Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 68

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 68
68 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Morgunblaðið/Brynjar Gauti EVA Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Sím- ans, segist vera mikið jólabarn. „Ég hlakka alltaf mikið til jólanna og fjöl- skyldan deilir því með mér. Kannski sér- staklega stelpurnar mínar,“ segir Eva, en hún á tvær dætur, tíu og sjö ára. Þegar blaðamaður heimsækir Evu á nota- legt heimili fjölskyldunnar er spenna í loft- inu því eldri dóttirin á að fá að fara ein með vinkonu sinni í Kringluna og velja jólafötin sjálf í fyrsta skipti. Eva sýnir fallegan aðventukrans sem hún hefur búið til en aðspurð segist hún ekki vera ein af þeim sem föndri allt árið. „Ég hef of mikið að gera. Mér finnst samt ekki leiðinlegt að föndra og bý alltaf til aðven- tukrans fyrir jólin. Mér finnst það skemmti- legt.“ Heldur jólastressinu frá börnunum Þegar Eva er beðin um góð ráð handa uppteknu fólki fyrir jólin stendur ekki á svörum. „Ég byrja snemma að undirbúa jólin. Ég byrja til dæmis mjög snemma að kaupa jóla- gjafir og er yfirleitt nokkurn veginn búinn að kaupa allar gjafir í byrjun desember. Ástæðan fyrir því er að ég vil ekki lenda í jólastressinu. Ég vil geta notið þess að hlakka til jólanna í desember án þess að þurfa að vera að gera eitthvað,“ segir hún. „Þegar ég var blaðamaður tók ég einu sinni viðtal við Möggu Pálu, leikskólastjóra í Garðabæ. Þá átti ég ekki börn sjálf en þetta hafði mikil áhrif á mig. Hún vildi meina að börn væru í miklu stressi fyrir jólin og sagð- ist reyna að taka frá þeim allt áreiti í leik- skólanum. Hún kannski setti bara einhverja jólatónlist á og leyfði jólunum að flæða inn án þess að hlaupa um allt og eltast við jólin út um allan bæ. Ég hef reynt að halda jóla- stressinu frá börnunum mínum og láta þau frekar upplifa tilhlökkunina. Ég þeyti þeim aldrei á milli búða.“ Þetta viðhorf Evu virðist alveg í anda jólanna og boðskapar þeirra og aðspurð seg- ist hún heldur ekki þrífa hátt og lágt þótt jólin nálgist. „Það er myrkur. Það sér þetta enginn,“ segir hún brosandi. „Ég mála bara á vorin eða eitthvað.“ Ljóstrað upp um fjölskylduleyndarmál Eva rifjar upp fyrstu jólaminningar sínar en segir að jólin hafi verið lík á milli ára. „Þetta var mikið bara friður og ró. Stór- fjölskyldan var saman og afi og amma voru með okkur,“ segir hún. „Spenningurinn fyrir að opna pakkana var svo auðvitað óbærileg- ur.“ Eva fer að skellihlæja þegar hún hugsar um biðina eftir pökkunum og ákveður eftir stutta umhugsun að ljóstra upp um vel geymt fjölskylduleyndarmál. „Ég á eina eldri systur og við vorum mjög samrýndar. Svo á ég yngri systkini, en ég man aðallega eftir brallinu í okkur tveimur,“ segir hún og bætir prakkaraleg við að systir hennar muni örugglega taka hana á beinið fyrir að kjafta frá leyndarmálinu. „Við vor- um dálítið mikið forvitnar og kíktum einu sinni í einn pakka. Hann var frá frænku okk- ar og við vissum að það væri útlenskt nammi af vellinum í pakkanum. Úrvalið var fátæk- legra hér á landi þá en nú. Við borðuðum allt nammið og settum síðan Töggur [karamell- ur] í staðinn.“ Blaðamaður fer að efast um að Eva fái nokkrar jólagjafir frá fjölskyldunni í ár, þeg- ar hún viðurkennir að frænkan hafi aldrei heyrt um þetta prakkarastrik þeirra systra áður. Það er þó aldrei að vita, en talið berst að fjölskylduhefðum. „Foreldrar mínir skiptast á að vera hjá okkur systkinunum og tengdaforeldrar mínir hafa stundum verið í mat. Við höfum því ým- ist foreldra mína eða tengdaforeldra hjá okk- ur um jólin og stundum kemur amma mannsins míns,“ segir hún. „Það eru engar fastar hefðir hjá okkur nema kannski að á jóladag tökum við það yfirleitt rólega, borð- um og lesum góðar bækur. Þann dag slöpp- um við af og erum ekki í jólaboðum. Hann er dálítið heilagur hvað það varðar. Síðan eru yfirleitt jólaboð hjá báðum fjölskyldum sem er þá fundinn út hentugur tími fyrir og þar er bara fjölskyldan. Við erum sem betur fer ekki að þeytast á milli jólaboða og ég reyni að taka mér frí á milli jóla og nýárs.