Morgunblaðið - 16.12.2005, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Richard Jónssonfæddist í Reykja-
vík 30. ágúst 1920.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi hinn 8.
desember síðastlið-
inn. Hann var sonur
Jóns Sigurðssonar,
skipstjóra, f. 1892 á
Fagurhóli á Vatns-
leysuströnd, d. 1973,
og Guðrúnar Hall-
dóru Sigurðardótt-
ur, f. 1889 á Lamb-
astöum á
Seltjarnarnesi, d. 1948. Eftirlif-
andi stjúpmóðir Richards er Dýr-
finna Tómasdóttir, f. 1912. Systk-
ini Richards eru: Anna Hulda,
Marta, Sigurður Þórir og Guð-
mundur, sem eru látin, en eftirlif-
andi systur eru Sigurveig og
Helga.
Eftirlifandi eiginkona Richards
er Erla Þórðardóttir, f. 26. desem-
ber 1928 í Reykjavík. Þau giftust
11. febrúar 1950. Þau áttu þrjú
börn. Þau eru: 1) Guðrún Halldóra,
f. 8. apríl 1948, d. 29. september
2003, giftist Skúla Birni Árnasyni
árið 1973, þau skildu. Börn þeirra:
Áslaug, f. 14. apríl 1973, og
Trausti, f. 10. október 1976. Sam-
býlismaður Áslaugar var Bjarni
Friðrik Jóhannsson og dóttir
þeirra er Emilía Ósk, f. 20. júní
1997. Áslaug og Bjarni slitu sam-
vistum. Núverandi sambýlismaður
Áslaugar er Magnús Grétar Ingi-
bergsson. Sambýlis-
kona Trausta er
Brynja Steinarsdótt-
ir og dóttir þeirra er
Salka Sól, f. 26. febr-
úar 2004. Eftirlif-
andi sambýlismaður
Guðrúnar er Jó-
hannes C. Klein.
2) Þórdís, f. 3. nóv-
ember 1951, sam-
býlismaður hennar
var Már Viðar Más-
son og dóttir þeirra
er Snædís Erla, f. 7.
janúar 1970. Sam-
býlismaður Snædísar er Michel
Hübinette og dóttir þeirra Júlía
Saga, f. 16. ágúst 1999. Þórdís og
Már slitu samvistum. Þórdís flutt-
ist til Svíþjóðar. Sambýlismaður
hennar var Klas Göran-Strand-
berg og sonur þeirra er Jón And-
ers, f. 22. janúar 1981. Þórdís og
Klas slitu samvistum. Núverandi
sambýlismaður Þórdísar er Per-
Otto Sylwan. 3) Ingibjörg, f. 18.
mars 1953, giftist árið 1976 Kristni
Karli Dulaney. Börn þeirra: Rich-
ard, f. 14. júní 1976, og Erla, f. 20.
mars 1979, sambýlismaður hennar
er Snorri Bjarnvin Jónsson.
Richard starfaði sem verkstjóri í
Málningarverksmiðjunni Hörpu í
48 ár og síðar sem næturvörður
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í
níu ár. Hann lét af störfum 1992.
Útför Richards verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Um næstsíðustu aldamót, árið
1902, hóf tíu ára drengur sjóróðra
með föður sínum á opnum bát frá
Vatnsleysuströnd á Reykjanesi. Þar
var afi okkar, Jón Sigurðsson, að
stíga sín fyrstu spor á löngum og
gæfuríkum ferli til sjós. Faðir hans,
Sigurður Þorláksson, langafi, var
sjómaður og formaður í 50 ár á
Suður- og Austurlandi. Þuríður
langamma sá um heimilið og hefur
hún eflaust beðið marga heita bæn
fyrir syninum unga og eiginmanni
sínum þegar þeir reru til fiskjar.
Á sama tíma var þrettán ára
hnáta, Guðrún Halldóra, Jónveigu
móður sinni innan handar við heim-
ilisstörf á Seltjarnarnesi meðan
húsbóndinn, Sigurður Ingjaldsson,
sótti sjó. Er tímar liðu lágu leiðir
Jóns og Guðrúnar saman, þau
gengu í hjónaband og stofnuðu
heimili á Vitastíg 12 í Reykjavík.
Þar bjó þá Jónveig langamma með
seinni manni sínum, Guðmundi,
ásamt Árna syni þeirra. Ungu hjón-
in tóku lán í banka og byggðu ofan
á húsið sem var á einni hæð.
