Morgunblaðið - 16.12.2005, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sólveig ÁgústaRunólfsdóttir
fæddist í Reykjavík
16. mars 1934. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
8. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Aðalheiður Engilrós
Ólafsdóttir, f. 26.5.
1914, d. 9.7. 1939, og
Runólfur Bjarnason,
prentari, f. 22.8.
1908, d. 25.8. 1973.
Seinni kona Runólfs
var Guðrún Hólmfríður Árnadóttir,
f. 20.4. 1913, d. 1.11. 1996. Hálfsyst-
ir Sólveigar er Edda Runólfsdóttir,
f. 8.4. 1952, og hennar maður er
Einar Sigþórsson, f. 26.10. 1952
Sólveig ólst upp hjá móðurafa
sínum og -ömmu, Ólafi Grímssyni,
f. 20.10. 1985, d. 6.12. 1960, og Guð-
rúnu Árnadóttur, f. 17.12. 1881, d.
14.6. 1962, eftir að móðir hennar dó
úr berklum 1939. Hún stundaði
hefðbundið grunnskólanám við
Miðbæjarskólann í Reykjavík og
síðan framhaldsnám við Kvenna-
skólann.
Sólveig giftist 11. desember 1953
eftirlifandi eiginmanni sínum, Guð-
unnusti hennar er Jónas Óli Jónas-
son. f.) Árni Konráð, f. 14.2. 1994. 2)
Aðalheiður Guðmundsdóttir, f. 5.5.
1955. Hennar maður er Simon de
Haan, f. 3.1. 1949. Börn Aðalheiðar
eru: a) Erna Sólveig Júlíusdóttir, f.
4.11. 1979, og b) Matthías Örn Hall-
dórsson, f. 15.1. 1994. 3) Úlfur Guð-
mundsson, f. 26.3. 1960. Hans kona
er Sólrún Tryggvadóttir, f. 12.7.
1959. Börn þeirra eru a) Tryggvi
Örn, f. 18.4. 1986. b) Þóra Ágústa, f.
9.12. 1988, unnusti hennar Bogi
Pétur Eiríksson. c) Sólveig Heiða, f.
13.9. 1993. 4) Hróbjartur Örn Guð-
mundsson, f. 24.6. 1967, sambýlis-
kona hans er Elín Björg Héðins-
dóttir, f. 22.10. 1966. 5) Sigurveig
Guðmundsdóttir, f. 22.6. 1971, son-
ur hennar er Jakob Ágúst Krist-
jánsson, f. 23.12. 1993.
Sólveig starfaði sem skrifstofu-
maður hjá Bláa bandinu og síðar
lengi sem gjaldkeri hjá fataverk-
smiðjunni Gefjun. Síðustu starfsár
sín starfaði hún sem bókari hjá
Byggingafélagi Gunnars og Gylfa.
Sólveig var virk í félagsmálum.
Hún var formaður Freyju, félags
framsóknarkvenna í Kópavogi, um
árabil, varabæjarfulltrúi og fyrsti
formaður jafnréttisnefndar Kópa-
vogs, auk þess sem hún var virkur
félagi í Norræna félaginu í Kópa-
vogi, sat í stjórn þess og var for-
maður um tíma.
Útför Sólveigar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
mundi Erni Árnasyni,
skógfræðingi, f. 18.6.
1930. Foreldrar hans
voru Ingibjörg Guð-
mundsdóttir frá
Hellatúni í Ásahreppi
í Rangárvallasýslu, f.
2.4. 1907, d. 1.12.
1999, og Árni Guð-
mundsson læknir frá
Lóni í Kelduhverfi í
Norður-Þingeyjar-
sýslu, f. 3.12. 1899, d.
10.10. 1971. Sólveig
og Guðmundur
bjuggu lengst af í
Kópavogi, í Laufbrekku 17. Börn
þeirra eru: 1) Árni Guðmundsson, f.
19.1. 1955, maki Sigríður Huld
Konráðsdóttir, f. 4.4. 1956. Börn
þeirra eru: a) Guðmundur Örn, f.
