Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ORKUVEITA Reykjavíkur tekur við rekstri fráveitna fjögurra sveit- arfélaga um áramótin, þ.e. Fráveitu Reykjavíkur, Fráveitu Akraness, Fráveitu Borgarbyggðar og Frá- veitu Borgarfjarðarsveitar. Samn- ingar þess efnis voru undirritaðir í gær. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, segir þetta auka hagræði OR. „Það er augljóst hagræði að því að Orkuveitan taki þetta verkefni að sér,“ segir hann og nefnir sem dæmi að holræsagjald í Reykjavík muni, vegna þessa, lækka um u.þ.b. 10%. Sú lækkun hefur þeg- ar verið boðuð í borgarstjórn. Inntur eftir því nákvæmlega hvaða hag OR hafi af þessum rekstri segir hann: „Hún mun hafa arð að því að reka þessar veitur eins og aðrar veitur sem hún rekur.“ Reksturinn aðskilinn „Þessi starfsemi er mjög skyld annarri veitustarfsemi sem orkuveit- an hefur á sínum snærum,“ segir hann. „Og það er mjög þekkt erlend- is að orkufyrirtæki séu með starf- semi af þessu tagi.“ Hann segir OR vel í stakk búna til að taka umrætt verkefni að sér. „Ég held líka að það sé orðið mjög tímabært að taka þessi fráveitumál fastari tökum. Þau hafa verið aukagrein í rekstri, eins og t.d. hjá Reykjavíkurborg, en verða nú tekin fastari tökum.“ Hann segir að heildarverðmæti þessara fjögurra fráveitna séu um 22 milljarðar og að lagnakerfi fráveitn- anna séu samtals um 800 kílómetrar. Alfreð segir aðspurður að veiturn- ar verði aðskildar frá öðrum rekstri OR. „Allur rekstur OR á mismun- andi veitum er aðskilinn.“ Orkuveitan tekur við rekstri fjögurra fráveitna Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélaganna fjögurra undirrituðu samninginn í gær. Um 10% lækkun í Reykjavík irnir sem starfi við kjötframleiðsl- una fái 380 krónur í laun á dag. Kristinn segir að hér gagnrýni verkalýðshreyfingin innflutning á ódýru vinnuafli en menn þurfi að fara að skoða þessi mál í víðara sam- hengi. „Ég gæti auðveldlega boðið upp á mjög hagkvæmt verð á nauta- kjöti ef ég fengi að ráða starfsmenn t.d. frá Brasilíu eða Kína og borgaði þeim 380 krónur í laun á dag.“ Að sögn Kristins bíða risastórir útflytjendur landbúnaðarvara í startholunum eftir því að afnám verndartolla verði samþykkt á vett- vangi WTO. „Segjum sem svo að all- ir tollar verði afnumdir þá þarf ekki stórt kjötvinnslufyrirtæki í Banda- ríkjunum til að leggja undir sig ís- lenska markaðinn. Afleiðingarnar yrðu m.a. þær að Sláturfélag Suður- lands myndi hverfa og í raun allur þessi iðnaður og öll afleiddu störfin sem eru í tengslum við landbúnað- inn. Við verðum þar með í hópi þjóða sem framleiða ekki lengur eig- in matvæli og verðum algerlega háð innflutningi. Hverjir standa þá uppi sem sigurvegarar?“ Að sögn Kristins njóta hann og aðrir nautgripabændur hér á landi sem ekki eru jafnframt í mjólkur- framleiðslu engra niðurgreiðslna. „Ég hef verið að berjast hér innan- lands fyrir ákveðnu jafnræði. Við er- um nánast í beinni samkeppni við mjólkurframleiðendur en skortur á nautakjöti er háður sveiflum hjá mjólkurframleiðendum,“ segir Kristinn. KRISTINN Björnsson, bóndi og nautakjötsframleiðandi á Arnarhóli í Gaulverjabæjarhreppi, gagnrýnir sjónarmið hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, sem héldu því fram í grein í Morgun- blaðinu í gær, að Íslendingar ættu að afnema öll innflutningshöft í landbúnaði og yfirgefa G-10-hóp ríkja innan Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO). Kristinn segir umræðu um þessi mál mjög einhliða og ógagnrýna. Frjáls verslun með landbúnaðar- afurðir hefði þá þýðingu að iðnaðar- framleiðsla risafyrirtækja í löndum á borð við Brasilíu myndi taka völd- in og leggja undir sig markaði. Nái ýtrustu kröfur um haftalaus við- skipti með landbúnaðarvörur fram að ganga á vettvangi WTO myndi það hafa gríðarleg áhrif á íslenskan landbúnað og íslenskt atvinnulíf. Kristinn segir að fleiri sjónarmið þurfi að koma fram í þessu stór- pólitíska máli sem eru viðræðurnar á vettvangi WTO. Enginn agnúist í sjálfu sér út í frjáls viðskipti, „en það sem menn greinir helst á um í dag er hvort markaðsöflin eigi óhindrað að taka yfir eða hvort menn eigi að nota markaðsvæðing- una sem tæki til að skapa meiri auð- legð, auka jöfnuð og fjölga tækifær- um fyrir alla.