Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 53
biðja um sænska skinku en gott er að panta með fyrirvara. Björn og bróðir hans Sveinn hafa verkað sænska skinku í áratugi. Sagan segir að upphaflega hafi Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og eldfjallasérfræðingur, sem var giftur sænskri konu sem hann vildi gleðja með ekta sænskri jólaskinku, talað við föður þeirra Björns og Sveins, Christian Christensen, danska kjötkaupmanninn sem stofnaði Kjöt- höllina á stríðsárunum. Christensen bjó og verslaði á Klömbrum á miðju Klambratúni þar sem Kjarvalsstaðir eru nú og útbjó hann sænska jólaskinku eftir forskrift Sigurðar. Þessar skinkur tekur kjötkaupmanninn rúm- lega viku að verka eftir kúnstarinnar reglum og segir Björn að fyrir jól og áramót geti farið rúmt tonn af skinkum hjá þeim eða þetta á bilinu 80 til 90 heil læri. Smekkur fólks er misjafn en þau hjónin Jón og Jóhanna telja mikilvægt að leggja skinkuna í bleyti í sólarhring eða þar um bil. Einnig er mikilvægt að vanda sig við að taka pöruna af og gera það með dúkahníf eða rakvélarblaði og keppast við að halda sem mestu af fitunni sem leynist þar undir. Þykkur og góður álpappír er nauðsynlegur við eldamennskuna og kjöthita- mælir sömuleiðis. Jón segir að það geti verið stressandi að sjá kjöthitamælinn standa í stað í þrjá til fjóra tíma en það kemur alltaf að því að hitinn fer upp og þegar hann nær 77 gráðum er skinkan tilbúin. Þau leggja áherslu á að það megi ekki stinga hitamælinum í beinið því hann eigi að mæla hitann í vöðvanum eins djúpt og hægt er. Að þessu sinni buðu Jón og Jóhanna upp á d’Arenberg The Custodian Grenache 2002, ástralskt gæðavín með skinkunni og þeir sem vilja fræðast nánar um þann góða kost geta farið á vefsíðuna vinogmatur.is. Til veislunnar buðu þau Þuríði Magnúsdóttur og Birni Ágústs- syni sem eru tengdaforeldrar Nönnu elstu dótt- ur þeirra, Einari Oddssyni og Evu Österby sem eru tengdaforeldrar Höddu næst elstu dóttur þeirra og Sigríði Eiríksdóttur sem er móðir Jó- hönnu og systur Jóhönnu, Þorbjörgu Þórð- ardóttur og manni hennar Þórði Hall. Forréttur Þessa uppskrift fengu Jón og Jóhanna hjá Höddu dóttur sinni og Snorra tengdasyni sem búa í Gautaborg. Þetta er einstaklega góð og fljótleg uppskrift. Aspas með parmesanosti. Aspasinn sem not- aður var í þennan rétt var ferskur smáaspas og þurfti lítið að gera við hann annað en sjóða Aspasinn er soðinn í vatni í 3-4 mín. Síðan skammtað á diska. Parmesanostur sem skorinn hefur verið í ör- þunnar sneiðar er settur yfir, ásamt smá Mald- on-salti, góðri olífuolíu og limesafa. Að þessu sinni var forrétturinn borinn fram St. Michael – Eppan Pinot Bianco, hvítvíni frá bröttum fjallshlíðum í Týról. Krydduð sænsk jólaskinka Uppskriftin miðast við 4 kg, sykursaltaða skinku. Skinkan er lögð í bleyti kvöldinu áður, látið renna á hana smá tíma og síðan látin liggja í fersku vatni yfir nóttina á köldum stað, helst í ísskáp. Daginn eftir er skinkan tekin upp úr vatninu og þerruð. Húðin er rist af. Að því loknu er mynstur rist í fitulagið með láréttum og lóðréttum skurði. Kryddblanda fyrir 4 kílóa skinku 2 tsk kryddpipar. 1 tsk svartur pipar. 1 tsk rósapipar. 2 tsk rósmarín. 2 tsk negulnaglar. 1 tsk einiber. 4 lárviðarlauf. Kryddið er sett í mortel og mulið. Kryddblöndunni nuddað um alla skinkuna og hún lögð á álpappír og lokað vel svo safinn sem myndast renni ekki út. Hitamæli stungið þar sem vöðvinn er þykk- astur, ekki nálægt beini. Ofninn hitaður í 125 gráður og skinkan látin vera þar til hitamælirinn sýnir 77 gráður . Við þetta lága hitastig getur það tekið allt að 6 klukkutíma að ná 77 gráðum. Hitinn fer mjög hægt upp og í raun er ekkert að gerast fyrstu tímana. Þegar hitinn er kominn er skinkan tekin úr ofn- inum og álpappírinn tekinn utan af og kryddið skrapað lítilega af, þó er það smekksatriði. Sinnepshjúpnum smurt á og brauðraspinum stráð yfir. Sett undir grillið þar til brauðrasp- urinn hefur tekið lit, tekur u.þ.b. 10 mínútur. Veislugestir fá sögufræga jólaskinku sem í ár er með „provance“-sveiflu og gómsætu meðlæti. Í ár var skinkan borin fram með ljúffengu rósakáli. Jólaskinkan góða komin á diskinn með rósakáli og ofnbökuðu grænmeti. Girnilegur aspas með parmesanosti er einfaldur en ákaflega ljúffengur forréttur. Einfaldleikinn í fyrirrúmi. Jólablað Morgunblaðsins 2005 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.