Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 22
Held jól með vinum og vandamönnum „ÉG var mikið jólabarn á meðan ég var og hét, “ segir Kristjana Ragn- heiður Ágústsdóttir. „Það kemur náttúrulega öðruvísi út þegar maður er kominn á svona vistheimili og maður undirbýr ekki eins og maður gerði á meðan maður hafði sitt eigið heimili. Jólahaldið er öðruvísi, en hér er yndislegt að vera.“ Fyrstu jólaminningar Kristjönu eru frá því í æsku. „Það var afskaplega mikil til- hlökkun. Ég er alin upp á góðu heimili hjá afa mínum og ömmu og það var gert mikið með mig. Ég spilltist nú samt ekkert við það vona ég, það var allt í hófi,“ segir hún. „Ég var hrifin af öllum undirbún- ingnum og jólahaldinu. Fyrir það fyrsta var það tilhlökkunarefni og svo var þetta skemmtilegt eins og alltaf er þegar fólk hefur heilsu á heimilinu. Það er auðvitað númer eitt.“ Boðskapur jólanna er ávallt sá sami, en finnst Kristjönu að margt hafi breyst við jólahald síðan hún var barn? „O já, það hefur það nú. Þetta er öðruvísi núna. Ég var til sjö ára ald- urs í Borgarfirði eystra og þegar ég kom hingað suður var þetta ekki orðið neitt svipað því sem er núna,“ segir hún. „Mér finnst gauragang- urinn eiginlega orðinn of mikill. Þeg- ar jólahátíðin loksins kemur eru allir svo þreyttir og stressaðir að þeir ná ekki að njóta hennar almennilega. Því miður.“ Fer alltaf í eina messu yfir hátíðarnar Kristjana segir að sterkar hefðir hafi tengst jólunum í hennar fjöl- skyldu. „Það var reglulegt jólahald. Við fórum til skiptis í jólaboð innan fjöl- skyldunnar og svo til vina og vanda- manna. Þetta stóð yfirleitt fram yfir þrettándann, en þá um kvöldið vor- um við alltaf hjá vinafólki mömmu og þar var sægur af fólki,“ segir hún og bætir við að þá hafi fólk virkilega skemmt sér. „Þá var hátíðin að líða og það varð léttara yfir öllu.“ Kristjana segist því miður ekki hafa haldið fast í gamlar hefðir. Hún hefur hefðbundið jólahald í mat og drykk og slíku og fer síðan alltaf í eina messu yfir hátíðarnar. En skyldi henni finnast boðskapurinn gleymast í jólahaldi nútímans? „Ég veit það ekki, það er nú mis- jafnt,“ segir hún. „Ekki þar fyrir, að það er kannski ekki aðalatriði að fara í messu,“ segir hún. „Maður getur líka hlustað á guðsþjónustu í útvarpinu en mér finnst maður njóta þess betur ef maður fer til kirkju. Ég er nú svona gamaldags.“ Að lokum tekur Kristjana fram að best sé að halda hátíðina með vinum og vandamönnum. „Svo vildi maður nú hafa þau frek- ar róleg,“ segir hún, „því það var maður alinn upp við í gamla daga.“ Morgunblaðið/Ásdís Kristjana Ragnheiður Ágústsdóttir 22 Jólablað Morgunblaðsins 2005 ember og setti þær svo í frysti þeg- ar heim kom. Uppskriftina setti ég að mestu saman sjálf. Ég lét öndina þiðna vel í ísskáp, saltaði hana og pipraði og fyllti hana með eplum og gráfíkjum og stakk svo tannstöngli í opið til að loka því. Setti hana svo í forhitaðan ofn á 150 gráður á Celsíus í tvo til þrjá klukkutíma, eftir þyngd. Hún á að verða brún að ofan og paran stökk. Ég eys alltaf yfir hana með jöfnu millibili meðan hún er að steikjast. Sósan er safinn af öndinni þegar búið er að veiða fituna ofan af. Þá er settur út í safann einn pip- arostur og matreiðslurjómi. Anda- kraft setur maður út í ef með þarf, það er best að smakka sig áfram í þessu, það er svo misjafnt hve sterka sósu fólk vill. Ég vil hafa hana sterka. Andakraftur frá Ósk- ari hefur reynst mér ágætlega. Brúnkál með andasteikinni Með þessu ber ég fram brúnkál og ávaxtasalat.