Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 96

Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 96
96 Jólablað Morgunblaðsins 2005 ALLT fram undir aldamótin var sú rótgróna hefð í heiðri höfð að vanda sérstaklega til jólamyndanna. Þær voru undantekningarlítið stórmynd- ir, ekkert endilega fjölskyldumyndir, en verk sem almenningur beið eftir með rjúpuna í hálsinum. Líkt og kvikmyndagerðir metsölubóka, Ósk- arsverðlaunamyndir og myndir með vinsælustu stjörnunum. Ef til féll voru ósviknar jólamyndir á boð- stólum, en hafa ber í huga að lengst af öldinni áttu kvikmyndahúsastjór- arnir mun auðveldara með að stilla upp myndum en í dag, því allt fram á níunda áratuginn voru þær keyptar í slumpum og innihaldinu raðað niður eftir þeirra brjóstviti. Jólamyndir eru vissulega í fullum gangi í dag, en síð- ari árin eru þær að mestu leyti valdar af markaðsfræðingum Hollywood. Lengst af öldinni var ein regla ófrávíkjanleg: Jólamyndirnar hófu göngu sína annan í jólum. Fyrst var barnasýning klukkan þrjú, klukkan fimm hófst síðan hátíðaveislan fyrir fullorðna og húsin troðfylltust á öll- um sýningum allt fram á nýja árið. Þá voru aðeins einsala bíó til staðar og mjóum sætunum troðið á alla mögulega sem ómögulega staði í salnum og níðþröngt milli bekkjar- aða. Það var hroðaleg upplifun að lenda á fremsta bekk og enn skelfi- legri eftir því sem fjær dró miðju, allt aftur á, svona á að giska 6.–10. bekk. Þó var það breytilegt eftir bíóunum. Ægileg lífsreynsla að lenda í ystu sætunum í Laugarásbíói, því tjaldið þar var geysistórt og fremstu sæta- raðirnar nánast ofan í tjaldinu. Mað- ur sá allt á skjön og ekki sjón að sjá Jón væna og félaga eins og blýanta í laginu á sínum afbökuðu hrossum sem litu út eins og teygt hefði verið hressilega á þeim á þverveginn. Botninum var náð í fremstu sætunum á göngunum uppi í Gamla bíói, þaðan að sjá leit tjaldið út eins og eld- spýtnastokkur upp á hlið og það sem gerðist á þessum fleti var sam- anþjappaður grautur. Það grillti í ill- skiljanlega og afbakaða beðju og maður reyndi að fylgjast með talinu til að halda þræðinum. Samt sem áð- ur var yfirleitt uppselt á þessa pín- ingarbekki um helgar. Á þessum gósentímum kvik- myndahúsanna (ekkert sjónvarp til staðar fyrr en langt var liðið á sjö- unda áratuginn), var eins gott að mæta tímanlega, allt að klukkutíma fyrir fyrstu sýningu til að kaupa miða, önnur leið var að hringja og láta taka hann frá. Þeir voru seldir öðrum ef gesturinn var ekki mættur hálftíma fyrir sýninguna, helst fyrr, því langar biðraðir mynduðust við miðasölulúgurnar og náðu iðulega langt út á götu. Menn létu sig hafa alls kyns veður og vinda, enda ást- arsamband iðulega í húfi því bíóin voru gróðrarstía „deita“, eins og sagt er í dag og uppspretta trúlofana, jafnvel hjónabanda. Þegar inn í dýrðina var komið tók við örtröð við sælgætissöluna þar sem keypt var lítil kók í gleri, konfekt í poka (ef selskapurinn var ein- staklega eftirsóknarverður), annars var poppkorn frá Óla popp látið duga. Síðan tók við streð að komast í sitt númeraða sæti, sem gat verið taf- samt, því gjarnan myndaðist flösku- háls í salardyrum. Þá kom til hjálpar starfstétt, sem fyrir löngu er farin sömu leið og geirfuglinn, er nefndist sætavísur. Hana skipuðu túberaðar ungmeyjar með luktir í hendi og komu eftirlegukindunum fyrir á röggsaman hátt. „Bekkur sautján, sæti tuttugu og tvö og þrjú,“ kölluðu þær mynduglega til að yfirgnæfa Villa spætu, og beindu ljóstýrunni á staðinn. Þeir sem voru sestir stóðu upp og gesturinn tiplaði á sinn stað, á undan dömunni sinni – ef hann var svo lánsamur að „vera á sjens“. Umræðan hjá unglingunum sner- ist mikið um kvikmyndastjörnur, sem áttu mun meira pláss í hugum þeirra en í dag. Bíóin voru afþreying- arstaðirnir, myndirnar helsta upp- lífgunin fyrir daga sjónvarps, kaffi- húsa og ölstofa. Plötuspilarar voru ekki almenningseign fyrr en síðla á 7. áratugnum, í kjölfar bresku poppút- rásarinnar. Bíóin voru númer eitt. Kaninn var ekki alveg einráður, Loren, Passer, Belmondo og fleiri góðir meginlandsleikarar voru dáðir til jafns við Hollywood-stjörnurnar. Það kemur fram hér á eftir í stuttri úttekt á jólamyndum kvikmyndahús- anna á fimm ára millibili, aldarfjórð- unginn eftir 1950. Tíðarandinn og umhverfið hefur heldur betur tekið stakkaskiptum. 