Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 59

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 59
hjónin komu og dönsuðu við okkur krakkana og svo var kvöldkaffi. Þetta voru líka menningarleg kvöld, lesin ljóð og fleira í þeim dúr. Þetta var mjög skemmtilegt. Pabbi og mamma voru mjög dugleg að virkja okkur krakkana, við urðum að hjálpa til að þrífa áður en hátíðin hófst. Við höfðum okkar skyldur snemma. Fyrir jólin fóru auðvitað allir á heimilinu í bað. Það var nú ekki ein- falt. Það var olíufýring heima hjá okkur og því takmarkað heitt vatn. Við vorum svo mörg að það þurftu þrír að fara saman í bað. Litlu börnin fóru fyrst, þá fór mamma, amma og afi þvoðu sér upp úr vaskafati, ég fór á eftir mömmu og pabbi endaði í ís- köldu vatni. Mér fannst baðvatnið mitt nógu kalt og kvartaði við ömmu en hún sagði: „Þú kaust þetta sjálf.“ Já, ég viðurkenndi það en sagðist samt vera leið yfir þessu. Þá sagði amma: „Vertu alveg róleg, Braga mín, allt það góða sem þú gerir um ævina það muntu fá vel borgað á himni.“ Pabbi var mjög duglegur að búa til vinnu fyrir okkur fyrir jólin. Í mörg ár seldum við jólatré í bílskúrnum. Þegar salan var uppgerð fengu stóru stelpurnar meira, þær sáu um söl- una, en við hin yngri fengum fólk til að koma og kaupa hjá okkur jólatré. Þetta varð til þess að þegar búið var að deila út jólapeningunum áttum við fyrir jólagjöfum handa öllum án þess að fá peninga hjá foreldrum okkar. Fremri hluti af bílskúrnum var jólatrésala allan desember, þar seld- um við líka skreytingar. Hvað ungur nemur gamall temur Pabbi var duglegur að ala okkur upp við það að til þess að eignast pen- inga yrði maður að vinna fyrir þeim, það met ég við hann í dag. Maður lærði líka að láta hluti ekki kosta of mikið. Auðvitað bý ég við meira ríki- dæmi en ég gerði þegar ég var ung en það einfalda sem fólki er kennt í æsku lifir með því til æviloka. Það á dýpstu ræturnar í manni og gerir mann hamingjusamastan. Hamingjan mín fyrir jólin er ekki síst bundin því sem ég bý til. Ég gef mér mikinn tíma til að skrifa jólakort og ég skammast mín ekkert fyrir að segja að ég skrifa stundum jólakort til foreldra minna þó þau séu dáin fyrir tíu árum, þar segi ég þeim það sem ég hef verið að gera og hugsa og hvað er í undirbúningi hjá okkur, hvað sé búið að föndra og baka. Ég á þessi kort og geymi, kannski birti ég þau einhvern tíma sem bréf til for- eldra minna í einhvers konar bók- arformi. Ég hef haft þessa þörf, að senda þeim jólakveðju. Foreldrar mínir fóru alltof snemma, rétt rúmlega sextug. Þau dóu með hálfs árs millibili, það var mikill missir.“ Hangikjöt á aðfangadagskvöld Talið berst nú að jólahátíðinni sjálfri og jólamatnum. „Frá pabba kom sá siður að hafa jólahangikjötið á aðfangadagskvöld,“ segir Braga. „Með hangikjötinu var kartöflur og uppstúf og laufabrauðið heilaga. Í eftirrétt var yndislegur möndlu- grautur sem mamma bjó til, hún hafði ýmist í honum rúsínur eða döðl- ur. Mér fannst döðlugrauturinn alltaf betri. Svolítinn rjóma setti hún í grautinn þegar hann var að verða fullsoðinn, yfir þetta var stráð kanel og svo var skammtað í fimmtán diska. Móðurbróðir minn var oftast hjá okkur á jólunum. Eftir þetta var borið fram marsipansælgæti sem við bjuggum sjálf til. Ég kann ekki þá uppskrift. Mamma hnoðaði saman maukuðum kartöflum og flórsykri og setti í þetta möndludropa og mat- arlit. Svo var þetta flatt út og úr þessu bjuggum við til grísi, jóla- sveina, jólatré og fleira og máttum svo borða þetta um jólin. Þá vissi fólk ekki að matarliturinn væri svona baneitraður eins og nú er haldið. Ég hef stundum sagt við börnin mín þrjú að ég þyrfti einhvern tíma að búa þetta til svo ég kæmist að því hvort þetta væri eins gott og mig minnti. Eftir matinn upphófst jólagjafa- standið. Auðvitað voru ekki stórar jólagjafir en þær veittu fullnægju. Allir fengu eitthvað sem þeir óskuðu sér. Mamma bjó til mikið af þessum jólagjöfum. Eftirminnilegasta jóla- gjöfin mín var forláta silfurhringur með stórum steini. Þá voru Bítlarnir komnir til sögunnar og ég var mikill aðdáandi Ringo Starr. Ég veit að pabbi og mamma hafa þurft að leggja mikinn pening í þennan hring, hann gladdi mig mikið og ég puntaði mig oft með honum. Þegar ég fékk hring- inn átti ég engan skartgrip fyrir. Jólaskrif í gestabókinni Peningar voru ekki miklir og ef ekki var úr miklu að moða þá létu foreldrar mínir gjarnan fylgja gjöf- um ljóð sem pabbi orti.“ Nú grípur Braga svarta gestabók og flettir henni. „Í þessa bók skrifaði mamma alltaf eitthvað um jólin. Hér stendur t.d.: Eftirfarandi vísa varð til þegar við hjónin og börnin vorum að ganga frá pakka til Áslaugar Úlfarsdóttur: „Er úti kveður kaldur snær og krummi hættir góli þá sefur Ásla álfamær vært í sínu bóli. Þetta var uppbót á einhverju litlu.“ Braga heldur áfram að fletta í gestabókinni sem skreytt er fal- legum teikningum og litmyndum Aðventuhringurinn hennar Gunnvarar Brögu er fallega skreyttur. Jólablað Morgunblaðsins 2005 59 Kringlunni 8-12 • Sími 553 4100 Verð 12.990 kr. Verð 8.990 kr. Verð 7.990 kr. Verð 11.990 kr. Skeifunni 3j Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.isGJAFABRÉF GJAFAVÖRUR JAFNVÆGI FYRIR LÍKAMA OG SÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.