“ Kristinn bendir á að þjóðir innan G-10-hópsins hafi látið skoða þessi mál ofan í kjölinn og vinna skýrslu um stöðu matvælaframleiðslu og landbúnaðar víðs vegar um heiminn. „Þar kom í ljós að engin þessara þjóða sem menn eru alltaf að tala um að eigi að njóta góðs af við- skiptafrelsi stundar neinn útflutning á matvælum. Þessar þjóðir eru fyrst og fremst að berjast fyrir því að framleiða nægan mat fyrir sig og sína,“ segir hann. Risafyrirtæki sem greiða 380 kr. í laun á dag Kristinn bendir á að Brasilía sé að verða eitt mesta útflutningsland í heimi á nautakjöti, svínakjöti og fuglakjöti. „Þar eru örfá risafyrir- tæki sem eiga markaðinn og eru með iðnaðarframleiðslu á landbún- aðarvörum,“ segir hann og bendir á að aðeins 1% þjóðarinnar eigi yfir 50% af öllu landinu og verkamenn- Nautgripabóndi gagnrýnir grein hag- fræðinga um afnám hafta í landbúnaði Risafyrirtæki tækju völdin og legðu undir sig markaði Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart „Ég gæti auðveldlega boðið upp á mjög hagkvæmt verð á nautakjöti ef ég fengi að ráða starfsmenn t.d. frá Brasilíu eða Kína og borgaði þeim 380 krónur í laun á dag,“ seg- ir Kristinn Björnsson. „ÉG ER hissa á svona hálærðum mönnum að setja fram svona grein, sem er ekki rökfræðilega sterk. Sér- staklega umræða þeirra um okkar viðskipti og þróunarlandanna og stöðu G-10 þjóðanna,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er hann var spurður um sjónarmið hag- fræðinganna Tryggva Þórs Her- bertssonar og Halldórs Benjamíns Þorbergssonar í Morgunblaðsgrein í gær. Þar halda þeir því fram að Ís- lendingar eigi að afnema innflutn- ingsvernd og höft í landbúnaði og yf- irgefa svonefndan G-10 hóp ríkja á vettvangi Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO). Guðni segir að hér sé á ferðinni hagfræði sem ekki standi mikil vís- indi á bak við að margra mati. Hún gangi ljósum logum um heiminn og boði að menn og þjóðir eigi eingöngu að fást við það sem þeir eru sam- keppnishæfir í. „En markmið flestra frjálsra þjóða er að brauðfæða sig. Stjórnmálamenn hafa lagt töluvert mikið upp úr því að þjóðir brauðfæði sig og telja það lykil að uppgangi í löndum sínum,“ segir Guðni. Að sögn land- búnaðarráðherra er fundur WTO sem stendur yfir þessa dagana í Hong Kong, í nokkru uppnámi og ekki sýnt að niðurstaða náist á þessum fundi. „Þó það sé mikil und- iralda og átök, þá snýst þetta mest um hagsmuni stóru þjóðanna, Bandaríkjanna, ESB og fleiri. Það eru þjóðirnar sem myndu taka ís- lenska markaðinn af okkur ef við gerðum það sem þessir háskólapró- fessorar eru að biðja um. Sannleik- urinn er sá að við Íslendingar höfum mjög góða samvisku gagnvart þró- unarlöndunum. Íslendingar flytja inn 50% af fæðuþörf sinni og allar vörur sem hingað koma frá þróun- arlöndunum koma hingað án tolla og magntakmarkana eða kvóta. Þetta er sykurinn, bómullin, ávextirnir, kornið og hveitið, teið og kaffið. En tveir þriðju hlutar af verðmæti land- búnaðarins er mjólk og kjöt. Ísland er mjög heilbrigt land. Hér eru ekki sjúkdómar og talið er að í því séu fólgin gríðarleg verðmæti. Það er mikill uppgangur í íslenskum landbúnaði og íslenskir neytendur vita sem er að þeir eiga frábæra bændur, frábært land og búfjárteg- undir og hér eru mjög örugg matvæli á borðum manna. Þróunarlöndin eru ekki útflytjendur á þessum landbún- aðarvörum, hvorki á kjöti né mjólk. Þess vegna myndum við gefa upp okkar hlut fyrir Evrópusambandinu og Bandaríkjunum og fá heilmikla erfiðleika yfir okkar byggðir og kannski miklu meiri efnahagslega erfiðleika en þessir prófessorar við- urkenna í þessari pólitísku grein sinni. Þeir eiga að vera fræðimenn og við stjórnmálamennirnir eigum að fjalla um stjórnmálin og leita til þeirra um álit og afstöðu en þarna setja þeir sig í okkar stöðu.“ Lýsir furðu á greininni Guðni Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.