Morgunblaðið - 16.12.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 37
um mis-
r; hans
forsætis-
Gunnar
al al-
sem
gramir
„Krist-
s þær
ni um að
emmning
unnars –
seg-
að sögu-
kunn-
sam-
á
sinna í
num
enn-
á óvart,
Kristján
d og skráð
öl sín við
ræddi
sendu að
t trún-
n hafi
i þessi
t er í
fram að
t eftir sér
a að bók
mlag til
væri
d um for-
forsetinn
mönnum
.
bókina
ó ein-
nn sagði
stöðu
á þann
veg að sigurvegarinn hefði verið
Gunnar Thoroddsen, en Geir Hall-
grímsson hefði tapað. „Útaf fyrir
sig er þetta rétt svo langt sem það
nær. Sjálfstæðisflokkurinn fór ekki
inn í ríkisstjórn og Gunnar Thor-
oddsen varð forsætisráðherra.“
Þorsteinn ítrekaði að stjórn-
armyndunin væri hluti af stærri
sögu; menn yrðu að meta þann at-
burð í stærra samhengi. Hann
sagði m.a. í því sambandi að stjórn-
mál væru miklu flóknari vefur en
bara refskák um völd. „Því er hald-
ið fram að Geir Hallgrímsson hafi
tapað þessum leik vegna þess að
hann hafi verið hikandi, hræddur
og varfærinn. En er það endilega
svo að hann hafi verið það?“
Þorsteinn sagði m.a. að í aðdrag-
anda kosninganna árið 1979 hefði
Sjálfstæðisflokkurinn sett, undir
forystu Geirs, fram einhverja
markverðustu og einörðustu
stefnuyfirlýsingu fyrr og síðar.
Hún hefði falið í sér grundvall-
arbreytingar á íslensku hagkerfi.
Til að mynda hefði þar á meðal ver-
ið tillögur um að gera verðmyndun
frjálsa. Þessar breytingartillögur
hefðu hins vegar mætt mikilli and-
stöðu. Geir hefði þrátt fyrir það
haft kjark til að leggja þær fram.
„Það er vissulega rétt að Sjálfstæð-
isflokkurinn náði ekki að mynda
ríkisstjórn. En þeir sem mynduðu
ríkisstjórnina: hverju náðu þeir
fram af því sem þeir lofuðu kjós-
endum? Þurftu þeir ekki að gefa
meirihlutann af því til baka sem
þeir höfðu lofað kjósendum til að
komast í ríkisstjórn? Er það að
tapa eða vinna? Leiddi ekki þessi
stjórnarmyndun til mestu verð-
bólgu á Íslandi og kjaraskerð-
ingar? Var ekki staðreyndin sú að í
lok þessa stjórnartímabils myndaði
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn ríkisstjórn sem
byggðist að stórum hluta á efna-
hagstillögum Geirs Hallgrímssonar
frá 1979?“
Þorsteinn sagði ennfremur um
bók Guðna, að það sem Kristján
Eldjárn hefði skrifað um samskipti
sín við aðra, hefði hann skrifað af
varfærni. „En það kæmi mér ekki á
óvart ef birting þessara gagna
myndi í framtíðinni hafa áhrif á það
hvernig menn tala við forseta Ís-
lands við stjórnarmyndanir.“
Björn sagði aðspurður að bók
Guðna sýndi að stjórn Gunnars eða
utanþingsstjórn hefði verið eini
kosturinn í stöðunni í byrjun febr-
úar 1980. Enginn hefði haft trú á
hugmyndum um þjóðarstjórn.
Björn sagði ennfremur að þessi at-
burður, stjórnarmyndun Gunnars,
væri hluti af sögunni. „Sem sjálf-
stæðismaður lít ég á þetta sem
ákveðna viðvörun um það að séu
menn ósammála og ósáttir innan
flokksins [...] þá geta svona atburð-
ir gerst.“
Björn sagði einnig að hann gæti
ekki séð að í þessum atburði væru
rætur í einhverjum átökum sem
ættu sér nú stað innan Sjálfstæð-
isflokksins. Þvert á móti væri þetta
kafli í sögu flokksins og slíkum
flokkadráttum innan hans hefði
endanlega lokið árið 1991. „Síðan
hefur ástandið verið á annan veg.“
Þorsteinn Pálsson sagði einnig
aðspurður að umræddir atburðir
heyrðu sögunni til, en þeir hefðu þó
haft áhrif í nokkuð langan tíma.
