Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 81

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 81
var efni í mjög góðan námsmann. Hann bauðst til að borga fyrir hana í unglingaskólanum, langamma sagði já, takk, það er í eina skiptið sem ég vissi til að hún bryti odd af oflæti sínu og þægi eitthvað. Ömmu gekk vel í unglinga- skólanum, fór svo að vinna og öngl- aði saman, dreif sig svo til Reykja- víkur og tók inntökupróf í Verslun- arskólann. Hún stóð sig það vel að hún slapp við fyrsta bekk og var tvo vetur í skólanum og lauk verslunar- prófi 18 ára. Þessi ár voru henni yndisleg, hún talaði oft um kennara og námsefni þar en hitt var verra að hún var peningalítil mjög á þessum árum og lifði mest á hafragraut, upp úr því fékk hún magasár og varð aldrei góð í maga. Hún vann eftir þetta við ýmis verslunarstörf, afgreiddi í búð og rak á tímabili litla verslun á Fá- skrúðsfirði. Hún trúlofaðist dönskum manni, Jóhannesi Mikkelsen og eignaðist með honum barn en það slitnaði upp úr trúlofuninni og ekkert varð úr hjónabandi. Einstæð móðir í heimabakstri Amma varð því einstæð móðir og vildi ómögulega vinna frá barninu þótt móðir hennar væri í heimili hjá henni – þá datt henni í hug að reka heimabakarí. Amma var bæði hreinlát og myndarleg, hún og langamma vissu vel hvað krossmengun var, orðtakið hjá ömmu var: „Það má ekki vera hrái á hnífnum,“ það mátti sem sagt ekki vera blóð á hníf ef setja átti hann svo í eitthvað annað. Hún var mjög útsjónarsöm og sá um að ekk- ert færi til spillis, eitt af kjörorðum hennar var að „peningarnir verða svo ódrjúgir ef maður skuldar“. Hún passaði sig að skulda aldrei og það var eitt af því sem hún kenndi mér. Stundum voru bakarar bæj- arins að amast við heimabakstri ömmu en þá dró hún upp gamla bréfið sitt – hún hafði keypt sér verslunarréttindi og hafði sam- kvæmt gömlum reglum leyfi til að selja. Amma rak heimabakarí í 46 ár og alltaf í leiguhúsnæði. Það var mikill gestagangur hjá henni, ættingja og vini skaut hún skjólshúsi yfir og mátti ekkert aumt sjá. Hún var gjöful kona, annað kjörorð hennar var: „Maður fer ekki með neitt með sér.“ Henni fannst ekki taka því að safna auði hér, maður tæki hann ekki yfir landamærin. „Það er allt í lagi að gefa, það kemur alltaf aftur til baka,“ var enn eitt kjörorðið hennar. Móðir mín Helga Stella Jóhann- esdóttir ólst upp hjá móður sinni og ömmu. Ég veit að ömmu langaði til að mamma færi í menntaskóla en það vildi hún sjálf ekki. Hún var hins vegar mjög músíkölsk og fór í tónlistarnám, lærði á fiðlu og gítar hjá Sigurði Briem og einnig fór hún í danskan handavinnuskóla. Amma sagði oft: „Það er ekki hægt að ala nein tvö börn upp eins“. Hún vildi að einstaklingurinn fengi að njóta sín. Ómögulegt að amma væri ein Ég held að það hafi ekki hvarflað að ömmu að gifta sig úr því að ekk- ert varð úr hjónabandi hennar og Jóhannesar. Hún bjó með móður sinni meðan hún lifði og þegar mamma og pabbi giftu sig bjó hún fyrst hjá þeim í húsi á Skólavörðu- holtinu og hafði þar stórt eldhús í kjallara. Þegar við fluttum úr því húsi skildi leiðir, amma flutti niður í Þingholt. Við vorum fjögur barna- börnin og ég