Jón hafði tekið próf úr Sjó-
mannaskólanum og vann á ýmsum
skipum Eimskipafélagsins, fyrst
sem háseti og stýrimaður, seinna
skipstjóri. Guðrún Halldóra ól hon-
um sjö mannvænleg börn. Richard
fæðist sem þriðja barn í hópnum,
litli bróðir Önnu Huldu og Mörtu.
Brátt urðu bræðurnir þrír, Rikki,
Siggi og Gummi. Sigurveig bætist
svo í hópinn og tíu árum á eftir
Richard, fæðist yngsta systirin,
Helga.
Það var nóg að gera hjá Guðrúnu
á Vitastígnum sem líkt og margar
aðrar íslenskar sjómannskonur
þurfti einsömul að axla ábyrgð upp-
alandans. Hún naut þó fulltingis
Jónveigar sem orðin var ekkja í
annað sinn og flutt á efri hæð húss-
ins. Voru Richard og bræður hans
með herbergi hjá henni þegar þeir
stálpuðust og hún kenndi þeim
margt. Pabbi signdi sig alltaf áður
en hann fór í nærskyrtuna og vitn-
aði þar í móðurömmu sína sem var
trúuð kona.
Samband systkinanna var gott og
þau hjálpuðu öll til við rekstur
heimilisins og að gæta hvert ann-
ars. Richard fór margoft með syst-
ur sínar þær Sigurveigu og Helgu
litlu í barnavagni niður á höfn.
Hann dreymdi um að sigla um höf
og lönd og eitt sinn vildi svo illa til
að meðan hann lét hugann reika
datt Sigurveig systir hans í sjóinn.
Henni var samstundis bjargað af
vöskum manni en Richard varð að
segja mömmu sinni og ömmu frá
óförunum og hefur að öllum lík-
indum verið heldur niðurlútur.
Skólagöngu Richards lauk eftir
barnapróf og hann hóf 12 ára gam-
all að vinna sem sendill hjá Pétri
Guðmundssyni í Málaranum í
Bankastræti. Fór afskaplega vel á
með þeim Pétri. Eitt af störfum
sendilsins var að fara með olíuliti til
listmálara. Þeirra á meðal var Jó-
hannes Kjarval sem bjó í Miðbæn-
um. Sagði Richard oft frá þessum
viðkynnum, persónu Kjarvals eins
og hann kom fyrir augu unglingsins
og málverkunum sem hann sá verða
til á trönum, veggjum og meira að
segja skorsteininum í íbúð Kjarvals.
Richard langaði að fara í Sjó-
mannaskólann eins og faðir hans,
en hann átti sér einnig annan
draum, að læra söng. Hann hafði
frábæra söngrödd. Aðstæður leyfðu
þó ekki lengra nám. Þegar Richard
var 15 ára stofnaði Pétur í Mál-
aranum ásamt öðrum Málningar-
verksmiðjuna Hörpu h.f. og réð
sendisveininn til starfa þar þegar á
fyrsta degi. Richard ílengdist í
Hörpu og starfaði þar lengst af sem
verkstjóri. 1983 gerðist hann vakt-
maður hjá Rannsóknarlögreglu rík-
isins.
Alla sína tíð lifði og hrærðist
Richard í Reykjavík og hafði mörgu
að miðla til barna og barnabarna
um þróun lifnaðarhátta í borginni.
Var oft fróðlegt og skemmtilegt að
hlusta á frásagnir hans.
Þegar Richard var innan við þrí-
tugt lést móðir hans og var það allri
fjölskyldunni sár missir. Mæðginin
voru náin og minntist Richard móð-
ur sinnar jafnan með ástúð og virð-
ingu.
Við fráfall Guðrúnar Halldóru
var Richard lofaður fallegri stúlku,
Erlu Þórðardóttur, sem vann í ljós-
myndavöruversluninni Týli í Aust-
urstræti. Þau kynntust árið1946 og
að hans eigin sögn varð hann ást-
fanginn af henni við fyrstu sýn.
Richard og Erla gengu í hjónaband
1950 og fluttu í tveggja herbergja
íbúð á Vífilsgötu 20 með Guðrúnu
dóttur sína á þriðja ári. Við syst-
urnar urðum þrjár og fjölskyldan
lifði eins og þá tíðkaðist hjá alþýðu
manna. Á heimilinu var hvorki bíll
né kæliskápur, og lengi var lánaður
sími uppi á lofti hjá nágrönnunum.
En það var til gott safn bóka. Rich-
ard átti útvarp sem hann hlustaði
mikið á og Erla lék á píanó. Alltaf
var spilað og sungið í veislum hjá
Rikka og Erlu og gestkvæmt á
heimili þeirra. Richard eignaðist
segulbandstæki og um leið nýtt
áhugamál sem varaði ævilangt, en
það var að taka upp útvarpsþætti.
