Morgunblaðið - 16.12.2005, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Herborg Jóns-dóttir fæddist á
Herríðarhóli í Ása-
hreppi í Rangár-
vallasýslu 4. maí
1936. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 7. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar ar
voru Jón Jónsson frá
Hárlaugsstöðum, f.
12. janúar 1897, d. 3.
október 1970 og
Rósa Runólfsdóttir,
f. 8. febrúar 1908, d.
12. júlí 1987. Systkini Herborgar
eru: Guðrún, f. 22. maí 1928, Knút-
ur, f. 20. júlí 1929, Sigurður, f. 23.
júlí 1931, Sigrún, f. 18. janúar
1933, Jón Vídalín, f. 27. júní 1934,
Helgi, f. 31. ágúst 1937, d. 12. jan-
úar 1997, Inga, f. 3. ágúst 1939,
Lóa, f. 29. maí 1941, Kristín, f. 26.
júní 1943, Ásta, f. 24. mars 1945,
María, f. 20. október 1947, d. 5. júlí
1949, Maja, f. 21. júní 1950, Arnar,
f. 12. desember 1951 og Kristín
Herríður, f. 21. október 1953, d.
11. desember 1957.
Herborg giftist Braga Jónssyni
7. október 1961. Foreldrar hans
voru Jón Tómasson, f. 3. desember
1896, d. 28. september 1953, og
Steinunn Árnadóttir, f. 5. júlí 1893,
d. 6. september 1971. Börn Her-
borgar og Braga eru: 1) Sigríður,
f. 4. júlí 1960, gift Kjartani Lillien-
dahl, f. 8. október 1961. Dætur
þeirra eru Kristín
Björk, f. 2. júlí 1992
og Helga Björt, f. 29.
maí 1994. 2) Jón
Trauti, f. 21. ágúst
1961, kvæntur Krist-
ínu Laufeyju Reynis-
dóttur, f. 10. júlí
1963. Synir þeirra
eru Bjarki Þór, f. 2.
júlí 2000 og Hannes
Örn, f. 20. septem-
ber 2001. 3) Tómas,
f. 14. júní 1964, sam-
býliskona Sigrún
Edda Sigurðardótt-
ir, f. 27. júní 1972, dóttir hennar er
Sandra Birna Ragnarsdóttir, f. 5.
janúar 1992. Dóttir þeirra er Hera
Brá, f. 28. desember 2004. 4) Her-
mann Kristinn, f. 21. nóvember
1965, kvæntur Jóhönnu Þorsteins-
dóttur, f. 6. febrúar 1967. Börn
þeirra eru Ásdís Birna, f. 24. októ-
ber 1992 og Kristinn Freyr, f. 20
júní 1995.
Herborg og Bragi stofnuðu
heimili sitt í Vestmannaeyjum og
bjuggu þar sín búskaparár. Í byrj-
un sá hún um heimilið en fljótlega
þurfti hún að fara út að vinna. Eft-
ir að þau skildu 1990 bjó hún í
Reykjavík og síðar í Kópavogi.
Vann hún við aðhlynningu aldr-
aðra og seinustu ár sín vann hún á
sambýli í Garðabæ.
Útför Herborgar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Nú er komið að kveðjustund og
margs er að minnast. Frá æsku-
heimili sínu á Herríðarhóli, eða
Herru eins og það er almennt nefnt,
átti móðir okkar góðar stundir.
Henni var efst í huga þegar hún tal-
aði um æskuár sín að þau hefðu ein-
kennst af útiveru. Mörgum stund-
um fylgdi hún pabba sínum til hans
verka, m.a. fylgdist hún með því
þegar hann vann í smiðjunni við að
smíða úr járni það sem hann van-
hagaði um hverju sinni, hann var
mikill hagleiksmaður. Við systkinin
urðum líka þeirrar reynslu aðnjót-
andi að dvelja á Herru nokkur sum-
ur. Það var ánægjulegt að taka þátt
í því starfi sem þar fór fram. Við
eigum góðar minningar frá því að
gefa taka þátt í heyskap, sækja
kýrnar, gefa hænunum, vitja um
netin á vatninu og taka þátt í því lífi
sem var í sveitinni. Á Herru voru
afi og amma ætíð til staðar en
systkini mömmu voru miklir þátt-
takendur í sveitastörfunum. Við
nutum sérstaklega hlýju og um-
hyggju frá Lóu frænku, þegar við
vorum ung og án mömmu í sveit-
inni.
