Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 88
88 Jólablað Morgunblaðsins 2005 FYRIR jólin ber talsvert á starfsemi Hjálpræðishersins í Reykjavík og víðar. Þá standa liðsmenn við söfn- unarkassa í Kringlunni og á fleiri stöðum og ýmsir láta eitthvað af hendi rakna til þess óeigingjarna starfs sem Hjálpræðisherinn innir af hendi, m.a. um jólahátíðina. Einstæðingar og illa statt fólk hefur í áranna rás átt þar vís- an samanstað á aðfangadags- kvöld, þar hef- ur verið góður matur til reiðu og hlýtt viðmót. Hjálpræðisher- inn var stofnaður í Lundúnum 1865 af W. Booth í þeim tilgangi að berj- ast gegn ýmsum félagslegum mein- um og breiða út kristna trú, skipu- lagður eins og her. Hjálpræðisherinn starfar víða um lönd og rekur gistiheimili, spítala, barnaheimili og fleira. Hjálpræð- isherinn hefur starfað hér á landi frá árinu 1895 og jafnlengi gefið út blað- ið Herópið. Miriam Óskarsdóttir majór í Hjálpræðishernum hefur undanfarin ár skipulagt jólahald hersins í Reykjavík. Í samstarfi við fangahjálpina „Við höfum að leiðarljósi það starf sem hefur verið unnið á þessum vett- vangi undanfarin ár og áratugi. Frá 1992 höfum við verið í samstarfi við fangahjálpina Vernd og lengi vel fjölgaði í hópnum sem hjá okkur dvelur á aðfangadagskvöld en í fyrra var heldur færra. Það var fullt þá en áður var yfirfullt, þá var ekki aðeins borðað í stóra salnum okkar á neðstu hæð heldur líka í matsalnum í gisti- heimilinu. Það er venjulega lagt á borð fyrir 80 manns í salnum og svo er lagt á borð fyrir fleiri í gistiheim- ilinu eftir því sem þörf krefur. Einn- ig leitar fólk mikið til okkar á jóladag og aðra daga hátíðarinnar,“ segir Miriam. „Maturinn á aðfangadag er að mestu leyti gefinn. Vernd fær mat frá ýmsum aðilum og við fáum líka matargjafir m.a. frá Nóatúni og einnig frá sælgætisverksmiðjum. Það sem kemur í pottana fer í að borga mat fyrir fólk sem vill eyða jól- unum heima en á ekki fyrir mat og einnig til þess til þess að gleðja þá sem eru í fangavist á landinu. Um er að ræða gjafir fyrir nokkrar millj- ónir króna.“ Hvernig eyðið þið aðfangadags- kvöldinu? „Fyrst er jólaguðspjallið lesið klukkan sex, síðan er sungið jólalag og svo er borðuð súpa. Þá er aðal- rétturinn borinn fram. Venjulega eru í boði þrír réttir, lambalæri, hangikjöt og hamborgarhryggur. Við látum þjóna til borðs þannig að sjálfboðaliðar koma með matinn á borðin og taka af þeim diskana jafn- óðum og lokið er við matinn. Ým- islegt er gert til skemmtunar við borðhaldið, stundum vill fólkið sjálft sem kemur að borða fá orðið, einnig syngja börn viðstaddra og stundum tek ég lagið, það fer eftir því hverjir mæta hverju sinni hvað er til skemmtunar. Loks er svo borðaður ljúffengur eftirréttur, vinsælastur er sértilbúin réttur sem kokkarnir okk- ar útbúa kvöldið áður. Í þeim rétti er búðingur og ávextir. Dansað í kringum jólatré Eftir borðhaldið er borðunum rutt út og þá hjálpast allir að, jólatréð er sett fyrir miðju og svo hefst dansinn kringum jólatréð. Þá eru jólasálm- arnir sungnir og farið í Þyrnirós með meiru. Yfirleitt eru ekki mörg börn