Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAU börn sem njóta góðs af verk-
efnum UNICEF í Gíneu-Bissá voru
þeirrar gæfu aðnjótandi fyrir nokkru
að fá veglegan styrk frá þremur ís-
lenskum fyrirtækjum, Baugi Group,
FL Group og Fons. Eins og kunnugt
er héldu styrktaraðilar okkar veislu
þar sem boðsgestir gátu veitt styrki
til verkefna UNICEF í þessu sjötta
fátækasta ríki í heimi, Gíneu-Bissá.
Gestum gafst kostur á að taka þátt í
uppboði og gefa frjáls framlög í
gegnum svokallaða verðskrá.
Skemmst er frá því að segja að fjár-
öflunin fór fram úr okkar björtustu
vonum og söfnuðust nær 90 milljónir
króna. Með styrktarsamningnum
sem skrifað var undir 1. desember
munu því um 225 milljónir króna
renna til barna í Gíneu-Bissá. Hver
sá sem hefur séð neyðina í Afríku og
víðar, veit hversu miklu máli slíkur
styrkur skiptir.
Auk þess að fjármagna að fullu
135 milljóna króna menntaverkefni,
hefur UNICEF ákveðið að fjár-
magna verkefni sem lýtur að því að
joðbæta salt og auka læsi kvenna.
Verkefnið kostar nær 60 milljónir ís-
lenskra króna og í vor styrkti Pétur
Björnsson, fyrrum forstjóri Víf-
ilfells, verkefnið um 5 milljónir
króna. Nú mun takast að fjármagna
verkefnið að fullu með
framlögum frá full-
veldishátíðinni. Þess
má geta að joðskortur
er mikill í Gíneu-Bissá
og hefur áhrif á and-
legan og líkamlegan
þroska barna.
UNICEF Ísland
hefur valið öll verk-
efnin í samvinnu við
landsskrifstofu UNI-
CEF í Gíneu-Bissá
með tilliti til þarfa
barna í landinu. Þeim
35 milljónum sem eftir
eru af styrktarfénu
verður varið til verkefna sem mikil
þörf er á að fá fjármögnun fyrir.
Sennilegt er að fjármununum verði
varið til heilsugæsluverkefnis sem
mun ná til yfir þriðjungs barna 5 ára
og yngri í landinu. Áætlað er að
dreifa malaríunetum, bólusetja og
veita A-vítamín. Allt eru þetta ódýr-
ar og einfaldar aðferðir sem geta
bjargað barnslífi.
Í Silfri Egils var rætt lítillega um
boð fyrirtækjanna þriggja þar sem
söfnuðust umræddar 90 milljónir.
Viðmælendur furðuðu sig á því að
einhver skyldi greiða 21 milljón fyrir
ómálað málverk og 2,5 milljónir fyrir
að starfa sem veðurfréttamaður á
NFS. Auðvitað er slíkt ekki á færi
flestra, en því má ekki
gleyma að ef ekki hefði
verið um uppboð til
styrktar góðgerð-
armála að ræða þá
hefðu viðkomandi hlutir
ekki selst jafnháu verði.
Allir þeir hlutir sem á
uppboðinu voru eru í
raun aukaatriði, um var
að ræða fjárframlög til
góðgerðarmála.
Meðal viðmælenda
voru fulltrúar stjórn-
málaflokka, en þess má
geta að framlög ríkisins
til UNICEF hafa
hækkað umtalsvert enda samræmist
það markmiðum ríkisstjórnarinnar
um að auka framlög til þróun-
araðstoðar verulega á næstu árum.
Viðmælendur Egils Helgasonar
mættu því frekar klappa sjálfum sér
á öxlina og gleðjast yfir því að hafa
fengið liðsstyrk úr einkageiranum til
að bæta hag þeirra sem minna mega
sín.
