Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 63 KIRKJUSTARF Kvennakirkjan í Laugarneskirkju AÐVENTUGUÐSÞJÓNUSTA Kvennakirkjunnar verður í Laug- arneskirkju sunnudaginn 4. desem- ber kl. 20.30. Margrét Há- konardóttir, hjúkrunarfræðingur og Kvennakirkjukona, prédikar. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng á aðventu- og jólalögum við undir- leik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheim- ilinu. Komum og eigum stund gleði og friðar í aðventuskammdeginu, ylj- um okkur með samveru og látum jólafriðinn streyma í hjörtu okkar. Aðventuhátíð Hrunaprestakalls AÐVENTUHÁTÍÐ Hruna- prestakalls verður haldin í Félags- heimili Hrunamanna á Flúðum sunnudagskvöldið 4. desember kl. 20. Að vanda verður í boði fjölbreytt dagskrá þar sem tónlistin skipar höfuðsess. Fram koma: Barnakór Flúðaskóla undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur, Skólakór Flúða- skóla, Kirkjukór Hrunaprestakalls og félagar úr Karlakór Hreppa- manna, allt undir öruggri stjórn Edit Molnár. Sérstakur gestur þessa kvölds verður séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Sel- fossi. Hann mun ásamt Miklos Dalmay flytja lög fyrir selló og píanó eftir Johannes Brahms. Einn- ig mun séra Gunnar flytja okkur hugvekju sína, í anda aðventunnar. Að lokum mun staðarpresturinn séra Eiríkur Jóhannsson leiða sam- komuna í bæn og þakkargjörð. Sóknarnefndir Hruna- og Hrepp- hólakirkna bjóða upp á léttar veit- ingar að dagskrá lokinni.Hér er í boði fjölbreytt og menningarleg kvöldstund fyrir alla fjölskylduna, holl fyrir líkama og sál í aðdrag- anda jóla. Karlakórinn Fóstbræður í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 4. desem- ber kl. 20.00 verða aðventu- tónleikar í Seljakirkju. Karlakórinn Fóstbræður mun syngja aðventulög undir stjórn Árna Harðarsonar. Hulda Björk Garðarsdóttir syngur einsöng með kórnum. Verið vel- komin. Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík Á SUNNUDAG kl. 20 verður árlegt Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík, í umsjá Hjartar Magna Jóhannssonar. Ræðumaður kvölds- ins er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Aðr- ir frábærir gestir kvöldsins eru hin- ir landsþekktu og dáðu söngvarar Raggi Bjarna og Einar Júlíusson frá Keflavík. Báðir hafa þeir í marga áratugi með söng sínum ylj- að landsmönnum um hjartaræt- urnar. Þeir munu báðir syngja ein- söng sem og dúetta með Önnu Sigríði Helgdóttur. Þá mun Frí- kirkjukórinn einnig syngja undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller. Hljóðfæraleik annast meðal ann- ars þeir Árni Scheving á bassa og Guðmundur St. Steingrímsson á trommur. Kl. 14 er fjölskylduguðsþjónusta í umsjá Ásu Bjarkar Ólafsdóttur. Annað aðventukertið verður tendrað og barn borið til skírnar. Anna Sigga og Carl Möller sjá um tónlistina auk þess sem vinkon- urnar Þóra Regína og Hugrún Hlín flytja lag sitt „Ljós lífsins“ við harmonikkuundirspil afa. Andabrauð í lokin. Aðventukvöld í Lágafellskirkju NK. SUNNUDAG 4. desember verður aðventusamkoma með fjöl- breyttri efnisskrá í Lágafells- kirkju kl. 20.30. Ræðumaður verð- ur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Einsöngv- arar kvöldsins eru Hanna Björk Guðjónsdóttir, Óskar Pétursson og Páll Óskar Hjálmtýsson sem syngur við undirleik Moniku Abendroth. Skólakór Mosfellsbæjar syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur en kór- stjórn og orgelleikur er í höndum Jónasar Þóris, organista safn- aðarins. Þá mætir einnig lítil strengjasveit og blásarar sem einnig fegra stundina með list sinni. Prestar safnaðarins og djákni leiða helgistund. Að lokinni stundinni í kirkjunni verður boðið upp á kirkjukaffi í safnaðarheimilinu að Þverholti 3. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sunnudaginn kl. 13.00 í Lágafellskirkju. Aðventan er undirbúningstími blessaðra jóla. Þann undirbúning er gott að hefja í húsi Guðs. Mætum öll og eigum saman helga stund í húsi Drottins. Prestar og sóknarnefnd Lága- fellskirkju. Allt fyrir píanóið Píanóbón fyrir glansandi og matta áferð Hreinsiefni fyrir nótur Massi fyrir yfirborðsrispur Píanóbekkir í miklu úrvali Parkethlífar undir píanó og flygla Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Stillanlegir fótskemlar með pedölum ALLAR GERÐIR HREINSIEFNA FYRIR PÍANÓ Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.