Morgunblaðið - 16.12.2005, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Stefán ReynirKristinsson
fæddist í Reykjavík
20. september
1945. Hann lést á
Landspítalanum
10. desember síð-
astliðinn. Foreldar
hans voru Kristinn
Stefánsson áfengis-
varnaráðunautur
og fríkirkjuprestur
í Hafnarfirði, f. 22.
nóvember 1900, d.
2. mars 1976, og
Dagbjört Jónsdótt-
ir húsmæðrakennari, f. 20. sept-
ember 1906, d. 1. júlí 1996.
Systkini Stefáns Reynis eru;
Guðrún, f. 1928 (alsystir), og
systkini, samfeðra, Erla Guðrún,
f. 1931, Þráinn, f. 1934, Þóra
Björk, f. 1936, og Kristinn, f.
1937.
Eiginkona Stefáns Reynis er
Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif-
stofustjóri lögfræðiskrifstofu
1973–1976. Hann starfaði hjá
Flugleiðum 1977–1980, fyrst sem
innri endurskoðandi og síðan
fjárreiðustjóri. Stefán Reynir sat
í stjórn Marels hf. frá 1983–
1987. Hann var fjármálastjóri Ís-
lenska járnblendifélagsins á
Grundartanga 1981–1998. Stefán
Reynir var einn af stofnendum
Spalar ehf., félags um gerð og
rekstur jarðganga undir Hval-
fjörð. Hann var fulltrúi Járn-
blendifélagsins í fyrstu stjórn fé-
lagsins og sat í stjórn Spalar þar
til hann tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Spalar 1. mars
1998. Því starfi gegndi hann til
æviloka. Hvalfjarðargöngin voru
fyrsta einkaframkvæmd í sam-
göngumálum á Íslandi og vakti
gerð ganganna og fjármögnun
þeirra mikla athygli víða um
heim. Stefán Reynir tók þátt í
öllum samningaviðræðum um
fjármögnun framkvæmdarinnar
fyrir hönd Spalar og átti mikinn
þátt í því að loks tókst að semja
formlega um gerð Hvalfjarðar-
ganga í febrúar 1996.
Útför Stefáns Reynis verður
gerð frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
heilbrigðis- og
tryggingamálaráðu-
neytisins. Dóttir
þeirra er Ingibjörg
Stefánsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Mími
símenntun. Dætur
hennar eru Nína
Guðríður Sigurðar-
dóttir og Þorbjörg
Anna Gísladóttir.
Sambýlismaður
Ingibjargar er Gísli
Hrafn Atlason
mannfræðingur.
Stefán Reynir
varð stúdent frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1966. Hann
stundaði nám í stærðfræði og
hagfræði við University of Shef-
field í Englandi 1966 til 1967 og
lauk kandidatsprófi í viðskipta-
fræði frá Háskóla Íslands 1971.
Hann var viðskiptafræðingur hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá
1971 til 1973 og hjá hagfræði-
deild Reykjavíkurborgar frá
Nú þegar ég kveð Reyni mág
minn er mér hlýjan og glettnin sem
fylgdi honum efst í huga. Mér er í
fersku minni þegar ég hitti Reyni í
fyrsta sinn fyrir 40 árum, háan,
grannan, alskeggjaðan ungan mann,
með örugga, hógværa og hlýja fram-
komu. Hann var hafsjór af fróðleik
sem hann miðlaði til nærstaddra á
góðum stundum. Reynir vann störf
sín af áhuga og leysti vel öll sín verk-
efni. Hann átti stóran og góðan vina-
hóp þar sem mikill kærleikur ríkti og
þess fékk hann að njóta í sínum
löngu og ströngu veikindum.
Hann var tengdaforeldrum sínum,
móður minni og stjúpa, mjög góður
og þau mátu hann mikils. Sumarið
sem hringvegurinn um Ísland var
opnaður fóru Guðríður og Reynir
með þau í ferð um landið og nutu þau
þeirrar ferðar í ríkum mæli. Þetta
var síðasta langa ferðalagið sem Þor-
steinn stjúpi minn fór í þótt hann
ætti þá enn 10 ár eftir ólifuð, heyrn-
ardaufur og sjónskertur.