Bernskuminningar frá uppvexti
okkar í Vestmannaeyjum eru helst-
ar frelsið sem einkenndi leik okkar
hvort sem var við leik inni eða at-
hafnir úti. Á heimilinu var stofan
leikvangur okkar þar máttum við
snúa við húsgögnunum og byggja
hús eða hvað eina. Mamma sýndi
þessum leik okkar alltaf skilning og
umburðarlyndi. Úti við barst leikur
og landkönnun oft niður á bryggju
eða inn í dal. Mamma mátti því oft
leita að okkur fyrir kvöldmatinn.
Saman byggðu pabbi og mamma
heimili að Hrauntúni 19 sem þau
fluttu inn í árið 1970. Heimili okkar
var fallegt, skemmtilegt útsýni og
hraunið umhverfis húsið fékk að
halda sér. Á neðri hæð hússins var
vinnuaðstaða sem pabbi notaði til
smíða. Mamma var handlagin og
unnu þau stundum saman að verk-
efnum bæði fyrir heimilið og aðra.
Unglingsárin þar voru litrík og
skemmtileg. Þar var alltaf nóg að
gera við vinnu og leik. Það kom ber-
lega í ljós kraftur hennar og sköp-
unargleði. Hún var alltaf að brasa
eitthvað og koma í framkvæmd
hugmyndum sem hún fékk. Hafði
hún okkur oft með í því. Drifkraft-
ur, elja og hvatning hennar kom
okkur til góða. Var hún alltaf til
taks og studdi okkur eindregið til
náms og annarra verka. Hún var
stolt af því sem við börnin hennar
gerðum í námi. Það var alveg sama
hvað hún tók sér fyrir hendur þá
leysti hún það vel. Jólin voru alltaf
sérstakur tími í huga hennar og hjá
okkur systkinunum. Hafði hún sér-
staklega gaman af því að skreyta og
hafa það hlýlegt um jólin. Hún var
sjálfstæð og áræðin, hún vílaði ekki
fyrir sér að vera öðruvísi ef það
hentaði henni. Hún hjólaði um alla
Eyju löngu áður en það varð al-
gengt og fékk viðurnefnið „konan á
hjólinu“.
Eftir skilnað flutti hún til
Reykjavíkur þar sem við systkinin
vorum búsett. Þegar barnabörnin
fóru að koma naut hún þess að vera
með þeim. Hún sýndi barnabörnum
sínum hlýju og sérstaka alúð. Hún
hafði gaman af að kenna þeim og
liðsinna og gerði hún hlutina með
þeim, en þau fengu að gera hlutina
á sínum hraða og á eigin forsend-
um. Gönguferðir út í náttúruna og
að virða og njóta hennar kenndi
hún þeim. Eitt af þeim hugðarefn-
um sem hún sinnti mikið í seinni tíð
var að rækta plöntur. Hún hafði
barnabörn sín með í þessari garð-
rækt og við systkinin nutum góðs af
þessari ræktun hennar þegar kom
að því að gróðursetja í lóðirnar hjá
okkur.