var elst. Okkur fannst ómögulegt að amma væri ein og ég flutti til ömmu – að vísu var afar stutt milli heimilanna. Ég var ellefu ára árið 1951, þegar ég fór að sofa heima hjá ömmu, og eftir það áttum við amma alltaf heimili saman þar til hún dó 1974. Ég fór til Banda- ríkjanna til náms og var þar í tvö ár, þá var miðbróðir minn í mennta- skóla og bjó hjá ömmu meðan ég var erlendis. Það hefði ekki átt við ömmu að búa ein, hún var glaðsinna, að vísu var hún dálítið hörð um miðbik æv- innar enda hafði lífið farið um hana hörðum höndum, en hún mýktist ákaflega mikið með aldrinum. Skrifaði aldrei niður pantanir Amma gaf út tvær bækur og ég á elstu matreiðslubókina hennar, bók- in Kökur Margrétar kom út tvisvar sinnum. Amma var gríðarlega minnisgóð, hún skrifaði t.d. aldrei niður síma- númer og fékk raunar ekki síma fyrr en ég tók inn síma. Hún skrifaði heldur aldrei niður kökupantanir og voru þó tugir kvenna sem keyptu af henni kökur t.d. fyrir jól. Hún átti alltaf eitthvað til á lager, jólakökur, sandkökur, gráfíkju- lengjur og þetta helsta en tertur bjó hún til eftir pöntunum. Desember var ákaflega erfiður mánuður hjá henni, þá vann hún baki brotnu, fór upp eldsnemma á morgnana og var að langt fram á nótt. Hún var með tvær Ziemens- eldavélar og bakaði í báðum ofn- unum. Gat bara grátið með henni Amma var lestrarhestur en hafði lítinn tíma til lestrar, en þegar ég fór í bíó eða las nýja bók þá sat ég hjá henni og sagði henni útdrátt úr bókinni eða bíómyndinni. Á meðan horfði ég á hana vinna og þannig lærði ég t.d. að hnoða deig og fjöl- margt annað. Auk þess sem ég og aðrir lögðum til af sögum hafði amma útvarpið og bað Guð um að leyfa sér að halda sjóninni í ellinni, því þá ætlaði hún að lesa – og það gerði hún. Hún las gríðarlega mikið eftir að hún hætti að baka þegar hún var rösklega sjötug. Ég benti henni þá á bækur Laxness og Þór- bergs en henni leist ekki á þá fé- laga, vildi láta bækur þeirra eiga sig Jólablað Morgunblaðsins 2005 81 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Handsnyrtivörur - ALLTAF NÚMER 1 Vissir þú að trind Naglastyrkurinn er margverðlaunuð gæðavara sem er til í lit og glært eins og naglalakk? • Nail Repair Natural • Nail Repair Pearl • Nail Repair Pink Pearl (nýtt) • Nail repair er til í 4 fallegu pastel litum. • Nail Pepair Matt (gott undir naglalakk og fyrir þá sem vilja ekki láta sjá naglalakk áferð á nöglunum). • Nail Repair Glært Öll þessi efni gera sama gagn, styrkja og fegra neglur, ótrúlegur árangur. Nýtt frá Trind Cosmetic er Nail Brightener sem er glært efni, neglurnar verða fallegri og skarpari líkt og með French Manicure. Professional Glas Nail file Glerþjölin sem eyðist aldrei. Fíngerðasta þjölin sem er fáanleg. Fer sérlega vel með neglur og hindrar að þær klofni eða brotni. NÝTT Augnháralitur og augnbrúnalitur. Tans cosmetic Augnháralitur og augnbrúnalitur sem fagaðilar nota. Auðveldur í notkun. Allt sem þarf í einum kassa, þægilegra getur það ekki verið. Radox baðvörurnar upplagðar í heita pottinn eða baðið. Náttúrulegt efni. Trind handsnyrtisettið er upplagt til jólagjafa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.