Þegar hann var kominn á miðjan
aldur keypti hann sér myndbands-
tæki og tók upp efni úr sjónvarp-
inu. Eftir hann liggur heilmikið
safn af fróðlegu og skemmtilegu
efni. Richard hafði einnig mikla
ánægju af útiveru, var göngugarpur
og hestamaður sem naut þess að
fara í útreiðatúr með góðvini sínum,
prófessor Þorkeli Jóhannessyni.
Hann var félagslyndur maður, oft
hrókur alls fagnaðar og hafði unun
af að ræða við fólk.
Richard var heimakær og trygg-
ur heimilisfaðir. Jólahaldið er okkur
systrunum eftirminnilegt en þá var
pabbi í essinu sínu og ímyndunarafl
hans fékk að njóta sín, t.d. þegar
hann og enginn nema hann skreytti
litla gervijólatréð. Þegar fjölskyld-
an var flutt á Skúlagötu 4 í Hörpu-
kot, lítið íbúðarhús í eigu verk-
smiðjunnar, hjálpaði hann okkur að
byggja bú í Hörpuportinu eins og
það var kallað og þar gátum við
stelpurnar unað við leiki.
Richard var hávaxinn og laglegur
með mikið, svart hár. Brosið hans
var hlýtt. Hann var sterkur per-
sónuleiki, ákveðinn maður sem
gustaði af, en jafnframt blíður og
umhyggjusamur. Hann gerði oft að
gamni sínu og kom okkur til að
hlæja.
Við kveðjum hann föður okkar
með hjartans þökk fyrir allt hið
góða sem hann gaf okkur.
Hvíldu í friði, elsku pabbi.
Þórdís Richardsdóttir,
Ingibjörg Richardsdóttir.
Elsku afi er farinn frá okkur, það
var svo sárt að sjá þig fara en við
trúum því að þér líði betur núna.
Okkur þykir rosalega vænt um þig
og eigum eftir að sakna þín mikið.
Það verður skrítið að hafa þig ekki
hjá okkur í Engjaselinu um jólin
eins og alltaf en við vitum að þú
verður hjá okkur í anda. Við lofum
að passa vel upp á ömmu fyrir þig
sem var þér allt. Við eigum svo
margar góðar minningar um ynd-
islegan afa sem var einnig okkar
besti vinur. Afi var mikið fyrir að
tala og var hann alltaf að segja okk-
ur skemmtilegar sögur frá því að
hann var ungur og þegar þau amma
kynntust. Við fengum oft að gista
hjá þeim þegar við vorum lítil og
var það alltaf jafn notalegt. Afi var
mikið fyrir að grínast í okkur, enda
mikill húmoristi. Hann var mikið
fyrir að taka upp á vídeó hina ýmsu
þætti og fróðlegt efni og var alltaf
að sýna okkur eitthvað nýtt og
skemmtilegt. Hann veitti okkur
mikla hlýju og vináttu og vildi alltaf
fylgjast með öllu því sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Við geymum sögurnar í hjarta
okkar og munum segja börnum
okkar frá þér þegar þau koma. Við
viljum þakka þér, elsku afi, fyrir
allt sem þú varst okkur. Megi guð
og englarnir geyma þig og láta þér
líða vel.
Þín barnabörn
Erla og Richard.
Það var um og rétt fyrir miðja
síðustu öld að fimm ungar stúlkur,
vinkonur úr austurbæ Reykjavíkur,
staðfestu ráð sitt og stofnuðu til
heimilis. Í meira en hálfa öld hafa
þau vináttubönd, sem þarna urðu
til, tengt saman þá tíu einstaklinga
sem þarna áttu hlut að máli. Þetta
var góður tími með miklum um-
svifum og vaxandi frændgarði. Nú
hafa þrír úr hinum upphaflega hópi
horfið yfir móðuna miklu og við
sem eftir lifum horfum á eftir þeim
með tregablöndnum söknuði. Við
trúum því að sá mikli dómari, sem
skammtar mönnunum dagleiðir,
muni gefa kost á endurfundum þótt
síðar verði.
Richard Jónsson, eiginmaður
Erlu Þórðardóttur, lést á sjúkra-
húsi í Reykjavík 8. desember sl. og
er í dag kvaddur hinstu kveðju.
Richard var borinn og barnfæddur
Reykvíkingur og var um áratugi
verkstjóri hjá Málningarverksmiðj-
unni Hörpu.
