Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 71
iðnað úr fjölbreyttu hráefni. Sýningunni lýkur 20. des. Aðgangur ókeypis. Jónas Viðar Gallerí | Þórarinn Blöndal til 4. des. Kling og Bang gallerí | Örn J. Auðarson – Miðgarður – Blárauður – Afgirtur reitur. Op- ið fim–sun. kl. 14–18. Til 4. des. Listasafn ASÍ | Magnús V. Guðlaugsson og Örn Þorsteinsson með myndlistarsýningu. Opið kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. Til 4. des. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar 2006. Listhús Ófeigs | Dýrfinna Torfadóttir, Rósa Helgadóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir til ársloka. Listvinafélagið Skúli í túni | Arngrímur Borgþórsson sýnir „200 myndir“. Opnað 3. des. kl. 15. Opið fimmtudaga til sunnudaga 14–17. Lýkur 20. des. Norræna húsið | Ósýnileiki: Jonas Wilén, Henrika Lax og Annukka Turakka til 18. des. Nýlistasafnið | Snorri Ásmundsson til 19. des. Ráðhús Reykjavíkur | Helga Birgisdóttir – Gegga. Málverkasýning sem stendur til áramóta. Ráin Keflavík | Erla Magna er með sýningu undir heitinu RÝMI á Ránni Keflavík til 15. des. Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist- inn E. Hrafnsson – „Stöðug óvissa“, Jón Laxdal – „Tilraun um mann“. Opn- unartímar: mið.–fös. 14–18, lau.–sun. 14–17. Til 11. des. Skaftfell | Rúna Þorkelsdóttir – „Postcards to Iceland“. Opið mán.–föst. 13–16, sun. 15– 18. Suðsuðvestur | Þóra Sigurðardóttir og Anne Thorseth til 11. des. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson til 15. des. Leiklist Bókasafn Kópavogs | Brúðuleiksýningin Pönnukakan hennar Grýlu verður sýnd 3. des., í Lindasafni Núpalind 7, kl. 13 og Bóka- safni Kópavogs Hamraborg 6a kl. 15. Sýn- ing fyrir 8 ára og yngri. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bækur Bókabúð Máls og menningar | Dagskráin er tileinkuð börnum á öllum aldri kl. 14– 16.30. Sérstakt tilboð verður á barnabók- um yfir helgina í öllum verslunum Pennans. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opinn alla daga nema mánudaga í vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýn- ing og gönguleiðir. www.gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir; mormónar sem fluttust til Utah, Bókasalur – bókminja- safn, Píputau, pjötlugangur og diggadar- íum – aldarminning Lárusar Ingólfssonar, og fleira. Veitingastofa, safnbúð. Skemmtanir Cafe Catalina | Hermann Ingi Her- mannsson jr. spilar og syngur. Café Aroma | Hljómsveitin Menn ársins skemmta í kvöld. Aðgangur ókeypis. Ingólfscafe | Hljómsveitin Tilþrif spilar. Kringlukráin | Stuðbandalagið frá Borg- arnesi verður með dansleik 2. og 3. des. sem hefst bæði kvöldin kl. 23. Mannfagnaður Hallveigarstaðir | Kvenréttindafélag Ís- lands og Kvennasögusafn Íslands verða með kvöldvöku 5. des. kl. 20. Ávarp flytur Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ. Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson skemmta. Erindi halda: Kristín Ástgeirs- dóttir, Auður Þorbergsdóttir, Sigríður Snævarr, Guðrún Ásmundsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Jóla- fundur Kvenfélagsins verður 6. des. kl. 19, í Setrinu. Þátttaka tilkynnist í síma 511 5405, fyrir 5. des. Matur, upplestur og söngur og muna eftir jólapakka. Kvenfélagið Heimaey | Jólafundur 5. des. í Sunnusal, Hótel Sögu kl. 19. Tilkynna þarf þátttöku og taka jólapakka með. SÁÁ félagsstarf | Félagsstarf SÁÁ verður með