Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sagan um Jörund
hundadagakonung
og byltingu hans
á Íslandi
www.jpv.is
„… rennileg og myndræn,
vel stíluð og hárfínt jafnvægi
ríkir milli skáldskapar
og sagnfræði …
raunsæisleg og sannfærandi.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir /
MORGUNBLAÐIÐ
„Bráðlæsileg
og spennandi“
Illugi Jökulsson / TALSTÖÐIN
GILJAGAUR og Þvörusleikir af-
hentu í gærdag Guðlaugu Jónínu
Aðalsteinsdóttur, varaformanni
Mæðrastyrksnefndar, og Vilborgu
Oddsdóttur, fulltrúa Hjálparstarfs
kirkjunnar, um 1.500 jólapakka
sem safnast hafa undir jólatré
Kringlunnar. Eru það fyrstu pakk-
arnir sem afhentir eru í söfnun
Kringlunnar og útvarpsstöðvar-
innar Bylgjunnar sem í samstarfi
við Íslandspóst hafa staðið fyrir
slíkri söfnun undanfarin ár. Mæðra-
styrksnefnd, Hjálparstarf kirkj-
unnar og Fjölskylduhjálp Íslands
sjá svo um að koma pökkunum til
þeirra sem á aðstoð þurfa að halda.
Söfnuninni lýkur formlega mið-
vikudaginn 21. desember og eru
gestir Kringlunnar hvattir til að
kaupa „eina gjöf til viðbótar“ fyrir
þá sem minna mega sín. Hermann
Guðmundsson, markaðsstjóri
Kringlunnar, segir söfnina hafa
farið betur af stað fyrir þessi jól en
í fyrra og allar líkur á því að met
verði sett í pakkasöfnuninni í ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrstu jólapakkarnir afhentir
EMBLA, hinn nýi leitarvefur mbl.is og bæk-
ur.is hafa gengið til samstarfs um sölu bóka
á vefsetrinu bækur.is. Samstarfið felur í sér
að þegar leitað er eftir ákveðnum bókatitli á
Emblu getur viðkomandi keypt bókina á
bækur.is sé hún þar til sölu. Í mörgum til-
vikum er nú hægt að lesa kafla úr útkomnum bókum og jafnvel hlusta á
sýnishorn á bækur.is.
Stefnt er að því í framtíðinni að allar útkomnar bækur á Íslandi verði
inni á bækur.is og nú þegar eru hundruð bókatitla á vefnum frá 12 bóka-
forlögum. Daglega bætast við nýir titlar.
Leitarvélin Embla er eina leitarvélin sem kann íslensku. Þegar notandi
slær inn orð athugar Embla hvort hún þekki þau og leitar svo að öllum
myndum orðsins. Sem dæmi má nefna að slái notandi inn leitarorðið „flug-
völlur“ finnast líka greinar þar sem talað er um flugvöllinn í Vatnsmýri og
flugvelli í Evrópu. Þetta gerir það að verkum að Embla gefur oft fleiri og
betri niðurstöður en aðrar leitarvélar. Leitarvélin er hönnuð af fyrirtæk-
inu Spurl í samvinnu við Orðabók Háskólans.
Vefurinn Embla var opnaður 1. nóvember sl. Þess má geta að vefur
Morgunblaðsins, mbl.is, var valinn besti íslenski vefurinn, með sérstakri
áherslu á Emblu, leitarvél vefjarins, þegar Íslensku vefverðlaunin voru af-
hent 29. nóvember. Þessi verðlaun hafa verið veitt frá árinu 2000. Aðstand-
endur Íslensku vefverðlaunanna eru ÍMARK, samtök íslensks markaðs-
fólks og nokkrir aðilar sem tengjast vefiðnaðinum.
Bóksala á mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
synjaði í gær kröfum sakborning-
anna í Baugsmálinu um niðurfellingu
málsins, en verjendur höfðu sett
fram þá kröfu vegna ítrekaðrar úti-
vistar af hálfu ákæruvaldsins.
Sakborningar ætla að kæra úr-
skurð héraðsdóms til Hæstaréttar.
Um er að ræða þá átta ákæruliði
málsins, sem Hæstiréttur vísaði ekki
frá með dómi sínum. Krafa sakborn-
inganna um að málið yrði látið niður
falla var í fyrsta lagi byggð á því að
þrívegis hefði verið um að ræða úti-
vist í þinghaldi að ræða hjá Sigurði
Tómasi Magnússyni, settum ríkis-
saksóknara. Um þetta atriði segir
héraðsdómur, að annmarki á vald-
heimild hins setta ríkissaksóknara,
sem úrskurðað var um 22. nóvember,
sé ekki lengur til staðar eftir að rík-
issaksóknari hafði með bréfi ótvírætt
vikið sæti í þeim málshluta sem enn
var fyrir dómi og hinn sérstaki rík-
issaksóknari hafði jafnframt verið
settur til að fara með hann sam-
kvæmt nýrri umboðsskrá ráðherra.
Gagnrýni dómsmálaráðherra
tengist ekki beint sakarefnum
Í öðru lagi vísuðu verjendur til
vanhæfis Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra, til að setja sérstakan
saksóknara í málið vegna ýmissa
ummæla sem hann hefur látið falla
opinberlega um sakborningana og
Baug. Í niðurstöðu héraðsdóms seg-
ir m.a. að þótt ummæli ráðherrans
séu mjög gagnrýnin verði þó ekki
séð að gagnrýni hans tengist beint
einstökum sakarefnum sem liggi fyr-
ir dómnum. Þá fari dómsmálaráð-
herra ekki með stjórnsýsluvald á
neinu því sviði, sem ummæli hans
varða. Hinn setti ríkissaksóknari sé
sjálfstæður að lögum og lúti í engu
boðvaldi ráðherra.
