Morgunblaðið - 16.12.2005, Qupperneq 49
Sigurður var í hópi þeirra sem
tekst í lífsins argaþrasi að gera aðeins
meira en skyldan býður hverju sinni,
en slíkt krefst jafnan mikillar einbeit-
ingar og viljastyrks. Hann lagði sig
fram um að safna, flokka og hrinda í
framkvæmd ýmsu sem enginn krafði
hann um – að vinna að verkefnum
sem mótuðust af innri löngun. Sigurð-
ur hafði til að bera forvitni um margt
og safnaði ýmsum fróðleik, ekki bara
um skip og báta af öllum tegundum
og æskustöðvarnar vestur í Súðavík,
heldur einnig um ýmislegt sem flokk-
ast undir hinar flóknustu gátur. Upp-
lag hans var að vissu leyti fræði-
mannsins sem veltir fyrir sér og
reynir að leita svara við spurningun-
um sem á knýja. Hann, sjómaðurinn
og trésmiðurinn, hafði að sjálfsögðu
ekki mörg tækifæri til slíkar iðkunar
fremur en aðrir þeir, sem aðeins að
ströngum vinnudegi loknum eða að
lokinni langri starfsævi eiga þess kost
að leyfa þessum sterku löngunum að
ráða för stund og stund. Nú síðast
snerust spurningarnar um landið
okkar fyrir hið svokallaða landnám:
Hvernig voru hugmyndir um dvöl
manna hér fyrir þennan tíma rök-
studdar? Hafði Pýþeasi tekist að sigla
alla leið til Íslands? Voru skipin sem
þeir Miðjarðarhafsbúar notuðu á dög-
um Alexanders hins mikla nægilega
sterkbyggð til slíkrar siglingar? Við
biðum bæði spennt eftir að Amazon
sendi mér bók um siglingar hins
gríska sæfara eftir breska nöfnu
mína, en bókin sú kemur því miður of
seint. Það er hins vegar aldrei of seint
að hugleiða hve dýrmætt það er að
eiga sér svo brennandi áhugamál að
hvorki þverrandi heyrn, sjón og önn-
ur líkamsstarfsemi dragi úr löngun-
inni til að fá að minnsta kosti skýrari
sýn ef ekki óyggjandi svör. Við sem
erum yngri og með skilningarvitin
nokkurn veginn í lagi mættum taka
okkur til fyrirmyndar Sigurð og alla
þá sem láta það eftir sér að verja
nokkrum tíma í leitina miklu. Það er
kannski ekki alltaf uppskeran sem
slík sem máli skiptir heldur verkefnið
sem getur þegar best lætur verið
sjálft ævintýrið sem allir sækjast eftir
að fá lifað.
Vertu kært kvaddur, bróðir.
Jóhanna.
Þegar Sigurður Kristjánsson frá
Súðavík hverfur af sjónarsviðinu,
kveður maður sem lagði gjörva hönd
á margt. Hann var stýrimaður að
mennt og trésmiður að iðn.
Þegar ég minnist Sigurðar og
kynna við hann og konu hans, hverf
ég þrjátíu ár aftur í tímann. Hann var
kominn á æskuslóðir sínar, í Súðavík,
en hafði átt heima í Reykjavík áður og
dvalið í húsnæði ættfólks konu sinnar,
hennar Soffíu Jónsdóttur, að Grett-
isgötu 73. Soffía fylgdi manni sínum
vestur, en kunni ekki vel við sig,
ókunn stað og fólki þar. Ég var líka
nýgræðingur þarna, ásamt konu
minni, sem var frá Danmörku. Það
varð einhvern veginn þannig, að þess-
ar fjölskyldur bundust tryggðabönd-
um og fundu sig í svipaðri félagslegri
stöðu á staðnum. Stutt var milli bú-
staða okkar og heimsóknir tíðar.
Siguður var, eins og fyrr segir, tré-
smiður, og vann hann nú á haustmán-
uðum og fram á vetur að því að inn-
rétta bústað þann, sem mér var
ætlaður sem skólastjóra. Sigurður
var að mestu einn við þetta verk og
vann langan vinnudag. Loks var bú-
staðurinn klár til búsetu. Flutt var í
hann föstudaginn 19. desember 1975.
Sigurður bjó í húsi því, sem Grímur
kaupmaður Jónsson hafði reist og
enn var reisulegt. og stóð skammt frá
höfninni.
Sigurður kenndi piltum smíði í
skólanum og var betri en enginn við
viðhald hans, en ástand skólahússins
var vægast sagt ömurlegt, er ég kom
þarna til starfa.