Það er ekki bara nýlunda hér á
landi að einkageirinn láti til sín taka í
auknum mæli í þróunarsamvinnu. Á
síðustu árum hefur þátttaka þeirra
stóraukist í hinum vestræna heimi
og er það vel. Af og til heyrast fréttir
um það að Þúsaldarmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna um þróun
(www.un.org/millenniumgoals) verði
ekki náð nema með hertu átaki. Kofi
Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hefur
sagt að tvöfalda verði framlög til
þróunaraðstoðar og að þátttaka
einkageirans sé nauðsynleg ef mark-
miðin eigi að nást. Ríkisstjórnir hafa
lofað auknum fjárframlögum og al-
menningur minnti ærlega á þörfina í
kringum Live8 í byrjun júlí sl. Allt
þetta skiptir miklu máli og sömuleið-
is ber að fagna ef íslensk fyrirtæki
og fjársterkir einstaklingar geta tek-
ið þátt til að ná Þúsaldarmarkmið-
unum.
Í grunninn skiptir ekki máli hvað-
an krónan kemur, hvort sem hún
kemur frá okkar fjölmörgu heims-
foreldrum eða úr vasa þeirra sem
hafa efnast vel á síðustu árum. Í aug-
um barna sem ekki eiga til hnífs eða
skeiðar, fá ekki að ganga í skóla eða
njóta heilsugæslu, skiptir ekki máli
hvaðan fjárstuðningurinn kemur,
bara svo lengi sem hann kemur. Fyr-
ir UNICEF er markmiðið að veita
hverju barni heilsugæslu, menntun,
jafnrétti og umhyggju. Við á Íslandi
einbeitum okkur að því að safna pen-
ingum svo að UNICEF geti náð
þessu markmiði sínu og frá því
landsnefndin var stofnuð hér á landi
í mars 2004 hafa heimsforeldrar ver-
ið hjartað í starfsemi okkar. Við
þurfum á sem flestum að halda til að
geta gert okkar besta og svo á við um
öll góðgerðarfélög á Íslandi.
Eins og Sir Roger Moore, vel-
gjörðarsendiherra UNICEF, sagði á
blaðamannafundi 1. desember er í
sumum tilvikum betra að þiggja en
gefa. Þegar maður er þiggjandi fyrir
hönd þurfandi barna um allan heim
er gott að vera þiggjandi og við hjá
UNICEF Ísland erum þakklát fyrir
hverja krónu. Við erum þakklát þeim
fjöldamörgu fyrirtækjum sem hafa
veitt okkur afslætti og aðstoð, við er-
um þakklát öllum okkar örlátu
heimsforeldrum sem styðja okkur
með framlagi mánaðarlega, og við
erum þakklát fyrir stuðning einka-
fyrirtækja og fjársterkra ein-
staklinga sem hafa lagt okkur lið.
Fyrir hönd barna sem njóta góðs af
stuðningi ykkar: Kæra þökk.
Betra er að þiggja en gefa
Hólmfríður Anna Baldursdóttir
fjallar um fjáröflun UNICEF
og hvernig fjármunum verður
varið í Gíneu-Bissá
’Í augum barna semekki eiga til hnífs eða
skeiðar, fá ekki að
ganga í skóla eða njóta
heilsugæslu, skiptir
ekki máli hvaðan fjár-
stuðningurinn kemur,
bara svo lengi sem hann
kemur.‘
Hólmfríður Anna
Baldursdóttir
Höfundur er upplýsingafulltrúi
UNICEF á Íslandi.
HAGFRÆÐINGARNIR Sveinn
Agnarsson og Tryggvi Þór Her-
bertsson birtu grein-
ina Er vit í styttingu
framhaldsskóla? í
Morgunblaðinu 9. des-
ember. Höfundarnir
starfa báðir við Há-
skóla Íslands, og það
er athyglisvert í ljósi
þess að Háskólinn á
mikilla hagsmuna að
gæta í þessu máli.
