Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 58

Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 58
elsinu á Skólavörðustíg, hún og Hjör- dís sáu fyrir heimilinu en mamma var heima með börnin fjögur. Svona var þetta þangað til ég var komin í heim- inn og við fluttum í Kópavoginn. Þrátt fyrir fátækt var alltaf hátíð- ismatur hjá ömmu, plokkfiskurinn hennar var einn sá besti sem ég hef smakkað. Litla húsið var rifið þegar amma flutti á Laugarvatn, það var fyrir neðan þar sem Næpan er. Guðný amma var mjög trúuð en ég veit að afi Sigurður átti í sálarbaráttu í þeim efnum, hann var mjög vinstri sinnaður og barðist við trú- arefasemdir. Amma braust til mennta föðurlaus, fór og lærði hjúkr- un í Bandaríkjunum. Hún og afi hitt- ust hjá einhverju skáldafólki í Reykjavík, hún var mjög bók- menntalega sinnuð. Arndís móðir hennar var þrígift og allir mennirnir hennar hétu Jón. Hún átti eina dótt- ur með hverjum og missti þá alla í sjóinn. Þegar hún hafði misst þriðja mann sinn ákvað hún að giftast ekki aftur og stóð við það. Engum datt í hug annað en dæturnar væru sam- feðra, þær voru allar Jónsdætur. Rabarbarasaftin gerjaða Tengdamæðgunum, ömmu Guð- björgu og mömmu, lynti mjög vel og stóðu þær saman í jólaundirbún- ingnum. Amma bakaði flatbrauð og við krakkarnir stóðum í röðum til þess að fá heitt flatbrauð. Hún bjó líka til mjög góða rabarbarasaft. Einu sinni var hún búin að setja saft- ina í bala en lenti inn á spítala. Þegar hún kom heim af spítalanum sagði hún við mömmu og mágkonu hennar: „Ykkur ætti nú að vera óhætt að drekka þetta.“ Þær fengu sér rab- arbarasaft í glös við eldhúsborðið og urðu hreint út sagt dauðadrukknar, þetta var eins og hjá Emil í Kattholti – þær veltust bara inn í rúm og sváfu í marga tíma. Okkur krökkunum þótti þetta stórmerkilegt en amma var fljót að taka saftina og hella henni þegar hún sá hver áhrif hennar voru. Við krakkarnir áttum alltaf at- hvarf hjá ömmu og afa, mamma gat setið og saumað meðan við vorum þar. Hún saumaði tvo búninga á hvert okkar fyrir jólin. Mamma saumaði eins og herforingi, öll föt voru heimasaumuð. Oft var flíkum snúið við og saumað úr þeim á ný, ég man eftir buxum sem mamma saum- aði á mig úr gömlu, hún setti bara á þær nýja vasa og buxurnar voru nýj- ar fyrir mig. Þegar búið var að þrífa, baka og sauma upphófst jólakortagerðin og föndrið. Það var verið að klippa, klístra og skreyta og allt gert heima. Við börnin skreyttum allt húsið. Skemmtilegar kvöldvökur Það var ein skemmtilegt hefð heima sem ég vildi gjarnan taka upp. Pabbi og mamma voru svo sniðug að hafa alltaf kvöldvökur heima á laug- ardagskvöldum. Þá var stóra borð- stofuborðinu rúttað til, kveikt á Svavari Gests og dansað. Gömlu ÞAÐ HEFUR oft verið meira um- leikis á þessum tíma hjá Gunnvöru Brögu Björnsdóttur en núna. Í hátt á annan áratug starfaði hún við fyr- irtæki sitt og Gests Þorsteinssonar eiginmanns síns Hreint ehf. og sann- arlega var þá í mörgu að snúast þeg- ar aðventan nálgaðist. En hún er hætt þar störfum fyrir rösku ári og því hitti ég hana heima við, glaðbeitta röskleikakonu, tilbúna til að takast á við ný viðfangsefni sem þegar hafa skotið upp kollinum. Gunnvör Braga er dóttir Gunn- varar Brögu Sigurðardóttur sem var þekkt útvarpsmanneskja á árum áð- ur og Björns Einarssonar tækni- fræðings sem kunnur var m.a af störfum sínum fyrir Leikfélag Kópa- vogs. Sjálf sló Gunnvör Braga Björns- dóttir í gegn sem Helen Keller í sýn- ingu Þjóðleikhússins þegar hún var að nálgast fermingaraldur. Hún kemur úr stórri fjölskyldu, á 9 systkini, tvö þeirra eru látin og for- eldrar hennar báðir. Hún er mikil myndarkona í mat- seld og heimilishaldi og