Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 82

Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 82
82 Jólablað Morgunblaðsins 2005 – þeir voru nánast bannfærðir á hennar yngri árum. En það var allt- af hægt að tala við ömmu á jafnrétt- isgrundvelli og hafa sínar skoðanir. Ég byrjaði á að gauka að henni Ís- lenskum aðli, taldi það léttast og þar var líka fjallað um þá Reykjavík sem hún þekkti sem ung stúlka. Síðan kom Ævisaga Árna Þórarinssonar og einhvern tíma hrökk út úr henni: „Ég sé eftir að hafa ekki byrjað fyrr.“ Svo las hún Sjálfstætt fólk eftir Hall- dór Laxness og veinaði af hlátri yfir Brekkukots- annáli. Einu sinni kom ég heim og þá var amma ákaf- lega rauðeygð og þrútin. Ég hugsaði með mér: „Jæja, hefur hún ver- ið að þurrka af og eitthvað hefur brotn- að,“ því hún var skaðasár. Ég spurði hvað væri að? Þá sagði amma: „Maður gat bara grátið með henni,“ og átti þá við Sölku Völku. Það var líf og fjör í eldhúsinu Amma hætti sem fyrr sagði að baka um sjötugt og bjó þá hjá mér í lítilli risíbúð í Hlíðunum og fannst allt í lagi þótt hún yrði að klöngrast upp nokkra stiga. Þarna var gríð- arlegt fjör, vinkonur hennar fjöl- menntu, þær voru ýmist á elliheim- ili eða í horninu hjá dætrum sínum – en amma hafði eldhús og þar var nú glatt á hjalla, spjallað og spilað. Ömmu fannst hún rík kona og að sér hefði nú þrátt fyrir allt gengið vel í lífinu. Hún eignaðist fjögur barnabörn og var óskaplega mikil amma og mikill uppalandi. Hún var orðin næstum áttræð þegar hún var að passa elsta langömmubarnið. Amma hafði aldrei lært að baka köku þegar hún byrjaði með heima- bakaríið, hún átti aldrei eldavél með hitastilli, setti bara höndina inn í bakaraofninn og breytti undir- og yfirstraumi. Þegar hún byrjaði voru bakaríin ekki eins og þau eru nú. Það þótti ekki gott að bjóða bak- arískökur. Það hentaði ömmu vel að vera sjálfs síns herra, þótt alltaf væri líf og fjör í kringum hana lét hún aldrei tefja sig frá vinnu. Hún hafði vissar reglur, ef fólk kom á matar- eða kaffitíma þá var því boð- ið að fá sér en þess á milli var ekki boðinn nokkur skapaður hlutur. Gesturinn sat úti í horni á klappstól eða á gömlum harmonikubedda sem var til og spjallaði við ömmu meðan hún var að störfum. Hún hafði þá reglu að baka aldrei á sunnudögum en í desember varð hún að bregða út af þeirri reglu, þá vann hún öll- um stundum. Þrifnar konur og óþrifnar Amma átti alltaf hvíta umbúða- pappírsrúllu sem hún pakkaði kök- um inn í fyrir viðskiptavinina og sumir þeirra komu líka með köku- dósir. Amma skipti konum í tvo hópa, þær sem voru þrifnar og hin- ar sem voru ekki þrifnar. Þær þrifnu komu með ilmandi kökubox en hjá hinum var þráalykt úr box- unum og þá vildi amma ekki setja kökur sínar í þau, „þá verður mér um kennt,“ sagði hún og þvoði box- in áður en kökurnar fóru í þau. Kökubox þurrkaði hún ævinlega inni í volgum ofni. Hún var ekki fljótvirk en vannst þétt og vel og var mjög skipulögð. Eitt af því sem hún sagði jafnan var: „Aldrei að fresta því til morg- uns sem maður getur gert í dag.