Morgunblaðið - 16.12.2005, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjölmargir íslenskir sjó-
menn létu lífið í seinni
heimsstyrjöldinni.
Þýskir kafbátar og tundur-
dufl tóku sinn toll.
Hér rekur Jón Þ. Þór þessa
sársaukafullu sögu.
• Uppgangstímar togaranna og
hrikalegt hnignunarskeið þeirra,
sem fór saman við mikla óreglu.
• Vélbátaútgerðin allt í kring um
landið, síldveiðarnar og hrun
þeirra.
• Fiskvinnsla og fiskverkun.
• Hvalveiðar.
• Landhelgismál og þorska-
stríð.
Allt er þetta, og miklu fleira,
umfjöllunarefni Jóns Þ. Þór
í þessu glæsilega grund-
vallarriti um íslenska
sjómenn og sjósókn.
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
RÁÐHERRAR frá aðildarríkjum Fríverslunarsamtaka
Evrópu (EFTA); Íslandi, Liechtenstein, Noregi og
Sviss, undirrituðu í gær fríverslunarsamning við Lýð-
veldið Kóreu (Suður-Kóreu). Þetta er fyrsti samning-
urinn sem Kórea gerir við Evrópuríki um frjáls við-
skipti, en árið 2004 námu viðskipti milli ríkjanna 2,7
milljörðum bandaríkjadala eða um 167 milljörðum ís-
lenskra króna.
Talið er að samningurinn færi íslenskum iðnaði
mikinn ávinning. Tollar muni falla niður af mik-
ilvægum útflutningsvörum, s.s. sjávarafurðum, vél-
búnaði, plastkerjum og plastbökkum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá utanríkisráðuneytinu nam innflutningur
frá Kóreu til Íslands samtals um 2,3 milljörðum króna
árið 2004, þar af voru um 1,9 milljarðar króna vegna
innflutnings á samgöngutækjum. Sama ár fluttu Ís-
lendingar vörur út til Kóreu fyrir 358 milljónir króna,
þar af sjávarafurðir og fiskmeti fyrir um 272 milljónir
króna og rafeindavogir fyrir 36 milljónir.
Samningurinn mun samkvæmt útreikningum Kóreu
leiða til aukins árlegs útflutnings frá EFTA ríkjunum
til Kóreu um 715 milljónir bandaríkjadala. Áætlað er
að árlegur útflutningur á vörum frá Kóreu til EFTA
ríkjanna muni aukast um 666 milljónir bandaríkja-
dala.
Innflutningur frá Suður-
Kóreu fyrir 2,3 milljarða
Geir H. Haarde skrifaði undir samninginn í Hong Kong.
MARKAÐSRÁÐANDI fyrirtæki geta brotið sam-
keppnislög með því að selja vörur undir kostnaðar-
verði, en slíkt þarf að skoða í hverju einstöku máli,
að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Sam-
keppniseftirlitsins.
Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær um norrænu
skýrsluna um matvöruverð sagði Sigurður Arnar
Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, að Baugur hafi stýrt
matvörumarkaðinum að verulegu leyti þar til
Kaupás hafi farið í herta samkeppni með Krónuna.
Þessi markaðsráðandi aðili, Baugur, hafi brugðist
þannig við samkeppninni að selja vörur í stórum stíl
og skipulega undir kostnaðarverði. ,,Það hefur alla
vega verið minni skilningur í þeim efnum að mark-
aðsráðandi fyrirtæki væri bannað að selja vörur
undir kostnaðarverði,“ sagði Sigurður.
Spurður hvort þetta sé réttur skilningur hjá Sig-
urði, segir Páll Gunnar: „Markaðsráðandi fyrirtæki
geta brotið samkeppnislög með því að selja vörur
undir kostnaðarverði. Hins vegar þarf að taka af-
stöðu til þessa í hverju einstöku máli og staðreyna
hvort um markaðsráðandi stöðu viðkomandi aðila
sé að ræða og jafnframt hvort um ólögmæta und-
irverðlagningu í skilningi samkeppnislaga sé að
ræða. Slíkt er ávallt leitt í ljós í sérstöku máli.“
Fákeppnin er áhyggjuefni
Landbúnaðarráðherra hélt því fram í Morgun-
blaðinu í gær að landbúnaðarvörur sem framleidd-
ar væru á Íslandi væru hlutfallslega ekkert dýrari
en aðrar vörur en innfluttar vörur væru hlutfalls-
lega dýrari en í nálægum löndum. Vísaði hann einn-
ig til þess að hér réðu þrjár verslunarkeðjur 82% af
markaðinum.