Reynir hélt sér alltaf til hlés, hann
hafði enga þörf fyrir að láta á sér
bera. Hann var fyrst og fremst fjöl-
skyldumaður sem var alltaf gott að
leita til, hann naut sín með sínum
nánustu. Reynir og Guðríður voru
skólasystkini úr menntaskóla og
voru þau alla tíð samhent og báru
virðingu hvort fyrir öðru. Hann var
stoltur af Ingibjörgu dóttur sinni og
Gísla manni hennar, störfum þeirra
og skoðunum. Eftir að hann varð afi
voru barnabörnin hans mesti gleði-
gjafi. Baráttan við illkynja sjúkdóm
á fimmta ár í löngum og ströngum
lyfjameðferðum bar þess glöggt vitni
hvílíku baráttuþreki, þrautseigju og
stórkostlegu æðruleysi hann bjó yf-
ir. Reynir var sannarlega hetja. Ég
þakka Guði fyrir að hafa fengið að
eiga hann að.
Elsku Guðríður, Ingibjörg, Gísli,
Nína og Þorbjörg, sá sem átt hefur
mikið hefur mikið að missa en ég veit
að minningin um yndislegan eigin-
mann, föður og afa mun veita ykkur
styrk.
Guð blessi minningu hans.
Helga Karlsdóttir.
Mig langar að minnast Reynis í
nokkrum orðum. Fyrir mér hefur
hann alltaf fyrst og fremst verið
pabbi Ingibjargar (Doddu eins og ég
hef alltaf kallað hana) frænku minn-
ar og allar mínar minningar um hann
eru jákvæðar, ég man ekki til þess að
hann hafi nokkurn tíma hastað á
okkur þó efalaust hafi stundum verið
ástæða til eins og gengur, það var
einhvern veginn ekki hans stíll. Ef
ég man rétt var ég hændari að hon-
um en öðrum í fjölskyldunni þegar
ég var smástelpa og feimin við
marga, ég veit ekki hvort var afalega
skeggið hans eða hlýjan og góðlát-
lega stríðnin sem var alltaf til staðar
sem bræddi mig.
Mér þykir leiðinlegt að geta ekki
verið viðstödd í dag að kveðja Reyni
en hugur minn er hjá ykkur, elsku
frænkur, og ég veit að minningin um
góðan mann mun lifa áfram.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Steingerður Anna.
Reynir lærði fljótt að meta gildi
félagsskapar. Þó að systkini hans
sæju ekki sólina fyrir honum voru
þau alltof stór til að leika við. Áður
en hann fór að ganga var hann búinn
að læra að skríða upp stigann frá
fyrstu á aðra hæð á Hringbraut 39
þar sem var fyrir sægur barna á
svipuðum aldri. Varð hann brátt sem
einn okkar systkinanna og hefur ver-
ið það síðan. Snemma urðu áhuga-
málin margvísleg og hefur hann ekki
verið meira en sjö ára er við gátum
vart beðið eftir Mogganum á morgn-
ana til að fylgjast með því sem væri
að gerast í réttarhöldunum yfir
Mossadegh, forsætisráðherra Írans.
Gjarna var spilað á heimilinu og
sýndi hann þar ungur góða hæfi-
leika. Snemma urðum við áhuga-
samir um skák, fylgdumst grannt
með ferli Friðriks Ólafssonar og
fengum að fara með séra Kristni,
föður hans, á skákmót. Reynir varð
fljótt liðtækur skákmaður þótt ekki
stundaði hann skákina opinberlega.
Hann fylgdist vel með, hélt áfram að
vera tíður gestur á skákmótum og
var haft á orði að hann væri einn
helsti sérfræðingur landsins í að
vera áhorfandi á skákmótum, alltaf
með góðar hugmyndir um næstu
leiki og ræddi þær af áhuga við
kunningja. Kom þar fram fé-
lagslyndi hans þar eð það átti miklu
betur við hann að deila hugmyndum
með öðrum en að grúfa sig yfir tafl-
borð og segja ekki orð. Minnisstætt
er atvik frá einvígi aldarinnar, er
þeir Spasskí og Fischer tókust á um
heimsmeistaratitilinn, Hópur manna
ræddi hver ætti að vera næsti leikur
Spasskís og var ákveðnum mögu-
leika haldið fram af mörgum, en
Reynir sýndi fram á með góðum rök-
um að þannig yrði skákinni stefnt í
voða. Fylgjendur leiksins urðu held-
ur hróðugir þegar Spasskí svo lék
honum. Það var heldur snemmt þar
eð Spasskí tapaði skákinni og röktu
skákskýrendur það síðar til um-
rædds leiks. Á unglingsárum fórum
við síðan að spila bridge og var þar
komin íþrótt sem hentaði Reyni,
hugarleikfimi í bland við félagsskap.
Þó tók hann ekki oft þátt í keppni en
spilaði mikið í heimahúsum og ekki
var hann síðri áhorfandi á bridge-
mótum en skákmótum.