Richard var einhver mesti sögu-
maður sem ég hef kynnst um dag-
ana. Hann hafði yndi af því að segja
frá liðnum atburðum og gerði það
með eftirminnilegum hætti. Röddin
var hljómmikil og falleg og stund-
um brá hann fyrir sig þeirri þjóð-
legu íþrótt að líkja eftir rödd þeirra
sem við söguna komu. Honum var
mjög hugleikið að segja frá ferðum
sem hann fór ungur með föður sín-
um, Jóni Sigurðssyni, sem lengi var
skipstjóri hjá Eimskip, síðast á
flaggskipinu Gullfossi á árunum
1951 til 1958. Í þessum ferðum
kynntist Richard öllum meginhöfn-
um landsins en einnig áfangastöð-
um erlendis. Frásagnir hans höfðu
að geyma margvíslegan fróðleik um
aðstæður sem nú eru ekki lengur
fyrir hendi.
Mjög í ætt við frásagnargáfuna
var áhugi Richards á málefnum líð-
andi stundar. Hann hóf snemma að
taka margs konar efni úr útvarpi
upp á hljóðsnældur og með aukinni
tækni komu myndbönd í staðinn
fyrir snældurnar og sjónvarp í stað-
inn fyrir útvarp. Úr öllu þessu varð
með tímanum mikið safn sem Rich-
ard varðveitti og skrásetti af mikilli
kostgæfni. Stundum bar það við,
þegar maður var gestkomandi hjá
þeim hjónum og löngu liðin atvik
bar á góma, að húsbóndinn sótti
spólu í safnið og leyfði manni að sjá
eða heyra samtímaheimildir um
þann atburð sem til umræðu var.
Þetta sérstaka áhugamál Richards
leiddi til þess að hann var með fróð-
ustu mönnum um innlenda sam-
tímasögu.
Richard Jónsson var fríðleiks-
maður, myndarlegur á velli og ein-
stakt snyrtimenni í klæðaburði.
Lengi framan af eltist hann vel en
þó er því ekki að neita að síðustu
misserin urðu honum erfið. Við erf-
iðara heilsufar bættist sú þunga
raun að dóttir þeirra hjóna, Guð-
rún, féll frá í blóma lífsins fyrir
tveim árum.
Þegar heilsan tók að bila naut
Richard nærgætinnar umönnunar
eiginkonu sinnar sem lagði mikið á
sig til þess að hann mætti vera sem
lengst á heimili þeirra.
Í dag dvelur hugur okkar Ingu
og barna okkar hjá Erlu, dætrum
hennar og fjölskyldum þeirra. Á
sorgarstundu sendum við þeim inni-
legustu samúðarkveðjur um leið og
við biðjum Guð að leggja þeim líkn
með þraut.
Blessuð sé minning Richards
Jónssonar. Hvíli hann í friði.
Sigurður Markússon.
Richard Jónsson, sem nú er
kvaddur, var verkstjóri í Hörpu hf.
hátt í hálfa öld. Hann gat sér orð
fyrir samviskusemi, dugnað og ein-
staka snyrtimennsku allan sinn fer-
il. Hann var gustmikill maður og
setti ávallt mikinn og góðan svip á
umhverfi sitt. Það duldist engum
hver var á ferðinni þegar Richard
fór um.
Hörpu hf. hélst jafnan mjög vel á
fólki og störfuðu margir hjá fyr-
irtækinu áratugum saman og
mynduðu harðsnúinn kjarna lykil-
starfsmanna sem mest mæddi á.
Richard var vissulega hluti af þeirri
liðsheild og mikils metinn af sam-
starfsmönnum, viðskiptavinum og
eigendum fyrirtækisins.
Í framkvæmdastjóratíð föður
míns, Magnúsar Helgasonar, varð
ég þess var að honum þótti einkar
vænt um heilindi Richards og það
hve annt hann lét sér um hag fyr-
irtækisins, enda er leitun að öðrum
eins Hörpu-manni og Richard var.
Fyrir hönd starfsfólks og eigenda
Hörpu hf. votta ég Erlu, dætrunum
og öðrum nánum ættingjum samúð
okkar.
Minningin um góðan mann lifir.
Helgi Magnússon.