Búseta fjölskyldna okkar var
skömm á staðnum, Við héldum burt
eftir árið, og fjölskylda Sigurðar ári
síðar. Við mörkuðum því ekki djúp
spor í sögu þorpsins við Álftafjörð.
En kynni okkar entust meðan þessi
hjón lifðu. Soffía lést, eftir langvar-
andi heilsuleysi, 1998. Þau hjón áttu
saman þrjá syni, og kenndi ég þeim
yngsta í skólanum í Súðavík, hann
heitir Rúnar Dagbjartur.
Sigurður var áhugamaður um sögu
og fróðleik og átti margt bóka um þau
efni, eins og Ársrit Sögufélags Ísfirð-
inga. Batt ég þessar bækur fyrir
hann. Þá safnaði hann myndum af
skipum, og átti hann víst myndir af
flestum skipum fyrr og síðar. Merki-
legt safn, sem vonandi verður varð-
veitt vel og dyggilega.
Með Sigurði kveður jarðlífið mæt-
ur maður, sem lagði gjörva hönd á
margt. En maðurinn sjálfur, hvernig
var hann? Sigurður Guðmundur
Kristjánsson var öðlingsmaður í við-
kynningu, hjálpsamur og fljótur til.
Það gerir nefnilega gæfumuninn.
Ég kveð góðan vin og félaga, og
votta aðstandendum hans samúð og
vinarhug við fráfall hans. Blessuð sé
minning hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 49
MINNINGAR
Við fæðumst í
þennan heim með
feigðaról um hálsinn
og lífsganga okkar
vafalaust skrifuð í
himininn. Fanneyju
Gísladóttur þessarar ljúfu og hæg-
látu konu voru ætluð mörg spor hér
í þessu lífi.
Ég undirrituð kynntist henni við
vinnu mína á sambýli fyrir aldraða .
Þegar við tókum tal saman fann
ég strax að hér var óvenju minnug
kona sem var hafsjór af fróðleik
sem hún var e.t.v. ekki endilega að
bera á torg. Þegar hún flutti í Gull-
smára 11 í upphafi þessa árs, tók
það hana dálítinn tíma að koma sér
fyrir í einu litlu herbergi auk þess
sem það hlýtur að vera nokkuð snú-
ið að ganga frá eigum sínum eftir
langa ævi. Þegar þessu var loksins
lokið og hún að venjast nýjum stað-
háttum var komið að því að spjalla
saman. Sá gamli siður sem viðhafð-
ur er á íslenskum heimilum að sjóða
saltfisk á laugardögum er við lýði á
sambýlinu. Eins og segir orð eru til
alls fyrst og ég spurði hana hvort
hún hafi vanist á þennan sið. Hún
svaraði því til að í sveitinni hafi hún
vanist á saltfisk sem barn og þá
þótti henni nýmetið miklu betra en
sá salti eðlilega ekki spennandi, en í
seinni tíð væri því öfugt farið.
Sveitin eins og hún kallaði var
greinilega ekki bara einhver sveit
því hljómurinn í röddinni var með
þeim hætti að minningarnar stóðu
hjarta hennar nær. Ég spurði: Í
hvaða sveit?
Fljótshlíðin var svarið, bærinn
var Miðkot en kominn í eyði fyrir
löngu. Þá sagði ég henni að föð-
uramma mín hefði verið frá Heylæk
sem var að hennar sögn næsti bær
við Miðkot.
Þegar ég sagði henni nánar hvað
hún hafi heitið kannaðist hún vel
FANNEY
GÍSLADÓTTIR
✝ Fanney Gísla-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
16. desember 1914.
Hún lést á LSH í
Fossvogi 10. júní
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Kópavogskirkju
20. júní.
við hana og allt mitt
fólk. Sagði hún mér
frá því að Magnús
langafi minn hefði oft
komið í smiðju til
þeirra og alla tíð verið
sér litlu hnátunni
undur góður enda
barngóður með af-
brigðum. Fanney
mundi líka (af því
henni var sagt frá því)
að Guðrún langamma
mín hefði verið sett í
fóstur sem barn hjá
hreppstjóranum á
Hlíðarenda sem hafði
að hana minnti heitið Erlendur sem
við ákváðum í sameiningu að væri
alveg hárrétt því annar bróðir
ömmu sem síðar var bóndi á Hey-
læk bar einmitt nafn hreppstjórans.