viðstödd, helst börn þeirra sem hjálpa til eða börn þeirra sem búa á gistiheimilinu. Við vitum aldrei hverjir verða viðstaddir á að- fangadagskvöld fyrr en fólk fer að skrá sig. Við höfum því alltaf til- búnar gjafir sem innihalda eitthvað sem börn vilja gjarnan eiga. Vernd kemur með gjafir og við útbúum líka gjafapakka, allir fá að minnsta kosti einn pakka. Eftir dansinn í kringum jólatréð er borið fram kaffi og kökur. Stund- um er dansað aftur í kringum jóla- tréð. Fólk má vera á staðnum eins lengi og það vill, sumir gista jafnvel.“ Hvaða fólk sækir helst til ykkar? „Það er mjög fjölbreyttur hópur, bæði þeir sem eru í vímuefnaneyslu einhvers konar, eldri borgarar sem búa einir og eru einmana og svo út- lendingar. Einnig fólk sem býr við breyttar fjölskylduaðstæður, svo sem fráskildar konur sem eru einar af því að börnin eru hjá föðurnum þau jólin eða þá menn sem eru einir á báti af sömu ástæðum. Við reynum að hafa það huggulegt saman öll, þótt um sé að ræða svona marga og ólíka einstaklinga verður hópurinn sem ein heild, þetta er allt- af mjög ljúf stund, jólahátíðin hjá okkur hér hjá Hjálpræðishernum á aðfangadagskvöld. Fólk er svo já- kvætt og þakklátt, hvernig sem að- stæður þess eru.“ Aðsókn óháð góðæri Er ekki gott að fara að sofa á jóla- nóttina eftir þessa stund? „Jú, alveg yndislegt, maður er þreyttur en það er góð þreyta. Þess má geta að frá 15. nóvember sl. má sækja um styrk til jólahalds hjá Hjálpræðishernum. Úthlutun er svo laugardaginn 17. desember, styrkjum er úthlutað og einnig er þá fataúthlutun frá fatabúðinni okkar í Garðastræti.“ Nú er mikið góðæri, býstu við að færri leiti til ykkar nú en endranær? „Hópurinn sem leitar til okkar er virðist óháður því hvernig aðstæður eru í samfélaginu, það þarf ekki ann- að en að kringumstæður breytist, fólk verði öryrkjar, fátækt sæki það heim, dauðsfall verði, veikindi, vímu- efnaneysla og svo framvegis. Og kannski finna þeir illa stöddu aldrei eins mikið fyrir neyð sinni og þegar Hjálpræðisherinn. Þar er unnið óeigingjarnt starf. Jólapottar Hjálpræðishersins verða settir upp í Reykjavík á næstunni. Hátíð hjá Hjálpræðishernum Hjálpræðisherinn hefur hlúð að mörgum um jólahátíðina. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Miriam Óskarsdóttur um jólahald Hjálpræð- ishersins á Íslandi og sitthvað fleira sem herinn stendur fyrir hér og erlendis. Miriam Óskarsdóttir „MÉR finnst jólahald okkar Íslend- inga keyra orðið úr hófi fram þegar tveir og næstum þrír mánuðir árs- ins eru und- irlagðir af hvers kyns áreiti sem tengist kaupskap og jólahaldi,“ segir Hólmfríður Gísladóttir sem lengi starfaði við flóttamannaverk- efni hjá Rauða krossi Íslands. „Svo mjög hef- ur mér leiðst þetta að ég fór fyrir fáeinum árum í Skálholt á Kyrrðardaga á aðvent- unni til þess að losna við mesta áreitið,“ bætir Hólmfríður við. En hvernig skyldi hún vilja hafa jólin? „Það er nú dálítið umhugsunar- efni fyrir þá sem búa einir,“ svaraði hún að bragði. „Ég á tvær dætur og þrjú barna- börn og hef heimsótt fjölskyldurnar á hátíðunum, ég hef stundum verið á aðfangadagskvöld hjá Lilju