Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Sex manns munu í dag halda í ferð tilAustur-Grænlands en næstu vikunamun Skákfélagið Hrókurinn í samvinnuvið Barnaheill á Íslandi, Rauða krossinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, gefa 500 grunnskólabörnum í þessum landshluta taflsett að gjöf frá Íslendingum. Stefán Þór Her- bertsson, formaður Kalak, segir að sexmenning- arnir muni skipta liði þegar til Grænlands verð- ur komið. „Helmingur fer til Tassilaq og hinn helming- urinn til lítils bæjar sem heitir Kumiut. Þar munum við hitta börn, gefa þeim skáksett og reyna að kenna þeim skákina eins og hægt er á þeim tíma sem við höfum. Síðan fer þessi hluti yfir til Tassilaq en þar verður allur hópurinn í viku. Það er búið að taka skákkennsluna inn í stundaskrá skólans á staðn- um og við verðum í kennslu fyrri hluta dagsins alla daga vikunnar. Við munum líklega afhenda skáksettin til barnanna í byrjun hverrar kennslustundar og síðan verður kennari frá okk- ur sem kennir börnunum undirstöðuna í skák- inni.“ Stefán segir að einnig standi til að senda mann í þrjá litla bæi í nágrenni Tassilaq og verða börnum þar gefin skáksett. Félagar í Hróknum hafa farið tvisvar sinnum áður í ferð til Grænlands, dvalist þar í viku í senn og kennt börnum skák. Hafa verið mjög góðar undirtektir við þessu meðal barna, að sögn Stefáns. „Svo hefur þessu lokið með skák- móti. Hrókurinn hefur staðið að tveimur skák- mótum þarna, bæði í fyrra og sumarið þar á undan og stendur til að halda slíkt mót að nýju næsta sumar svo þetta er orðinn fastur við- burður,“ segir Stefán. Tafl tölvuleikur gamla tímans Þetta er í annað sinn sem Stefán heldur til Grænlands í ferð sem miðar að því að kynna grænlenskum börnum skáklistina, en hann fór líka í slíka ferð í sumar. „Ég þekki vel til þarna og hef góð tengsl við fólk í Angmassalik og að- stoðaði við skipulagningu í sumar. Núna sá ég um skipulagningu á móttökunum úti en Hrók- urinn sá um fjáröflun vegna ferðarinnar,“ segir Stefán. Aðspurður segir hann ferðina leggjast vel í sig. „Ég er mjög ánægður með þetta og held að það sé fátt betra sem við getum gert fyrir þessa byggð en að byggja undir framtíð barnanna. Í dag eru börn upptekin af tölvuleikjum og slíku. Þetta fólk hefur ekki ráð á tölvum en segja má að taflið sé tölvuleikur gamla tímans. Þá hafa rannsóknir sýnt að tafl hefur góð áhrif á þroska barna og námsárangur.“ „Það er mín skoðun að þetta framtak hafi hitt beint í mark og Hróks- menn eiga hrós skilið fyrir það.“ Skák | Skákvika haldin á Grænlandi í desember og Íslendingar koma ekki tómhentir Fimm hundruð börn fá taflsett  Stefán Þór Herberts- son fæddist í Neskaup- stað árið 1956 og þar ólst hann jafnframt upp. Hann er formaður Kalak, vinafélags Ís- lands og Grænlands, en félagið var stofnað árið 1992. Aðaláhugamál Stefáns Þórs eru Grænland og hesta- mennska. Eiginkona Stefáns Þórs er Árdís Björg Ís- leifsdóttir. Þau hjónin eru búsett í Reykja- vík. Listasafn ASÍ Á sunnudaginn lýkur samsýn- ingu Arnar Þorsteinssonar og Magnúsar Guðlaugssonar í Lista- safni ASÍ. Örn sýnir höggmyndir steyptar í brons og ál. Magnús sýn- ir ljósmyndaverk, myndband og önnur verk með blandaðri tækni. Listasafn ASÍ er opið frá kl. 13– 17 alla daga nema mánudaga. Að- gangur er ókeypis. Listasafn ASÍ verður lokað frá 5. desember til 14. janúar 2006. Kling og Bang Sýningu Unnar Arnar J. Auð- arsonar Miðgarður – Blárauður – Afgirtur reitur lýkur nú um helgina. Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14–18. Aðgangur er ókeyp- is. Gerðarsafn Metaðsókn hefur verið á sýning- arnar Tími Romanov-ættarinnar í Rússlandi og Rússneskir íkonar á Íslandií Listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni. Hátt í tíuþúsund gestir hafa þegar sótt þessar sýningar. Í dag og á morgun mun Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns vera með leiðsögn um Romanov-sýninguna. Sýningunum lýkur á morgun. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 11-17. Sýningum lýkur KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir þýsku myndina Frauenarzt Dr. Sibelius eða Kvennalæknirinn Dr. Sibelius í leikstjórn Rudolf Jugert í dag kl. 16. Myndin var áður sýnd í Bæjarbíói við miklar vinsældir á sjöunda áratugnum og er eins og segir í efnisskrá frá þeim tíma „stórfengleg læknamynd um skyldustörf þeirra og ástir“. Elísa- bet, kona Dr. Sibeliusar, lætur stjórnast af mikilli afbrýðisemi í garð vinkonu sinnar Sabine sem hún ímyndar sér að eigi í ást- arsambandi við eiginmann sinn. Myndin er sýnd með dönskum texta. Kvikmyndasýningar Kvik- myndasafns Íslands eru í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði alla þriðjudaga kl. 20.00 og laugardaga kl. 16.00. Miðasala er opnuð hálf- tíma fyrir sýningu og miðaverð er 500 kr. Dr. Sibelius í Bæjarbíói www.kvikmyndasafn.is SOFFÍA Sæmundsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í galleríi hún- oghún á Skólavörðustíg 17b í dag kl. 15. Soffía hefur sýnt víða að und- anförnu, síðast í Galleri Sofitel í Strassborg og Galleria Zero í Barselóna auk þátttöku með stórar teikningar á Gullkistunni á Laug- arvatni sl. sumar. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín á undanförnum árum og tekið þátt í sýningum heima og er- lendis. Að þessu sinni sýnir hún málverk á tré og pappír unnin með olíulitum og vaxi sem eru mitt á milli hins hlutbundna og óhlutbundna. Sýningin stendur til 5. janúar 2006 og er opin á verslunartíma. Soffía sýnir í húnoghún www.soffias.is LISTASAFN Íslands býður 5–9 ára börnum að finna jólastemn- inguna í aðventudagskrá safnsins á morgun kl. 14.00–16.00. Í tengslum við sýninguna Ný ís- lensk myndlist II er 5–9 ára börn- um boðin þátttaka í skemmtilegri og skapandi dagskrá sem tengist heillandi heimi listarinnar, segir í kynningu. Í þessari tveggja klukkustunda dagskrá sem fer fram í safninu með leiðsögn Carina Juhhova og Rakelar Pét- ursdóttur verður gengið út frá verkunum á sýningunni í samtali, leik og listsmiðju með það að markmiði að kalla fram þá ein- stöku tilfinningu sem tengist jól- unum og við skynjum þegar þau nálgast. Ef slík tilfinning er til, í hverju felst hún þá? Er það úttroð- inn poki jólasveinsins eða það sem hann lætur í skóinn á nóttunni? Hvað er það sem gerir jólin að jól- unum? Börnunum er boðið að átta sig á því með þátttöku í dag- skránni á sunnudaginn kemur á Listasafni Íslands. Frír aðgangur. Þátttaka til- kynnist í síma 515 9612 / 515 9600. 5–9 ára börnum boðið á Listasafn Íslands LISTMUNAUPPBOÐ Gallerís Foldar verður haldið á sunnudaginn kl. 19.00 á Radisson SAS Hótel Sögu, Súlnasal. Að venju verður boðinn upp fjöldi verka af ýmsum toga, þar á meðal óvenju stór og verð- mæt verk eftir Jó- hannes S. Kjarval og Ásgrím Jónsson auk margra verka gömlu meistaranna, að sögn aðstand- enda. Verkunum er skipt í neð- angreinda flokka: a. Þrykk, prent og ljósmyndir; b. vatnslitaverk, pastelverk og önnur verk unnin á pappír; c. skúlptúra og önnur þrí- víð verk, keramik og bækur d. verk naivista eða einfara e. olíu- og akrýlverk. Í uppboðsskránni er tímaáætlun fyrir hvern flokk. Uppboðsverkin verða sýnd í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag frá kl. 11.00 til 17.00 og á sunnudag frá kl. 12.00 til 17.00. Uppboðsskráin verður á heima- síðu Gallerís Foldar frá föstudags- morgni. Listmunauppboð á Hótel Sögu Þetta Kjarvalsverk verður boðið upp annað kvöld. www.myndlist.is SEX myndlistarkonur opna samsýn- ingu í Galleríi Sævars Karls í dag kl. 14. Þær eru Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir, Margrét M. Norðdahl og Ólöf Björg Björnsdóttir. Boðið verður upp á veitingar og tónlist við opnunina. Sýningin stendur fram til jóla. Sex konur hjá Sævari Karli AÐRIR tónleikarnir í Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs (TKTK) starfsárið 2005–2006 verða fluttir í Salnum í dag. Tónleikarnir eru klukkustundar langir án hlés og hefjast kl. 13. Það eru tónlistarkennararnir Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari sem hafa umsjón með þessum tón- leikum og koma fram ásamt nem- endum sínum. Flutt verða verk fyr- ir flautu og gítar eftir J.S. Bach og Nicolai Paganini, gítarkvartett eft- ir Praetorius, flautuhljómsveit skólans leikur Canon eftir Pachebel og síðast en ekki síst verður frum- flutt nýtt rafverk eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem kennir raftónlist við skólann. Þá munu yngri nemendur leika nokkur að- ventulög með þeim Kristni og Guð- rúnu og leynigestur lítur í heim- sókn. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir nemendur skólans. Kennaratónleikar í Kópavogi Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju Orgeljól Mi›aver›: 2500 / 2000 kr. Hugljúf jóla- og aðventulög í útsetningum fyrir sópran, saxófón, orgel og kór. 4. des. Sunnudagur kl. 17 Mi›aver›: 1500 / 1200 kr. Útgáfutónleikar geisladisksins Jólagjöfin. L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U ����� ��������������� ������� ��������� ��������� ������ � � � � ���� ncb � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � H � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � � � � Ísak Ríkhar›sson drengjasópran Sigur›ur Flosason saxófónn Björn Steinar Sólbergsson orgel Stjórnandi: Hör›ur Áskelsson �læsileg, frönsk jólatónlist fyrir orgel eftir �albastre, �aquin, �uilmant o.fl. TÓNLISTARHÁTÍÐ Á JÓLAFÖSTU Í HALLGRÍMSKIRKJU 2005 Jólaóratóríutvenna (fyrir þá sem vilja heyra Jólaóratóríuna alla): 5000 kr. Mi›akvartett á ferna tónleika: 7000 kr. Mi›asala í Hallgrímskirkju Björn Steinar Sólbergsson, leikur á orgel 4. des. Sunnudagur kl. 20 3. des. Laugardagur kl. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.