Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrátt fyrir að nöfninJón og Guðrún séuenn vinsælustu mannanöfn á Íslandi eru þau á miklu undanhaldi. Verulegur munur er á nöfnum eftir aldri og í yngstu aldurshópunum hefur dregið verulega úr tíðni gamalgróinna mannanafna. Í yngstu aldurshópum hafa mörg þeirra nú vikið fyrir nöfnum sem engir eða örfáir einstaklingar báru fyrir nokkrum áratugum. Þar má nefna nöfnin Birta og Ar- on, en þau hafa notið mikilla vin- sælda undanfarin ár. Nafnahefðir hafa einnig breyst mjög sökum ört vaxandi vinsælda tvínefna. Rúmlega 80% landsmanna á aldr- inum 0–4 ára bera tvö eiginnöfn samanborið við innan við 20% einstaklinga yfir 85 ára aldri. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagstofunnar um mannanöfn og nafngjafir á Íslandi samkvæmt þjóðskrá 31. desember 2004. Hagstofa Íslands hefur nú um allnokkurt skeið birt upplýsingar um mannanöfn á vef sínum, en í heftinu er varpað ljósi á þær breytingar sem orðið hafa á nafnavenjum hér á landi á und- anförnum áratugum. Athyglis- vert er að þrátt fyrir að Jón og Guðrún séu enn vinsælustu nöfn Íslands hefur dregið gríðarlega úr vinsældum þeirra allt frá árinu 1703. Í manntali 1703 hétu 23,5% allra karla Jón og 19,7% kvenna hétu Guðrún. Árið 1801 var hlut- fall Jóna komið niður í 21,2% og 9,6% árið 1901. Guðrúnum fækk- aði á sama tíma úr 17,4% í 10,5%. Í árslok 2004 hétu 3,8% karla Jón og 3,6% kvenna hétu Guðrún. Sömu sögu má segja af nöfnunum Guðmundur og Sigríður, þótt þau hafi aldrei verið nándar nærri jafnvinsæl og Jón og Guðrún. Þrátt fyrir að vinsældir hinna áður sígildu nafna fari dalandi halda þau þó enn vissum sessi og er Jón t.d. algengasta fyrra nafn í tvínefni barna 0–4 ára. Þannig heita um 1,87% drengja á þeim aldri Jón að fyrra nafni. Þá er Guðrún fjórða vinsælasta nafnið sem fyrra nafn einnefna á eftir nöfnunum Anna, Sara og Katrín, en um 1,38% stúlkubarna 0–4 ára heita Guðrún að fyrra nafni. En hvaða nöfn eru það sem eru óðum að velta Jóni, Gunnu, Sig- urði og Önnu úr sessi. Þegar litið er á algengustu fyrri nöfn í tví- nefni má sjá nöfn á borð við Ar- on, Söru, Daníel og Katrínu, Viktor og Telmu. Sígild nöfn eru þó alls ekki óalgeng þar á meðal og eru Anna, Sigurður, Gunnar og Kristín meðal efstu nafna í listanum. Eins og áður segir er nú afar sjaldgæft er að börn séu einungis skírð einu nafni á Íslandi og má í raun sjá nokkurs konar stund- arglass-laga kúrvu í aldursdreif- ingu einnefna og tvínefna. Leiða má að því líkur að þeir foreldrar sem brjóta upp þá nýju hefð að gefa börnum tvö nöfn séu þá einnig þannig stemmd að þau vilji ekki heldur gefa börnum sínum hefðbundin nöfn. Algengustu einnefni drengja 0–4 ára eru Kári, Dagur, Bjarki, Alexander, Daníel og Sindri, en einungis 0,11% drengja á þessum aldri eru skírð Jón. Þá eru nöfnin Sara, Freyja, Andrea, Katrín, Birta og Rakel í efstu sætum stúlkna, en Guðrún situr við sama borð og Jón, afar neðarlega á listanum. Þá er einnig afar forvitnilegt að líta á seinni nöfn sem njóta mikillar hylli, en þar trónir Þór langefstur meðal drengja, en um 4,4% drengja í yngsta aldurshópi heita því nafni að seinna nafni, en fast á eftir koma þeir Ingi, Örn, Máni, Freyr og Snær. María er algengust meðal seinni nafna stúlkubarna, en þær Ósk, Rós, Sól, Rún og Björk fylgja á eftir. Almennt má segja að tíðni gamalgróinna nafna hafi lækkað miðað við það sem áður var, en