dóttur minni, sem býr í Leirársveit, og að kvöldi jóladags hjá Sigríði, sem býr í Kaupmannahöfn, og fjölskyldum þeirra. Ég hef aldrei verið með mikið jólavesen, ekki heldur þegar dætur mínar voru litlar, maður var alltaf svo þreyttur vegna vinnu að öllu slíku var stillt í hóf. Ég fór líka oft með stelpurnar heim til Akureyrar og hélt jól með föður mínum og systur hans. Það var elskulegt. En á aðventu býð ég gjarnan fólki heim í jólate. Þetta jólate er jafnframt heilsute. Ég fékk upp- skrifina hjá Sigrúnu Olsen en hef breytt henni dálítið, það fæst ekki lengur það te sem var hjá henni í grunninn. Ef ég er sæmilega dugleg baka ég oft soðið brauð á norðlenska vísu á aðventu og hef þá gjarnan reykt- an Mývatnssilung með og smjör.“ Þú starfaðir lengi við flótta- mannahjálp, varstu nokkurn tíma úti um jólin? „Nei, mitt aðalstarf var hér heima þótt ég færi oft út til að ræða við fólk sem til stóð að kæmi hingað sem flóttamenn. Sumt af því flótta- fólki sem ég kynntist í þessu starfi er búddatrúar og heldur sína hátíð um áramót og þau færast til eftir tunglmánuðunum. Ég hef setið slík- ar veislur. Serbarnir halda sín jól 6. janúar og þeir hafa oft boðið ís- lenskum gestum til sín af því tilefni, þar á meðal mér.“ Hvað með bernskujólin – hvernig voru þau? „Þau voru hefðbundin þangað til mamma dó þegar ég var 12 ára og Baldvin bróðir minn sjö ára. Þau jól sem ég man best eftir var þegar mamma gaf mér 13 bækur og svo fengum við systkinin kött, gulan högna, sem pabbi kom með í bréf- poka þegar búið var að taka upp að- aljólagjafirnar. Þessi köttur varð gamall, stór og mikill, líklega varð hann 15 ára gamall.“ Hvernig sérðu fyrir þér jólin í ár? „Ég ætla að byrja á að taka úr mér jólaógleðina og fara til Afríku síðast í nóvember. Þar ætla ég að fara til Harare sem er í Simbabve með vinkonu minni Ragnheiði Jóns- dóttur sem þar á dóttur. Sú kona, Huld Ingimarsdóttir, starfar þar fyrir alþjóða Rauða krossinn. Síðan förum við sennilega til Malaví þar sem ég á samstarfskonu sem við ætlum að heimsækja, Margréti Ein- arsdóttur, sem vinnur þar að verk- efni fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Í Afríku brosir fólk þótt ekki sé til þar allt af öllu og þau bros fylgja mér vonandi hingað heim til Íslands og ylja mér á jólunum.“ Jólate Hólmfríðar Ég set einn lítra af köldu vatni í pott, set tvo poka af „Yogi Tea Classic“, síðan set ég oft eina kan- elstöng og fimm til 10 negulnagla í viðbót. Út í þetta set ég einn lítra af eplasafa. Þegar suðan er að koma upp læt ég hálfa vel brytjaða og líf- rænt ræktaða appelsínu út í. Þetta ber ég svo fram með því meðlæti sem ég á til, helst soðnu brauði með reyktum silungi. Jólate Hólmfríðar Morgunblaðið/Golli Kanilstengur og appelsínur eru meðal hráefna í heilsutei Hólmfríðar. Hólmfríður Gísladóttir Jólate er eitt af því sem heyrir til nútímajólum. Hólmfríður Gísladóttir, sem kunn er fyrir störf sín hjá Rauða krossinum, gefur hér Guðrúnu Guð- laugsdóttur uppskrift að jólatei auk þess að segja skoðanir sínar á jólahaldi nútímans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.