Frá fyrstu bernskudögum í
Skuggahverfinu minnist ég konu,
sem ætíð kom á heimilið, ef eitthvað
stóð til: stórþvottur, sláturgerð,
hreingerningar, samkvæmi eða eitt-
hvað þvílíkt. Kona þessi var Þórdís
Guðmundsdóttir, ættuð úr Dýra-
firði. Ömmusystur mínar höfðu
skotið yfir hana skjólshúsi barns-
hafandi og nær allslausri, og í hús-
um ömmu og afa og foreldra minna
ól hún dóttur á jólum 1928. Svo
virtist sem Dísa, eins og hún var
ávallt kölluð, væri alla ævina að
standa skil á þessum greiða. Stúlk-
an, sem hún eignaðist og fékk nafn-
ið Erla, bast sömu tryggðarböndum
við mína fjölskyldu og mamma
hennar. Hef ég nú engan lifandi
þekkt lengur en Erlu og ég vona
innilega, að okkur endist samfylgd-
in sem lengst.
Þegar Erla var fulltíða og föngu-
leg, bað hennar ungur og spengileg-
ur maður, Richard Jónsson að
nafni. Vegna langdvalar erlendis
kynntist ég honum fyrst að marki
kringum 1965. Þau hjón höfðu þá
eignast þrjár mannvænlegar dætur
og voru alloft með þær á sumrin í
sumarbústað foreldra minna á
Vatnsenda. Kynni okkar Richards
urðu síðar náin í hestamennsku.
Hann fór með mér í hesthúsið
minnst vikulega í marga vetur, reið
út með mér og fór með mér í stutt-
ar ferðir á sumrin. Hann kom mér
á þeim nótum í kynni við systkinin í
Fjalli, en þar hafði Erla verið ung í
sveit. Leiddi það svo til vináttu okk-
ar hjóna við þau Sigríði, Lýð og Jón
í Fjalli, sem nú eru öll gengin.
Richard var afar snyrtilegur
maður í framgöngu og trölltryggur
vinum sínum og vinnuveitendum.
Hann vann nær hálfa öld í Málning-
arverksmiðjunni Hörpu og bar hag
þess fyrirtækis ætíð mjög fyrir
brjósti. Tók honum því sárt nær
ævilokum að vita það fyrirtæki
komið á útlendar hendur. Síðustu
tíu starfsárin eða svo, nokkuð fram
yfir sjötugt, vann Richard vörslu-
störf á vegum Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Sinnti hann þeim störfum
af mikilli trúmennsku svo sem hon-
um var lagið og kunni vel að meta
þá góðvild, sem honum var sýnd
þar í starfi.
Richard varð heimilisvinur okkar
hér á Oddagötunni. Börnum okkar
var hann eins og náskyldur frændi
og sýndi þeim mikla hlýju og ástúð.
Eiga þau bæði um hann ljúfar
minningar.
Sagt er, að eplið falli ekki langt
frá eikinni. Dísa yngri, dóttir Rich-
ards og Erlu, sem nú er búsett í
Svíþjóð, var ung að árum ritari hjá
mér um skeið við aðstæður, sem nú
mega heita nær fornaldarlegar. En
betri starfsmaður verður trauðla
fundinn.
Richard er nú allur, hálfníræður
að aldri. Síðustu árin voru honum í
sívaxandi mæli erfið. Þótt dauðinn
hefði búið Richard mikla sorg, er
elsta dóttir þeirra hjóna féll frá fyr-
ir fáum árum langt um aldur fram
vegna illvígs sjúkdóms, kom dauð-
inn til hans sjálfs sem líknari og
lausnari frá þrautum.
Erlu, bernskuvinkonu minni, eft-
irlifandi dætrum, mökum og börn-
um, færum við Ester, kona mín, og
börn okkar, Bergþóra og Þorkell,
innilegustu samúðarkveðjur.
Þorkell Jóhannesson.
Richard Jónsson eða Rikki, eins-
og við kölluðum hann, var glæsi-
menni. Hann minnti á kvikmynda-
leikara frá einhverri löngu horfinni
gullöld, nema hvað Rikki var ekki
að leika, heldur var hann glæsi-
RICHARD
JÓNSSON
Vinur okkar Richard Jónsson
var mannkostamaður sem
verða mun eftirminnilegur öll-
um sem honum kynntust. Hann
og Erla létu sér annt um að
rækja þá æskuvináttu sem
hófst í Norðurmýrinni fyrir
meira en tveimur þriðju hlutum
aldar og því hugsum við nú með
djúpu þakklæti til margra
ljúfra samverustunda. Á sorg-
ar- og kveðjustund vottum við
Erlu, dætrum hennar og fjöl-
skyldunni allri innilegustu sam-
úð. Megi ástvinur þeirra hvíla í
friði.
Steinunn Árnadóttir
og börn.
HINSTA KVEÐJA