í skýrslu Hagstofunnar segir að mörg algeng nöfn hafi nú vikið fyrir tískunöfnum sem engir eða aðeins örfáir einstaklingar báru fyrir nokkrum áratugum. Áber- andi er að nokkur biblíunöfn sem notið hafa vinsælda í mörgum Evrópulöndum um langt skeið njóta nú sívaxandi vinsælda á Ís- landi. Þar má nefna sem dæmi Daníel, Davíð, Rakel og Söru, en þessi nöfn eru afar óalgeng í elstu aldurshópum. Ört vaxandi vinsældir tvínefna hafa eins og áður segir verið áberandi breyting á nafnahefðum Íslendinga undanfarna áratugi. Ólíkt einnefnum hafa vinsælustu fyrri nöfn í tvínefnum tekið frem- ur litlum breytingum og það er raunar ekki fyrr en í allra yngstu aldurshópunum sem tískunöfn komast á lista yfir þrjú vinsæl- ustu nöfnin. Í skýrslunni eru leiddar líkur að því að kannski hafi foreldrar tilhneigingu til að þjóna hefðinni við val á fyrra nafni en tískunni við val á seinna nafni. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort fjölgun tvínefna geti átt rætur sínar að rekja til þess að nýbakaðir foreldrar sjái ekki fram á að eignast eins mörg börn og foreldrar fyrri áratuga, en vilji engu að síður skíra börn sín eftir foreldrum og öðrum ættingjum sem teljast mikilvægir. Fréttaskýring | Ný skýrsla Hagstofunnar um nöfn barna sýnir áhugaverða þróun Jón og Gunna á undanhaldi Tvínefnum hefur fjölgað mjög undan- farna áratugi og eru nú um 90% nafna Hverjar eru líkurnar á að þessi heiti Jón? „Heitustu“ nöfnin breyt- ast ört á milli ára  Ef gluggað er í vinsælustu karlmannsnöfn eftir aldri nafn- bera má sjá þróun þá sem hefur orðið á nöfnum barna. Sigurður, Guðmundur og Jón skiptast mik- ið á að ráða ferðinni hjá karl- mönnum 25 ára og upp úr, en í yngri aldursflokkum koma inn alls konar ólík nöfn eins og Davíð, Gunnar, Arnar, Bjarki, Daníel, Dagur og Ísak að ónefnd- um Kára, sem er langvinsælastur í yngsta aldursflokki. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is THELMA Ásdísardóttir varð fyrir valinu sem Ljósberi ársins 2005. Tilkynnt var um val samstarfshóps um Ljósbera í húsi Stígamóta á Hverfisgötu í gær. Samstarfshóp- urinn um Ljósberann hefur valið Ljósbera sl. fjögur ár og valdi hóp- urinn Thelmu í ár sökum þess að á einu andartaki hafi henni með ógleymanlegum hætti tekist að snerta við þjóðarsálinni þegar hún steig fram og valdi að kynna upp- vaxtarár sín til þess að gefa öðrum viðhorf og styrkir dómgreind og siðvit þjóðarinnar í að vinna gegn óheilbrigðum aðstæðum barna,“ segir m.a. í rökstuðningi hópsins. Að mati samstarfshópsins hefur Thelma náð aðdáanlegum árangri í eigin úrvinnslu og í að ná til fólks með gildishlaðna umræðu sem styðja við leiðarljós samstarfshóps um Ljósberann. Thelma Ásdísardóttir er starfs- maður Kvennaathvarfsins og situr í stjórn Stígamóta. styrk til að takast á við óhugnað og eyðingu í sjúkum uppeldis- aðstæðum. Samstarfshópur um Ljósberann túlkar það svo að saga Thelmu og úrvinnsla hennar marki spor sem myndi þáttaskil í samfélaginu í að túlka rétt barna og í að styrkja samfélagslega ábyrgð á granna sín- um. „Thelma sýnir mikið hugrekki. Hún rís upp gegn ranglæti og kem- ur af stað mikilli umræðu sem hreyfir við velferðarkerfinu, mótar Thelma Ásdísardóttir Ljósberi ársins 2005 Morgunblaðið/Sverrir Samstarfshópurinn tilkynnti í gær um val sitt á Ljósbera ársins 2005 og er það Thelma Ásdísardóttir. „Gefur öðrum styrk“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.