„Það er ennfremur álit dómsins að
það hljóti að leiða af eðli stjórnmála í
lýðfrjálsu landi að ráðherra hafi
verulegt svigrúm til þess að ræða og
rita opinberlega um stjórnmál og
önnur opinber málefni án þess að
hann geri sig með því vanhæfan til
stjórnvaldsathafnar. Væru að öðrum
kosti settar óviðunandi skorður ann-
ars vegar við frjálsri stjórnmálaum-
ræðu og hins vegar við nauðsynleg-
um embættisfærslum ráðherra,“
segir í úrskurðinum.
Í þriðja lagi bentu verjendur á að
eftir að ríkislögreglustjóri væri bú-
inn að gefa út ákæru í málinu ætti
hann að sækja málið í héraði. Ekki
væri leyfilegt að ríkissaksóknari
færi með það. Um þetta segir í úr-
skurði héraðsdóms, að samkvæmt
lögum sé ljóst að lögreglustjórar,
þar á meðal ríkislögreglustjóri, hafi
ekki sjálfstætt ákæruvald heldur
fari með það undir yfirstjórn og eft-
irliti æðsta handhafa ákæruvaldsins,
ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari
geti þannig á öllum stigum máls
mælt fyrir um meðferð þessa valds,
bæði almennt og í einstökum málum.
Verði því ekki fallist á það að óheim-
ilt hafi verið að flytja forræði málsins
frá ríkislögreglustjóra til ríkissak-
sóknara og þannig hafi ekki verið
sótt þing í málinu.
Kröfum um niðurfellingu
Baugsmálsins var hafnað
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is Sakborningar í málinu ákváðu strax
að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann í 8 mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13
ára stúlku. Maðurinn var einnig
dæmdur til að greiða stúlkunni 400
þúsund krónur í bætur og sakar-
kostnað, tæpar 500 þúsund krónur.
Fram kemur í dómnum að ákærði
og stúlkan kynntust í spjalli á texta-
varpi Sjónvarpsins á síðasta ári en
síðan hafi samskipti þeirra þróast yf-
ir í sms-sendingar. Þau hafi síðan
hist 3. janúar á þessu ári og mað-
urinn ók að Öskjuhlíð þar sem þau
höfðu kynmök í bíl hans.
Var aðeins 13 ára
Stúlkan bar að hún hefði ávallt
sagt manninum að hún væri 13 ára
en maðurinn sagði stúlkuna hafa
sagt sér að hún væri 14 ára.
Fram kemur í niðurstöðu dóms-
ins, að maðurinn hefur þrívegis hlot-
ið refsidóm, þar á meðal fyrir rán og
líkamsárás. Hann bar fyrir dómi að
hagir hans væru mjög breyttir nú og
hann hefði snúið baki við þeim fé-
lagsskap sem hann var í, væri í sam-
búð með barnsmóður sinni og þau
ættu saman lítið barn. Þá kvaðst
hann vera í fastri vinnu.
Við ákvörðun refsingar var tekið
tillit til þessa atriða en einnig þess að
maðurinn var 25 ára gamall þegar
brotið var framið. Hann hafi í krafti
reynslu sinnar og aldurs yfirburða-
stöðu gagnvart stúlkunni, sem hafði
samkvæmt gögnum málsins aldrei
haft reynslu af kynlífi. Maðurinn hafi
frá upphafi netsamskipta þeirra vit-
að um réttan aldur stúlkunnar og
hlotið enn fremur að verða ljóst, þeg-
ar hann leit hana augum, að aðeins
var um óþroskað barn að ræða. Með
háttsemi sinni hafi maðurinn brotið
ákvæði hegningarlaga sem löggjaf-
inn hafi sett til þess að veita börnum
vernd gegn tilgreindri kynferðis-
legri hegðun og sé hún mörkuð við
ákveðinn aldur. Þessi mörk verði
ekki upphafin með samþykki barns-
ins.
Málið dæmdi Ingveldur Einars-
dóttir héraðsdómari. Verjandi
ákærða var Brynjólfur Eyvindsson
hdl. og sækjandi Sigríður Friðjóns-
dóttir saksóknari.
Dæmdur
fyrir kyn-
ferðisbrot
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt tæplega fertugan karl-
mann í 90 daga skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að hafa barnaklám undir
höndum. Á hörðum diskum í tölvu
mannsins fundust 349 ljósmyndir og
17 stuttar hreyfimyndir sem sýndu
börn á kynferðislegan eða klámfeng-
inn hátt. Málið uppgötvaðist þegar
maðurinn fór með tölvuna í viðgerð
og fundust þá myndirnar við skoðun
lögreglu eftir að hald var lagt á tölv-
una.
Dómurinn taldi brotið stórfellt en
tók tillit til þess að maðurinn hafði
ekki hlotið refsidóma áður auk þess
sem hann játaði brot sitt.
Málið dæmdi Ásgeir Magnússon
héraðsdómari. Verjandi var Guðrún
Sesselja Arnardóttir hdl. og sækj-
andi Sigríður J. Friðjónsdóttir sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara.
Dæmdur fyrir barnaklám