Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR T uttugasti og fyrsti febrú- ar 2002 var stormasam- ur dagur í sögu fjöl- miðla- og afþreyingar- fyrirtækisins Norður- ljósa. Þá afhenti Hreggviður Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, uppsagnarbréf sitt og lét af störfum samdægurs og einnig sagði fjár- málastjóri fyrirtækisins starfi sínu lausu. Sama dag mættu starfsmenn skattrannsóknarstjóra í húsakynni fyrirtækisins og lögðu hald á ýmis gögn þess. Tveimur mánuðum fyrr, eða 21. desember 2001, höfðu Norðurljós og bankar fyrirtækisins undirritað svonefndan kyrrstöðusamning sem gerður var vegna erfiðrar skulda- stöðu Norðurljósa. Kyrrstöðusamn- ingurinn og brotthvarf Hreggviðs frá Norðurljósum eru meðal þess sem rætt er í nýútkominni bók Ein- ars Kárasonar, Jónsbók. Þar er haft eftir Jóni Ólafssyni að enn þann dag í dag viti hann ekkert um hvers vegna Hreggviður kaus að láta af störfum í febrúar 2002. Í bókinni segir einnig að ljóst sé að Jón, sem var staddur í Frakklandi þegar hann frétti af uppsögn Hreggviðs og skattrannsókninni, hafi, að minnsta kosti á þeim tíma, ekki efast um að tengsl væru á milli útgöngu forstjóra fyrirtækisins og húsleitar skattrannsóknarstjóra í því. Ástæður uppsagnar end- urtekin brot Jóns á kyrr- stöðusamningi Hreggviður segir ummæli Jóns um brotthvarf sitt frá Norður- ljósum í bókinni vera með ólík- indum og að ekki verði við þau un- að. „Meginástæður þess að ég hætti störfum hjá Norðurljósum voru endurtekin brot Jóns á kyrr- stöðusamningnum og lítill stuðn- ingur hans við stjórnendur fyrir- tækisins í þeirri viðleitni þeirra að endurskipuleggja fjárhag þess. Um þetta var Jóni fullkunnugt,“ segir Hreggviður. Spurður um aðdraganda kyrr- stöðusamningsins segir Hreggviður að undir árslok 2001 hafi verið svo komið að Norðurljós hafi átt í erf- iðleikum með að greiða afborganir og vexti af lánum sem höfðu hækk- að úr 3,7 milljörðum króna í tæpa 5 milljarða króna vegna gengisbreyt- inga. „Vegna þessa höfðu verið við- ræður í gangi um nokkurt skeið á milli Norðurljósa og banka fyrir- tækisins sem stóðu að svokölluðu sambankaláni frá árinu 1999. Ákveðin tímamót urðu í þessum viðræðum þegar skrifað var undir kyrrstöðusamninginn við bankana 21. desember 2001,“ segir Hregg- viður. Átti að leggja til 300 milljónir Samningurinn kvað á um fjár- hagslega endurskipulagningu Norð- urljósa á tímabilinu janúar til apríl 2002. Undir hann skrifuðu Norður- ljós, Jón Ólafsson, sem aðaleigandi félagsins og þeir bankar sem tóku þátt í sambankaláninu frá 1999. Landsbanki Íslands var aðili að sambankaláninu ásamt því að vera eftirlitsaðili með því og sjá um yf- irdráttarlán. Í samningnum skuld- bundu bankarnir sig til að inn- heimta ekki vexti og afborganir af lánum á gildistíma hans, væri stað- ið við samninginn. Jafnframt skuld- batt aðaleigandi félagsins sig til að leggja Norðurljósum til 300 millj- ónir í nýju hlutafé á samningstím- anum. Hreggviður segir að samkvæmt samningnum hafi aðaleiganda borið að greiða 100 milljónir eins fljótt og auðið væri eftir undirritun samn- ingsins, 50 milljónir eigi síðar en 15. janúar 2002, aðrar 50 milljónir í síðasta lagi 15. febrúar og 100 millj- ónir ekki síðar en 15. mars. Þá hafi sérstaklega verið tekið fram í samningnum að þessi framlög aðal- eiganda skyldi einungis nota til að mæta veltufjárþörf Norðurljósa og að engar ráðgjafagreiðslur skyldu inntar af hendi til aðaleiganda fyr- irtækisins vegna ráðgjafarstarfa. Tekist á um kröfu Jóns Hreggviður segir að samkvæmt viðskiptamannabókhaldi Norður- ljósa hafi fyrirtækið skuldað Inuit Enterprises Ltd., ráðgjafarfyr- irtæki Jóns Ólafssonar, 74 milljónir króna þegar skrifað var undir samninginn við bankana í lok árs 2001. Skuldin hafi verið tilkomin vegna sölu fyrirtækisins á ráðgjöf sem Jón átti að sjá um að inna af hendi. „27. desember krafðist Jón þess að Norðurljós greiddu Inuit Enterprises 16 milljónir upp í þessa skuld. Það var tekist á um þessa