Einn vetur vorum við allir þrír í
Bretlandi, við bræðurnir í Bangor í
Norður-Wales en Reynir í Sheffield
þar sem hann hóf nám í hagsögu.
Þótt spölur væri á milli höfðum við
þó nokkurt samband, ferðuðumst á
milli í lestum. Þá heimsótti Reynir
okkur með konuefni sitt, Guðríði
Þorsteinsdóttur, sem hann bar síðan
gæfu til að eiga. Þau eignuðust dótt-
urina Ingibjörgu og varð heimilislíf
þeirra einstaklega ánægjulegt og
þau góð heim að sækja. Má minnast
einstaklega skemmtilegra boða er
þau héldu um margra ára skeið í
kringum áramót. Samheldni fjöl-
skyldunnar hefur ekki minnkað eftir
að Ingibjörg eignaðist sína eigin fjöl-
skyldu og dótturdæturnar mikill
gleðigjafi. Það var mjög sérstök til-
finning að vera staddur á Landspít-
alanum á sextugsafmæli Reynis 20.
september síðastliðinn og finna hve
umvafinn hann var hlýju fjölskyld-
unnar.
Reynir hvarf frá Bretlandi og lauk
viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands og hefur síðan átt afskaplega
farsælan starfsferil. Hann var hug-
sjónamaður í starfi og vildi vinna al-
menningi til heilla. Engum duldist
áhugi hans á að koma Hvalfjarðar-
göngunum í framkvæmd né stolt
hans er þau höfðu orðið að veruleika.
Reynir var mjög gamansamur og
var stundum örlítið stríðinn um leið.
Þegar hann var að sýna Hvalfjarð-
argöngin átti hann til að stansa í
miðjum göngum og benda á dyr.
„Þetta er neyðarútgangurinn“ sagði
hann og skemmti sér yfir viðbrögð-
um áheyrenda. Ekki hvarf hinn
brennandi áhugi hans á þjóðmálum
með árunum og fengum við oft
skarpar greiningar á viðburðum líð-
andi stundar. Gat hann þá verið
ómyrkur í máli um menn og málefni.
Nú þegar við hinir gerumst eldri og
höldum að okkur muni gefast meiri
tími en fyrr til viðræðna verður hans
framlags sárt saknað. Heilsteyptur
maður er genginn.
Við vottum Guðríði, Ingibjörgu og
fjölskyldunni allri innilega samúð.
Halldór Ármannsson,
Guðbrandur Ármannsson.
Fallinn er frá mikill heiðursmaður
og kær vinur, Stefán Reynir.
Kynni okkar Reynis hófust í 8 ára
bekk H í Melaskólanum og fylgd-
umst við að allan barnaskólann. Oft
skemmtum við okkur við að rifja upp
minningar frá þeim tíma og mér hafa
alltaf fundist það forréttindi að hafa
þekkt Reyni lengst allra í vinahópn-
um.
Eftir barnaskólann skildu leiðir
um sinn en kynnin endurnýjuðust í
menntaskóla þegar Reynir og
Georg, maðurinn minn, urðu bekkj-
arfélagar. Þá bundumst við ævar-
andi vináttuböndum og samgangur
okkar hefur verið mikill og óslitinn
allar götur síðan. Það er því margs
að minnast.
Reynir og Guðríður giftu sig sama
ár og við hjónin. Frumburðir okkar
fæddust sama árið og einnig fyrstu
barnabörnin okkar. Það verður því
ekki annað sagt en að við höfum ver-
ið samstiga á lífsgöngunni. Við höf-
um í gegnum árin hist reglulega
ásamt öðrum góðum vinum og átt
margar ánægjulegar stundir saman.
Farið í leikhús, sumarbústaði og ut-
anlandsferðir og betri ferðafélaga en
Reyni og Guðríði var ekki hægt að
hugsa sér. Ekki má gleyma tafl- og
spilamennskunni sem okkar ekta-
makar iðkuðu. Einkum var bridge-
spilið þeim hugleikið og það var mikið
spilað strax á menntaskólaárunum
bæði í keppnum og auðvitað á heima-
velli. Þær eru ófáar stundirnar sem
félagarnir áttu saman við spilaborðið.
Það eru allt ánægjulegar minningar
en þó rámar mig í að okkur konunum
hafi stundum þótt of mikill tími fara í
spilin. En eins og þessar elskur út-
skýrðu fyrir okkur þá var nú ekki
hægt að neita sínum góðu félögum
um að taka slag þegar vantaði fjórða
mann.
