Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 20
20 Jólablað Morgunblaðsins 2005
LEIKIR af ýmsu tagi einkenndu
jólaboðin í Mývatnssveit, á heimili
Helgu Valborgar Pétursdóttur og
hennar fjölskyldu. Hún er fædd og
uppalin í Reynihlíð, en bjó sér og
fjölskyldu heimili í föðurtúni; í Aust-
urhlíð. Þar bjuggu einnig systkini
hennar, þau voru fjögur sem öll
bjuggu í sama túninu eins og hún
orðar það. „Það var stutt á milli okk-
ar og við skiptumst á að hafa jóla-
boð. Þau stóðu jafnan allan daginn,
fólk mætti fljótlega upp úr hádegi og
dvaldi fram undir kvöldmat. Það var
farið í leiki, alls konar samkvæm-
isleiki og allir höfðu gaman af, börn
jafnt sem fullorðnir,“ segir Helga
Valborg.
Jurta, steina og dýra
Einn þeirra leikja sem nutu vin-
sælda var nefndur jurta, steina og
dýra. Sá leikur fer þannig fram að
hópnum er skipt í tvö lið og velur
hvor hópur einn úr sínum röðum.
Þeir tveir sem valdir eru hverju
sinni fara afsíðis og velja einhvern
hlut og getur hann verið nánast hvað
sem er hvar sem er. Liðin keppast
svo við að spyrja til að reyna að finna
út hver hluturinn er. Sá er til svara
sem er í andstæðu liði og má ein-
ungis svara með jái eða neii. Það lið
sem fyrr getur upp á hver hluturinn
er fær þann sem fékk það hlutverk
að hugsa upp hlutinn yfir í sínar rað-
ir. Þannig gengur leikurinn fyrir sig
þar til annað liðið hefur unnið alla
mennina. „Þetta er mjög skemmti-
legur leikur,“ segir Helga Valborg,
en hlutirnir sem menn hugsa sér
geta verið af fjölbreyttu tagi; varða,
jafnvel ákveðinn steinn í vörðu, höf-
uð á frelsisstyttunni, nefið á henni
þess vegna, einhver hlutur úr kirkj-
unni, svo dæmi séu tekin. „En fólkið
sem þátt tekur verður þó að vita um
tilvist þessa hlutar,“ segir Helga
Valborg.
Að kveðast á
Vinsælt var að kveðast á og var þá
einnig skipt í lið og enginn mátti
skorast undan. „Þessi leikur vandi
krakkana á að læra vísur,“ segir
hún, en þegar mikið var um börn og
ungmenni í jólaboðum var leiknum
gjarnan breytt. Í stað þess að lið
færi með vísu sem byrjaði á þeim
staf sem síðasta vísa endaði á var sá
háttur hafður á að fyrsti stafurinn í
síðasta orðinu var notaður. „Það er
svo mikið um að vísur endi á stöf-
unum r og a, þetta fyrirkomulag gef-
ur meiri möguleika,“ segir hún.
Yrkja má eigin vísur komi engin upp
í hugann, en ef lið stóð á gati og kom
ekki frá sér vísu hafði andstætt lið
möguleika á að fara með þrjár vísur í
röð, með sama staf og sú síðasta
endaði á, og hafði þá kveðið keppi-
nauta sína í kútinn.
Pantleikur
Pantleikur var líka oft og iðulega
leikinn í jólaboðunum. Hver og einn
gestur í samkvæminu fann sér hlut
og setti í hatt. Tveir stjórnendur
fóru yfir þá og komu sér saman um
hvað hver og einn, þ.e. sá sem sett
hafði viðkomandi hlut í hattinn, ætti
að gera þegar hann væri dreginn
upp. Þannig gat sá sem t.d. setti eld-
spýtustokk í hattinn lent í því að
standa uppi á stól og syngja Afi
minn fór á honum Rauð fyrir veislu-
gesti. „Ekki mátti skorast undan,
allir þurftu að gera það sem fyrir þá
var lagt og þetta var oft heilmikil
skemmtun,“ segir Helga Valborg.
Eitt sem stundum var fundið upp á
að gera var að senda tvo út, karl og
konu, og áttu þau að telja stjörnur.
Þau nefndu svo ákveðna tölu,
sögðu stjörnur himins þetta margar,
en fólkið sem inni var hafði líka í
sameiningu komið sér saman um
ákveðna tölu. Mismuninn á þeim töl-
um átti fólkið svo að kyssast.
Að draga lepp úr svelli
Önnur þraut sem þótti afar
skemmtileg var kölluð Að draga
lepp úr svelli. Hún fólst í því að tveir
hraustir og liprir menn stóðu hvor
mót öðrum og héldu hvor í annars
upphandleggi. Á gólfinu á milli
þeirra var vasaklút, krumpuðum,
komið fyrir. Sá sem þurfti að leysa
þrautina, að draga leppinn úr svell-
inu, átti að stinga sér niður á milli
handleggja mannanna og koma upp
með vasaklútinn í munninum. „Það
er alls ekki á allra færi að gera
þetta,“ segir Helga Valborg, en
gestir höfðu gaman af að fylgjast
með tilfæringunum þegar reynt var
við þessa þraut.
Land, loft og sjór
Land, loft og sjór er svo enn einn
leikurinn sem tíðum var farið í. Þátt-
takendur standa þétt saman í hring
og haldast í hendur. Einn er í miðj-
unni. Sá snýr sér skyndilega að ein-
hverjum þátttakenda í hringnum og
nefnir land, loft eða sjó, þ.e. eitt
þessara orða. Sá sem til svara verð-
ur á þá að nefna það dýr sem fyrst
kemur upp í hugann, t.d. ef miðju-
maðurinn segir land gæti svarið ver-
ið hross, fíll eða hvað dýr sem er og
lifir á landi. Ef orðið er sjór eða loft
nægir ekki að segja fiskur eða fugl,
tiltaka þarf ákveðna tegund dýra.
