Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 45
MENNING
N
æ
st
Þessar skemmtilegu og spennandi sögur hins
kunna höfundar Enid Blyton fjalla um nokkur
börn og vini þeirra úr dýraríkinu sem lenda
í ótrúlegustu ævintýrum.
í fjársjóðsleit
á Fagurey
Fimm ÆVINTÝRAfjallið
NÝ ÚTGÁFA KOMIN TIL LANDSINS
Hver man ekki eftir Fimm-bókunum
og Ævintýra-bókunum. Hér eru
þær komnar aftur í nýrri útgáfu til óbland-
innar ánægju fyrir öll börn og unglinga
– og jafnvel foreldra þeirra, afa
og ömmur!
KLASSÍSKAR BARNABÆKUR
Sími 562 2600
RAKKARAPAKK – með kveðju frá
jólasveinafjölskyldunni heitir nýút-
komin myndasaga hjá JPV-útgáfu.
Segir þar frá jólasveinunum þrettán,
Grýlu, Leppalúða og jólakettinum,
og hinum ýmsu ævintýrum sem
þetta pakk lendir í. Höfundur texta
er Sigrún Edda Björnsdóttir, en
myndateiknari er Jan Pozok.
Stuttar sögur
„Þegar ég flutti hingað til lands
frá Frakklandi fór ég að teikna
myndasögur fyrir sjálfan mig, og
seinna víkingasögu fyrir íslenska
hasarblaðið Blek,“ segir Jan sem er
franskur að uppruna og segist alltaf
hafa haft brennandi áhuga á mynda-
sögum. „Á ákveðnum tímapunkti
fékk ég leið á víkingunum og fór þá
að leita mér að öðru efni til að búa til
myndasögur úr, sem væri samt eitt-
hvað sem Íslendingum þætti gaman
að lesa og mér að teikna. Þá mundi
ég eftir íslensku jólasveinunum og
fór að skissa þá upp, sem gekk svo
langt að ég fór með nokkrar full-
teiknaðar arkir til Frakklands með
von um útgáfu. Það gekk ekki upp,
en mig langaði að halda áfram að
vinna þetta hér á Íslandi. Um svipað
leyti kynntumst við Sigrún Edda og
unnum saman að öðrum verkefnum,
sem síðan leiddi til samvinnu okkar í
þessari jólasveinasögu.“
Hann segir samstarfið við Sigrúnu
Eddu hafa verið mjög gott, enda sé
hún sérstaklega frjó uppspretta hug-
mynda. „Ég var mjög hrifinn af því
sem hún hafði gert í fyrri verkefnum
okkar saman, og þar sem ég taldi
mig ekki nógu góðan til að skrifa
sögur um jólasveinana, spurði ég
hana hvort hún væri til. Hún hafði þá
einmitt verið að hugsa um jóla-
sveinasögur, reyndar fyrir sjónvarp.
Strax daginn eftir sendi hún mér
hugmyndir, sem mér leist vel á og
fór að vinna úr. Sigrún kemur með
ótrúlega margar og skemmtilegar
hugmyndir, enda hefur hún alist upp
með þessum jólasveinum eins og aðr-
ir Íslendingar. Hún opnaði fyrir mér
alveg nýjan heim um hvernig þetta
lið væri eiginlega.“
Bókin er alls 46 blaðsíður að lengd
og er byggð upp af stuttum sögum,
1–2 blaðsíðum að lengd. Jan segir að
það geti vissulega verið snúið að
koma sögu til skila með svo knöppum
hætti; í um átta römmum, en þó hafi
höfundum fundist sú útfærsla spenn-
andi. „En í næstu bók er líklegt að
við teygjum aðeins meira úr sög-
unum og gefum þeim meira pláss.“
Á íslensku, frönsku og ensku
Rakkarapakk kemur út hjá JPV-
útgáfu á íslensku, en einnig á
frönsku og ensku. Jan segir það bera
merki um víðsýni útgáfustjóra, að
vera tilbúinn að leggja út í verkefni
af þessu tagi, sem geti þó vissulega
verið ábatasamt. „Ég veit fyrir víst
að það vantar fleiri íslenskar barna-
bækur á útlensku fyrir ferðamenn,“
segir hann, en eiginkona hans starf-
ar sem leiðsögumaður. „Frönsku-
mælandi ferðamenn hafa mikinn
áhuga á því að kaupa myndasögur
hvar sem þeir koma og ég held að
þetta geti því orðið vinsælt. Auk þess
getur franska útgáfan orðið fín
frönskukennsla fyrir Íslendinga,“
segir hann og bætir við að sjálfur
hafi hann lært íslensku – sem hann
talar afburðavel – af myndasögum á
borð við Lukku-Láka.
Jan segir verkefnið sérstaklega
áhugavert fyrir þær sakir að þar
mætist ólíkir menningarheimar;
hinn íslenski þjóðsagnaheimur sé
þar færður í hefðbundinn búning
fransk-belgískrar myndasögu, sem á
sér langa og sterka hefð, en sem
dæmi um franskar og belgískar
myndasögur má nefna Tinna, Ástrík
og Sval og Val. „Í seinni tíð hefur
bandaríska myndasöguhefðin, has-
arblöðin, frekar verið ríkjandi á
markaðnum hér á landi, sem og
manga-teiknimyndasögurnar jap-
önsku. En þrátt fyrir það hafa
nokkrir útgefendur hér á landi gefið
út frönsku og belgísku bækurnar, og
þær hafa mótað fólk sem var ungt á
8. og 9. áratugnum, sem þykir enn
mjög gaman að lesa myndasögur í
þessum stíl. Auðvitað er það nánast
sjálfsagt fyrir mig að teikna í þessum
stíl, enda er ég alinn upp við hann.
Ég tel að mörgum geti þótt skemmti-
legt að sjá þegar sú menning mætir
íslensku jólasveinahefðinni.“
Bækur | Myndasaga um jólasveinana, Grýlu og Leppalúða eftir Jan Pozok og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur
Morgunblaðið/Golli
Jan Pozok og Sigrún Edda Björnsdóttir eru höfundar Rakkarapakks – með kveðju frá jólasveinafjölskyldunni.
Íslenskt rakk-
arapakk með
frönsku ívafi
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Jan og Sigrún Edda munu árita
Rakkarapakk og jafnvel teikna í
hana fyrir viðskiptavini í Máli og
menningu í dag.
Um þessar mundir stendur enn
fremur yfir sýning á skissum og
myndum úr bókinni í húsakynnum
Alliance française, Tryggvagötu 8.
Hún er opin alla virka daga frá 14–
18.