félagsvist og dans í Ásgarði, Stang- arhyl 4 (hús eldri borgara) 3. desember og hefst kl. 20. Að lokinni spilamennsku verða veitt verðlaun og síðan dansað fram eftir nóttu. Jóhann Larsen leikur fyrir dansi. Seljakirkja | Árlegt jólaball Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, verður haldið í Seljakirkju í dag kl. 14.30–17. Bjóðið afa og ömmu með. Nánar, www.neistinn.is. Fréttir Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 3. desember er 37782. Waldorfskólinn í Lækjarbotnum | Jólabas- ar og kaffisala kl. 14–17 í Ásgarði, Mos- fellsbæ. Fundir Vinstrihreyfingin grænt framboð | VG standa fyrir fundi um málefni heimilislausa kl. 14–15.30. Fundurinn verður haldinn á Suðurgötu 3. Framsögumenn verða: Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, Erla Björg Sigurðardóttir félagsráðgjafi og Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur. Allir velkomnir. Útivist Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness | Gönguferð á Álftanesi, gengið verður frá íþróttahúsinu 4. des. kl. 13. Í lok göngunnar verður komið við í náttúruleikskólanum Krakkakoti og spjallað um fjörur. Allir vel- komnir. Sýningar Húsið á Eyrarbakka | Jólasýning Byggða- safns Árnesinga verður opin 4. des. kl. 14– 17. Á sýningunni eru gömul jólatré, jólakort frá fyrri hluta 20. aldar og jólasveina- brúður. Á sýningunni er elsta varðveitta jólatré landsins sem er spýtujólatré frá 1873. Þá er hægt að skoða sýninguna eftir samkomulagi fram á þrettánda. Basar Kristniboðssalurinn | Basar Kristniboðs- félags kvenna verður kl. 14–17, í Kristni- boðssalnum Háaleitisbraut 58–60. Á boð- stólum verða kökur, handunnir munir, jólakort, skyndihappdrætti o.fl. Einnig verð- ur selt kaffi og vöfflur. Allur ágóði rennur til kristniboðsstarfs í Eþíópíu og Kenýa. Sýningar Minjasafnið á Akureyri | Sýningarnar Eyja- fjörður frá öndverðu, Akureyri – bærinn við Pollinn og Af norskum rótum. Sýning um gömul timburhús í Noregi og á Íslandi. www.akmus.is. Þjóðmenningarhúsið | Kristnihátíðar- sjóður hefur opnað sýninguna „Hin forna framtíð – Verkefni styrkt af Kristnihátíð- arsjóði 2001–2005“ í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins. Sjá má sýnishorn af árangri fornleifarannsókna og kynningu á tugum annarra rannsókna á menningar- og trú- ararfi þjóðarinnar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 71 DAGBÓK 70 ÁRA afmæli. Í dag, 3. desem-ber, er sjötug Hanna Elíasdótt- ir, Grandavegi 47, Reykjavík. 70 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnu-daginn 4. desember, verður sjö- tug Ólöf Geirsdóttir, Skúlagötu 14, Borgarnesi. Í tilefni dagsins býður Lóló vinum og vandamönnum uppá kaffi og pönnsur á sunnudag kl. 15–18 á heimili dóttur sinnar á Gunnlaugs- götu 6, Borgarnesi. 70 ÁRA afmæli. Þorgeir Ólafsson(Doddi) verður sjötugur 5. des- ember. Hann, og fjölskylda hans, taka á móti gestum í dag, laugardaginn 3. desember, frá kl. 17–19 í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, Reykjavík, í húsi Borgarbókasafns, 6. hæð. Gengið inn undir vesturvegg við bílaplan. Gullbrúðkaup | Í dag, 3. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Ólöf Árnadóttir og Þorvaldur Ólafs- son, Breiðási 11, Garðabæ. Dáleiðsla. Norður ♠1096 ♥Á6 ♦ÁK875 ♣G63 Vestur Austur ♠K82 ♠D43 ♥KG42 ♥10973 ♦D103 ♦962 ♣1094 ♣D82 Suður ♠ÁG75 ♥D85 ♦G4 ♣ÁK75 Suður spilar þrjú grönd og fær út lítið hjarta. Þegar litið er á allar hendur sést að horfur sagnhafa eru góðar. Hann hleyp- ir hjartanu heim á drottninguna og get- ur hvort heldur spilað upp á tígulinn eða spaðann. Tígullinn brotnar 3-3 og með tvísvíningu í spaða má fá þar þrjá slagi. Spilið er frá haustleikunum í Denver og á einu borði „dáleiddi“ vörnin sagn- hafa niður. Út kom hjarta, sem suður fékk á drottninguna, fór inn í borð á tíg- ulás og lét spaðatíuna rúlla til vesturs. En vestur afþakkaði slaginn snarlega. Spaðanían kom næst og austur lét drottninguna. Suður var handviss um að austur hefði byrjað með spaðahjónin og dúkkaði drottninguna. Austur spilaði blindum inn á hjartaás og þá innkomu notaði sagnhafi til að svína fyrir spaða- kónginn. Eftir þessa ólánlegu íferð var engin leið að fá meira en átta slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Bg5 g6 3. Bxf6 exf6 4. c4 f5 5. Rc3 d6 6. e3 Rd7 7. Rge2 Rf6 8. g3 h5 9. h4 Bh6 10. Bg2 O-O 11. b4 He8 12. Dd3 Hb8 13. a4 c5 14. Hb1 f4 15. gxf4 cxb4 16. Hxb4 Bf5 17. Dd2 Be6 18. Dd3 Bf5 19. Dd2 Be6 20. Kf1 a5 21. Hxb7 Bxc4 22. Db2 Hxb7 23. Dxb7 d5 24. Bf3 He7 25. Db1 Re4 26. Dc2 Rxc3 27. Dxc3 Hb7 28. Kg2 Hb4 29. Dc2 Bb3 30. Dc6 Bf8 31. f5 Hb6 32. Dc3 gxf5 33. Rf4 Bh6 34. Rxh5 Bxa4 35. Ha1 Bd7 36. Hxa5 Dxh4 37. Dc7 Staðan kom upp í 1. deild þýsku deildarkeppninnar. Oliver Reeh (2449) hafði svart gegn Ilja Schneider (2392). 37... Bxe3! 38. Ha8+ Kh7 39. Rg3 bisk- upinn var friðhelgur vegna 39…Hb2+ og hvítur yrði mát. 39…Bxf2? Svartur hefði unnið örugglega eftir 39…Hb2. 40. Kxf2? Hvítur hefði eygt von til að ná jafntefli eftir 40. De5! þar sem svartur yrði þá þvingaður til að leika 40…Dxg3. 40…Hb2+ 41. Kf1 Dh2 og hvítur gafst upp enda getur hann ekki varist máti með góðu móti. Svartur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Kynningarfundur um menningar- og listahátíð eldri borg- ara í Breiðholti 4. des. kl. 15. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Kíktu við, líttu í blöðin og láttu þér líða vel. Komdu t.d. í morg- unkaffið fræga alla virka daga og og skoðaðu dagskrána. Jólaferð mánu- dagskvenna 12. des. Jólaferð hverf- isins 13. des. Nokkrir miðar til á Vín- arhljómleikana. Uppl. 588 9533. Félag áhugafólks um íþróttir aldr- aðra | Aðalfundur félagsins haldinn að Árskógum 4 laugardaginn 3. des. kl. 14. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Að- ventustund verður 10. desember kl. 14–16. Hugvekju flytur séra Guð- mundur Þorsteinsson. Upplestur Björn G. Eiríksson. Barnakór syngur jólalög. Anna H. Norðfjörð flytur jóla- hugleiðingu, jólalög sungin við undir- leik Sigurðar Jónssonar. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur í Ás- garði í Stangarhyl 4 kl. 13.30. Félagsstarf Gerðubergs | Myndlist- arsýning Sólveigar Eggerz er opin kl. 13–16, listakonan er á staðnum 6. des. Vinahjálp með sölu á hand- unnum jólavörum kl. 10. Strætó S4 og 12 stansa við Gerðuberg. Allar uppl.á staðnum s. 575 7720 og wwwgerduberg.is. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Skráning hafin á jólahlaðborð sem verður föstudaginn 9. des. kl. 17. Skráningu lýkur 5. des. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Líttu við, kíktu í blöðin, hittu fólk og skoðaðu dagskrána. Jóla- hlaðborð 9. des. kl. 17. Skráningu lýk- ur 5. des. Enn er hægt að panta miða á Vínarhljómleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands 6. janúar 2006. Frábær jólagjöf! Sími 568 3132. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Félagsheimilið Hátúni 12: Jólahlutavelta / kaffisala kl. 13–17. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Jólafundur Kven- félags Árbæjarkirkju 5. des. kl. 20. Jólamatur, jólasaga, aðventuhugleið- ing, happdrætti. Maturinn kostar 1.500 kr. Takið með ykkur gesti. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is BJÖRN Steinar Sól- bergsson leikur franska orgeltónlist frá ýmsum tímum tengda aðventu og jólum á Jólatónlist- arhátíð í Hallgríms- kirkju á sunnudag kl. 17. Efnisskráin er fjöl- breytt og hátíðleg og gefur organistanum, að því er segir í kynningu, ríkuleg tækifæri til að nýta sér hljómauðgi Klaisorgelsins, stærsta hljóðfæris landsins. Meðal höfunda verkanna má nefna Louis-Claude Daquin, Claude Balbastre, Felix Alexandre Guilmant, Marcel Dupré og Jean Langlais. Franska orðið „Noël“ þýðir ein- faldlega jól en getur einnig merkt jólalag. Frakkar eiga mikinn fjár- sjóð jólalaga frá 15. og 16. öld og segja má að sérstaða þeirra sé að þau eru alþýðleg þjóðlög sem rötuðu inní tónlist kirkj- unnar og nutu gífur- legra vinsælda og skipa enn þann dag í dag ríkan sess í jólahaldi Frakka. Þau eru mjög fjöl- breytt og innihalda þekkt minni fagn- aðarboðskaps jólanna. Þar má finna Maríu að syngja vögguvísu fyrir nýfætt Jesúbarnið, gleðisöng engl- anna – hinna himnesku hersveita, fögnuð hirðanna, sem dansa og leika á hjarðpípur sínar, úlfaldalest vitringanna, sem líður áfram í næt- urhúminu og fylgir Betlehemstjörn- unni og lotningu vitringanna þegar þeir krjúpa fyrir hinum nýfædda frelsara. Björn Steinar í Hallgrímskirkju JÓN Laxdal Halldórsson opnar myndlistarsýningu á Café Karólínu í dag klukkan 14. Á sýningunni gefur að líta verk unnin að mestu upp úr ljóðum sem birst hafa í Lesbók Morgunblaðsins auk einnar eldhússkúffu. Jón hefur haldið eða tekið þátt í um 30 myndlistarsýningum á Akur- eyri, í Reykjavík og erlendis. Nú standa yfir sýningar á verkum Jóns í Hafnarborg í Hafnarfirði og á Safni í Reykjavík og 2. febrúar 2006 mun hann setja upp sýningu í Spielhaus Morrison Galerie í Berl- ín. Verk hans eru einkum collage- myndir með upplímdum texta, letri og myndum. Sýning Jóns Laxdal á Café Karólínu stendur til 6. janúar á næsta ári. Jón Laxdal sýnir á Café Karólínu MYNDLISTARKONAN Elísabet Stefánsdóttir opnar sýninguna Mjúkar línur í dag á Thorvaldsen Bar, við Austurvöll. Opnunin er frá 17–19 og mun sýningin standa yfir til 7. janúar. Hekludúkarnir henn- ar mömmu öðlast nýtt líf og mjúk- ar línur kvenlíkamans, sem eru málaðar undir áhrifum textans Woman eftir Saktisangama Tantra, eru aðalyrkisefni sýning- arinnar. Elísabet útskrifaðist frá mynd- listadeild Listaháskóla Íslands 2002 og frá Kennaranámi Listahá- skóla Íslands 2003. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Elísabet rekur vinnustofuna deild 33b ásamt fleir- um listamönnum og starfar sem myndlistarkennari við Varmár- skóla í Mosfellsbæ. Mjúkar línur á Thorvaldsen Bar Hönnunarsafn Íslands Sýning á framleiðslu Málmsteypu Ámunda Sigurðssonar sem staðið hefur í sýningarsal Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg síðan 19. nóv- ember sl. verður framlengd til sunnudagsins 11. desember nk. Sýn- ingin er opin frá kl. 14–18 alla daga næstu viku nema mánudaginn 5. desember en þá er sýningarsalurinn lokaður. Sýning framlengd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.