Talið er upp að tíu eftir að orðið er
nefnt og hafi viðkomandi ekki svarað
áður en komið er að tíu færist hann
inn í miðjuna. „Þessi leikur gengur
oft hratt fyrir sig og það er mikil
kátína í hópnum þegar svo er, mikið
fjör,“ segir Helga Valborg. „Leik-
urinn þjálfar hugann en getur orðið
snúinn þegar á líður því ekki má
nefna sama dýrið tvisvar.“
Vinsælt að leika bókarheiti
Helga Valborg nefnir einnig að
mikið hafi verið gert af því í mý-
vetnsku jólaboðunum að leika bók-
arheiti. Eins og í sumum öðrum
leikjum sem hér eru nefndir er skipt
í lið og gengur leikurinn út á að liðin
leika til skiptis titla á bókum. Þannig
lék eitt liðið t.d. einu sinni bók-
arheitið Vesturfararnir á þann hátt
að allur hópurinn gekk í röð frá aust-
urenda stofunnar og í vestur. Þrír
ungir og vörpulegir menn léku bók-
arheiti; stóðu hlið við hlið, góðir með
sig og hreyfðu sig ekki. Þeir voru að
leika Perlur í náttúru Íslands. Virðu-
legasta fólkinu í boðinu var stillt
upp, það var að leika bókarheitið
Merkir Íslendingar.
Helga Valborg segir þennan leik
vinsælan í Mývatnssveit og hafi
lengi verið. „Við lékum þetta oft á
kvöldin í skólanum, þá var ekki sjón-
varpi eða tölvum fyrir að fara og
þetta var góð afþreying sem við
höfðum gaman af.“
Helga Valborg býr nú á Akureyri
en segir að þessi siður haldist enn í
fjölskylduboðum á jólum, þó svo að
fólkið sé færra og boðin ekki eins
mörg og var í þá daga er hún bjó í
Mývatnssveit. „Það er heilmikil
skemmtun fólgin í því að fara í svona
leiki og menn þjálfa með sér margs
konar hæfileika.“
Heilmikil skemmtun
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Helga Valborg Pétursdóttir segir að allir hafa skemmt sér vel í samkvæm-
isleikjum sem efnt var til í jólaboðum í Mývatnssveit.
Leikir voru vinsælir í
jólaboðum í Mývatns-
sveit. Helga Valborg
Pétursdóttir segir Mar-
gréti Þóru Þórsdóttur
frá því hvernig maður
dregur lepp úr svelli og
fleira skemmtilegt.
Upplýsingar og miðasala: 551 1200 – Fax: 585 1201 – midasala@leikhusid.is – www.leikhusid.is
Andrea Guðrún Guðmunds-
dóttir, fjögurra ára
Heldurðu að þú fáir einhverjar jóla-
gjafir?
Já. Mig langar mest að fá annan
vagn fyrir dúkkur. Hinn er ónýtur af
því að ég settist alltaf í hann.
Manstu eftir einhverri fallegri jóla-
gjöf sem þú hefur fengið?
Já, það var dúkka í pakkanum. Hún
var í fötum sem ég gat ekki klætt
hana úr. Ég var að reyna að taka
hana úr en ég gat það ekki.
Ætlar þú að gefa einhverjar gjafir?
Já, bara vinum mínum.
Hvað ætlarðu að gera um jólin?
Ég ætla bara að borða nammi. Og
kökur. Mamma ætlar að baka kök-
ur og uppáhaldskakan mín er
súkkulaðikaka. Ég ætla líka að
leika mér.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera?
Að hlusta á útvarpið mitt. Ég á út-
varp og það er rautt.
Hvernig á maður að vera á jólunum?
Maður á að vera stilltur. Meira
stilltur en venjulega. Ef maður er
óþekkur fær maður enga gjöf.
Seturðu skóinn þinn út í glugga?
Veistu hvað ég gerði einu sinni
þegar ég kom heim. Þá setti ég
nammi í skóinn minn. Jólasveinn-
inn setur ekkert í skóinn ef ég er
óþekk.
Skemmtilegast
að hlusta á rauða
útvarpið sitt
Morgunblaðið/Ásdís
Ylfa Rós Böðvarsdóttir,
fimm ára
Veistu af hverju við höldum jólin?
Af því að það er svo gaman. Ég
veit samt ekki alveg af hverju það
er skemmtilegt.
Hvernig á maður að hegða sér á jól-
unum?
Bara vel og gera alveg eins og sá
sem á afmæli segir.
Hver á afmæli á jólunum?
Ég.
Heldurðu að þú fáir einhverjar jóla-
gjafir?
Já, undir jólatrénu. Mig langar
mest að fá dótasíma með Barbí-
mynd á.
Hefurðu einhvern tímann fengið
skemmtilega jólagjöf?
Já, á jólunum. En ég man ekki
hvað það var, það er svo langt síð-
an.
Hvað skiptir mestu máli á jól-
unum?
Að gera alveg eins og mamma og
pabbi segja.
Seturðu skóinn út í glugga?
Já. Ég fæ bara eitthvað dót. En
pabbi og vinkona hans eru með
vesen og fara aldrei strax að sofa
alveg eins og börnin.
Svo að þau fá þá ekkert í skóinn?
Já, bara kartöflu eða blað. Það er
sko leiðinlegt. Ég hef aldrei fengið
kartöflu í skóinn.
Hefur aldrei
fengið kartöflu
í skóinn
Morgunblaðið/Ásdís