Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 28
28 Jólablað Morgunblaðsins 2005 ENSKAR jólahefðir eru frægar víða um heim, ekki síst úr bókmennt- unum. Paul Newton heitir Breti sem bú- settur er á Íslandi og rekur ásamt konu sinni Sigríði Þorvarðardóttur verslunina Pipar og salt á Klapp- arstígnum. Þar má fá ýmislegt ætt- að frá enskum jólasiðum. „Við erum bæði með enska jóla- köku og plómubúðing og litlar kökur sem kallaðar eru Mince Pies, þær eru góðar með kaffi og líka hitaðar. Plómubúðing ber fólk fram eftir há- tíðarmat, hellt er koníaki yfir og kveikt svo í og búðingurinn borinn fram logandi. Í gamla daga setti fólk smápening inn í kökuna, eins konar jólaverðlaun. Hér notum við bæði mikinn rjóma og brandí-smjör með kökunni. Ég á uppi á háalofti hjá mér litla krús með gömlum silf- urpeningum sem settir voru inn í jólabúðinginn. Elsti peningurinn er frá 1868 og margir frá Viktoríutím- anum, barnið sem hlaut peninginn fékk svolítil verðlaun en peningana var ekki hægt að nota, til þess voru þeir of sjaldgæfir og amma geymdi þá ávalt til næstu jóla,“ segir Paul. En hvað varð til þess að Paul hvarf frá sínum breska heimi og hingað út á hjara veraldar? „Árið 1969 giftist ég henni Sigríði minni, við kynntumst þegar hún var barnfóstra í Leicester og ég var í viðskiptaskóla þar. Við bjuggum í 17 ár á Bretlandi, lengst af í Norfolk og svo í Derby sem er í Mið-Englandi. Við fluttum til Íslands 1983 og höf- um búið hér síðan. Við eigum tvö börn.“ En hvernig er jólahaldið á ykkar heimili, er það íslenskt eða enskt? „Við höldum íslenskum siðum á aðfangadag og jóladag en á annan í jólum erum við með enska siði og jólamat,“ segir Paul. Er erfitt að búa til plómubúðing- inn? „Nei, ég hef að vísu búið til ýmsa enska rétti en ekki þennan búðing. Ég bý til enska jólaköku og mjög góðar enskar pylsur – sausages. Í þeim pylsum er svínakjöt, mikið kryddað með hökkuðu brauði. Þess- ar pylsur eru mikið notaðar í jóla- matinn, þær eru bornar fram beik- onvafðar og eldaðar í ofni.“ Hvar ólst þú upp í Englandi? „Í Nottingham. Faðir minn var ráðsmaður á stóru kúabúi sem sam- vinnuhreyfingin átti, þetta var stórt kúabú, um 200 mjólkandi kýr. Heima hjá okkur var mjög hefð- bundið jólahald, þar byrjuðu jólin snemma á jóladag. Við krakkarnir þrír vöknuðum klukkan fimm eða sex um morguninn og fórum að skoða jólagjafirnar, þær voru allar settar inn í koddaver sem hengt var á rúmgaflinn. Mamma mín byrjaði að setja kalkúninn í ofninn eld- snemma því maturinn var um há- degi og það tók langan tíma steikja kalkúninn. Pabbi fór í fjósið klukkan hálf sex á jóladagsmorgun og kom svo inn klukkan hálf tíu. Oft fengum við spil í jólagjöf og spiluðum á jóla- daginn. Við fengum kannski einn spilaleik öll þrjú saman, við vorum ekki fátæk en heldur ekki rík og jólagjafirnar voru ekkert sér- staklega miklar.Við áttum ekki bíl og það var ekki verslun í þorpinu, farandkaupmenn komu einu sinni í viku og þá var keypt inn. Við bjugg- um hins vegar í stóru húsi sem byggt var um 1790 og því fylgdu kaldar geymslur. Við bjuggum til mikið af því sem heimilið notaði, einkum matvæli. Við höfðum nokkur svín og einu svíni var alltaf slátrað fyrir jólin. Á lóðinni heima, sem var stór, voru húsdýr og hænur, við þurftum því aldrei að kaupa egg.“ En hvernig finnst þér að búa á Ís- landi? „Mér líkar vel núna eftir 20 ár en fannst erfitt að koma hingað og hafa ekki tungumálið, það lærðist smám saman en veðrinu hef ég illa vanist, mér finnst kalt hérna ennþá og vet- urinn of langur. Einkum finnst mér janúar og febrúar lengi að líða og langt til vors svo hægt sé að fara að slá grasið. Hins vegar bætir það verulega upp hvað sumarið er fal- legt og næturnar þá bjartar. Nú höf- um við hjónin eignast sumarbústað við Kiðafell í Kjós og hlökkum mikið til að byrja að endurnýja þar gamalt hús og taka til á lóðinni sem er í góðri rækt.“ Svínapylsur 1 kg beinlaus svínahnakki 400 g svínaspekk (fékkst í Melabúðinni) 225 g brauðmylsna – hvítt samlokubrauð 1 kúfuð tsk nýmöluð múskathneta 3 kúfaðar tsk þurrkuð salvía 2 tsk þurrkað tímían 2 tsk þurrkað marjoram 3 tsk salt 3 tsk nýmalaður svartur pipar Aðferð: Kjötið ásamt spekkinu er hakkað í hakkavél. Öllu kryddinu er blandað vel saman við brauðmylsnuna. Bætið brauðmylsnunni saman við hakkað kjötið og blandið vel. Það er gott að setja blönduna aftur í gegnum hakkavélina og ef pylsutúpa fylgir hakkavélinni er það hæfileg lengd á pylsunum. Ef pylsutúpa er ekki til staðar er hakkið rúllað með höndunum upp í pylsur og skorið í u.þ.b. 5 cm lengjur. Beikonrúllur Pylsurnar, sem rúllað hefur verið upp í u.þ.b. 5 cm, eru nú vafðar með með beikoni. Gott er að vefja þær frekar þétt og baka í grunnu formi í ofninum við 190° hita í 35 mínútur eða þar til beikonið er orðið vel stökkt. Þessar beikonrúllur eru allt- af bornar fram með jólakalkúninum. Innbakaðar pylsur Gott er að nota sama pylsuhakkið og gera innbakaðar pylsur. Þá eru u.þ.b. 3 cm pylsur vafðar inn í smjör- deig (fæst frosið í pökkum) og bakað inni í ofni við 190° þar til rúllurnar eru stökkar og ljósbrúnar. Enskur jólabúðingur Best er að kaupa jólabúðinginn tilbúinn, hann kemur í skál og er eldaður í vatnsbaði. Miðað við 450 g búðing er hann eldaður í eina og hálfa klukkustund. Síðan er búð- ingnum hvolft á disk og koníaki hellt yfir (nokkrar matskeiðar), gott er að hita koníakið í potti áður en hellt er yfir búðinginn til að auðveldara sé að kveikja í honum. Síðan er jóla- búðingurinn borinn inn logandi, skorinn í litlar sneiðar og með hon- um er borin koníaksbúðingssósa (brandy sauce), sem auðvelt er að búa til. Koníakssósa 2 tsk kartöflumjöl 2 eggjarauður 1 msk sykur 300 ml mjólk 1 tsk ósaltað smjör 3 msk koníak Kartöflumjöli er blandað saman við eggjarauður og sykur og eina matskeið af mjólk. Mjólkin er hituð upp að suðu í potti, tekin af hitanum og hellt yfir kart- öflumjölsblönduna. Þeytt vel á meðan, sett aftur á hitahelluna og látið þykkna við vægan hita, hrært í á meðan. Að lokum er smjöri og koníaki blandað saman við. Hvert þó í logandi! Í rösk 20 ár hefur Paul Newton búið á Íslandi en annan í jólum heldur fjöl- skylda hans við gömlum enskum jólasiðum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hann, m.a. um enskan jólamat og jólasiði. Ensku Mince pies-kökurnar. Búnar eru til beikonrúllur úr pylsunum og þær bakaðar í ofni. Koníaki er hellt yfir jólabúðinginn og hann borinn fram logandi. Enska jólabúðinginn þekkja margir úr sakamálasögum eftir Agöthu Christie. Silfurpeningur á leið í jólabúðinginn. Morgunblaðið/Kristinn Paul Newton er handlaginn við pylsugerðina. Borðbúnaðar- og stólaleigan Fyrir ferminguna, giftinguna, afmælið, þú getur stólað á okkur! Upplýsingar í síma 897 1776.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.