1950 Um miðja öldina var bakslag í Hollywood, Bandaríkin voru að sjón- varpsvæðast og aðsóknin dróst sam- an í kvikmyndahúsum. Íslenskir bíó- forkólfar létu ekki tímabundið kjarkleysi iðnaðarins buga sig en bættu það upp með því að sýna mikið efni frá Evrópu. Bíóin hér heima blómstruðu sem aldrei fyrr og ekki til sá kaupstaður né krummaskuð úti á landsbyggðinni að þar væri ekki bíó sem endursýndi við miklar vinsældir myndir sem runnið höfðu sitt skeið í bili á höfuðborgarsvæðinu. Gamla bíó var oft með ósviknar jólamyndir, annaðhvort glansmyndir frá MGM eða fjölskylduvænar afurðir Walt Disney. Þessi jólin sýndi bíóið Musterisriddarana þrjá – The Three Musketeers, eina af þeim fyrrnefndu, með Metrostjörnunum Gene Kelly og Lönu Turner. Stórmynd í eðlilegum litum, og hér voru einnig til staðar innanhússleikararnir June Allyson, Van Heflin og Angela Lansbury. Trípolíbíó, vestur á Melum, er í fullum gangi og stillir upp Bomba, syni frum- skógarins, eða Bomba, the Jungle Boy. Þessi „nýja frumskógarmynd,“ reynist við nánari skoðun heldur ómerkileg, gerð af B-mynda fyrirtæk- inu Monogram. Tjarnarbíó, annað bíó sem er löngu hætt rekstri, en stendur reyndar enn uppi, sýnir Hróa hött, eða Prince of Thieves, en þessi al- þýðuhetja á eftir að koma oftar við sögu jólaglaðninga. Sem undirstrikar áhersluna sem lögð var á æv- intýramyndir fyrir alla fjölskylduna, langt fram eftir öldinni. Þetta er raunar ómerkileg B-mynd með John Hal, sem fróður maður tjáði mér að hafi verið af vestur-íslensku kyni og frændi minn. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Ævintýrin ríkja í Austurbæjarbíói sem sýnir Tónatöfra – Romance of the High Seas, með Doris Day, söngva- og dansamynd eftir Michael Curtiz. 1955 Það er fislétt yfir Gamla bíói, sem sýnir verðlaunamyndina Lili með Leslie Caron. Tripolibíó sýnir „fram- úrskarandi ævintýramynd,“ Rob- inson Crusoe, sem reynist vera engin önnur en hin mexíkóska Las Avent- uras de Robinson Crusoe, eftir meist- ara Bunuel. Segiði svo að auglýs- ingamenn séu síljúgandi. Trípolimenn hafa samt eignað hana Bandaríkjamönnum, til öryggis. Hafnarbíó heldur sig við ævintýrin og hin feykivinsælu hjónakorn og B- myndastjörnurnar Tony Curtis og Janet Leigh. Fyrirbærið nefnist Svarta skjaldarmerkið – The Black Shield of Falworth. Bæjarbíó í Hafnarfirði býður upp á Carosello napoletano, „Stæstu söngva- og dansamynd sem Ítalir hafa gert, með 40 þekktum lögum frá Napoli, leikin og sungin.“ Til allrar guðsblessunar bregður hinni 19 ára Sophiu Loren fyrir. Senunni þessi jólin stelur þó amer- ísk bomba, sjálf Marilyn Monroe, sem trítlar undur kynþokkafullt um sviðið í Nýja bíói. Í fríðum félagsskap Jane Russell, undir stjórn Howards Hawks í Litfríð og ljóshærð – Gentle- men Prefer Blondes, einni af hennar bestu myndum. 1960 Nú er Laugarásbíó komið til sög- unnar og sýnir stórmyndina Boð- orðin 10 – The Ten Commandments, sem hreif mann upp úr Iðunn- arskónum, Váá. Rauðahafið opnast!!! Austurbæjarbíó býður upp á Trapp- fjölskylduna í Ameríku – sem bæði er „bráðskemmtileg og gullfalleg“. Lík- lega hefur hvað sem er gengið í fólk á jólum þessara ára. Hafnarbíó stillir upp Kósökkunum, sem er ítölsk ævintýramynd með John Drew Barrymore. Hann létt- ruglaðist síðar á ævinni og gerðist m.a. landshornamaður, en gaf sér þó tíma til eignast hina hæfileikaríku Drew Barrymore, sem heldur sögu- frægu nafni leikaraættarinnar hátt á lofti. Í Firðinum sýnir Níels í Hafn- arfjarðarbíói