„Ég er nánast viss um, svo ég nefni
eitt nafn, að maður eins og Pálmi
Jónsson hefði orðið ráðherra til
margra ára og miklu meiri áhrifa-
maður í Sjálfstæðisflokknum ef
hann hefði ekki orðið þátttakandi í
þessari stjórnarmyndun. Til þess
hafði hann alla burði.“
Þorsteinn vék síðan að kosning-
unum 1979 og sagði það mjög sér-
stakt í íslenskri stjórnmálasögu að
forystumenn allra flokka skyldu
hafa lýst því yfir að það kæmi ekki
til greina að þeir færu í stjórn með
Sjálfstæðisflokknum. „Ég hef velt
því fyrir mér hvers vegna Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi ekki einfald-
lega sagt þegar þetta lá fyrir: Þess-
ir flokkar hafa myndað meirihluta
á Alþingi um að halda Sjálfstæð-
isflokknum fyrir utan ríkisstjórn.
Því hvílir sú ábyrgð á þeim að
mynda stjórn.“ Þorsteinn sagði að
sjálfstæðismenn hefðu því ekki átt
að taka þátt í stjórnarmyndun í
slíku ástandi. „Ég held að það hefði
leitt til annars tveggja. Ef Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði staðið sam-
einaður um svona afstöðu, hefðu
þeir aldrei þorað að fara í þessa
stjórn. Einhver einn þeirra hefði á
endanum komið skríðandi og sagt:
Við verðum að vinna saman eða Al-
þýðuflokkurinn hefði farið með
þeim og það hefði þýtt að sá flokk-
ur hefði annaðhvort hrunið eða
klofnað. Hvort tveggja hefði verið
ágætis kostur fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn.“
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
kvaddi sér einnig hljóðs í umræð-
unum. Hann kvaðst telja að stjórn-
armyndun Gunnars hefði ekki verið
eini kosturinn. Hann sagði að það
sem hefði gerst í Sjálfstæð-
isflokknum í kringum umræddar
stjórnarmyndunarviðræður hefði
verið mjög mótað af persónum og
leikendum og afstöðu manna hvers
til annars. „Auðvitað fannst þáver-
andi mörgum forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins að Gunnar
Thoroddsen væri að bregðast
flokknum með sínum aðgerðum.
Ég held að það hefði verið mjög
einfalt að koma í veg fyrir þessa
stjórnamyndun á sínum tíma. Þeg-
ar Gunnar bar þetta mál upp í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins var
því umsvifalaust hafnað. Það hefði
ekki þurft að gera það. Til dæmis
hefði verið mjög einfalt að kjósa
sérstaka viðræðunefnd til að fara í
þessar stjórnarmyndunarviðræður
með honum. Það þekkja allir sem
hafa komið nálægt stjórnarmynd-
unarviðræðum að það eru þær við-
ræður sem hvort tveggja er auð-
veldast að halda áfram og
auðveldast að eyðileggja. Ég held
að á þessum tíma hefði það verið
fullkomlega mögulegt, en til þess
var allt of mikil persónuleg spenna
í þessu máli og auðvitað orðin of
mikil illindi til þess að það gæti
gerst.“
Að lokum sagði Kjartan að skýr-
asti lærdómurinn sem stjórn-
málamenn gætu dregið af þessum
atburðum væri sá að útiloka aldrei
hið ómögulega. „Við höfum upp-
lifað það í stjórnmálum núna og á
síðustu tveimur árum að það sem
allir hafa talið ómögulegt og fjarri
lagi, það getur gerst. Ég held t.d.
að höfnun forsetans á fjölmiðlalög-
unum á sínum tíma hafi verið jafn-
útilokað í hugum tradisjónista í
stjórnmálum eins og stjórn-
armyndun Gunnars Thoroddsen
var fyrir þáverandi aðra for-
ystumenn Sjálfsæðisflokksins.“
rnarmyndun Gunnars
dilk á eftir sér?
Morgunblaðið/Ómar
Ásta Möller alþingismaður stýrði fundinum, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Þorsteinn Pálsson, fyrr-
verandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens árið 1980.
ð 1980
n í
rnar.
arna@mbl.is
eir bendir á að viðræðurnar á vettvangi
O séu hluti af ferli sem er í gangi. „Það eru
erða miklar breytingar í alheimsviðskipt-
t.d. með landbúnaðarvörur. Ísland verður
ákvæmilega þátttakandi í því en það er
spurning um að gera það þannig að það eigi sér
stað eðlileg aðlögun.