“ Fá að opna einn pakka fyrr um daginn Eva tekur jólunum greinilega með stóískri ró og margir gætu tekið sér það til fyr- irmyndar. Hún segist eiga sér eina mjög sterka jólaminningu frá barnæskunni. „Þá fékk ég jólagjöf sem mig hafði langað í mjög lengi og það voru skautar. Það var ólýsanlegt þegar ég opnaði þann pakka,“ segir hún. „Ég bjó þá nálægt tjörn sem fraus og þetta var alveg ekta. Ég var alltaf á skautum og við fjölskyldan höfum öll gam- an af því að fara á skauta.“ Þótt Eva haldi ró sinni í aðdraganda jólanna getur biðin eftir jólunum og jólagjöf- unum verið óbærileg eins og hún segir sjálf. „Við leyfum stelpunum að opna hvorri sína jólagjöfina fyrr um daginn á að- fangadag til þess að deyfa spennuna,“ segir hún að lokum brosandi. „Þegar lífið er farið að verða óbærilegt um tvöleytið.“ EVA föndrar ekki mikið fyrir jólin en stundum býr hún til einhvers konar skreytingu eða krans á hurðina. Hún reynir þó að búa til aðventukrans á hverju ári. Hún reynir að hafa þá ekki eins á milli ára og samþykkti að lýsa því hvernig kransinn í ár var búinn til. „Hjá Blómahönnun í Laugardalnum eru mjög flinkar kon- ur, Ragnhildur og Maja, sem skreyta mjög mikið fyrir okk- ur hjá Símanum, svo það var nærtækast fyrir mig að fara til þeirra til að fá hugmyndir að kransi. Blómahönnun er verslun en þær taka líka að sér að skreyta fyrir fyrirtæki. Þær koma á óvart í hvert sinn,“ segir Eva. „Ég var búin að sjá þessa stálskál hjá þeim, langaði mikið í hana og lét mér detta í hug að fá ráðleggingar um hvað ég gæti sett í hana.“ Eva segist hafa nokkra þumalputta en að þetta sé nokkuð sem allir geti búið til. „Þetta er mjög einfalt og ég fékk allt sem til þurfti í Blómahönnun. Í miðjunni er frauð sem blöðum er stungið í ásamt silfurlituðum og svörtum kúlum og mosa,“ segir hún. „Ég held að þetta séu lifandi blöð en svo sprautaði ég smá- lakki yfir þau til að fá þau til að glansa. Svo stakk ég bara fjórum hvítum kertum í og þá var þetta komið. Svo þegar jólin eru búin ætla ég bara að nota skálina í eitthvað ann- að.“ „Ég er með nokkra þumalputta en þetta geta allir búið til“ EVA segir að á hennar heimili séu jólakök- urnar borðaðar fyrir jólin, enda sé nóg annað í boði á jólunum sjálfum. Hún bakar ekki mikið fyrir jólin en segir að dætur hennar séu farnar að gera kröfu um að bakaðar séu pip- arkökur á heimilinu. Undanfarin ár hefur það verið gert og kökurnar síðan málaðar. „Ég er ekki mikill bakari svo ég leyfi þeim eiginlega að sjá um þetta,“ segir Eva. „Við gerum samt ekki piparkökuhús, það eru eng- ir teiknihæfileikar fyrir hendi hjá mér,“ bætir hún við hlæjandi. Ein smákökuuppskrift er þó í uppáhaldi hjá Evu og hún kemur frá móður hennar. „Hún bakaði ekki piparkökur heldur engi- ferkökur. Þær eru dálítið kryddaðar og mér hefur alltaf þótt þær góðar,“ segir Eva. „Ég bjó í Svíþjóð frá því ég var tvítug og til 26 ára aldurs og var einu sinni úti á jólunum. Til þess að fá íslensku jólin þangað hringdi ég í mömmu og fékk þessa uppskrift hjá henni.“ Engiferkökur 500 g hveiti 500 g dökkur púðursykur 250 g smjör 2 egg 1 tsk lyftiduft 1 tsk sódaduft 2 tsk engifer 1 tsk negull 1 tsk kanill Hráefnin eru hnoðuð saman og búnar til litlar kúlur, sem síðan er þrýst lauslega ofan á. Kökurnar eru síðan bakaðar fallega brúnar við miðlungs hita. Kökurnar borðaðar fyrir jólin Stálust til að opna eina jóla- gjöfina fyrirfram Hjá Evu Magnúsdóttur er nóg að gera en hún nær samt að njóta jólanna í friði og ró. Hrund Þórsdóttir fékk að kynna sér jólahald hennar auk þess sem ljóstrað var upp um jólalegt leyndarmál. Auðveldur krans í gerð þrátt fyrir fjölda þumalputta. Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 8-12, sími 533 1322 Aðventubörnin fást í DUKA DUKA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.