Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÖGNUÐ SKÁLDSAGA www.jpv.is ÓLAFUR GUNNARSSON hlaut ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN fyrir síðustu skáldsögu sína. eftir höfund metsölubókarinnar Öxin og jörðin „Frábær söguleg skáldsaga … skrifuð af fádæma stílgáfu … ævintýraleg … mjög lífleg …“ Jón Yngvi / KASTLJÓS „Höfuðlausn er fantafín saga.“ Halldór Guðmundsson / FRÉTTABLAÐIÐ „Grípandi frásögn … skemmtilega margþætt verk.“ Gunnþórunn Guðmundsdóttir / BOKMENNTIR.IS „Ég sat fastur í söguneti Ólafs … gat ekki lagt frá mér bókina.“ Illugi Jökulsson / TALSTÖÐIN „Ólafur Gunnarsson hittir í mark með þessari skemmtilegu bók, fangar strax athygli lesandans og heldur honum þar til yfir lýkur.“ Bók vikunnar / FRÉTTABLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða 12 ára dreng og foreldrum hans rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna skaða sem drengurinn varð fyrir í móður- kviði og við fæðingu. Drengurinn hefur verið heyrnarskertur og þroskahamlaður frá fæðingu, og var metinn með 90% örorku. Talið er að ónógt og ómarkvisst eftirlit og ákvarðanatökur starfs- manna kvennadeildar Landspítalans hafi leitt til þess að það dróst á fjórða sólarhring að ljúka meðgöngunni, þrátt fyrir vísbendingar um að ekki væri í lagi með fóstrið. Því segir í dómi héraðsdóms að íslenska ríkið beri ábyrgð á þeim skaða og örkumli sem barnið hlaut á meðgöngu og í fæðingu. Foreldrarnir fóru í mál við ríkið og kröfðust miskabóta og örorkubóta fyrir son sinn vegna mistaka starfs- fólks Landspítalans. Vegna heyrnar- skerðingar og þroskahamla sonar síns urðu foreldrarnir, sem bjuggu á landsbyggðinni, að eignast annað heimili í Reykjavík, og dvelja þar langtímum, auk þess sem móðir drengsins getur ekki unnið jafn mik- ið og áður. Þau kröfðust því einnig bóta vegna tekjutaps og kostnaðar. Dómurinn dæmdi drengnum sam- tals rúmar 18 milljónir króna í ör- orku- og miskabætur. Móður hans var auk þess dæmdar 5 milljónir króna í umönnunarbætur, og for- eldrunum saman dæmd 1 milljón króna vegna útlagðs kostnaðar, allt með vöxtum og dráttarvöxtum. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði, en fólkið hlaut gjafsókn í málinu. Hefði átt að gera frekari rannsóknir Forsaga málsins er sú að móðirin mældist með of háan blóðþrýsting snemma á meðgöngunni, sem þekkt er að getur valdið súrefnisskorti hjá fóstri. Þegar hún var komin rúma átta mánuði á leið hafði blóðþrýst- ingurinn hækkað aftur, þrátt fyrir lyfjameðferð, og var henni ráðlagt að fara þegar til Reykjavíkur, en þar var ekki aðhafst frekar fyrr en rúm- um tveimur vikum síðar, þegar lyfja- meðferð var hert. Er það mat dómsins að gera hefði átt frekari rannsóknir á fóstrinu, t.d. með ómun eða fóstursíritun, til að kanna fósturvöxt, legvatnsmagn og líðan fósturs. Það fósturrit sem hafi verið tekið hafi verið ófullnægjandi og túlkað fljótfærnislega, og ekki borið undir sérfræðing. Þremur dögum fyrir fæðingu sýndi konan frekari einkenni sem bentu til súrefnisskorts í fóstri og kom aftur degi síðar. Ekki var brugðist við ástandinu, og hún send heim og sagt að koma aftur tveimur dögum síðar. Þegar konan kom aftur á Land- spítalann daginn sem hún átti barnið voru tekin samtals þrjú fósturrit sem öll þykja afbrigðileg og bera vott um versnandi líðan fóstursins. Tekin var ákvörðun um miðjan dag að konan þyrfti að fara í bráðakeisaraskurð, en engu að síður liðu a.m.k. 60–75 mínútur þar til aðgerðin var fram- kvæmd. Var með litlu lífsmarki Drengurinn var tekinn með keis- araskurði en var með litlu lífsmarki og andaði ekki af sjálfsdáðum. Hann var fluttur á vökudeild í öndunarvél, en hlaut varanlegan skaða af súrefn- isskortinum, m.a. þroskahömlun og heyrnarskerðingu. Dómkvaddir matsmenn mátu örorku hans 90%. Fram kemur í dómi héraðsdóms að óumdeilt sé að skaðinn verði rakinn til langtímasúrefnisskorts á síðari hluta meðgöngu, en ekki er hægt að sýna fram á nákvæmlega hvenær á meðgöngunni það var. Dómurinn telur að skemmdirnar sem komu fram verði raktar beint til ófullnægjandi meðhöndlunar, eftir- lits og viðbragða af hálfu starfs- manna Landspítalans sem komu að meðgöngu og fæðingu. Of lengi hafi dregist að veita konunni viðeigandi meðferð við háum blóðþrýstingi, og ekki gætt nægilega að líðan fósturs- ins þær fjórar vikur fyrir fæðinguna sem konan var til eftirlits í Reykja- vík. Einnig hafi ekki verið brugðist rétt við aðstæðum tveimur dögum fyrir fæðingu. Handahófskennd viðbrögð Að lokum telur dómurinn að við- brögð starfsfólks Landspítalans daginn sem drengurinn fæddist hafi verið handahófskennd, og þau borið þess merki að starfsfólk kvenna- deildarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því alvarlega ástandi sem skap- ast hafði. Því sé ljóst að mistök þess hafi orðið til þess að drengurinn hlaut skaða á meðgöngu. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir hér- aðsdómari, ásamt meðdómsmönnun- um Benedikt Ó. Sveinssyni fæðing- arlækni og Magnúsi Stefánssyni barnalækni. Lögmaður fjölskyld- unnar var Ólafur Garðarsson hrl., en Óskar Thorarensen hrl. var lögmað- ur íslenska ríkisins. Dreng og foreldrum hans dæmdar 24 milljónir vegna skaða í móðurkviði 90% örorka vegna mistaka VEFMIÐILLINN visir.is verður ekki með í vefmælingu Modernus og Viðskiptaráðs Ís- lands fyrir þessa viku eftir að ábendingar bárust um svokall- aðan „pop-up“ glugga á forsíðu blog.central.is og einkamal.is, sem eru hlutar af vefhlutum Vísis, þar sem vefsíðan visir.is birtist. Með þessum glugga byrjaði notendafjöldi á forsíðu visir.is að aukast og brýtur það í bága við reglur Modernus um vefmælingu þar sem m.a. segir: „Kóðann má ekki setja inn í auka ramma sem birtast í sama vafraglugga og meginramminn sem hann mælir. Hér er átt við svonefnda „popp-up“ glugga, valmyndaramma (fliparamma) gardínur, „toolbars“ o.fl.“ Telur Viðskiptaráð því rétt að tölur visir.is fyrir þessa viku verði ekki birtar í næstu viku. Tæknileg mistök Þorsteinn Eyfjörð, vefstjóri visir.is, segir að glugginn hafi að öllum líkindum byrjað að birtast í framhaldi af nýlegum kerfisskiptum hjá fyrirtækinu en hann hafi aðeins frétt af mál- inu eftir ábendingu frá Mod- ernus. „Þetta voru í rauninni aðeins tæknileg mistök sem ollu því að þessi gluggi var að birtast þarna, eitthvað sem við vissum bara ekki af. Þannig að það var leiðrétt um leið og ábending barst um slíkt,“ sagði Þorsteinn og hefði þótt full- nægjandi að athugasemd yrði gerð við vefhlutann „fréttir og þjónusta“, sem inniheldur for- síðu visir.is, í birtingu listans eftir helgi. Undir það tók Við- skiptaráð hins vegar ekki og til að taka af allan vafa verða tölur visir.is ekki birtar. Vísir.is ekki með í næstu mælingu Modernus Tæknileg mistök sem hafa verið leiðrétt GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra opnaði formlega í gær nýja mjólkurstöð Mjólku ehf. að Vagnhöfða 13 í Reykjavík. Í mjólkurstöðinni verða unnar mjólkurafurðir algjörlega utan hins hefðbundna landbúnaðar- kerfis og án nokkurra ríkisstyrkja, að því er fram kemur í frétt af þessu tilefni, en það er í fyrsta sinn sem það er hægt frá því Thor Jensen hætti mjólkurframleiðslu á Korpúlfsstöðum. „Fákeppni hefur einkennt mjólkuriðnaðinn hér á landi og í raun hefur íslenskum neytendum aðeins staðið til boða ríkisstyrkt innlend framleiðsla. Með tilkomu Mjólku er bryddað upp á samkeppni og nauðsynlegu aðhaldi í framleiðslu á þessum þýðingarmikla vöruflokki,“ segir enn fremur. Morgunblaðið/RAX Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Ólafur Magnússon, forsvarsmaður Mjólku, við opnunina í gær. Mjólka tek- ur til starfa ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi frum- varp sem tryggja á foreldrum lang- veikra eða fatlaðra barna tímabundna fjárhagsaðstoð. Gert er ráð fyrir því að aðstoðin verði tekin upp í þrepum og að ákvæði frumvarpsins, verði það samþykkt, komi að fullu til fram- kvæmda í ársbyrjun 2008. Miðað er við að mánaðargreiðsla til foreldra nemi 93 þúsund krónum á mánuði. Þá upphæð á þó að endurskoða árlega með tilliti til launaþróunar. „Markmið frumvarpsins er að tryggja foreldrum, sem verið hafa samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði, tímabundna fjárhags- aðstoð er þeir geta ekki stundað vinnu vegna bráðaaðstæðna sem upp koma þegar börn þeirra greinast með alvar- lega og langvinna sjúkdóma eða al- varlega fötluð. Sama gildir um for- eldra sem geta ekki stundað nám sitt vegna sömu ástæðna,“ segir í útskýr- ingum frumvarpsins. „Þegar ákvæði frumvarpsins eru komin til fullra framkvæmda getur foreldri sem leggur niður launuð störf eða nám við þessar aðstæður átt sam- eiginlegan rétt á greiðslum í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barns- ins. Greinist barn mjög alvarlega langveikt eða mjög alvarlega fatlað verður heimilt að framlengja sameig- inleg réttindi foreldra til greiðslna um allt að sex mánuði.“ Félagsmálaráðherra boðaði frum- varpið á Alþingi fyrr á árinu. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs aukist vegna breytinganna um 40 milljónir króna á árinu 2006, um 40 milljónir á árinu 2007 og um 50 milljónir á árinu 2008. Gert er ráð fyrir því að árleg útgjöld, árin á eftir, nemi 160-170 milljónum. Foreldrar lang- veikra barna fái fjárhagsaðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.