Grein þeirra er ætl-
að að fjalla um kosti
þess að stytta nám til
stúdentsprófs um eitt
ár, bæði hagrænan og
félagslegan ábata
nemenda framtíð-
arinnar og þjóðhags-
legan ávinning. Jafn-
framt er bent á að
menntun stúdenta
muni vart rýrna að
ráði, og lesa má úr
töflu að hver íslenskur
nýstúdent muni ekki
eiga færri kennslu-
stundir að baki en
stúdentar annarra
Norðurlandaþjóða.
Kennslustundataflan
er vissulega fróðlegt
framlag til umræðunn-
ar, en varpar aðeins
ljósi á eina hlið þessa
máls, þá sem hagfræð-
ingar eiga auðvelt með að setja tölur
um í snyrtilegar töflur, þ.e.a.s. heild-
arfjölda kennslustunda. Áhyggjur
þeirra sem óttast að áformin um
styttingu náms til stúdentsprófs séu
óheillaspor eru hins vegar af öðrum
toga, og ég efast um að grein Sveins
og Tryggva mildi þær að ráði.
Hvernig yrði okkur háskólakenn-
urum við ef yfirvöld menntamála
tækju þá ákvörðun að stytta B.A.-
nám úr þremur árum í tvö og færa
námsefni fyrsta háskólaársins niður
í framhaldsskóla með því að hag-
ræða námi á neðri skólastigum? Ég
tel víst að ekki yrði látið nægja að
bera saman fjölda kennslustunda
fyrir og eftir breytingarnar. Ekki
yrði heldur látið nægja að velta
vöngum yfir því hvort eingöngu
vekti fyrir ráðamönnum að spara
ríkisútgjöld. Á okkur brynnu spurn-
ingar á borð við þessar: Hvaða
námsefni á að flytja niður á næsta
skólastig? Hverjir eiga að kenna
það? Er trúlegt að 15 eininga viðbót-
arnám nægi til að gera framhalds-
skólakennurum lands-
ins kleift að kenna
háskólanámsefni?
Hvernig reiðir þessari
kennslugrein af og
hinni? Er tryggt að ný-
stúdentar verði jafn-
færir um að glíma við
það nám sem bíður
þeirra í háskóla og nú
er? Hvort er líklegra að
dragi úr brottfalli eða
fleiri flosni upp frá
námi ef hvert námsár
verður strembnara?
Verða þessar breyt-
ingar til að rýra B.A.-
prófið? Leiða þær í
raun og veru til þess að
stúdentar ljúki námi
einu ári fyrr?
Þeir sem líst illa á
fyrirhugaðar breyt-
ingar á námi til stúd-
entsprófs hafa einmitt
spurt spurninga af
þessu tagi. Áhyggjur
þeirra eru bæði skilj-
anlegar og réttmætar
og allir háskólamenn
ættu að geta sett sig í
þessi spor; þess vegna
má grein hagfræðing-
anna ekki vera það síð-
asta sem heyrist frá
kennurum Háskóla Ís-
lands um þetta mál. Spurningarnar
fjalla ekki einvörðungu um fjölda
kennslustunda og námsára, útgjöld
ríkis og sveitarfélaga eða spár um
ævitekjur. Áhyggjurnar eiga við
menntun kennara, breytingar á
námsefni og hlutföllum milli
kennslugreina, bolmagn íslenskra
skóla, framtíð íslenskra ungmenna
og þær kröfur sem íslenskt þjóð-
félag og háskólasamfélag hérlendis
og erlendis gerir til þeirra. Þær eiga
rætur í þeirri trú að einstakling-
urinn verði ekki farsælli og þjóð-
arhagur ekki vænni ef mennta-
kerfinu er gerður skaði. Þær snúast
ekki um magn, heldur gæði mennt-
unar.
Er vit í að telja
kennslustundir?
Guðrún Þórhallsdóttir svarar
grein Tryggva Þórs Herberts-
sonar og Sveins Agnarssonar
Guðrún Þórhallsdóttir
’Áhyggjurnareiga við mennt-
un kennara,
breytingar á
námsefni og
hlutföllum milli
kennslugreina,
bolmagn ís-
lenskra skóla,
framtíð ís-
lenskra ung-
menna …‘
Höfundur er dósent í íslensku við
hugvísindadeild Háskóla Íslands.