Mamma naut þess að vera úti í
náttúrunni og leggja sitt af mörk-
unum til þess að fegra hana og
bæta. Nokkur sumur tók hún þátt í
vinnu sjálfboðaliðasamtaka og kom
að gerð göngustíga víðs vegar um
landið. Hún hafði gaman af að eiga
samskipti við aðra og vílaði ekki
fyrir sér að fara með nýjum hópum
í ferðir þar sem hún kynntist
skemmtilegu fólki. Hún hafði oft á
orði að í einni ferðinni hefði hún
sofið úti undir berum himni og notið
fegurðar og kyrrðar. Mamma var
mikill vinur vina sinna. Hún sá allt-
af það jákvæða í öllum og þó svo að
við kynntumst ekki nema broti af
vinum hennar höfðum við góða hug-
mynd um þá út frá því sem hún
sagði gott um þá. Mamma naut þess
að hitta skólasystur sínar frá Hús-
mæðraskólanum á Laugavatni, þær
hittust árlega fyrstu helgina í maí.
Seinast þegar þær hittust fögnuðu
þær 50 ára útskriftarafmæli.
Okkur er minnisstætt seinasta af-
mælið hennar þá var hún 69 ára og
okkur lánaðist að koma henni á
óvart. Við sungum fyrir hana af-
mælissönginn og á eldhúsborðinu
loguðu 69 kerti. Þetta gladdi hana
mikið. Eitt barnabarnanna spurði
hana hve gömul hún væri, hún svar-
aði um hæl að hún væri 59 ára. Það
svar sýnir glöggt hvernig henni leið,
hún var lífsglöð og létt í lund. Þessi
uppákoma var henni hugstæð lengi
á eftir.
Í veikindum sínum hélt mamma
jákvæðni sinni og bjartsýni en hún
átti ekki afturkvæmt eftir að hún
fór í aðgerð á Landspítalanum við
Hringbraut í október. Minning um
ástkæra móður mun lifa í hjarta
okkar.
Sigríður, Jón Trausti, Tóm-
as og Hermann Kristinn.
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína, hana Herborgu.
Ég kynntist henni fyrir rúmum átta
árum þegar ég hóf sambúð með
Jóni Trausta syni hennar. Herborg
tók mér opnum örmum og minnist
ég fyrstu heimsókna minna til
hennar þar sem hún bauð upp á sitt
eigið te úr birkilaufi sem hún hafði
tínt og þurrkað.
HERBORG
JÓNSDÓTTIR
Elsku amma.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar okkar saman, nú ert þú
búin að finna friðinn og líður
vel.
Láttu guðs hönd þig leiða
hér, lífsreglu halt þá bestu:
blessað hans orð, sem boðast
þér, í brjósti og hjarta festu.
Hvíl í friði elsku amma.
Þinn
Kristinn Freyr.
Elsku amma. Það var alltaf
svo gaman þegar þú komst í
heimsókn til okkar. Þegar ég og
þú fórum út í garð að sinna
plöntunum. Þú varst alltaf svo
góð við mig og gafst mér marg-
ar fallegar plöntur.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín,
Helga Björt.
Fegursta stund ævinnar lifir eins lengi
og við sjálf, þó hún hafi ekki verið nema
augnablik.
(Hulda Almar Brá.)
Elsku amma. Takk fyrir allar
þær stundir sem við áttum
saman og takk fyrir það minn-
ingasafn sem við höfum skapað
og bætt reglulega í. Það eru svo
margar fallegar minningar sem
koma uppí hugann þegar ég
hugsa um þig. Ég man eftir öll-
um blómunum þínum, gleðinni
þinni, brosi og hlátri. Þótt ég
hafi þig ekki lengur hjá mér
munu Guð og hans englar vera
með þér. Guð gefi þér eilíft líf
elsku amma.
Kristín Björk.
Elsku amma Herborg, þú
varst lasin á sjúkrahúsi. Núna
ertu dáin og það er leiðinlegt.
Þú ert engill. Amma bakaði
alltaf pönnukökur handa strák-
unum sínum. Það var gaman að
fara í göngutúr í skóginum hjá
ömmu. Okkur þótti mjög vænt
um ömmu Herborgu.
Bjarki Þór og Hannes Örn.
Elsku Herborg, amma.
Takk fyrir allar stundirnar
okkar saman, frá því að við
kynntumst. Þú sagðir alltaf að
barnabörnin þín væru átta, mér
þykkir ávallt vænt um að hafa
orðið eitt þeirra. Ég á góðar
minningar frá ferð okkar sam-
an á Akur að skoða allt lífræna
grænmetið. Við skemmtum
okkur konunglega saman þá.