hefur bakað fyrir mig sérstakan brauðhring sem stendur á miðju borðstofuborðinu með fjórum kertum og fallegum skreytingum. Þar við hliðina er heimalöguð hindberjasulta úr hind- berjum sem hjónin á heimilinu hafa sjálf ræktað. „Við vorum einu sinni úti að ganga sem oftar þegar við sáum ber sem uxu á stilkum utan við garð einn. við smökkuðum á berjunum og þetta voru þá yndisleg hindber. Ég kleip af nokkra stilka af og hef nú margra kílóa uppskeru af hindberjum á ári hverju,“ segir Gunnvör og býður mér sæti við borðstofuborðið. Jólin byrjuðu alltaf snemma Ég spyr hana um bernskujólin strax meðan hún er að hella kaffi í bollann minn. „Jólin heima byrjuðu alltaf mjög snemma. Mamma byrjaði á að þrífa húsið hátt og lágt, út í hvert horn, það fór nú stundum í taugarnar á mér þegar farið var í innstu skápa hjá manni. Þegar mamma var búin að þrífa og var að byrja að baka, það voru bakaðir stórir skammtar fyrir 15 manna heimilið, þá datt pabba í hug að sniðugt væri að brjóta niður svo sem einn vegg, þá myndi skapast meiri víðátta. Að svo mæltu var plastað fyrir helstu hurðir og svaka- legar framkvæmdir upphófust. Eftir að þeim lauk þurfti að þrífa allt upp á nýtt. Þetta endurtók sig jól eftir jól. Samt voru allir ánægðir því breyt- ingin var alltaf til góðs.“ Fjölskylda Brögu bjó í áratugi á Meltröð 8 í Kópavogi. „Ég flutti þangað 6 mánaða, þá var húsið tilbúið. Foreldrar mínir giftust þegar ég var skírð. Mamma var ekkja með þrjú börn þegar hún gift- ist pabba. Fyrri maður hennar veikt- ist af berklum og mamma fór með hann fársjúkan með herflugvél til Parísar og í lest til Kaupmannahafn- ar. Þar var hann lagður inn á sjúkra- hús, mamma var ófrísk og komin að því að eiga. Birna systir mín fæddist og var lögð í faðm föður síns sem dó þegar hún var sjö daga gömul. Mamma stóð þá uppi 18 ára gömul, ekkja með þrjú smábörn. Hún ætlaði ekki að giftast aftur en þá kom faðir minn, tveimur árum eldri en hún, inn í líf hennar og gaf sig ekki. Ástin sigraði og þau giftust og eignuðust 7 börn á nokkrum árum. Auk okkar systkinanna bjuggu föðurforeldrar mínir hjá okkur, Guð- björg Erlendsdóttir og Einar Bene- diktsson, pabbi byggði við húsið okk- ar litla íbúð. Móðuramma mín Guðný Jónsdóttir, sem var lengi hjúkr- unarkona á Laugarvatni, átti líka alltaf sitt herbergi í húsinu. Við ól- umst talsvert upp hjá ömmu Guð- nýju, hún létti undir með mömmu með því að taka okkur systkinin til skiptist til sín og hafa okkur hjá sér. Pabbi vann fyrir fjölskyldunni lengi vel einn, hann var rafmagns- tæknifræðingur og vann fyrst hjá SÍS á teiknistofu eftir námið. Launin voru lág svo hann tók tilboði frá Jó- hanni Rönning og gerðist sölumaður þar. Hann tók venjulega tvo eða þrjá krakka með sér þegar hann fór í söluferðir út á land, þá gat hann farið í veiðiferðir í leiðinni án þess að fyki í frúna. Hann gisti í tjöldum með okk- ur til þess að spara. Laufabrauðshefðin frá pabba Mamma tók inn mjög marga siði í jólahaldinu frá fjölskyldu pabba, þar á meðal að baka laufabrauð. Ég hef haldið þeim sið og baka enn laufa- brauð, Ég hnoða það sjálf og flet út og svo skera allir þeir sem viðstaddir eru hverju sinni. Það er hátíðisdagur þegar skorið er út og alla afganga steiki ég líka. Við erum venjulega heilan laugardag í laufabrauðsskurð- inum. Þetta er alltaf jafngaman.