dönsku gamanmyndina Frænku Charles, með þeim afburða gamanleikara Dirch Passer, sem um margt minnti á okkar eigin, ný- gengna, snilling, Bessa Bjarnason. Passer er líklega vinsælastur danskra leikari hérlendis, bæði fyrr og síðar. Gamla bíó bregst ekki þessi jólin, sýnir Þyrnirós – Cinderella, virkilega notalega Disneyteiknimynd þar sem Doris Day flytur þennan hrífandi kveðskap: Salagadoola mechicka boola bib- bidi-bobbidi-boo Put ’em together and what have you got bibbidi- bobbidi-boo. 1965 Nú heyrir Trípolíbragginn sögunni til og upp er risið í Skipholtinu nýtt og flott Tónabíó, sem átti eftir að verða vinsælasta kvikmyndahús landsins á síðari hluta aldarinnar. Það stillir upp Vitskertri veröld – It’s a Mad, Mad, Mad, Mad World, sem er auglýst „Talin besta gam- anmynd sem gerð hefur verið…“, og við gestirnir vorum því sammála, annað eins meistaraverk kómedí- unnar hafði maður ekki augum litið. Örugg leið til vinsælda í partíum, var að leika brot úr myndinni. Ég reyndi að horfa á snilldina fyr- ir nokkrum árum og var búinn að fá meira en nóg eftir svo sem 10 mín- útur. Þvílíkt ónýti kvikmyndasög- unnar! Í Stjörnubíó gengur æv- intýramyndina Undir logandi segl- um – HMS Defiant, sem er, vel að merkja, fyrsta, breska myndin í þessari upptalningu. Í Hafnarfjarðarbíói ræður meist- ari Passer ríkjum í Húsverðinum vinsæla og Bæjarbíó er í flottum málum, með Í gær, í dag, á morgun eftir De Sica, með Sophiu Loren og maður tók sér ferð með strætisvagn- inum til þess að horfa á hana. Efst á óskalistanum þessi bíójólin, er þó vitaskuld Elizabet Taylor í Cleo- pötru í gamla, góða Nýja bíói við Lækjargötuna. Gamla bíó hélt upp á jólin með The Wonderful World of Brothers Grimm, en ný mynd um þá bræður verður einmitt á boðstólum á jólunum í ár. 1970 Það er kreppa í bíóheiminum, allir liggja yfir Roger Moore, Patrick McGoohan, Savanna tríóinu, Ólafi Gauk, Svanhildi og öllu hinu nýja- bruminu í sauðalitum Sjónvarpsins. Gamla bíó bítur þó hressilega frá sér með Arnarborginni – Where Eagles Dare, heiladauðri og stórkostlegri. Stigamennirnir – The Professionals var hörkuvestri í Stjörnubíói, annar toppvestri, True Grit, með Jóni Væna í Óskarsverðlaunaham var á risatjaldinu í Háskólabíói. Ný bylt- ing er hafin, farið er að sýna eina og eina mynd með íslenskum texta! 1975 Hver haldið þið að stingi upp koll- inum í Gamla bíói annar en sjálf hetjan úr Skírisskógi í Robin Hood, enda búið að gera einar 20 myndir um þjófaprinsinn. Jólamyndin er Disney-teiknimyndaútgáfan góða og Tónabíó finnur ekkert betra svar en í heillakarlinum Dirch Passer í hinni danskættuðu Mafian og jeg. Nú skiptir ekki máli inntakið heldur gróðavonin. Laugarásbíó sýnir sjálfa Ókindina – Jaws, og bauð frumsýningargestum upp á hákarl og brennivín. Þess má geta að myndin var ekki ársgömul, sem var harla óvenjulegt því myndirnar eru enn undantekningarlítið tveggja ára gamlar. Að þessum aldarfjórðungi liðnum fer bíólandslagið að breytast hressi- lega. Fyrst með tilkomu fyrsta fjöl- salabíósins, Regnbogans, síðan Sambíósins í Mjóddinni og dauða gömlu bíóanna í borginni. Hefðirnar fóru sömu leið, hrukku upp af, hver af annarri. Þessi bylting var ekki með öllu sársaukalaus fyrir forfallna bíófíkla, ég sakna enn Nýja bíós, Tónabíós, Stjörnubíós, Austurbæj- arbíós og Gamla bíós, að slepptum píningarbekkjunum á gangskömm- inni. Svei mér þá ef maður hugsar ekki til þessara mustera kvik- myndanna með tregablöndnum söknuði eins og gamalla kærasta. Flognar jólamyndir og horfnar hefðir Boðorðin tíu heilluðu Sæbjörn upp úr Iðunnarskónum. Grínleikarinn Dirch Passer sló í gegn í dönsku jólamyndunum. Sæbjörn Valdimarsson rifjar upp ljúfsár kynni sín af jólabíóinu eins og það var á árunum 1950 til 1975. Jólabomban í Gentlemen Prefer Blondes í Nýja bíói 1960. „Talin besta gamanmynd sem gerð hefur verið…“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.