kröfu vegna þess að ég gerði Jóni grein fyrir því að þetta væri brot á samningnum við bankana,“ segir Hreggviður. Hann bætir við að upphæðin hafi verið greidd og hafi Jón skýrt frá því að hann væri að vinna að því að koma með sína inn- greiðslu í félagið. Önnur greiðsla aðaleigandans samkvæmt kyrrstöðusamningnum átti að greiðast eigi síðar en 15. janúar 2002, en Hreggviður segir þá greiðslu ekki hafa borist frekar en fyrri greiðsluna. Næst hafi dreg- ið til tíðinda í málinu 11. febrúar 2002. Þá hafi fjármálastjóra Norð- urljósa borist tilkynning frá tilsjón- armanni Inuit Enterprises Ltd. hjá Rothschild-bankanum, þess efnis að eftirstöðvar viðskiptakröfu Inuit Enterprises á hendur Norður- ljósum, alls 58 milljónir, hefðu verið yfirfærðar og ánafnaðar fyrirtæk- inu Jón Ólafsson & Co sf. 56 milljónir greiddar inn á reikninga Jóns Hreggviður segir að þremur dög- um seinna, 14. febrúar, hafi Jón komið á skrifstofu Norðurljósa og krafist þess að 40 af 58 milljóna króna skuld við Jón Ólafsson og Co sf. yrðu greiddar samdægurs. „Ég er seinþreyttur til vandræða en þarna var þolinmæði mín gagnvart vinnubrögðum Jóns Ólafssonar þrotin og ég gekk út nokkrum dög- um síðar,“ segir Hreggviður. Þegar hann hætti störfum hjá Norður- ljósum 21. febrúar voru liðnir tveir mánuðir frá því kyrrstöðusamning- urinn við bankana var undirritaður, en þann dag hafði enn engin greiðsla borist frá Jóni. Hins vegar hafði fyrirtækið þá greitt 56 millj- ónir króna inn á reikninga Jóns í samræmi við kröfur hans um greiðslur fyrir ráðgjafarstörf í þágu Norðurljósa. „Jón vissi vel að hann var að brjóta samninginn með þess- um gjörningi,“ segir Hreggviður. „21. febrúar 2002 þegar Jón Ólafs- son átti að vera búinn að skila 200 milljónum inn í félagið og var ekki búinn að skila neinu, bara búinn að taka út 56 milljónir, þá var mjög erfitt að átta sig á því hvað mað- urinn var að hugsa,“ bætir hann við. Hringfærsla á peningum engu skipt fyrir Norðurljós Hreggviður segir ekki útilokað að Jón hafi haft í hyggju að láta þessa peninga fara í hring og skila sér aftur inn í Norðurljós og að sú greiðsla yrði þá túlkuð sem hluti af 300 milljóna króna skuldbindingu hans sem honum bar að greiða samkvæmt kyrrstöðusamningnum. „Slíkt hefði auðvitað engu skipt fyr- ir Norðurljós og sú hringfærsla á peningum hefði ekki gert neitt til að bæta greiðslustöðu fyrirtæk- isins,“ segir Hreggviður. Í bók Einars Kárasonar er sér- staklega tekið fram að bankarnir sem stóðu að sambankaláninu hafi ekki deilt þeirri skoðun með Hreggviði að Jón hefði ekki staðið við þær skuldbindingar sem hann tókst á hendur með kyrrstöðusamn- ingnum við bankana. „Ég spyr hvaða bankar og hvaða menn hjá hvaða bönkum?“ segir Hreggviður um þetta atriði. Hann bendir á að engan þeirra erlendu bankamanna sem skrifaði undir kyrrstöðusamn- inginn í desember 2001 sé að finna í nafnaskrá Jónsbókar. Þar sé aðeins að finna nafn fulltrúa Landsbank- ans, sem einu sinni sé nefndur í bókinni, en þá vegna annars máls. „Ég hefði talið eðlilegt að bank- arnir sjálfir eða fulltrúar þeirra væru inntir svara við því hvort kyrrstöðusamningurinn hefði verið brotinn,“ segir Hreggviður. „Það er athyglisvert að velta því fyrir sér hver hefur hag af því að þessi full- yrðing standi óhögguð,“ bætir hann við. Í fórum sínum hefur Hreggviður bréf sem hann sendi fulltrúum Chase Manhattan-bankans og NIB- bankans, sem voru í hópi þeirra banka sem áttu aðild að kyrr- stöðusamningnum við Norðurljós og leiddu þá vinnu sem fór fram undir kyrrstöðusamningnum, þegar hann hætti störfum hjá fyrirtækinu. Þar kemur fram að aðaleigandi Norðurljósa hafi ekki staðið við þær skuldbindingar sem hann tókst á hendur með kyrrstöðusamn- ingnum og þess vegna hafi Hregg- viður séð sig knúinn til að segja starfi sínu lausu. Margsaga um ástæður uppsagnar Hreggviður bendir á að Jón Ólafsson sé orðinn margsaga um ástæður þess að hann lét af starfi forstjóra eftir sex ára starf hjá fé- laginu. Í Jónsbók fullyrði Jón að hann viti ekki um ástæðurnar en gefi einnig í skyn að brotthvarfið tengist rannsókn skattyfirvalda á Norðurljósum. Hreggviður segir það furðulegt að reyna að halda því fram að tengsl hafi verið þarna á milli. „Ef ég hefði komið nálægt þessu hefði ég ekki valið þennan dag til að ganga út. Slíkt hefði verið fáránleg ráðstöfun af minni hálfu. Auðvitað var það erfitt fyrir mig að taka þá ákvörðun að hætta. Ekki var aðeins um að ræða uppgjör við Jón heldur var ég líka að skilja við félagið og starfsfólk þess,“ segir Hreggviður. „Jón segir núna að hann tengi saman mína útgöngu úr fyrirtækinu og rannsókn skattrann- sóknarstjóra. Hann segist ekkert geta sannað en hefur samt tekið fram að hann trúi því ekki upp á mig að ég hafi tekið þátt í því. Hans eigin samsæriskenning er því fallin um sjálfa sig, því hvernig get- ur þetta verið samsæriskenning ef ég, sem væri þá annar tveggja aðila að meintu samsæri, hef ekki tekið þátt í samsærinu?“ spyr Hregg- viður. Sögulegra heimilda ekki leitað Hreggviður segir að ummæli Jóns um brotthvarf hans og hugs- anleg tengsl við skattrannsóknina sem fram koma í Jónsbók stangist einnig á við fréttaflutning af málinu eftir að atburðirnir áttu sér stað. Rætt var við Jón Ólafsson í Morg- unblaðinu 22. febrúar 2002, daginn eftir að Hreggviður hætti störfum og skattrannsóknarstjóri hóf rann- sókn sína. Í viðtalinu við Jón kom fram að „þeir Hreggviður og stjórn Norðurljósa hafi orðið sammála um það í október að Hreggviður segði upp störfum“. Þar var Jón einnig spurður um aðgerðir skattrann- sóknarstjóra og svaraði hann því til að eftir því sem hann best vissi „sé þar um framhald á gömlu máli að ræða og einungis tilviljun að að- gerðir skattrannsóknarstjóra beri upp á sama tíma og uppsögn Hreggviðs“. Þá segir í frétt blaðs- ins sama dag um undirbúning vegna húsleitar skattyfirvalda að hann muni „hafa staðið yfir vikum saman og tilviljun ein ráðið því að hana bar upp á sama dag og Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa, sagði upp störfum“. Hreggviður bendir á að þessa sé í engu getið í Jónsbók og sé það „miður að höfundur bókarinnar virðist hafa látið ógert að kanna það sem finna má í sögulegum heimildum þessu tengt“. Hreggviður segist hafa komið að máli við Jón og stjórn Norðurljósa haustið 2001 og tjáð honum að hann hefði ekki hug á að starfa áfram fyrir fyrirtækið. „Ég hafði hins veg- ar metnað til þess að skilja við fyr- irtækið í betri stöðu og rætt hafði verið um að ég myndi láta af störf- um um mitt ár 2002.“ Fleiri þversagnir Hreggviður segir að nýr flötur á málinu nú sé fullyrðing Jóns um að skattrannsóknarstjóra hafi verið boðin 20 milljóna króna aukafjár- veiting ef hann færi í rannsókn á skattamálum Jóns Ólafssonar, en þetta kemur fram í Jónsbók og einnig í viðtali við Jón sem birtist í Kastljósi Sjónvarpsins 15. nóvemb- er sl. „Ef Jón trúir þessu þá sé ég ekki hvernig hann tengir þetta mínu brotthvarfi. Þarna er komin fram enn ein þversögnin við það að ég hafi tengst málinu. Ekki nema ég eigi að hafa verið svo valdamikill að geta haft um það að segja að þessi aukafjárveiting fékkst,“ segir Hreggviður. Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóri Norðurljósa Jónsbók „dapurleg tilraun til hvítþvottar“ 56 milljónir úr sjóðum Norðurljósa runnu inn á reikninga Jóns Ólafssonar frá desember 2001 og fram í febrúar 2002, en í svonefndum kyrr- stöðusamningi, sem Norðurljós gerðu við helstu lánardrottna 21. desember 2001 vegna erfiðrar skuldastöðu fyrirtækisins, var skýrt kveðið á um að engar greiðslur skyldu renna til aðaleiganda þess á samningstímanum. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi við Hreggvið Jóns- son um starfslok hans hjá Norðurljósum, sam- skiptin við Jón Ólafsson og fleira sem tengist nýútkominni bók Einars Kárasonar, Jónsbók. Morgunblaðið/Golli Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóri Norðurljósa. SJÁ SÍÐU 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.