Reynir var vel lesinn maður, stál-
minnugur og hafsjór af fróðleik. Það
var hreinlega hægt að fletta upp í
honum eins og alfræðiorðabók. Þar
var ekki komið að tómum kofanum.
Áhugasviðið var víðfeðmt. Hann lét
sér ekki nægja sögu og bókmenntir.
Raungreinar voru honum einnig hug-
leiknar. Á seinni árum sökkti hann
sér jafnframt niður í ættfræði. Hon-
um var ekkert óviðkomandi.
Reynir barst ekki mikið á. Hann
miklaðist ekki af eigin verðleikum.
Hógværð var honum í blóð borin. Í
því sambandi dettur mér í hug eft-
irfarandi orðatiltæki sem sameigin-
legur vinur okkar vitnaði stundum í.
„Vitur maður lætur ekki bera á
kostum sínum“.
Það var yndislegt að sækja þau
hjón heim hvort sem um var að ræða
fjölmennan nýársfagnað sem þau
voru svo dugleg að halda eða fámenn-
an vinahóp. Alltaf sama elskulega
gestrisnin og einstaklega góð nær-
vera. Ég get ekki látið hjá líða að
nefna hve barngóður Reynir var.
Hann var alltaf tilbúinn að gefa sig að
börnunum í vinahópnum, ræða við
þau, tefla, spila, enda kölluðu þau
hann öll Reyni afa.
Komið er að leiðarlokum. Náinn
vinur hefur verið kallaður á brott.
Hugurinn dvelur hjá Guðríði og
fjölskyldunni sem hafa misst svo mik-
ið. Megi fallegar minningar styrkja
þau í sorginni.
Soffia Stefánsdóttir.
Bernskuvinur minn, Stefán Reynir
Kristinsson, viðskiptafræðingur hef-
ur nú kvatt þessa tilveru eftir rúm-
lega fjögurra ára mikla og hetjulega
baráttu við erfið veikindi.
Kynni okkar hófust fyrir hálfri öld
er við vorum 10 ára í Melaskóla
haustið 1955. Þaðan áttum við sam-
leið óslitið gegnum Hagaskóla, lands-
próf í Vonarstræti og inn í MR. Þetta
voru mótunarárin. Í upphafi skólinn,
handboltinn, körfuboltinn, skákin.
Síðar meir bókmenntirnar, sagan,
pólitíkin, heimsmálin og bridginn.
Leitin að viskunni. Fyir utan ástina
sem allt í einu datt ofan af himnum án
þess við vissum af því og við vinirnir
giftum okkur sama árið.
Ævi Reynis, eins og við kölluðum
hann ávallt, var fjölbreytt og gifturík.
Hún einkenndist af umhyggjusömu
uppeldi ráðvands föður, fríkirkju-
prestsins í Hafnarfirði, séra Kristins
Stefánssonar og elskulegrar móður,
Dagbjartar Jónsdóttur, húsmæðra-
kennara sem alltaf tók okkur vinun-
um opnum örmum. En hún einkennd-
ist jafnframt af uppreisnargjörnum
unglingsárum þar sem Reynir barð-
ist um á hæl og hnakka móti góðum
siðum og kristilegu líferni, og léttúð-
ugum menntaskólaárum þar sem al-
vöruleysi okkar skólafélaganna átti
sér lítil sem engin takmörk. Hedon-
isminn í hávegum. Bridginn, Bítlarn-
ir, Borgin, böllin. Þá var vor í lofti,
Kennedy nýorðinn forseti Bandaríkj-
anna og vinátta okkar sexmenning-
anna úr 3. bekk H í MR veturinn
1961–62 , Reynis, Georgs, Hans, Jóns
Óttars, Þráins (sem lést fyrir 2 árum)
og undirritaðs varð annað akkerið í
lífi okkar og síðan um langan aldur og
er enn. Eftir stúdentspróf kom árs
nám á Englandi og síðan viðskipta-
fræðinám við Háskóla Íslands sem
Reynir tók á mettíma og fór létt með
enda maðurinn hörku námsmaður
þegar hann vildi það við hafa.
Í viðskiptafræðináminu fann
Reynir sig og ég fann á honum að
honum fannst hann vera kominn á
svið sem gæfi honum færi á að nýta
sér meðfædda hæfileika. Hann naut
þess. Sú varð og raunin enda var ekki
langt að bíða að honum yrði treyst til
vandasamra verkefna og vaxandi
trúnaðarstarfa sem hann leysti með
miklum ágætum. Reynir var óvenju-
legur. Hann hafði til að bera mjög
góðar gáfur og var í æsku góður
íþróttamaður, sérstaklega í fimleik-
um þar sem hann sýndi mikla leikni.
