Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 43
Jólablað Morgunblaðsins 2005 43
Súkkulaðikaka
með mangókremi
1 bolli heslihnetur
1 bolli döðlur
½ bolli kakóduft
2 msk lífræn kókosolía
1 tsk vanilluduft
½ tsk kanill
Setjið hneturnar í matvinnsluvél &
malið fínt, bætið síðan restinni af upp-
skriftinni út í og blandið vel saman.
Setjið í kökuform.
Mangókrem
½ bolli kasjúhnetur
¼ bolli agave-síróp
¼ bolli vatn
Tvö mangó afhýdd og skorin í bita,
líka hægt að nota tvo bolla af frosnu
mangói.
Bætið við nokkrum kornum af
sjávarsalti.
Setjið síðan kasjúhnetur, vatn og
síróp í matvinnsluvél og blandið vel
saman.
Bætið mangóbitum út í og maukið uns
kremið er silkimjúkt.
Ef mangóávöxturinn er ferskur er gott
að setja kremið inn í frysti í 30–60 mín-
útur svo það stífni vel áður en því er
smurt á kökuna. Skreytið síðan með
ferskum ávöxtum, granateplakjarnar
passa mjög vel við sem og bláber og
jafnvel mangóbitar.
Sólveigar
Kasjú- og kókóshnetukonfekt, fljótlegri jólabakstur er ekki til.
Hollt og gott jólakonfekt úr döðlum.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
jólin
prenta jólakortin
www.postur.is
setja þau í umslög og ganga frá þeim til sendingar, árita
umslögin samkvæmt þínum nafnalista á www.postur.is
og bera jólakortin út til viðtakenda innanlands og utan.
Farðu inn á www.postur.is og kláraðu jólakortin með
fjórum einföldum aðgerðum.
1. Veldu mynd á jólakortið
2. Skrifaðu texta á jólakortið
3. Skráðu inn nöfn og heimilisföng
4. Greiddu og sendu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
SP
2
95
37
11
/0
5
Guðrún Lára Þórsdóttir,
sjö ára
Hlakkarðu til jólanna?
Já mjög. Mér finnst svo gaman
á jólunum.
Af hverju?
Af því maður opnar pakkana og
borðar góðan mat og svona.
Svo eru stundum lesnar fyrir
mig sögur á jólunum, um jóla-
sveinana.
Hvað gerirðu fleira á jólunum?
Auðvitað fer ég fyrst í bað. Svo
fer ég að borða og ég veit ekki
hvað ég á að segja meira.
En veistu af hverju við höldum
jól?
Af því að Jesú fæddist akkúrat
þá. Eða ekki alveg þá, við höld-
um jólin aðeins fyrir afmælið
hans.
Hvað finnst þér mikilvægast á
jólunum?
Mér finnst tvennt mikilvægast.
Að slaka á er mikilvægast og
líka að vera góður á jólunum.
Manstu eftir skemmtilegri jóla-
gjöf sem þú hefur fengið?
Já, um síðustu jól fékk ég prins-
essubók með alls konar prins-
essum. Þar var líka saga sem
hét Prinsessurnar Berglind, af
því að þær voru tvíburar og hétu
báðar Berglind.
Hvað langar þig mest í núna?
Mig langar í plastdúkku og svo
langar mig rosalega mikið að fá
Belville lego.
Mikilvægast
að slaka á
og vera góð
Morgunblaðið/Þorkell