Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 57
um við!“ Hrópar Dana og brosir, en
Bjarni er varfærnari, hann útskýrir
nánar. „Þetta eru Mímí og Máni sem
fá okkur lánuð, við erum einskonar
leikarar og þau fá okkar útlit og að-
stæður lánaðar.“
Eggjalíkjör
400g flórsykur
10 eggjarauður
4 tsk vanillusykur
1⁄4 l mjólk
1⁄2 l rjómi
Blandið saman mjólk og eggjarauðum,
blandið saman sykri og rjóma í sér
skál, hellið síðan rjómablöndunni sam-
an við eggjahræruna og hitið aðeins
upp, má alls ekki sjóða.
Bæta rólega í 1⁄2 lítra af koníaki (það er
best), einnig má nota brandí, eða brúnt
romm (helst frá Kúbu).
Látið kólna og geymið í ísskápnum.
Marineraður fiskur
1,5 kg lúða
1 sellerí rót
3-4 gulrætur
1-2 laukar
pipar, salt,
1⁄2 l eplaedik
lárviðarlauf,
1–2 tsk allrahanda krydd
Skerið fiskinn í bita og snöggsteikið í
olíu, saltið og piprið eftir smekk. Sjóðið
sellerírótina í heilu lagi, látið hana
kólna og skerið í þunnar sneiðar. Sker-
ið gulræturnar og sjóðið stutta stund
til að mýkja þær upp. Hitið saman 1
lítra af vatni og ½ lítra af eplaediki með
lárviðarlaufi og allrahanda.
Látið kólna og bætið hráum gróft
hökkuðum lauk útí og látið standa í ís-
skáp í sólarhring.
Morgunblaðið/Ómar
Tékkneskt góðgæti, jólafiskur og eggjalíkjör að hætti Dönu F. Jónsson.
Jólablað Morgunblaðsins 2005 57
Fréttasíminn 904 1100
Glæsilegur
hátíðarfatnaður