Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 24
24 Jólablað Morgunblaðsins 2005 LEPPALÚÐI er nú eig- inlega lagstur í kör, karl- anginn. Í hittifyrra voru ekki öll börn jafnhrifin af honum svo það er ekki víst að hann fái bæjarleyfi í ár, ekki nema að hann lofi að vera góður og vænn við börnin og aðra gesti Jóla- þorpsins,“ segir Helga sem sér um skipulag og und- irbúning að Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Jólaþorpið er í raun fyrsti alvöru jólamark- aðurinn hér á landi og er hann að erlendri fyrirmynd. „Það var starfsmaður Hafnarfjarð- arbæjar sem lærði í Heidelberg í Þýskalandi og kynntist þar jóla- markaðshefðinni og flutti hugmynd- ina hingað yfir í Hafnarfjörð fyrir þremur árum. Þá hóf Hafnarfjarð- arbær þetta samstarf við Sparisjóð Hafnarfjarðar og úr varð Jólaþorp- ið.“ Jólamarkaðir með þessu sniði tíðkast víða í Evrópu, það myndast mikil stemmning við sölubásana enda þykja þeir ómissandi hluti af jólaundirbúningnum bæði í Skand- inavíu, þýskumælandi löndum og Mið-Evrópu. Þá er litlum kofum komið fyrir á aðaltorgi bæjarins og þar er yfirleitt boðið upp á fallegt jólaskraut, handunnin tréleikföng, kerti og annað sem tengist jólunum. Yfirleitt er boðið upp á fjölbreytt úrval af mat og drykk til að ylja gestum. Sá sem þetta ritar hefur borðað metralanga pylsu á jóla- markaði í Berlín, djúpsteiktar kart- öflukökur með hvítlauk í Vínarborg, reyktan ál í Stokkhólmi, grillaða klobasa-pylsu í Prag og soðköku í Kraká og allstaðar hefur verið boðið upp á heita drykki, súkkulaði með rjóma, glögg með rúsínum, púns með rommi eða jólate. Það er ánægjulegt að þessi hefð skuli vera að ná fótfestu hér á Ís- landi og spennandi að sjá hvaða sér- íslenska brag við getum sett á hinn hefðbundna jólamarkað. Kleinur og kakó? Nýtt Thorsplan Hafnarfjarðarbær hefur keypt hingað til lands tuttugu sérsmíðaða jólamarkaðskofa frá Þýskalandi og er mikil ásókn í að fá aðstöðu í þeim og komast færri að en vilja. Hið ný- uppgerða Thorsplan í hjarta bæj- arins er vettvangur Jólaþorpsins enda var það hannað með það í huga. Það er skjólgott, niðurgrafið, kringlótt torg með fallegri tjörn og sviði. Allt í kringum torgið eru grenitré sem börn á leikskólum bæjarins hafa skreytt. Á miðju torg- inu er stóra jólatréð sem er gjöf frá Frederiksberg, vinabæ Hafn- arfjarðar í Danmörku og það verður kveikt á því með viðhöfn á morgun klukkan tvö. Helga segir að framboðið í Jóla- þorpinu verði með besta móti að þessu sinni. „Í ár verðum við með sælgætisgerð, bakarí, fisksala með harðfisk og jólasíld og fleira í þeim dúr. Það verður hægt að láta taka af sér mynd með jólasveininum, hvísla jólagjafaóskum sínum í hans skiln- ingsríka eyra og einnig verður hægt að stinga höfðinu í gat á fígúru sem Brian Pilkington gerði, láta vin eða vandamann smella af mynd og búa síðan til jólakort úr því. Við verðum með glerlistamenn og listmálara sem bjóða listmuni sína til sölu og fleira og fleira, það verður hægt að fá póststimpil Jólaþorpsins á jóla- póstinn sinn. Síðan verðum við með eitt góðgerðarhús, það eru systur úr Karmelita-klaustrinu sem koma aft- ur þriðja árið í röð. Þær eru mjög ánægðar með að fá að vera með enda hafa þær laðað fólk til sín. Þær selja kerti og ýmislegt sem þær hafa sjálfar búið til í höndunum. Síðan verður skemmtidagskrá alla dagana frá tvö til fjögur og þar koma fram hafnfirskir kórar og skólahljómsveitir og skemmtiatriði frá leikhúsunum og þekktar persón- ur sem munu höfða til krakkanna og svo verður hátíðardagskrá hjá okk- ur á Þorláksmessu.“ Opið allar helgar í desember Jólaþorpið verður opið allar helg- ar í desember frá tólf á hádegi til fjögur og til hálf ellefu á Þorláks- messu. Helga segir að Grýla muni láta sjá sig. „Grýla er orðin mjög spennt að mæta, hún er alltaf að senda mér sms og spyrja um Jóla- þorpið. Það er alveg óhætt að heilsa upp á hana því hún hefur meyrnað með aldrinum, hún fór nefnilega til næringarfræðings og fékk þær ráð- leggingar að það væri óhollt að borða óþekk börn og síðan þá hefur hún grennst um tvöhundruð börn. Hún kemur á morgun með einn jólasvein með sér. Grýla og jóla- sveinarnir kunna að sjálfsögðu ákaf- lega vel við sig í Jólaþorpinu og Hafnarfirði, hér höfum við víkinga fyrir og í hrauninu búa auðvitað álf- ar og forynjur.“ Á Þorláksmessu verður svo jólaganga sem endar á Thorsplani þar sem kertum verður fleytt á nýju tjörninni við hátíðlega athöfn. En hvernig er að vera ráðskona hjá Grýlu og Leppalúða? „Það er skemmtilegt verkefni, þau eru ákaf- lega samvinnuþýð og við erum gott þríeyki og störfum vel saman. Ég fæ að ráðskast með þau að vild enda er smá ráðskonurass undir mér. Ég vona að í framtíðinni verði Hafn- arfjörður þekktur sem jólabærinn sem fólk hlakkar til að heimsækja í notalegheitin á aðventunni.“ Það verður mjög mikið að gera í Hafn- arfirði í desember því í tengslum við Jólaþorpið verður jóladagskrá bæði í Bókasafni Hafnarfjarðar, Kvik- myndasafni Hafnarfjarðar og í Hafnarborg. Ráðskona Grýlu og Leppalúða Það getur ekki verið auðvelt starf að vera ráðskona hjá herra Leppalúða og frú Grýlu en Helga H. Magnúsdóttir er hvergi bangin. Hún hefur sinnt því starfi undanfarin þrjú ár og líkar vel. Dagur Gunnarsson kom við í Hafnarfirði. Grýla steikir engar venjulegar kleinur fyrir Leppalúða og drengina sína. Það er oft handagangur í öskjunni í Jólaþorpinu. Gæti þetta verið jólakortið í ár? Morgunblaðið/Dagur Ráðskona jólasveinsins hefur í mörg horn að líta á aðventunni. GRÝLA heldur eldhúsinu sínu vel hreinu, eins hreinu og hægt er þegar maður býr í helli. Hún sópar moldargólfið daglega svo hellaskúm, sót, ryk, köngullær og annar ófögnuður safnist ekki fyrir. Hún notar ösku og sandinn sem fokið hefur inn um hellismunnann til að þrífa eld- húsáhöldin. Uppáhaldsréttur Leppalúða er íslensk kjötsúpa að hætti Grýlu, hún hlýjar svo vel í köld- um hellinum. Hér áður voru óþekk börn sett í pottinn, en nú á tímum þróaðrar næringar- fræði hafa Grýla og Leppalúði tekið upp nýtískulega siði og notast ýmist við nautgripa- eða sauðakjöt. Hjá Grýlu fer ekkert til spillis og henni finnst til dæmis mjög gott að bragðbæta jólaketsúp- una með feitum og pattara- legum köngullóm, en jólasvein- arnir mega ekki vita af því, þeir eru nefnilega dauðhræddir við þær. Grýla hefur alla sína bú- stjórnarvisku úr bók sem heitir Kvennafræðarinn eftir Elínu Jónsson sem var fædd Briem. Bókin kom út í jólabókaflóðinu 1904. Ketsúpa að hætti Grýlu Varúð, þessi uppskrift er ekki fyrir viðkvæmar sálir 25 kg ket 5 kg nautatungur 10 rjúpur, helst hamflettar en slíkt pjatt er þó ekki nauðsynlegt Lungu, hjörtu og nýru eftir smekk. 1 svuntufylli af fjallagrösum 10 kg af hvönn, skorin niður í ca 5 cm bita berjalyng og blóðberg eftir smekk 1 strigapoki af jarðeplum, rófum úr garði bústýrunnar í Kaldárseli. 1 tunna af vatni úr Kaldá. Þessu er öllu skellt í pottinn og soðið vel í nokkra daga, hrært reglulega í með vendi úr girð- ingavír eða trjágreinum. Í eftirrétt eru oftast ábristir og þá notar hún uppskrift fyrir 15 manns sem hún eldar í blikkfötu með loki og setur í sjóðandi vatn yfir eldinum. Grýla segir jólasveinana verða nokkuð fituga eftir matinn enda rekur hún þá í heita laug í Krísu- víkinni í það minnsta á 10 ára fresti og þvær þeim með heima- lagaðri tólgarsápu sem hún hefur bætt með álkurli úr Straumsvík, svo óhreinindin náist betur af strákunum. Uppskrift frá Grýlu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.