Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 39 Komnar í næstu verslun NÝJAR GLÆSILEGAR PLÖTUR FYRIR KOMANDI JÓLAHÁTÍÐ Diana Krall · Christmas Songs Grammverðlaunahafinn og íslandsvinurinn Diana Krall er hér með glæsilega jólaplötu. Henni til halds og trausts á plötunni er hjómsveitin The Clayton/Hamilton Jazz Orchestra. 1. Jingle Bells 2. Let It Snow 3. The Christmas Song 4. Winter Wonderland 5. I'll Be Home For Christmas 6. Christmas Time Is Here 7. Santa Claus Is Coming To Town 8. Have Yourself A Merry Little Christmas 9. White Christmas 10. What Are You Doing New Year's Eve 11. Sleigh Ride 12. Count Your Blessings Instead of Sheep Sissel Kyrkjebø · Nordisk Vinternatt Glæný hljóðversplata frá norsku söngkonunni Sissel Kyrkjebø. Platan er 13 laga og inniheldur þekkt þjóðlög frá norðurlöndunum, þar á meðal íslensku vögguvísuna Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson, sem Sissel syngur á íslensku. Fyrsta upplagi fylgir DVD diskur með tónleikum hennar og Kringkastingsorkestret og gestum hennar. CD+DVD Inniheldur vögguvísun a Sofðu unga ástin mín sem Sissel syngur á íslensku BÍLALEIGAN Hertz hefur kynnt gervitunglastaðsetningarkerfi í Evr- ópu sem á að koma í veg fyrir að fólk villist á ferðalögum sínum. Á vefsíðunni www.eyefortravel.com segir að hægt sé að leigja Hertz-bíl með staðsetningarkerfi í Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Ítalíu, Hollandi og Bretlandi en árið 2006 stefna þeir á að kerfið verði komið í 26 Evrópulöndum. Þetta kerfi hefur verið í Bandaríkj- unum í sex ár. Samsvarandi kerfi í Evrópu mun bjóða upp á ellefu tungumál og gefur skipanir gegnum hljóðkerfi sem sjálf- krafa lagast að hávaðanum inn í bíln- um, svo það heyrist í gegnum vind eða umferðarhljóð. „Með ellefu tungumál að velja úr og kerfi sem skiptist óaðfinnanlega við landamæri er þetta tilvalið fyrir sjálf- stæða ferðamenn sem vilja vita hvert þeir eru að fara. Kerfið hefur nákvæmt kort, snerti- skjá í lit sem er auðveldur í notkun og gefur gott og mjög nákvæmt aðgengi að öllum áttum og er einfaldlega notað með því að snerta skjáinn. Fljótvirk málfarsgeta kerfisins hjálpar með ókunnug nöfn og með margþættum leitarmöguleikum getur þú leitað að hótelum og veitingastöðum eftir mat- arflokkum með lítilli fyrirhöfn,“ segir fyrirtækið. Ekki villast  FERÐALÖG Kínaklúbbur Unnar Nú er hægt að panta vor- og haust- ferð til Kína með Kínaklúbbi Unnar. Vorferðin er dagana 18. maí til 8. júní og farið verður til höfuðborgarinnar Beijing, til eyjunnar Putushan, siglt á Keisaraskurðinum og Kínamúrinn skoðaður ásamt fleiru. Haustferðin er dagana 7. til 28. sept- ember og þá verður meðal annars Tíb- et heimsótt og Kínamúrinn skoðaður ásamt fleiri merkilegum stöðum. Heildarverð á ferð er 350 þúsund krónur og er allt innifalið. Unnur Guð- jónsdóttir verður fararstjóri en hún fór með fyrsta hópinn til Kína árið 1992 og er því orðin vel kunn landi og þjóð. Spennandi í sveitinni Í Vogafjósi í Mývatnssveit verður margt að gerast á aðventunni. Fjósið verður opið frá fimmtudegi til sunnu- dags út aðventuna kl. 14–20. Íslensku jólasveinarnir kíkja í heimsókn á laug- ardögum og sunnudögum kl. 17:30 en þá hefst líka mjaltatími. Á staðnum er einnig Sveitabúðin – Heimagerði sem hefur alls konar af- urðir til sölu eins og kökur, hangikjöt, ost og silung og í búðinni má líka fá ís- lenskt handverk. Í tilefni af jólakomunni er tilboðspakki í gistingu að Vogum og fylgir miði í jarð- böðin við Mývatn gistipakkanum. Jólamarkaður Um helgina er tilvalið að kíkja á jóla- markaðinn á Bjarteyjarsandi í Hval- firði. Opið er laugardag og sunnudag frá kl. 13:00 til 18:00. Á jólamarkaðnum má finna handunna muni eftir fagurkera sveitarinnar. Í boði verður jafnframt lifandi tónlist, nýbakaðar kökur og ekta heitt súkku- laði. VÍTT OG BREITT Upplýsingar um Kínaferðina má finna á www.simnet.is/kinaklubb- ur og hjá Kínablúbb Unnar, Njáls- götu 33, sími. 551 2596 Gisting að Vogum í Mývatnssveit. Upplýsingar í hraunberg@simnet- .is og í síma 4644303 og 8473968. Einnig er sniðugt að kíkja á vefinn www.sveit.is. Vefsíða: www.bjartey.is DAGLEGT LÍF UNGLINGAR sem reykja maríjúana eiga á hættu að eyði- leggja þær brautir í heilanum sem tengjast tungumálinu og þeir sem eru í áhættuhópi fyrir geðklofa geta veikst af sjúk- dómnum snemma, að því er ný rannsókn gefur til kynna. Á heilsuvef MSNBC er greint frá því að heilasneiðmyndir af ung- lingum sem reyktu mikið maríjúana sýndu þetta, en rann- sóknin var gerð við læknadeild Albert Einstein háskólans í New York. Myndir af heilum 114 unglinga voru skoðaðar, þar af 26 sem greindir höfðu verið með geðklofa. Af þeim 26 höfðu 15 reykt maríjúana. Aðrir 15 voru ekki með geðklofa en reyktu maríjúana og á þeim myndum sáust frávikin í heila- brautunum sem tengjast tungu- málinu. Þær þroskast á ung- lingsárunum og eru viðkvæmar fyrir eiturefnum sem maríjú- anareykingar hafa í för með sér. Vísindamennirnir sögðu að frekari langtímarannsókna væri þörf til að athuga hvort heila- skemmdirnar væru varanlegar eða ekki. Maríjúana eyðilegg- ur brautir í heila  HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.