Þín
Sandra Birna.
HINSTA KVEÐJA
✝ Jón Guðjónssonfæddist í
Reykjavík 20. jan-
úar 1924. Hann lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 8. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðjón Jóns-
son frá Dagverðar-
nesi á Rangárvöll-
um og Magnea
Halldórsdóttir frá
Ólafsfirði. Jón var
elstur af níu systk-
inum, hin eru:
Grétar, Þórmar, Þórir Bogi, Ein-
ar, Hilmar, Hlín, Elísa og Bragi
Guðjónsbörn.
Jón kvæntist Helgu Þorleifs-
dóttur úr Svarfaðardal 1948.
Þau eignuðust þrjár dætur, þær
eru: Selma, f. 1947, búsett í Sví-
firði þar sem hann lauk gagn-
fræðaprófi. Fjölskyldan bjó
nokkur ár í Málmey í Skagafirði
og gegndi Jón þar hlutverki
kennara fyrir yngri systkinin.
Jón fór snemma að stunda sjó-
sókn og lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum 1947. Jón var
skipstjóri á nokkrum bátum og
togurum, stundaði sjósókn frá
Vestmannaeyjum og fylgdi fjöl-
skyldan þá með. Þar var hann
m.a. skipstjóri á Sigurði Pétri og
Eyjabergi. 1962 kaupir hann
bátinn Andvara VE 101, stækkar
við sig 1969 er hann kaupir
Arnaberg RE 101 og er skip-
stjóri samhliða útgerðinni á báð-
um bátunum. Jón hættir stærri
útgerð um 1975 en kaupir lítinn
trillubát sem hann kallar einnig
Arnaberg 101 og gerir hann út
frá Hrísey á sumrin. Áhugamál
Jóns hin síðari ár var skógrækt
sem hann stundaði af mikilli al-
úð í Þrastarskógi.
Útför Jóns fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
þjóð og á tvö börn,
Stefan og Christel
Sahlin, Hildur
Gréta, f. 1948, gift
Sigmundi Karli Rík-
arðssyni og eiga
þau tvo syni, Ríkarð
og Jón Teit, og
Magnea Björg, f.
1953, á son, Loka
Alexander Hopkins.
Helga á tvö börn
fyrir, þau eru: El-
ísabet Óskarsdóttir,
á fjögur börn, Ósk-
ar, Sigrúnu Pálínu,
Helgu Björgu og Indriða, og Jón
Leifur Óskarsson, kvæntur Láru
Ingólfsdóttur og eiga þau þrjá
syni, Óskar, Birki og Orra.
Afkomendur Jóns og Helgu
eru orðnir 36.
Jón ólst upp að mestu á Siglu-
Kveðja frá pabbastelpum.
„Ó, pabbi minn kæri, komdu nú
heim,“ var eitt af okkar uppáhalds-
lögum í gamla daga þegar þú varst á
sjó og við Selma í skátunum. Glamr-
að var á gítar þrjú gripin sem við
kunnum og sungið var af mikilli til-
finningu. Og þú komst alltaf heim og
það voru alltaf gleðifundir. Einhvern
veginn var hátíð í bæ þegar þú
komst af sjónum, ekki af því að
heimilisástandið væri slæmt heldur
máttum við gera ýmislegt þegar þú
varst heima sem mamma bannaði og
svo glottum við saman þegar það
tókst að plata múttu. Það voru líka
alger jól þegar þú komst heim úr
siglingum, hlaðinn gjöfum, stundum
leikföng, falleg föt og einu sinni
komstu með flottasta píanó sem við
höfðum séð sem prýddi alla tíð ykkar
fallega heimili. Við viljum líka þakka
þér, pabbi minn, fyrir að vera þessi
góða fyrirmynd alla tíð. Þú varst
ótrúlega harður í horn að taka í allri
vinnu og þetta gafstu okkur öllum í
vöggugjöf stelpunum þínum. Við
segjum líka alltaf þegar við göngum
fram af fólki að þetta sé allt pabba að
kenna, þessi dugnaðarforkur,
skemmtilegi og góði pabbi sem þú
varst okkur alla tíð. Þær munu lengi
lifa prakkarasögurnar af þér og þín-
um bræðrum á Siglufirði og víðar
sem þú sagðir bæði okkur og afa-
börnunum þínum.