Ég sýndi henni gamlar ljósmyndir
sem voru komnar til ára sinna en
hún þekkti fólkið á myndinni og
vissulega Hlíðarendakirkju sem var
henni afar kær. Fanney hóf einnig
máls á og rifjaði upp úr ævisögu
þjóðþekkts Íslendings sem mér var
vel kunnur, minni hennar var hreint
alveg ótrúlegt sem börn í dag kalla
víst „að vera með límheila“. Nafni
og dóttursonur umgetins manns átti
leið til okkar í Gullsmára og lét ég
Ævar N. Kvaran sem einmitt verð-
ur ársgamall 17. þ.m. heilsa kon-
unum og fannst mér eins og hann
„brosti“ sínu blíðasta og hefur vafa-
lítið fundið til andlegs skyldleika við
bogmanninn Fanneyju.
Hinn 15. maí í vor tók ég senni-
lega síðustu ljósmyndina sem tekin
var af Fanneyju og síðasta sinn sem
ég sá hana sat hún í stól við
gluggann í herberginu sínu búin að
hafa sig til og beið þess að verða
sótt í sunnudagsbíltúr en þar sem
fólk af hennar kynslóð vandist því
ekki að sitja með hendur í skauti
notaði hún tímann og heklaði úr
hvítu garni hlut sem ekki var lokið
við af hennar hálfu en sólskinið um-
lukti þessa vinnusömu hagleikskonu
því margan fallegan hlutinn hefur
hún unnið á sinni löngu ævi því
veggir í herberginu hennar voru
skreyttir með fagurlega unnum út-
saumsmyndum.
Í dag hefði hún fagnað 91 árs af-
mæli sínu, dvölin á sambýlinu var
stutt en ég vil að lokum þakka
Fanneyju góð kynni, heimkoma
hennar í handan-heiminn hefur án
efa verið umlukin birtu og yl þeirra
sem á undan hafa farið og fagnað
einum englinum í viðbót í himna-
ríki.
Englar bjartir lýsi leið
lúnum ferðalangi.
Hefst nú eilíft æviskeið
ofar sólargangi.
Vonarkraftur vermir trú
og viðjar sárar brýtur.
Ótrúleg er elska sú
sem eilífðinni lýtur.
(Jóna Rúna Kvaran)
Öllum ættingjum og vinum sem í
dag hugsa til Fanneyjar eru sendar
hlýjar kveðjur.
Blessuð sé minning Fanneyjar
Gísladóttur.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Lokað
Vegna útfarar STEFÁNS REYNIS KRISTINSSONAR, fram-
kvæmdastjóra Spalar, verður skrifstofa félagsins á Akranesi
lokuð eftir klukkan 11:00 í dag, föstudaginn 16. desember.
Spölur ehf.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
EYJA SIGRÍÐUR VIGGÓSDÓTTIR,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins,
sími 543 3724.
Jóhann Jón Hafliðason,
Sigríður Jóna Jóhannsdóttir,
María O. Jóhannsdóttir, Arngrímur Angantýsson,
Eyrún Þóra, Arnar Davíð, Jóhann Finnur, Bjarki Freyr,
Hlynur Helgi og Hafdís Jóna.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐMUNDA ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Kjörvogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
14. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Alda Guðjónsdóttir, Ásgeir Gunnarsson,
Laufey Kristinsdóttir,
Elísabet Guðjónsdóttir, Bragi Eggertsson,
Sólveig Guðjónsdóttir,
Guðmundur H. Guðjónsson, Dagný Pétursdóttir,
Guðrún M. Guðjónsdóttir, Óskar Pétursson,
Haukur Guðjónsson, Vilborg G. Guðnadóttir,
Fríða Guðjónsdóttir, Karl Ómar Karlsson
Rannúa Leonsdóttir,
Kristín Guðjónsdóttir, Þórir Stefánsson,
Daníel Guðjónsson, María Ingadóttir,
Þuríður H. Guðjónsdóttir, Garðar Karlsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
MAGNÚS KOLBEINSSON,
Stóra Ási,
Borgarfirði,
sem lést mánudaginn 5. desember, verður jarð-
sunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 17. des-
ember kl. 11.00.
Þórunn Andrésdóttir,
Andrés Magnússon, Martha Eiríksdóttir,
Kolbeinn Magnússon, Lára Kristín Gísladóttir,
Jón Magnússon,
Halla Magnúsdóttir, Hreiðar Gunnarsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, systir og fósturdóttir,
ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést mánudaginn 12. desember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 21. desember kl. 11:00.
F.h. annarra vandamanna,
Marvin Ingólfsson, Þóra Björk Ingólfsdóttir,
Ingi Guðjónsson, Margrét Ólafsdóttir.
ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
fyrrverandi skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands, lést á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni, miðvikudaginn 14. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Systkini og systkinabörn.