Viðskiptafrelsi er mjög mikilvægt mál, ekki
síst fyrir þjóðir eins og okkur Íslendinga, sem
eigum allt undir utanríkisviðskiptum. Við erum
náttúrlega með frjálsan innflutning á mjög
stórum hluta þess sem við neytum af matvæl-
um og mikið af þeim landbúnaðarafurðum sem
aðrir eru að takast á um í þessum viðræðum
eru vörur sem koma tollfrjálst og hindrunar-
laust til Íslands, eins og t.d hrísgrjón, kornvara
og ávextir. Það sem við höfum verið að reyna
hér er að tryggja eðlilega aðlögun varðandi
þessar tiltölulega fáu landbúnaðarafurðir sem
skipta máli heima á Íslandi. Við höfum talið
eðlilegt að styðja við bakið á okkar landbúnaði
hvað það varðar á meðan slík aðlögun á sér
stað,“ segir utanríkisráðherra og bætir við:
„Landbúnaðurinn á Íslandi verður að búa
sig undir meiri samkeppni og breytta tíma. Það
er ekkert vafamál og þessir samningar hér eru
hluti af því. Það er neytendum til hagsbóta en
það verður að sjálfsögðu að gefa þessum að-
ilum svigrúm til þess að hagræða. Það hefur
orðið mikil framleiðniaukning í íslenskum
landbúnaði á undanförnum árum og vonandi
heldur það áfram, svo atvinnugreinin verði bet-
ur í stakk búin til þess að takast á við sam-
keppni.
Ég er sjálfur mikill fríverslunarmaður og tel
að það sé gríðarlegt hagsmunamál fyrir alla
heimsbyggðina að þessum viðræðum ljúki með
niðurstöðu sem byggist á meira frelsi í við-
skiptum. Samkvæmt útreikningum Alþjóða-
bankans hanga á spýtunni hagsmunir sem
nema hundruðum milljarða dollara í auknum
tekjum, ekki síst fyrir fátækari lönd heimsins.
Náist skynsamleg niðurstaða í þessum viðræð-
um, þá getur hún lyft hundruðum milljóna
manna úr sárri fátækt til bjargálna.“
Reuters
ndur frá S-Kóreu mótmæltu í gær við fundarstað í Hong Kong þar sem fundur WTO fer fram.
ur náðst til þessa
ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, hefur sent
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, bréf þar sem
þess er krafist að viðræður Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar (WTO) verði stöðvaðar á meðan leitast
verði við að ná sátt um nýjar samningsforsendur.
Ögmundur segir að fjöldi alþjóðlegra verkalýðs-
hreyfinga, félagasamtaka og alheimssamtök launa-
fólks hafi gert þessa kröfu og BSRB ákveðið að
leggjast á sveif með þeim. „Allir þessir aðilar telja
að samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar séu
að leiða okkur út í hið mesta fen og nái alls ekki
þeim markmiðum sem sett voru í upphafi samnings-
ferilsins árið 1994 þegar stofnunin var sett á fót.
Þá var sett efst á blað að það ætti að reyna að örva
alheimsviðskipti með það fyrir augum að bæta at-
vinnuástand í heiminum öllum og lífskjör. Nið-
urstaðan er hið gagnstæða og við viljum að nú
verði gerð úttekt á afleiðingum þeirra samninga
sem þegar hafa verið gerðir á vegum stofnunar-
innar og auk þess verði krufinn til mergjar þessi
samningsferill allur. Eitt af því sem er gagnrýnt er
hve mikil leyndarhjúpur hefur hvílt yfir viðræðun-
um. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram þá kröfu
að viðræðuferlið verði gagnsærra, opnara og lýð-
ræðislegra. Það er reynt að hafa þessar viðræður
bakvið lokuð tjöld og þetta er fullkomlega óásætt-
anlegt þegar verið er að semja um grundvall-
arþætti í okkar samfélagi,“ segir Ögmundur.
Á ráðherrastefnu aðildarríkja WTO, sem haldin
var í Doha í Katar í nóvember 2001, var samþykkt
að hefja nýjar samningaviðræður um alþjóða-
viðskipti í því skyni að draga enn frekar úr við-
skiptahömlum og fella fleiri svið viðskipta undir al-
þjóðlegar reglur. Þær samningaviðræður standa nú
yfir í Hong Kong.
BSRB krefst þess
að viðræður WTO
verði stöðvaðar