Það er líka gaman að hugsa til
baka um allar þær skemmtilegu
stundir á heimilinu þegar frændfólk
og vinir komu í heimsókn. Allir voru
velkomnir og hlýja ykkar mömmu og
traust var greinilega það sem fólki
fannst eftirsóknarvert. Það var líka
mikið hlegið hvort sem var í Hrísey, í
Þrastarskógi eða á heimilum okkar í
Reykjavík,Vestmannaeyjum eða á
Seltjarnarnesi. Þú kenndir okkur að
spila og það var oft skemmtilegt við
spilaborðið á árum áður og sér í lagi
þegar maður náði smá að svindla
sem þú og afi kennduð okkur, en það
var nú partur af leikreglunum, svo
var gert grín að öllu saman.
Þú varst alltaf tilbúinn með hvatn-
ingu og að gefa okkur tækifæri.
Þú varst okkar fyrirmynd, pabbi
minn, og ekki síst á sjónum þegar við
fengum meira að segja tækifæri til
að fara með þér á sjó. Í dag er Arn-
arbergið þitt í fullum gangi í Hrísey
og í dag kunnum við að verka og
vinna harðfisk eins og þú kenndir
okkur og að meta auðlindina hafið að
verðleikum, sem hefur skipað svo
stóran sess í lífi okkar allra.
Nú reynum við að hugsa eins vel
um mömmu eins og þú gerðir á
Hrafnistu, þar á starfsfólk góðar
minningar um herramanninn sem
lífgaði svo sannarlega upp á and-
rúmsloftið.
Þakka þér fyrir, pabbi, að kenna
okkur að bera virðingu fyrir öðrum,
að vera sjálfum okkur samkvæm og
að vera trú og trygg okkar vinum og
vandamönnum.
Hvíl þú í friði elsku pabbi,
Selma, Hildur og Magnea
Björg.
Kæri stjúpi. Nú er sú stund runn-
in upp að við getum ekki lengur setið
saman og spjallað. Dvöl þinni á með-
al okkar lauk í svefni að morgni 8.
des. síðastliðinn.
Þegar fundum okkar bar fyrst
saman var ég tíu ára snáði að koma
úr rúmlega árs dvöl hjá Guðrúnu
móðursystur minni í Hrísey. Eftir-
væntingin var mikil að hitta þig í
fyrsta sinn og ekki síst vegna þess að
ég hafði eignast litla systur. Strax
frá upphafi tókst með okkur vinátta
sem entist æ síðan. Á þessum fyrstu
árum varst þú mikið til sjós á tog-
urum og því sjaldan heima og var
það miður. Seinna fórst þú að róa á
bátum og varst þá oftar og lengur
heima. Um 1968 eignaðist fjölskyld-
an sumarbústað í landi Norðurkots í
Grímsnesi og upp frá því voruð þið
mamma þar eins oft og færi gafst.
Þarna fékkst þú útrás fyrir nýtt
áhugamál, trjáræktina sem seinna
tók stóran hluta af frítíma þínum í
bústaðnum. Stundum vorum við
Lára ásamt syni okkar í bústaðnum
með ykkur um helgar. Eina slíka
helgi sóttum við þig til Þorlákshafn-
ar á grænu Cortínunni og fórum í
bústaðinn. Á leiðinni fékkst þú þér
kaffi, fullt lok af kaffibrúsa, og viti
menn, ekki fór dropi niður þó veg-
urinn væri bæði holóttur og krók-
JÓN
GUÐJÓNSSON