HINN 8. nóvember sl. fór fram
„Vísindakaffi með almenningi“, en
það eru fræðslufundir eða málstofur
haldnar af Rannís. Þessi málstofa hét
„Kæra þjóð: Viltu vetni væna?“.
María Hildur Maack,
umhverfisstjóri Ís-
lenskrar NýOrku, og
Kjartan Due Nielsen,
verkefnisstjóri sama fy-
irtækis, sögðu þar frá
möguleikum vetn-
istækninnar.
Ég sat málstofuna þar
sem ég hef mikinn áhuga
á málefninu og tengist
þar að auki beint rann-
sóknum á nýtækni, þar
sem þróun vetnisnotkun-
ar á Íslandi er efni dokt-
orsritgerðar, sem ég hef
unnið að síðastliðin þrjú ár við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands.
Þróun vetnisnotkunar á Íslandi má
hvað best sjá í gegnum ECTOS verk-
efninið sem nú er nýlokið. Verkefnið
var tilraun með rekstur og viðhald
þriggja vetnisvagna hjá Strætó bs. í
Reykjavík, lauk síðasta sumar. Til-
raunin gaf góðar niðurstöður og hlut-
hafar Íslenskrar NýOrku (Norsk
Hydro, Daimler-Chrysler og Shell),
sem voru að prófa tæknina, juku við
þekkingu sína. Ísland öðlaðist mikið
álit meðal annarra þjóða, þökk sé
þessu verkefni, og í dag er landið talið
vera eitt af þeim sem eru hvað mest
meðvituð um umhverfismál af þeim
sem við viljum bera okkur saman við.
Staðan í dag
Það sló mig að heyra um stöðuna í
dag á rannsóknum á nýtækni tengdri
vetni. Íslensk NýOrka hafði sótt um
styrk frá ESB til að gera
sambærilegar tilraunir og með stræt-
isvagnana vetnisknúnu á fiskitogara.
En samkvæmt því sem María Maack
sagði, hafnaði ESB verkefninu á þeim
forsendum að það væri ekki for-
gangsmál og neitaði að styrkja það.
Í ljósi þessa sendi ég Jóni Birni
Skúlasyni, framkvæmdastjóra Ís-
lenskrar NýOrku, fyrirspurn um
möguleika fyrirtækisins á að fá styrk
eingöngu frá íslenskum aðilum, til
dæmis iðnaðar- og viðskiptaráðneyt-
inu, sjávarútvegsráðuneytinu, um-
hverfisráðneytinu, sjávarútvegsfyr-
irtækjum, íslenskum fjárfestum og
svo framvegis. Ég bíð enn eftir svari.
Að mínu mati eiga rannsóknir og til-
raunir á vetnistækninni á Ísland á
hættu að stöðvast ef þau fá ekki styrk
frá opinberum aðilum og hugsanlega
einkaaðilum heima fyrir.
Ef opinberir og einkaaðilar hér á
landi sýna þessu máli ekki áhuga eru
það vissulega vonbrigði fyrir Íslenska
NýOrku en ekki síður tap fyrir ís-
lenskt samfélag í heild. Íslenskur
efnahagur er ennþá að mestu leyti
byggður á fiskiðnaði
og olíukostnaður hefur
og mun hafa mikil
áhrif á fiskverð og ís-
lenskan útflutning. Ís-
land hefur þar af leið-
andi mikilla hagsmuna
að gæta í að styrkja þá
tækniþróun sem gæti
leyst framtíðarolíuþörf
fiskiðnaðarins og sam-
gangna almennt.