Hann var fróðleiksþyrstur með af-
brigðum, las hratt og var ástríðules-
andi allt sitt líf. Í raun las hann meira
en nokkur maður sem ég hef kynnst á
lífsleiðinni. Hann var mikill áhuga-
maður um stærðfræði og ættfræði og
hafði gjarnan gaman af því að láta
okkur vinina vita hvað við kynnum
lítið í þeim fræðum sem og ýmsum
öðrum. Líkt og margir ungir menn í
þá gömlu daga var hann róttækur í
skoðunum, las kommúnistaávarpið
og gekk í „Fylkinguna“ sem kölluð
var, sem þá þótti bæði flott og töff.
En þetta rjátlaðist fljótt af honum
eins og svo mörgum öðrum og hann
varð síðar umburðarlyndur í stjórn-
málaskoðunum og færðist að miðj-
unni.
Í einkalífi var Reynir hamingju-
samur maður enda giftist hann æsku-
ástinni, Guðríði Þorsteinsdóttur árið
1967 og eignuðust þau eina dóttur
Ingibjörgu og tvær dótturdætur,
Nínu og Þorbjörgu, sem urðu líf og
yndi afa síns.
Starfsferill Reynis var mjög fjöl-
breyttur. Einkennandi fyrir öll hans
störf, hvort sem var hjá Reykjavík-
urborg, Flugleiðum, Íslenska járn-
blendifélaginu, Speli eða öðrum fyr-
irtækjum, var að þau vann hann af
mikilli trúmennsku og kostgæfni svo
óaðfinnanlegt var. Hann var afburða
starfsmaður en sóttist aldrei eftir
vegtyllum.
Reynir var ótrúlega afkastamikill
og var margra manna maki þegar
mikið lá við. Sem fjármálastjóri var
hann eldfljótur í flóknustu útreikn-
ingum og hann hafði einstaka hæfi-
leika til að brjóta flókin vandamál til
mergjar. Hann var „intellectual“ af
guðs náð. Í öllu sínu starfi var hann
réttsýnn, heiðarlegur, ráðhollur og
fagmaður fram í fingurgóma. Tilfinn-
ingum sínum flíkaði hann ógjarnan
og hann þoldi ekki yfirdrepsskap.
Kórónan á glæstum starfsferli Reyn-
is voru samningarnir um fjármögnun
Hvalfjarðarganganna sem hann
ásamt stjórnarmönnum Spalar átti
veg og vanda af.
Mér segir svo hugur að hefði þekk-
ingar, þrautseigju og skarpskyggni
Reynis ekki notið við í þeirri samn-
ingsgerð væri alls óvíst að sú fram-
kvæmd hefði orðið að veruleika.
Samningarnir um fjármögnun verks-
ins mörkuðu tímamót í verkefnafjár-
mögnun á alþjóðlega vísu. Þar var
Reynir við stjórnvölinn. Um þátt
hans í Hvalfjarðargöngunum vita
fæstir en full ástæða er til að gera
honum verðug skil þegar saga gang-
anna verður endanlega rituð.
Löng, viðburðarík og einstök sam-
fylgd er á enda. Það tómarúm sem nú
hefur myndast verður aldrei fyllt. Þó
logndrífan fenni að síðustu í öll okkar
spor munu hans spor í lífi okkar vina
hans ekki mást meðan við erum ofar
moldu.
En lífsverkið stendur keikt.
Þorsteinn Ólafsson.
Stefán Reynir, eða Reynir afi eins
og hann hefur jafnan verið kallaður
heima hjá mér, var sérstaklega aðlað-
andi maður, einstakur vinur, fagmað-
ur á sínu sviði fram í fingurgóma og
með skínandi kímnigáfu.
Líklegt má telja að ég hafi haft
spurnir af Reyni löngu áður en ég
kynntist honum, þar sem einn af hans
nánustu vinum, Hans Agnarsson, og
ég vorum skipsfélagar á hvalbát um
skeið fyrir meira en 40 árum.
Kynni okkar áttu sér þó ekki stað í
alvörunni fyrr en við hittumst á „Há-
degisbarnum á Borginni“ haustið
1973, en þangað sóttu á þeim tíma
ungir „hugsandi“ menn, sem nutu
þess að hlusta á samræður breyzkra
gáfumanna, sem nú virðast horfnir af
sjónarsviðinu. Allt um það, en svo vel
fór á með okkur Reyni þennan eft-
irmiðdag, að ég spurði hann, hvort
hann gæti hugsað sér að verða sam-
STEFÁN REYNIR
KRISTINSSON