“ Amma skipti við heildsala og var mjög vinsæl hjá þeim því hún borg- aði ævinlega út í hönd. Hún fékk fína afgreiðslu og t.d. man ég eftir að eftir verkföll þurfti amma aldrei að bíða eftir hveitipoka eða smjör- líki þótt kaupmaðurinn hefði ekki slíkt, heildsalarnir létu hana njóta þess hve fljót hún var jafnan að borga. Kökurnar voru söluvara Helst vildi amma baka smákök- urnar, hún sagði að hún hefði mest upp úr þeim. Hún bakaði m.a. spesíur, finnskt brauð og gyð- ingakökur. Spesíur hafði hún af- langar því þá var hún fljót- ari að skera deigið niður. Smáköku- baksturinn var feikileg vinna. Sum- ar uppskrift- irnar hennar voru upp úr henni sjálfri en aðrar hafði hún fengið að. Hún var líka lagin kokk- ur, hún fór stundum og hjálpaði ætt- ingjum ef eitthvað var um að vera. Kökur voru sölu- vara og ekki borðaðar á heimilinu nema á hátíðum og tylli- dögum. Bókhaldið var mest í kollinum á ömmu þótt vissulega hefði hún ein- hverjar heildartölur á takteinum. Þegar hún þurfti að gera skatt- skýrslu fór hún niður á Skattstofu og fékk þar menn til að hjálpa sér. Fjölskyldan er undirstaðan Við amma vorum stundum ósam- mála. Hún sagði oft við mig: „Þjóð- félagið hrynur þegar mæðurnar hætta að vera heima.“ Ég var ekki hrifin af þessari kenningu því ég vildi læra eitthvað og verða eitt- hvað. En eftir á að hyggja er ég al- veg sammála ömmu, heimilunum og fjölskyldunum í landinu er ekki gert nógu hátt undir höfði og jafnvel tal- að niðrandi um heimilisverk. Fjöl- skyldan er undirstaðan í samfélag- inu, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Það verður einhver að vera heima og sinna börnunum meðan þau eru lítil, hvort sem það er móð- ir, faðir, amma, afi eða eldri systk- ini.“ Fíkjulengjur 1 kg hveiti 250 g smjörlíki 250 g púðursykur 2 ½ dl síróp 3 dl vatn 1 tsk engifer 1 tsk allrahanda 1 ½ tsk hjartarsalt bleytt í 1 msk af vatni Hveiti, sykri og kryddi er nuddað saman og bleytt í með sírópinu, vatn- inu og hjartarsaltinu. Deigið hnoðað, flatt út og skorið í lengjur, 10 cm breiðar. Fíkjumauk er látið eftir miðri lengjunni, brúnirnar vættar með vatni, brotin saman og brúnunum lok- að vel. Lengjunum er raðað á plötu með ofurlitlu millibili, bakaðar fyrst við fullan straum, en þegar þær eru farnar að blikna að ofan er minnkaður yfirstraumirnn. Þessar kökur geym- ast lengi. Fíkjumauk 1 kg fíkjur 1 kg sykur 8 dl vatn Fíkjurnar eru skolaðar í volgu vatni, síðan hakkaðar og látnar í pott með vatninu, og þegar sýður er sykurinn látinn í og látið sjóða í litla stund og hrært í af og til, svo ekki brenni við. Pönnukökur 200 g hveiti 50 g smjörlíki 2 msk sykur 3 egg mjólk Smjörlíkið er hrært með sykrinum og eggjarauðunum. Hveitið er látið í og mjólkin. Þynnt út með henni þar til soppan er mjög þunn, þá eru hvít- urnar stífþeyttar og þeim hrært sam- an við seinast. Kápumynd framan á hinni þekktu bók Margrétar Jónsdóttur – Kökur Margrétar SILFUR er yndislegur málmur sem gleður augað gjarnan á hátíðum, ný- fægður og gljáandi. En það er ekki alltaf einfalt að fá silfrið til að verða eins fallegt og efni ættu að standa til. Nýlega hélt Árný Þóra Hallvarðs- dóttir námskeið í meðferð silfurs. Hún var spurð hvað væri til ráða þegar silfrið væri orðið svart. Skyldu vera til einhverjar törfralausnir? „Það eru margar töfralausnir sem fólk hefur