Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 51
www.jpv.is
„Gæfuspor Gunnars Hersveins er viskurit
sem vekur til umhugsunar, gagnlegt öllum sem vinna
að lífsgæðum og vanda ævigönguna.“
Sigurður Árni Þórðarson
„Gunnar Hersveinn vekur okkur til umhugsunar
um sorg, ást, efa, stríð og samhengi manneskjunnar á okkar
tímum – mikið happ er að eiga menn sem nenna að hugsa.“
Sigurbjörg Þrastardóttir
„Vísar lesendum veginn til mögulegs þroska
og mögulegrar hamingju ... Kaflinn um tilfinningar
er einkar vel skrifaður.“
Sólveig Anna Bóasdóttir / KISTAN.IS
Í Gæfusporum fjallar Gunnar Hersveinn um mannkosti og tilfinningar, stríð og frið og hamingju og rósemd
af hugkvæmni og varpar oft óvæntu ljósi á rótgróin hugtök. Markmið bókar hans er meðal annars að sýna hversu mikilvægt er að
rækta tilfinningar sínar, það sé forsenda fyrir velferð hverrar persónu og árangri í lífi og starfi.
Gunnar Hersveinn hefur getið
sér gott orðspor fyrir vandaða
umfjöllun um gildin í lífinu.
Hann skrifaði vinsæla pistla
í Morgunblaðið um árabil og
eignaðist þar stóran
og tryggan lesendahóp.
Fjallað er á skýran
og gagnlegan hátt
um tæplega 50
hugtök sem brenna
á fólki á lífsleiðinni.
Tilfinningar eins og
ást, einmanakennd,
afbrýðisemi, þakklæti
og fyrirgefningu.
Dyggðir eins og hugrekki,
virðingu, sjálfsaga
og heiðarleika. Lesti
eins og hroka, leti
og þrjósku.