13.5. 1976, og er sambýliskona hans
Elizabeth Mary Arnaldsdóttir. b)
Erla María, f. 3.5. 1980, og er eig-
inmaður hennar Róbert Karl Hlöð-
versson. c) Íris Björk, f. 22.7. 1981,
og er sambýlismaður hennar Krist-
ján Jón Jónatansson, og dætur
þeirra Katrín Embla, f. 20.10. 2003,
og Birta María Huld, f. 18.12. 2004.
d) Unnur Svanborg, f. 1.5. 1984, og
á hún soninn Viktor Ísar, f. 17.4.
2001. e) Sigríður Hulda, f. 4.6. 1987,
Móðir mín Sólveig Runólfsdóttir
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
á Selfossi fimmtudagskvöldið 8. des-
ember. Mig langar á þessum tíma-
mótum til að rifja upp nokkur minn-
ingabrot um móður mína.
Mamma var aðeins fimm ára göm-
ul þegar Aðalheiður mamma hennar
dó og ólst hún því upp hjá afa sínum
og ömmu þeim Ólafi Grímssyni og
Guðrúnu Árnadóttur.
Ég var svo lánsöm að fá að heim-
sækja þau þar sem þau bjuggu síð-
ustu æviárin rétt hjá Höfða. Hús-
næðið þar sem þau bjuggu var ekki
stórt né vítt til veggja en þar var gott
að koma og þau reyndust dótturdótt-
ur sinni vel. Var vistin þar góð þó svo
að sjálfsagt hefur hún saknað þess að
eiga ekki systkini á sama reki og ald-
ursmunur verið talsverður á henni
og uppalendum hennar.
Afi Runólfur kom um hverja helgi
og heimsótti dóttur sína og það var
ávallt kært á milli þeirra.
Mamma var aðeins átján ára þeg-
ar hún og pabbi kynntust á kvenna-
skólaballi. Ári síðar giftust þau og
fluttust svo út til Noregs sama ár,
þ.e. 1953. Þau bjuggu hins vegar
lengst af í Kópavogi og þar ólumst
við systkinin upp.
Mamma vann mikið í gegn um tíð-
ina sem var frekar óvenjulegt á þess-
um tíma. Við systkinin urðum sjálf-
sagt fyrir vikið sjálfstæðari og
lærðum að bjarga okkur. Ég man
varla eftir öðru en mömmu útivinn-
andi en einnig hafði hún gaman af fé-
lagsstörfum og var virk í Framsókn-
arflokknum, var formaður
kvenfélagsins Freyju um tíma. Ég
var ekki nema á 11 ári þegar ég fór
að fara með henni að spila framsókn-
arvist sem var afar vinsælt á þeim
tíma. Einnig komu vinkonur mínar
þær Hanna Rúna og Hulda með í
nokkur skipti. Var þetta hin besta
skemmtun og tókst okkur einhverju
sinni að krækja í aðalvinning sem
okkur þótti ekki ónýtt.
Við mamma vorum miklar vinkon-
ur en þar sem ég var ein með Ernu
Sólveigu dóttur mína fór ég oft í
Laufbrekkuna á þeim tíma. Einnig
ferðuðumst við töluvert á sumrin,
bæði í styttri ferðir og lengri.
Eitt skipti fórum við í heimsókn til
Úlfs og Sólrúnar sem voru með sum-
arbústað á Þingvöllum. Lenti bíllinn í
gjótu með framhjólið þeim megin
sem mamma sat með þeim afleiðing-
um að bíllinn hékk í lausu lofti að
hluta til. Ég panikeraði og baðaði út
öllum öngum hoppandi í kring um
bílinn og skipaði mömmu að reyna að
koma sér út hið snarasta en mamma
eins og alltaf haggaðist ekki þó leiðin
út væri ekki greið. Úlfur kom sem
betur fer fljótlega aðvífandi og bjarg-
aði okkur úr ógöngunum en mikið
var hlegið að þessari uppákomu.