Það er algjörlega í
þágu íslenskra hags-
muna að hefja rann-
sóknir og gera tilraun-
ir á vetnisskipum og auka yfir höfuð
rannsóknir á vetnistækni. Þekkingin
sem mun hljótast af niðurstöðum
rannsóknanna gæti leitt til þess að ís-
lensk einkaleyfi verði til í þessari
tækni. Þetta myndi viðhalda, og auka
enn, álit Íslands á alþjóðavísu og
styðja við þróun á íslenskum há-
tækni- og þekkingarfyrirtækjum.
Þetta myndi enn fremur verða góður
kostur fyrir íslenskt efnahagslíf, þar
sem olíuverð er og mun verða stærsta
vandamálið fyrir fiskiðnaðinn og al-
mennar samgöngur á komandi ára-
tugum.
Þetta er hægt
Mig langar að hvetja íslenska aðila,
bæði opinbera og í einkageiranum, til
að styrkja Íslenska NýOrku og auka
þannig fjölbreytni og fjölda vetnis-
verkefna, og stuðla að stofnun sam-
taka í tengslum við vetni. Með því
mætti víkka út rannsókna- og til-
raunasviðið, með tilliti til ólíkra að-
ferða í vetnistækni. Því fleiri tilraunir
sem Íslendingar gera, þeim mun
meiri líkur eru að við finnum bestu
tæknina fyrir þarfir okkar samfélags.
Þessar þarfir eru til dæmis: Að vera
óháð olíu, búa í heilnæmu umhverfi,
skapa fullnægjandi atvinnutækifæri,
búa við fjölbreytt hagkerfi og styrkja
byggðaþróun.
Háskólakennarar og rannsak-
endur við Háskólann á Akureyri hafa
til dæmis sýnt áhuga á að hefja verk-
efni með vetnistækni. Þeir vilja
stofna samtök, sem væru ekki nauð-
synlega í beinni samkeppni við Ís-
lenska NýOrku, heldur myndu þau
fremur bæta hvort annað upp og
framkvæma tilraun með svokallað
„dreift framleiðslukerfi“ (distributed
generation), með lítinn rafgreini, og
nota til dæmis metan-bensínökutæki
sem breytt er í vetnisökutæki. Þessar
tækniaðferðir eru taldar vera skjótar
á markað (litlir rafgreinar hafa þó
verið á markaði í 20 ár), og henta bet-
ur þörfum íslenskra byggðalaga.
Ég tel að það sé mikilvægt fyrir
ríki og sveitarfélög, ásamt íslenskum
einkaaðilum, að styrkja hvers kyns
framtak í vetnistækni, vegna þess að
samkeppni milli ýmissa tegunda ný-
tækni hlýtur alltaf að leiða til betri út-
komu fyrir okkar samfélag.
Staða vetnistækni á Íslandi
René Biasone fjallar um
mögulega vetnisvæðingu ’Það er algjörlega í þáguíslenskra hagsmuna að
hefja rannsóknir og gera
tilraunir á vetnisskipum
og auka yfir höfuð rann-
sóknir á vetnistækni.‘
René Biasone
Höfundur er doktorsnemi í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands.
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel
að það liggi ekki nægilega ljóst fyr-
ir hvernig eða hvort hinn evangel-
ísk-lútherski vígsluskilningur fari í
bága við það að gefa saman fólk af
sama kyni …“
Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til
vígslubiskups Skálholtsstiftis, bisk-
ups Íslands, kirkjuráðs og kirkju-
þings.
Jakob Björnsson: Útmálun helvít-
is. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr
losun koltvísýrings í heiminum bor-
ið saman við að álið væri alls ekki
framleitt og þyngri efni notuð í far-
artæki í þess stað, og enn meira
borið saman við að álið væri ella
framleitt með raforku úr elds-
neyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar
um rjúpnaveiðina og auglýsingu um
hana, sem hann telur annmarka á.
Eggert B. Ólafsson: Vegagerðin
hafnar hagstæðasta tilboði í flug-
vallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru sam-
an fjórir valkostir fyrir nýjan inn-
anlandsflugvöll.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar