Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 42

Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 42
42 Jólablað Morgunblaðsins 2005 „ÉG NOTA engan unninn sykur, bara sjálfar döðlurnar og nátt- úrulegt hráefni. Kosturinn við þetta konfekt er hvað það er fljótlegt,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, sérlegur sérfræðingur í grænum og vænum kosti, sem hefur sett saman nokkrar uppskriftir að heilnæmum jóla- bakstri fyrir jólablaðið. „Ég tók bara smáspuna í eldhúsinu og skrifaði niður það sem tókst vel hjá mér. Það er svo gaman að gera eitthvað nýtt.“ Í stað þess að baka hluti í bakarofn- inum setur Sólveig kökurnar í fryst- inn til að þétta þær saman svo þær haldi lögun sinni. Þrjú hestöfl í eldhúsinu Eitt helsta hjálpartæki þeirra sem vinna með hráfæði er mat- vinnsluvélin. „Mín er alveg æðisleg, hún er þrjú hestöfl!“ segir Sólveig um leið og hún gefur blaðamann- inum sýnikennslu og þeytir saman mangókremið á súkkulaðikökuna. Sólveig er hámenntaður textílhönn- uður sem fór að vinna á veit- ingastaðnum Á næstu grösum með náminu í Myndlista- og handíðaskól- anum. „Ég var að vinna að lokaverk- efninu mínu í samvinnu við Álafoss þegar það fór á hausinn og þá ákvað ég bara að skipta út ullinni fyrir kál- ið,“ segir hún og hlær við. „Ég breytti alveg um mataræði fyrir um tuttugu og sex árum vegna ofnæmis og þurfti þá að sjálfmennta mig í þessum fræðum. Og ég áttaði mig á því að það var mun meiri eftirspurn eftir fólki með kunnáttu á því sviði heldur en textílhönnuninni. Mennt- un mín úr Myndlistar- og hand- íðaskólanum hefur nýst mér ótrú- lega vel, þar lærði ég hvernig maður getur fylgt eftir skapandi hugmynd frá fæðingu hennar að fullsköpuðu verki. En svo er ég á stöðugum nám- skeiðum út um allan heim og held líka námskeið sjálf hér heima og var að skrifa bók fyrir Hagkaup.“ Kasjú- og kókoshnetukonfekt 1 b kasjúhnetur 1 b kókosmjöl 1½ bolli döðlur ½ bolli lífrænt hrátt kakóduft 2 msk agave smásjávarsalt Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Mótið litlar kúlur og setjið í plastbox. Það er sniðugt að setja bökunarpappír á milli laga svo auðvelt sé að ná kon- fektinu í sundur. Geymist best í frysti – en einnig 2–3 vikur í kæli. Furuhnetuhjörtu 1 bolli furuhnetur 1 bolli kasjúhnetur 1 bolli ljósar rúsínur 1 bolli döðlur ½ tsk vanilluduft Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman í deig. Þegar deigið er orðið vel klístrað saman er það flatt út með kökukefli og skorin út lítil hjörtu með hjartamóti (álíka og notað er við pip- arkökubakstur), sett í plastbox, það er sniðugt að setja bökunarpappír á milli laga svo auðvelt sé að ná konfektinu í sundur. Geymið í frysti. Gómsætar hrákökur Enginn sykur, ekkert lím eða hveiti. Það er ekki einu sinni notaður bak- araofn við baksturinn. Dagur Gunnarsson fékk að kynnast hráköku- bakstri hjá Sólveigu Eiríksdóttur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sólveig og duglega aðstoðarstúlkan Aþena Elíasdóttir. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Slakaðu á fyrir Nú sér Pósturinn líka um að Pósturinn býður nýja þjónustu sem gerir þér kleift að hanna vandað jólakort með eigin mynd og senda til vina og vandamanna á einfaldan og ódýran hátt. Búðu til heimilisfangalista sem uppfærist sjálfkrafa Þú getur búið til þinn eigin heimilisfangalista og vistað á vef Póstsins. Þar safnarðu saman á einn stað heimilisföngum vina og vandamanna sem þú vilt geyma. Listinn uppfærist sjálfkrafa og þú hefur því alltaf aðgang að réttum upplýsingum um heimilisföngin. Pósturinn sér um að láta prenta jólakortin í frábærum gæðum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.