“ Séra Sigurður Einarsson í Holti er afi Gunnvarar Brögu Björnsdóttur. „Hann og Guðný amma skildu þegar mamma var 10 ára. Eftir að hún varð ekkja flutti hún með systur mínartil ömmu Guðnýjar, sem átti lítið hús á Skálholtsstígnum, þar var líka í heimili þá Hjördís systir mömmu, einstæð með einn son. Amma var þá hjúkrunarkona í fang- Glaðbeitt röskleikakona Morgunblaðið/Þorkell Gunnvör Braga Björnsdóttir í stofu sinni við Kópavogsbraut. Vífill Magnússon teiknaði gardínurnar en Gestur smíðaði. Þeir sem alast upp í stórum systkinahóp eiga sér gjarnan marg- víslegar og glaðar jólaminningar. Gunnvör Braga Björnsdóttir var ein tíu systkina. Hún segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá æskujólunum – í bland við eigin jólasiði og sitthvað fleira. 58 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Hnetusteik 125 g hýðishrísgrjón ¼ sellerírót 100 g brauðraspur ¾ dl grænmetissafi 1 dl rjómi 150 g heslihnetur 1 búnt steinselja 1 laukur 1 msk basilkrydd 3 egg salt Hýðishrísgrjón og sellerírót soðin hvort í sínu lagi. Brauðraspurinn er bleyttur með grænmetissafa og rjóma. Sellerírótin er maukuð. Hýðishrís- grjónunum, bleyttum raspinum og sellerírótarmaukinu er blandað sam- an. Möluðum heslihnetunum, smátt skorinni steinselju, söxuðum lauk og basilkryddi er blandað saman við. Eggjarauðunum, einni í einu, er blandað vel saman við og bragðbætt með salti (nú er nauðsynlegt að smakka smá). Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og blandað varlega sam- an við. Hnetusteikin er sett í vel smurt form og bökuð í miðjum ofni við 200° í 45–55 mín. Með þessu eru bornar fram miðlungsstórar bakaðar kart- öflur og rauðkál. Skemmtilegt rauðkál 3 dl smátt skorið rauðkál 1 epli 1 appelsína 1 dl rúsínur 1 dl appelsínusafi ½ tsk sinnepsduft 2 msk ólífuolía Epli og appelsína skorin í litla ten- inga og blandað saman við rauðkál- ið, ásamt rúsínunum. Appelsínusafa, sinnepsdufti og olíu hrært saman og hellt yfir salatið. Aðventuhringur ½ l mjólk 1 pk þurrger ½ tsk salt 1,5 dl sykur 1 tsk kardimommur 100 g smjör 850 g hveiti Öllu þurrmeti er hrært saman Smjörið er brætt og mjólkinni hellt út í. Deigið er hnoðað vel og skipt í þrjá hluta, sem eru hnoðaðir í þrjár jafn- langar pylsur, og fléttað saman í hring. Látið lyfta sér undir klút í eina klst. Penslað með eggi og perlusykri stráð yfir. Bakað í miðjum ofni við 225° í 15– 20 mínútur. Kransinn er látinn kólna vel og síðan skreyttur með kertum og skrauti. Ágætt er að úða kransinn með lakki, þá myglar hann síður. Ávaxtasalat með osti 200 g Emmental-ostur 100 g Daneblu-ostur 2 perur 2 skífur ananas 2 kívíávextir 1 dl hrein jógúrt 1 dl rjómi þeyttur 2 msk tómatkraftur 1 msk sítrónusafi smáhrásykur salt blá og græn vínber Osturinn er skorinn í teninga, perur og ananas í litla bita, kíví í sneiðar og öllu blandað saman. Jógúrt, þeyttum rjóma, tómatkrafti og sítrónusafa hrært saman og bætt út í. Salatið er skreytt með vínberjum, steinhreinsuðum og skornum til helminga. Allar vörur, grjón, grænmeti, ávextir og krydd, fást í Yggdrasli á Skóla- vörðustíg. Þessi uppskrift miðast við 4. Chlodnik – pólsk súpa 4 rauðbeður 1 kúrbítur ½ agúrka 1½ dl sýrður rjómi 18% 2 msk hakkaður púrrulaukur 1 msk hakkað dill salt og pipar 2 harðsoðin egg Skrælið rauðrófurnar og sjóðið þær meyrar í u.þ.b. ¾ lítrum af vatni (geymið vatnið þar til síðar.) Rauðrófurnar eru síðan maukaðar í matvinnsluvél og settar út í rauð- rófuvatnið sem var geymt. Kúrbítur og agúrka eru skorin í litla teninga og sett út í súpuna ásamt sýrða rjómanum og hrært vel sam- an, smakkað með teskeið. Bragðbætt með salti og pipar, púrru- lauk og dilli. Sett í kæli. Sniðugur forréttur, hægt að laga hann jafnvel kvöldið áður, mjög holl vetrarsúpa þótt hún sé köld. Súpan er síðan borin fram köld í fal- legum skálum, skreytt með eggja- sneiðum og helmingnum af púrru- lauknum. Aðventuljós á bakka, einfalt og ódýrt. „Hlutirnir þurfa ekki að kosta mikið til að gleðja,“ segir Braga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.