Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 72

Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 72
72 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Sex manns munu í dag halda í ferð tilAustur-Grænlands en næstu vikunamun Skákfélagið Hrókurinn í samvinnuvið Barnaheill á Íslandi, Rauða krossinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, gefa 500 grunnskólabörnum í þessum landshluta taflsett að gjöf frá Íslendingum. Stefán Þór Her- bertsson, formaður Kalak, segir að sexmenning- arnir muni skipta liði þegar til Grænlands verð- ur komið. „Helmingur fer til Tassilaq og hinn helming- urinn til lítils bæjar sem heitir Kumiut. Þar munum við hitta börn, gefa þeim skáksett og reyna að kenna þeim skákina eins og hægt er á þeim tíma sem við höfum. Síðan fer þessi hluti yfir til Tassilaq en þar verður allur hópurinn í viku. Það er búið að taka skákkennsluna inn í stundaskrá skólans á staðn- um og við verðum í kennslu fyrri hluta dagsins alla daga vikunnar. Við munum líklega afhenda skáksettin til barnanna í byrjun hverrar kennslustundar og síðan verður kennari frá okk- ur sem kennir börnunum undirstöðuna í skák- inni.“ Stefán segir að einnig standi til að senda mann í þrjá litla bæi í nágrenni Tassilaq og verða börnum þar gefin skáksett. Félagar í Hróknum hafa farið tvisvar sinnum áður í ferð til Grænlands, dvalist þar í viku í senn og kennt börnum skák. Hafa verið mjög góðar undirtektir við þessu meðal barna, að sögn Stefáns. „Svo hefur þessu lokið með skák- móti. Hrókurinn hefur staðið að tveimur skák- mótum þarna, bæði í fyrra og sumarið þar á undan og stendur til að halda slíkt mót að nýju næsta sumar svo þetta er orðinn fastur við- burður,“ segir Stefán. Tafl tölvuleikur gamla tímans Þetta er í annað sinn sem Stefán heldur til Grænlands í ferð sem miðar að því að kynna grænlenskum börnum skáklistina, en hann fór líka í slíka ferð í sumar. „Ég þekki vel til þarna og hef góð tengsl við fólk í Angmassalik og að- stoðaði við skipulagningu í sumar. Núna sá ég um skipulagningu á móttökunum úti en Hrók- urinn sá um fjáröflun vegna ferðarinnar,“ segir Stefán. Aðspurður segir hann ferðina leggjast vel í sig. „Ég er mjög ánægður með þetta og held að það sé fátt betra sem við getum gert fyrir þessa byggð en að byggja undir framtíð barnanna. Í dag eru börn upptekin af tölvuleikjum og slíku. Þetta fólk hefur ekki ráð á tölvum en segja má að taflið sé tölvuleikur gamla tímans. Þá hafa rannsóknir sýnt að tafl hefur góð áhrif á þroska barna og námsárangur.“ „Það er mín skoðun að þetta framtak hafi hitt beint í mark og Hróks- menn eiga hrós skilið fyrir það.“ Skák | Skákvika haldin á Grænlandi í desember og Íslendingar koma ekki tómhentir Fimm hundruð börn fá taflsett  Stefán Þór Herberts- son fæddist í Neskaup- stað árið 1956 og þar ólst hann jafnframt upp. Hann er formaður Kalak, vinafélags Ís- lands og Grænlands, en félagið var stofnað árið 1992. Aðaláhugamál Stefáns Þórs eru Grænland og hesta- mennska. Eiginkona Stefáns Þórs er Árdís Björg Ís- leifsdóttir. Þau hjónin eru búsett í Reykja- vík. Listasafn ASÍ Á sunnudaginn lýkur samsýn- ingu Arnar Þorsteinssonar og Magnúsar Guðlaugssonar í Lista- safni ASÍ. Örn sýnir höggmyndir steyptar í brons og ál. Magnús sýn- ir ljósmyndaverk, myndband og önnur verk með blandaðri tækni. Listasafn ASÍ er opið frá kl. 13– 17 alla daga nema mánudaga. Að- gangur er ókeypis. Listasafn ASÍ verður lokað frá 5. desember til 14. janúar 2006. Kling og Bang Sýningu Unnar Arnar J. Auð- arsonar Miðgarður – Blárauður – Afgirtur reitur lýkur nú um helgina. Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14–18. Aðgangur er ókeyp- is. Gerðarsafn Metaðsókn hefur verið á sýning- arnar Tími Romanov-ættarinnar í Rússlandi og Rússneskir íkonar á Íslandií Listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni. Hátt í tíuþúsund gestir hafa þegar sótt þessar sýningar. Í dag og á morgun mun Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns vera með leiðsögn um Romanov-sýninguna. Sýningunum lýkur á morgun. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 11-17. Sýningum lýkur KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir þýsku myndina Frauenarzt Dr. Sibelius eða Kvennalæknirinn Dr. Sibelius í leikstjórn Rudolf Jugert í dag kl. 16. Myndin var áður sýnd í Bæjarbíói við miklar vinsældir á sjöunda áratugnum og er eins og segir í efnisskrá frá þeim tíma „stórfengleg læknamynd um skyldustörf þeirra og ástir“. Elísa- bet, kona Dr. Sibeliusar, lætur stjórnast af mikilli afbrýðisemi í garð vinkonu sinnar Sabine sem hún ímyndar sér að eigi í ást- arsambandi við eiginmann sinn. Myndin er sýnd með dönskum texta. Kvikmyndasýningar Kvik- myndasafns Íslands eru í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði alla þriðjudaga kl. 20.00 og laugardaga kl. 16.00. Miðasala er opnuð hálf- tíma fyrir sýningu og miðaverð er 500 kr. Dr. Sibelius í Bæjarbíói www.kvikmyndasafn.is SOFFÍA Sæmundsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í galleríi hún- oghún á Skólavörðustíg 17b í dag kl. 15. Soffía hefur sýnt víða að und- anförnu, síðast í Galleri Sofitel í Strassborg og Galleria Zero í Barselóna auk þátttöku með stórar teikningar á Gullkistunni á Laug- arvatni sl. sumar. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín á undanförnum árum og tekið þátt í sýningum heima og er- lendis. Að þessu sinni sýnir hún málverk á tré og pappír unnin með olíulitum og vaxi sem eru mitt á milli hins hlutbundna og óhlutbundna. Sýningin stendur til 5. janúar 2006 og er opin á verslunartíma. Soffía sýnir í húnoghún www.soffias.is LISTASAFN Íslands býður 5–9 ára börnum að finna jólastemn- inguna í aðventudagskrá safnsins á morgun kl. 14.00–16.00. Í tengslum við sýninguna Ný ís- lensk myndlist II er 5–9 ára börn- um boðin þátttaka í skemmtilegri og skapandi dagskrá sem tengist heillandi heimi listarinnar, segir í kynningu. Í þessari tveggja klukkustunda dagskrá sem fer fram í safninu með leiðsögn Carina Juhhova og Rakelar Pét- ursdóttur verður gengið út frá verkunum á sýningunni í samtali, leik og listsmiðju með það að markmiði að kalla fram þá ein- stöku tilfinningu sem tengist jól- unum og við skynjum þegar þau nálgast. Ef slík tilfinning er til, í hverju felst hún þá? Er það úttroð- inn poki jólasveinsins eða það sem hann lætur í skóinn á nóttunni? Hvað er það sem gerir jólin að jól- unum? Börnunum er boðið að átta sig á því með þátttöku í dag- skránni á sunnudaginn kemur á Listasafni Íslands. Frír aðgangur. Þátttaka til- kynnist í síma 515 9612 / 515 9600. 5–9 ára börnum boðið á Listasafn Íslands LISTMUNAUPPBOÐ Gallerís Foldar verður haldið á sunnudaginn kl. 19.00 á Radisson SAS Hótel Sögu, Súlnasal. Að venju verður boðinn upp fjöldi verka af ýmsum toga, þar á meðal óvenju stór og verð- mæt verk eftir Jó- hannes S. Kjarval og Ásgrím Jónsson auk margra verka gömlu meistaranna, að sögn aðstand- enda. Verkunum er skipt í neð- angreinda flokka: a. Þrykk, prent og ljósmyndir; b. vatnslitaverk, pastelverk og önnur verk unnin á pappír; c. skúlptúra og önnur þrí- víð verk, keramik og bækur d. verk naivista eða einfara e. olíu- og akrýlverk. Í uppboðsskránni er tímaáætlun fyrir hvern flokk. Uppboðsverkin verða sýnd í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag frá kl. 11.00 til 17.00 og á sunnudag frá kl. 12.00 til 17.00. Uppboðsskráin verður á heima- síðu Gallerís Foldar frá föstudags- morgni. Listmunauppboð á Hótel Sögu Þetta Kjarvalsverk verður boðið upp annað kvöld. www.myndlist.is SEX myndlistarkonur opna samsýn- ingu í Galleríi Sævars Karls í dag kl. 14. Þær eru Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir, Margrét M. Norðdahl og Ólöf Björg Björnsdóttir. Boðið verður upp á veitingar og tónlist við opnunina. Sýningin stendur fram til jóla. Sex konur hjá Sævari Karli AÐRIR tónleikarnir í Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs (TKTK) starfsárið 2005–2006 verða fluttir í Salnum í dag. Tónleikarnir eru klukkustundar langir án hlés og hefjast kl. 13. Það eru tónlistarkennararnir Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari sem hafa umsjón með þessum tón- leikum og koma fram ásamt nem- endum sínum. Flutt verða verk fyr- ir flautu og gítar eftir J.S. Bach og Nicolai Paganini, gítarkvartett eft- ir Praetorius, flautuhljómsveit skólans leikur Canon eftir Pachebel og síðast en ekki síst verður frum- flutt nýtt rafverk eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem kennir raftónlist við skólann. Þá munu yngri nemendur leika nokkur að- ventulög með þeim Kristni og Guð- rúnu og leynigestur lítur í heim- sókn. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir nemendur skólans. Kennaratónleikar í Kópavogi Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju Orgeljól Mi›aver›: 2500 / 2000 kr. Hugljúf jóla- og aðventulög í útsetningum fyrir sópran, saxófón, orgel og kór. 4. des. Sunnudagur kl. 17 Mi›aver›: 1500 / 1200 kr. Útgáfutónleikar geisladisksins Jólagjöfin. L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U ����� ��������������� ������� ��������� ��������� ������ � � � � ���� ncb � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � H � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � � � � Ísak Ríkhar›sson drengjasópran Sigur›ur Flosason saxófónn Björn Steinar Sólbergsson orgel Stjórnandi: Hör›ur Áskelsson �læsileg, frönsk jólatónlist fyrir orgel eftir �albastre, �aquin, �uilmant o.fl. TÓNLISTARHÁTÍÐ Á JÓLAFÖSTU Í HALLGRÍMSKIRKJU 2005 Jólaóratóríutvenna (fyrir þá sem vilja heyra Jólaóratóríuna alla): 5000 kr. Mi›akvartett á ferna tónleika: 7000 kr. Mi›asala í Hallgrímskirkju Björn Steinar Sólbergsson, leikur á orgel 4. des. Sunnudagur kl. 20 3. des. Laugardagur kl. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.