtum og hreinsuðu fó- arni úr rjúpu og strúti. Kryddið með salti og pipar. Skerið gulrætur og sell- erí í grófa bita og bætið út í pottinn. Brjótið 1 tsk af einiberjum og brúnið með ásamt 2–3 greinum af timían. Setj- ið vatn út í og látið ná rétt upp að miðju. Látið sjóða. Hellið yfir ½ l rjóma og sjóðið við vægan hita í 1½–2 tíma. Sigt- ið sósuna í pott og þykkið hana ef þarf. Smakkið sósuna til með kjötkrafti. Hrærið að lokum rifsberja- eða hrúta- berjahlaupi út í sósuna og berið fram. Sætt kartöflurösti fyrir fjóra 400 g sætar kartöflur 40 g smjör Kartöflurnar eru flysjaðar, rifnar niður og þerraðar. Blandið saman við brætt smjörið og setjið í fjórar sátur á ofn- skúffu eða í eitt springform. Bakað við 175°C hita í 20 mínútur. Brúnaðar gulrætur og epli 200 g smágulrætur 2 stk. epli 100 g sykur 40 g smjör bolli af vatni Gyllið sykur og smjör á pönnu og bætið vatni út í. Sjóðið gulræturnar í þessu. Afhýðið epli og fjarlægið kjarna. Skerið í hæfilega þykka báta og bætið út í pottinn rétt áður en gulræturnar eru tilbúnar. 8 stk. vorlaukar Steikið vorlaukinn í smjöri og látið krauma undir loki í 5–6 mínútur. Einnig mun ég bera fram heimagert hrútaberjahlaup úr berjum sem fjöl- skyldan tíndi saman í Hallormsstað- arskógi sl. haust. Fíkjudesert „Hvað varðar eftirréttinn þá ætla ég að prófa að bera á borð ferskar fíkjur í koníaks-karamellusósu með Ris a la Mande í ár,“ segir Hulda. 8–12 ferskar fíkjur 2 msk smjör safi úr 2 sítrónum 4 msk sykur 5 cl koníak (má sleppa) Bræðið smjörið, sykurinn og sítr- ónusafann á pönnu. Þegar allt er farið að bráðna og brúnast, látið þá fíkjurnar sem eru skornar í tvennt út í. Blandið þessu vel saman og eldið í nokkrar mín- útur við miðlungshita. Hellið koníakinu út í og kveikið í. Berið fram með Ris a la Mande eða góðum heimagerðum ís. „Á JÓLUNUM verð ég að vera inn- an um börn, þau eru það sem skiptir öllu máli og gleði þeirra og vænt- ingar skapa jólastemninguna“ segir Hulda Elisabeth Daníelsdóttir á Egilsstöðum. Hún á og rekur ásamt manni sínum Gunnlaugi Jónassyni Gistihúsið Egilsstöðum, eitt virðu- legasta og fínlegasta gistihús lands- ins, þar sem gamlar hefðir eru í heiðri hafðar, enda Gistihúsið verið rekið viðstöðulítið frá árinu 1912 af ætt Gunnlaugs. Leiðir Huldu hafa legið víða, ekki síst á æskuárum. Hún fæddist í Klakksvík í Fær- eyjum, flutti til Íslands með fjöl- skyldu sinni þriggja mánaða gömul, bjó á Egilsstöðum til sex ára aldurs, flutti þá til Klakksvíkur aftur og var í eitt og hálft ár. Þá fór hún sumarið 1980 til Álaborgar í Danmörku þar sem hún var í sex ár uns hún settist að í Kaupmannahöfn til næstu þrettán ára. Það var svo árið 1997 sem hún kom til Egilsstaða ásamt manni sínum Gunnlaugi, þau keyptu Gistihúsið Egilsstöðum og hófu þar endurbætur og rekstur. Þau hjónin eiga tvö börn, þau Maríu Jóngerð og Jónas Pétur, sex og fjögurra ára gömul. „Flest af mínum jólum hafa verið dönsk, en frá bernskunni á ég minn- ingar frá dönskum, færeyskum og íslenskum jólum,“ segir Hulda. Rastkjöt og siginn fiskur Hugurinn leitar fyrst til Klakks- víkur, sem er fimm þúsund manna dalabyggð með fjöll á tvo vegu og hafið til beggja handa. Mest búa í Klakksvík rótgrónar fjölskyldur og sjómenn. Hús Huldu er afa- og ömmuhús, hjá Elisabeth og Kamar sem eru rúmlega sjötug. „Húsið er tvílyft og stórt, svart og hvítt að lit, Ljúffengur strútur á jólaborðinu Hulda Elisabeth Daníelsdóttir á og rekur Gistihúsið Egilsstöðum. Hún ólst upp í Færeyjum, Danmörku og á Íslandi og sagði Steinunni Ásmundsdóttur frá mismunandi jólahaldi og undirbúningi í þremur löndum. tjargaður viður að ofanverðu og steinn að neðan,“ rifjar Hulda upp. „Við vorum öll þarna saman, mamma, pabbi og við systurnar, auk systkina mömmu og afa og ömmu. Það var fullt af fólki og alltaf gesta- gangur. Ég sé ömmu og afa fyrir mér skima út og afi situr í gömlum tréstól við eldhúsborðið undir glugg- anum, grípur gamla svarta kíkinn og segir „Nú er Samúel bóndi uppi á fjalli!“ eða eitthvað þess háttar. Áð- ur fyrr var siginn fiskur með tólg á aðfangadagskvöld hjá ömmu og hún hefur núna endur í jólamatinn. Með- lætið er brúnaðar kartöflur, hvítar kartöflur, rauðkál, einfalt Waldorf- salat, soðið grænmeti og sósa.“ Í þurrkhjallinum utan við húsið hang- ir skerpukjötið og rastkjötið. Það er alltaf gengið á fjöll í Færeyjum í október og í kjölfarið slátrað og lær- in, bógar og frampartar hengd í hjallinn. Það var einmitt um miðjan nóvember sem fyrsta rastkjöt þessa árs var tilbúið úr hjallinum. Það er ævinlega borðað á jóladag og þá annaðhvort eldað í ofni með kart- öflum og dryl, sem er færeyskt brauð, eða soðið og borið fram með kartöflum og súpu með gulrótum og hvítkáli. Þegar kjötið er búið að hanga í október og nóvember er það orðið afar bragðmikið og ilmurinn af því er yndislegur. Hulda segir Fær- eyinga ekki reykja mat né sýra, hvorki kjöt né fisk, matur sé hang- inn eða ferskur. Sandskúrað og saumuð jólaföt Í desember gera Klakksvíkingar hreint. Viðra út, skrúbba og sand- skúra hátt og lágt, sauma jólagard- ínur, bóna, berja sængur og gera allt fínt. „Amma stóð á haus og blótaði karlmönnunum fyrir að gera ekki neitt,“ heldur Hulda áfram. „Og þarna fór enginn í búð að kaupa jóla- föt, heldur var keypt efni og saumað upp á krakkana. Alltaf fékk maður nýjan kjól, stóð uppi á kolli meðan títuprjónunum var nælt í til að mæla fyrir. Margrét Pétursdóttir, tengda- móðir mín, man ennþá eftir því þeg- ar við systurnar vorum á jólaballi í Valaskjálf á Egilsstöðum í fær- eyskum hátíðarbúningum sem Hulda Elisabeth Daníelsdóttir og Gunnlaugur Jónasson ætla að elda strútskjöt um jólin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.