“ Brúnkál Vigdísar og ættkvenna hennar: „Brúnkálið mitt er að hætti mömmu og ömmu og jafnvel lengra aftur í ættir,“ segir Vigdís. „Eitt hvítkálshöfuð er saxað smátt og um 40 g af smjöri sett í pott og hvítkálið þar ofan í. Látið malla smástund. Þá eru settar út í 3 til 4 matskeiðar af sykri og látið malla við hægan hita þar til allt er orðið meyrt og ljósbrúnt. Muna þarf að hræra í annað slagið. Þetta er að vísu ekki mjög hollur réttur en afar góður og ómissandi á jól- um. Heima hjá mér þegar ég var að alast upp var alltaf haft með ávaxtasalat, þ.e. þeyttur rjómi og blandaðir ávextir úr dós en ég er farin að hafa ferska ávexti, svo sem banana, epli, perur og fleira sem til er. Í saxaða ávextina bæti ég svo 1 pela af rjóma og einn bolla af söx- uðu suðusúkkulaði. Þetta er mjög gott með öndinni og brúnkálinu.“ Hefur þú aldrei átt erfitt með að fá endur fyrir jólin? „Jú, það er oft erfitt að fá ís- lenskar endur fyrir jólin en oftast nær tekst það. Ég hef tvisvar haft erlendar endur, í annað skipti enska og hitt skiptið sænska.“ Fannstu mikinn mun? „Já, útlendu endurnar eru stærri og stórgerðari, mér finnst þær ís- lensku miklu betri.“ Ís í eftirrétt Hvaða eftirrétt ertu með á að- fangadagskvöld? „Ég er með ís, heimalagaðan. Ég þeyti 3 eggjarauður og 1 msk. af flórsykri saman og síðan bæti ég í þremur pelum af rjóma og loks þremur stífþeyttum eggjahvítum. Áður en þetta er hef ég lokið við að baka púðursykurmarens sem er brotinn niður í skál og ísmassanum hrært saman við og sett í frysti. Ég hef tvær gerðir af ísnum, þessi uppskrift sem hér var greint frá á undan er fyrir börnin og með þeim ís ber ég fram heita súkku- laðisósu. Fyrir fullorðna fólkið hef ég ísinn bragðbættan með koníaki, svona 2 til 3 matskeiðar á hvern pela af rjóma. Með þessu hef ég þeyttan rjóma ef fólki finnst ísinn of bragð- sterkur. Ingibjargarsmákökur Seinna um kvöldið ber ég fram kaffi og smákökur. Piparkökurnar sem ég bý til eru frá Ingibjörgu, ömmu mannsins míns, sem bjó á Njálsstöðum í Húnavatnssýslu, ég kalla því kök- urnar Ingibjargarkökur.“ Ingibjargarkökur 250 g hveiti 125 g sykur 90 g smjörlíki 1 tsk matarsódi 1 tsk negull 1 tsk engifer 2 tsk kanell ¼ tsk pipar ½ dl síróp ½ dl mjólk Þessu er blandað saman og hnoðað með höndunum og mótaðar litlar kúl- ur með höndunum. Bakist á smurðri plötu í ofni við 180°C hita. Fuglakjöt er vinsæll jólamatur. Endur eru þó ekki algengasta fuglasteikin. Vigdís Fjeldsted lífeindafræðingur hefur haft önd með gráfíkjum, eplum og brúnkáli í jóla- matinn í 43 ár. Hún segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá jólamatseðlinum. Morgunblaðið/Þorkell Vigdís Fjeldsted í eldhúsinu sínu, tilbúin í jólaslaginn. FUGLAKJÖT er talsvert vinsælt sem jólamatur. Hver kannast ekki við rjúpurnar frægu og jólagæsina sem litla stúlkan með eldspýturnar sá í draumsýn í loga síðustu eldspýt- unnar? Endur eru óvenjulegri jóla- matur en greinilega mjög góðar ef marka má þá hefð sem skapast hef- ur í fjölskyldu Vigdísar Fjeldsted, lífeindafræðings hjá Landspítalanum við Hringbraut. „Ég er búin að hafa önd í jólamat- inn í 43 ár,“ segir Vigdís Fjeldsted við blaðamann Morgunblaðsins, sem spyr að bragði hvers vegna öndin hafi orðið fyrir valinu í upphafi en ekki rjúpa, gæs eða kalkúni? Setti saman uppskrift að öndinni „Föðurbróðir minn var bóndi í Andakíl og á næsta bæ, Ausu í Andakíl, var gott andabú. Ég frétti af þessu árið 1963, þá var ég nýlega byrjuð að búa og fyrstu jólin mín sem húsmóður framundan. Ég kom við í Ausu og keypti endur í nóv- Önd með eplum og gráfíkjum og Ingibjargarkökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.