Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 75 ÞAÐ DYLST víst fæstum að jólin eru á næsta leiti og margir farnir að huga að jólaundirbúningi hver með sínu nefi. Kl. 15 í dag opna myndlistarmennirnir Lóa Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson Jólasýningu Lóu og Hulla í Gallerý Humar og frægð við Lauga- veg. Hér er á ferðinni myndlistasýning með jólaþema. Að eigin sögn hafa listamennirnir ekki enn komist að niðurstöðu um hverskonar stefnu þau fylgja í list- sköpuninni en ný hugtök eins og „nastykitch“ og „tyggjógoth“ hafa fæðst meðal listamannanna í ferl- inu, segir meðal annars í fréttatilkynningu frá að- standendum sýningarinnar, en aðrir segja að hér séu einfaldlega tveir myndasöguhöfundar af krútt- kynslóðinni að krota á veggi og hengja upp jóla- skraut. Jólasýning Lóu og Hulla Lóa og Hulli eru farin að undirbúa jólin. TÓNLIST Íslenskar plötur Rúnar Þórisson – Ósögð orð og ekkert meir …  Tónlistarmenn sem við sögu koma eru Rúnar Þórisson, Sigtryggur Baldursson, Haraldur Þorsteinsson, Jens Hansson, Karl Henry, Birgir Örn Steinarsson, Katr- ína Mogensen, Daði Birgisson, Lára Rún- arsdóttir, Björgvin Gíslason, Eyþór Kol- beins, Helga Ágústsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Ríkharður H. Friðriksson, Egill Rafnsson og Ragnar Sólberg Rafnsson. Tónlist og textar eru eftir Rúnar Þórisson utan að Karl Henry á hlut í einu lagi og Lára Rúnarsdóttir í öðru. Upptökumenn voru Rúnar Þórisson, Egill Örn Rafnsson og Ragnar Sólberg Rafnsson. HANN er ósvikinn, metnaðurinn sem umleikur þessa fyrstu sóló- plötu Rúnars Þórissonar. Rúnar er best þekktur sem gítarleikari Grafíkur en er jafnframt klass- ískt menntaður á því sviði. Eftir að Grafík logn- aðist út af á sín- um tíma hvarf Rúnar af rokksvið- inu en átti svo endurkomu inn á það árið 2000. Þá gerðu hann og Rafn heitinn Jónson, Rabbi, plöt- una Í álögum og var hún geysivel heppnuð. Rúnar hefur ekki getað látið rokkið í friði síðan, tók þátt í endurvakningu Grafíkur og starf- aði með Rabba að síðustu sóló- plötu hans, Fuglar geta ekki flogið á tunglinu. Rúnar fær fjölmarga hljómlist- armenn í lið með sér hér, bæði unga og eldri, og hann virðist hafa raunverulegan áhuga á að hagnýta krafta sér yngra fólks. Auðheyr- anlegt er að Rúnar er ekki gamall, örvæntingarfullur karl sem vill vera með, þvert á móti stígur hér fram leitandi tónlistarmaður, óhræddur að sækja á ókunn mið. Tónlistin er framsækin og flúr- uð nokk, greina má áhrif frá fram- sæknu rokki áttunda áratugarins en einnig frá samtíma „listarokks- sveitum“ á borð við Radiohead og jafnvel Sigur Rós. Ógrynni af hljóðfærum flökta um hljóðrás- irnar, stíga upp og niður, leysast upp, hverfa og koma svo aftur. Bragur plötunnar er nánast loft- kenndur, ekki nóg með að und- irspil sé svífandi og draumkennt heldur styðja söngvararnir það ástand, sérstaklega Karl Henry úr Without Gravity, sem teygir og togar orðin af mikilli list. Textar Rúnars eru í takt við áðurnefnt, ljóðrænar pælingar um lífið og til- veruna. Afstrakt setningar eins og „Lifað á meðan er, – eitt andartak lifa þær þar“ úr „Lífsklukkunni“ og „Dagsins skíma horfin bak við sjónarrönd/lífsins þræði finnur leysast upp í höndum þér“ úr „Þar sem sólin sest“ gefa ágæta mynd af inntaki textanna. Lög eins og „Kaldur ísinn, rósin rauð“ og „Þar sem sólin sest“ eru tilkomumikil og dramatísk, hið fyrrnefnda er borið uppi af þungri undiröldu, hið síðara hægstreymt, bjart og fal- legt. Stundum er þó eins og laglín- an hafi hálfpartinn gleymst í öllu hljóðfærakraðakinu og sum lögin verða því fullflöt og óspennandi. Nefna má lögin „Á lárvið- arlaufum“ og „Lífsklukkan“ sem dæmi þar um. Þannig er platan nokkuð ójöfn frá lagi til lags en heildarsvipurinn og um margt ný- stárleg aðkoma Rúnars og félaga að rokk/poppforminu hífir hana upp. Rúnar sagði í viðtali við Morg- unblaðið að stefnan væri tekin á fimm plötur á næstu tíu árum. Hið besta mál þar sem Rúnar virðist hafa fullt fram að færa í þessum geira þótt það örli á nokkrum agnúum á þessu „byrjunarverki“. Arnar Eggert Thoroddsen Þræðir leysast upp 50 Cent, Eminem, Dr.Dre og G-Unit stýra New York með harðri hendi! Brutal og brilliant leikur! *m eð an b irg ði r e nd as t! Einnig fáanleg tónlistin úr Get Rich or Die Tryin kvikmyndinni - inniheldur hið vinsæla Window Shopper! 1.899 CD 50CENT DVD FY LGIR MEÐ LE IK!* PS2 4.799 BRÚTA L LEIKUR ! 13 NÝ LÖG!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.