ábyggilega heyrt um en sannleikurinn er sá að það þarf alltaf að fægja silfrið á eftir, hver sem að- ferðin er, til þess að fá gljáann. Saltfisksoðið best Elsta töfralausnin sem ég hef heyrt um er að setja silfrið í fisksoð, saltfisksoð þótti best. En það þurfti að fægja á eftir með hreinum klút og fægilegi. Áhrifin eru bara þau að svarti liturinn fer en gljáann fær maður ekki nema með fægilegi. Álpappír og sódi Önnur og nýrri töfralausn er að setja álpappír og svolítinn sóda eða salt í heitt vatn. Þessi aðferð tekur sömuleiðis bara svarta litinn, eftir sem áður þarf að fægja með fægileg- inum en það er að vísu miklu léttara þar sem svarti liturinn er farinn. Silfurdippið er sterkt efni Þriðja töfraaðferðin er silf- urdippið, þá er silfrinu dýft í mjög sterkt efni sem selt er í litlum krukk- um. Þessi lögur er til frá ýmsum fyr- irtækjum en sammerkt er þeim öllum að vegna þess hve sterkur lögurinn er má silfrið ekki liggja lengi í hon- um, bara hálfa mínútu eða svo, og skola þarf á milli þess að silfrinu sé dýft í hann. Ella getur silfurhluturinn fengið grófa áferð. Líka eftir þessa meðferð þarf að fægja silfrið með fægilegi og hreinum klút. Á nám- skeiðinu sýndi ég konunum sem á því voru hvernig tveir hlutir voru útlít- andi, annar bara tekinn beint upp úr dippinu og skolaður og hinn að auki fægður með fægilegi og hreinum klút. Nemendurnir urðu stóreygir þegar þeir sáu hve munurinn var mikill.“ Silfur-foam hefur reynst vel En hvað hefur reynst þér best í viðureigninni við sortann á silfrinu? „Það sem mér hefur reynst best með t.d. borðbúnað er að þvo hann með Silfur-foam, sem er sápa í krukkum. Hún er til frá ýmsum framleiðendum. Silfrið er þá strokið með blautum svampi sem dýft hefur verið ofan í sápuna sem er í kremformi. Síðan er silfrið þvegið á eftir, rétt eins og venjulegur borðbúnaður. Ef notaðir eru hreinir klútar þarf ekki að fægja eftir þessa meðferð með fægilegi. Þetta krem er fægisápa. Þetta hefur reynst best með allt það sem matur kemur nálægt. Gamla Silvo stendur fyrir sínu Gamla Silvo stendur svo alltaf fyrir sínu en varast ber að nota Brasso, það er eingöngu ætlað fyrir kopar eða messing. Þá má geta um Silver Wipes, það eru pakkar með tíu pappírslengjum í. Við notkun þeirra er silfurhluturinn bleyttur og ein pappírslengjan notuð til að fægja yfir. Skolað er og þurrkað aftur með hreinum klút. Með þessari aðferð situr aldrei neitt eftir í munstri silfursins, sem svo oft sést þegar búið er að fægja.“ Tannkrem ekki góður fægilögur Hvað með tannkremið, er það ekki ein af töfralausnunum? „Ég mæli ekki með að nota það, Svona er best að geyma silfrið sitt. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Árný Þóra Hallvarðsdóttir með nýfægðan silfurvasa. Ýmis góð efni til að fægja með og hanskar til að hlífa höndunum. Góð meðferð silfurs Silfur er fallegur málmur á veisluborði en til þess að hann njóti sín vel þarf að fægja hann. Árný Þóra Hallvarðsdóttir segir hér Guðrúnu Guð- laugsdóttur til um með- ferð og geymslu silfurs. Trefjaklúturinn er góður til að halda við gljáanum. Fallega fægður borðbúnaður er prýði á hverju veisluborði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.