Laufabrauðsgerð var einn af föstu
punktunum hjá stórfjölskyldunni
sem mamma stóð fyrir, eins konar
litlu jól. Þá spiluðum við jólalögin
skárum út kökur og fengum okkur
kaffi og með því en krakkarnir fengu
sérblandaðan drykk að hætti
mömmu sem mátti ekki missa sín.
Höfum við systkinin reynt að halda í
þennan sið eftir að mamma var ekki
fær um að standa fyrir því.
Sunnudagsbíltúrarnir með
mömmu voru ófáir. Fórum við gjarn-
an að heimsækja vini og vandamenn.
Heimsókn til Imbu í Skipasundið var
einn af okkar föstu punktum og eins
bauð mamma mér og fleirum sem
voru með í för gjarnan á kaffihús eða
ís í Álfheimunum.
Mamma var ekki heilsugóð síðustu
árin, hún átti erfitt með gang og var
bundin við hjólastól síðasta hálfa árið
í kjölfar erfiðra veikinda í apríl sl.
Einnig var nærminni farið að gefa
sig. Hún var vistmaður á hjúkrunar-
heimilinu Lundi á Hellu í framhaldi
af áðurnefndum veikindum, var að
bíða eftir að komast inn á heimili nær
sínu fólki en því miður rættist sá
draumur ekki.
Starfsfólk á Lundi og vistmenn
reyndust móður minni hins vegar
ákaflega vel og eiga þau þakkir skilið
fyrir alúð og hlýju.
Einnig vil ég nota tækifærið og
þakka starfsfólki á Sjúkrahúsinu á
Selfossi fyrir góða umönnun bæði nú
þessa síðustu daga í lífi mömmu en
einnig þegar hún þurfti að leita til
þeirra síðustu árin.
Vertu sæl, mamma, og Guð veri
með þér – hvíl þú í friði.
Aðalheiður og fjölskylda.
Elsku tengdamamma. Ég kynntist
þér fyrst í kringum 1971 þegar ég og
Árni, elsti sonur þinn, fórum að vera
saman. Á þeim tíma varst þú í fullri
vinnu, með stórt heimili og að auki á
kafi í ýmsum félagsmálum. Ég dáðist
að hvað þú komst miklu í verk og
hvað þú þekktir marga. Ég var stolt
að taka við formennsku í jafnréttis-
nefnd Kópavogs 1998 því þú varst
fyrsti formaður þeirrar nefndar árið
1975 og má kannski segja að ég hafi
verið að reyna að feta í sporin þín.
Þú varst mikill höfðingi bæði innan
og utan heimilis og við fjölskyldan
eigum margar minningar tengdar
því. Lengi vel fórum við Árni, með sí-
stækkandi fjölskyldu, í morgunmat
til ykkar á Laufbrekkuna um helgar
og þá var ekkert til sparað. Þú kunn-
ir svo sannarlega að taka vel á móti
gestum og ég held að þér hljóti að
hafa þótt það skemmtilegt því þú
hafðir alltaf svo gaman af því að vera
innan um fólk. Þú komst þeim sið á
innan fjölskyldunnar að gera laufa-
brauð og sá siður er nú orðinn órjúf-
anlegur hluti jólahátíðarinnar hjá
okkur flestum. Þú varst ávallt dugleg
að hafa samband við alla í fjölskyld-
unni, leita frétta af mönnum og mál-
efnum og reyna að viðhalda góðum
fjölskyldutengslum.
Aldrei heyrði ég þig hallmæla
neinum og þú vildir gera gott úr öllu
og umfram allt halda friðinn. Ég skal
viðurkenna að stundum fannst mér
nóg um enda á ég það sjálf til að
rjúka upp eins og raketta. Það var
ekki æsingnum fyrir að fara hjá þér
en þú fórst lengi vel þangað sem þú
ætlaðir þér með hægðinni einni sam-
an. Sum börnin okkar Árna líkjast
þér í útliti eða innræti og ég verð að
segja að það er ekki leiðum að líkjast.
Síðastliðið ár var þér erfitt heilsu-
farslega en þú kvaddir okkur of
fljótt.
Í dag er því komið að kveðjustund.