Páll Gunnar segir að með kynningu Samkeppn-
iseftirlitsins á könnun norrænu samkeppniseftirlit-
anna séu settar fram upplýsingar um markaðinn. Í
framhaldinu ætli Samkeppniseftirlitið að afla sjón-
armiða um þessi mál. „Við fögnum öllum upplýstum
skoðanaskiptum og ætlum síðan að forgangsraða og
taka afstöðu til þess hvað brýnast er að gera.
Það er alveg rétt að áhyggjuefni okkar varðar
ekki einvörðungu vörur sem lúta innflutningshöml-
um, heldur eru aðrar vörur einnig mjög dýrar í
samanburði við önnur lönd.
Það kemur raunar fram í umfjöllun Samkeppn-
iseftirlitsins. Þess vegna beinir Samkeppniseftirlit-
ið sjónum sínum bæði að samkeppnisháttum þeirra
sem starfa á matvörumarkaðinum og líka að hlut-
verki stjórnvalda. Á þessu stigi lýsum við eftir sjón-
armiðum um þetta og ætlum að móta afstöðu okkar
í framhaldi af því.
Það er hins vegar mikilvægast að hver og einn
verður að líta í sinn eigin rann, bæði stjórnvöld og
ekki síður stórir aðilar á matvörumarkaði, enda
kemur það skýrt fram í umfjöllun eftirlitsins að fá-
keppnin er áhyggjuefni og að hátt vöruverð gefur
vísbendingu um að kraftar samkeppninnar séu ekki
að virka nægilega vel neytendum í hag,“ segir Páll
Gunnar.
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins um stöðu markaðsráðandi fyrirtækja
Getur verið lögbrot ef selt
er undir kostnaðarverði
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Á LEIKSKÓLANUM Drafnarborg í miðbæ
Reykjavíkur er ávallt gaman og þegar ljós-
myndara Morgunblaðsins bar að garði voru
börnin að leik í sandkössum, rólum og renni-
brautum. Hins vegar héldu þessir ungu herra-
menn sig til hlés, hvíldu lúin bein og ræddu
líklega hvað föndra skyldi fyrir jólin þegar inn
væri komið og nutu um leið útsýnisins af tré-
verkinu.
Morgunblaðið/Sverrir
Málin rædd á tréverkinu
SÆPLAST á Dalvík er með í at-
hugun að flytja trollkúlufram-
leiðslu fyrirtækisins til Danmerk-
ur sökum óhagstæðrar
gengisþróunar. Um 2–3 ársverk er
að ræða en samtals eru um 43 árs-
verk hjá fyrirtækinu.
Daði Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík,
sagði að gengisþróunin að und-
anförnu hefði gert útslagið í þess-
um efnum. Þessi þróun hefði
reynst fyritækinu þung í skauti að
þessu leyti. Rúmlega helmingur
trollkúluframleiðslunnar færi á er-
lenda markaði, auk þess sem sam-
keppnisstaðan gagnvart innflutn-
ingi á trollkúlum væri mjög erfið.
„Eins og tekjurnar hafa verið að
þróast sjáum við ekki grundvöll
fyrir framleiðslunni hér heima og
erum þess vegna alvarlega að
íhuga það að flytja hana út,“ sagði
Daði.
Hann sagði að ákvörðun þar að
lútandi myndi væntanlega liggja
fyrir fljótlega eftir áramótin, en nú
væri verið að skoða hvernig best
væri að framkvæma þetta.
Meðalgengið á
næsta ári svipað
Aðspurður sagði hann ekki útlit
fyrir að hætt yrði við flutninginn.
Nú væri því spáð að meðalgengi
næsta árs yrði mjög svipað því og
það hefði verið í ár og miðað við
þær forsendur væri ekki framtíð
fyrir þessa framleiðslu hér.
Daði bætti því við aðspurður að
stefnan væri alls ekki sú að fara
með fleiri framleiðsluþætti til út-
landa. „Það sem eftir stendur hjá
okkur núna er hverfissteypan þar
sem við framleiðum kerin. Við höf-
um verið að gera mjög góða hluti
þar og ætlum að gera það áfram,“
sagði hann ennfremur.
Trollkúlu-
framleiðsla
Sæplasts til
Danmerkur
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær
Indriða H. Þorláksson, ríkisskatt-
stjóra, af kröfum dansks skattasér-
fræðings sem krafðist þess að um-
mæli sem Indriði viðhafði í frétt í
Morgunblaðinu árið 2003 yrðu dæmd
dauð og ómerk. Taldi Hæstiréttur að í
ummælum Indriða fælist ekki refsi-
verð ærumeiðing þegar ummælin
væru metin í ljósi þess, sem fram kom
í fréttinni í heild.
Edwin George Shelton, sem bú-
settur hefur verið í Danmörku í tæpa
tvo áratugi, krafðist ómerkingar
tveggja ummæla Indriða í fréttinni.
Annars vegar þeirra að hann væri
„þekktur danskur sérfræðingur í
skattasniðgöngumálum“ en þar skír-
skotaði Indriði til greinar þar sem
hann sagði að beinlínis hafi verið
gefnar leiðbeiningar og lagt á ráðin
hvernig færa mætti fé skattfrjálst úr
landi. Hins vegar krafðist Shelton
ómerkingar þeirra ummæla skatt-
stjórans þar sem hann segir „það fór
nú kannski ekki svo vel fyrir þessum
danska ráðgjafa eða ráðgjafafyrir-
tæki því það lenti í hremmingum
vegna starfsemi sinnar í Danmörku“.
Taldi hann að með þessum ummæl-
um væri skattstjóri að brigsla sér um
að hann bryti gegn skattalögum í ráð-
gjöf sinni.
Hæstiréttur segir að þegar um-
mæli Indriða séu metin verði að skýra
þau út frá greininni í heild. Í upphafi
viðtalsins hafi verið haft eftir honum
að skattasniðgöngumálum hefði fjölg-
að mjög í kjölfar aukins frelsis í fjár-
magnsflutningum milli landa. Í mörg-
um tilvikum sé verið að nýta sér
mismunandi skattareglur á milli
landa og ákvæði tvísköttunarsamn-
inga. Sagði Indriði að starfsemin sem
slík væri ekki ólögmæt í þeim skiln-
ingi að einstakar athafnir brytu lög.
Samkvæmt þessu og að öðru leyti
með skírskotun til forsendna héraðs-
dóms staðfestir Hæstiréttur dóminn.
Mál þetta dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Markús Sigurbjörnsson,
Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn
Bragason. Jakob R. Möller hrl. sótti
málið fyrir hönd danska skattasér-
fræðingsins og Magnús Thoroddsen
hrl. var til varnar ríkisskattstjóra.
Ríkisskattstjóri sýknaður BÍLVELTA varð við Skarð í Skötu-
firði í Ísafjarðardjúpi snemma í
gærmorgun. Eftir slysið tókst öku-
manni bílsins að komast út úr bílf-
lakinu og stöðva bíl sem ók honum
áleiðis til móts við sjúkrabíl. Var
hann síðan fluttur með sjúkraflugi
til Reykjavíkur.
Hinn slasaði hlaut nokkuð alvar-
lega áverka en slapp við lífs-
hættuleg meiðsli að sögn læknis á
slysadeild og fór því betur en á
horfðist. Ekki var þörf á innlögn á
gjörgæsludeild en sjúklingurinn
var lagður inn á sjúkradeild til eft-
irlits.
Slasaðist
í bílveltu
♦♦♦