Ég bið fyrir þér, elsku tengda-
mamma, og takk fyrir öll árin sem
við höfum átt samleið. Guð blessi þig.
Þín tengdadóttir,
Sigríður Huld.
Sólveig tengdamóðir mín er látin
aðeins 71 árs gömul. Ég kynntist Sól-
veigu fyrir 23 árum þegar ég og son-
ur hennar Úlfur fórum að vera sam-
an. Samverustundir okkar hafa verið
margar og alltaf góðar. Ekki hefði
verið hægt að hugsa sér betri
tengdamóður. Sólveig var hvers
manns hugljúfi, alltaf glöð í sinni.
Hún hallmælti aldrei nokkrum
manni og var dugleg að finna kosti
hvers og eins. Það vildi svo skemmti-
lega til að móðuramma mín og Sól-
veig unnu saman í mjólkurbúð þegar
Sólveig byrjaði sinn starfsferil ung
að árum. Þær höfðu alltaf gaman að
því að rifja upp ýmislegt sem var
brallað í þá daga. Amma var t.d. oft
fengin til að spá fyrir Sólveigu þó svo
að hún kynni ekkert að spá.
Við Sólveig gerðum margt saman.
Hún elskaði það að vera úti á meðal
fólks enda mikil félagsvera. Oft var
farið í bíltúr og þá var Sólveig dugleg
að bjóða okkur upp á hressingu ein-
hvers staðar. Eða að litið var inn til
vina eða ættingja. Sólveig var sú sem
hélt fjölskyldunni saman. Hún var
mjög dugleg að hringja til fólks,
einnig var hún dugleg að heimsækja
vini og vandamenn og bjóða heim til
sín.
Við fórum nokkrar ferðir í sum-
arbústað með Sólveigu og eldri dótt-
ur hennar Aðalheiði. Einhverju sinni
erum við í bústað á Þingvöllum og
eitthvað hálfkalt hjá okkur. Það var
kamína í bústaðnum, en lítið um eldi-
við og allt blautt úti. Sólveig hafði
tekið með sér bunka af Norsk Uge-
blad sem hún var áskrifandi að frá
því að hún bjó í Noregi á námsárum
Guðmundar. Við fengum hana til að
nota eitthvað af blöðunum til upphit-
unar. Henni þótti svolítið sárt að
horfa á eftir blöðunum en hverju
fórnar maður ekki fyrir hlýjuna. Ég
gæti endalaust haldi áfram að rifja
upp en ætla að láta staðar numið hér.
Ég vil þakka þér, Sólveig mín, fyr-
ir samfylgdina og yndislegar stundir
sem ég og börnin mín hafa átt með
þér. Margt hef ég lært af þér og alltaf
fór ég betri af þínum fundi.
Þín tengdadóttir,
Sólrún.
Við bjuggumst ekki við því að
þurfa að setjast niður og skrifa minn-
ingargrein um Sólveigu ömmu okkar
næstum því strax. Þótt heilsu hennar
hafi hrakað síðustu ár héldum við að
við ættum fleiri ár með henni en
svona kemur lífið stundum á óvart og
því miður er ekkert sem getur und-
irbúið mann undir svona mikinn
missi.
Þegar við fórum að hugsa um hvað
við gætum skrifað til þess að minnast
hennar kom upp í hugann fullt af
góðum minningum. Frá því við mun-
um eftir okkur hefur amma verið
stór þáttur í lífi okkar. Við áttum allt-
af athvarf á Laufbrekkunni, þar var
vel tekið á móti manni og við gátum
spjallað um allt milli himins og jarð-
ar. Við frænkurnar eyddum ófáum
helgum saman hjá ömmu þar sem við
spjölluðum saman, horfðum á sjón-
varp og fórum í heimsóknir eða á
„sunnudagsrúnt“ eins og við köllum
það. Í seinni tíð höfum við sjaldnar
gist hjá henni en í staðinn höfum við
verið duglegar að fara þrjár saman í
bíltúr og jafnvel út að borða og
spjalla. Þessar samverustundir hafa
verið stór þáttur í okkar daglega lífi
og það er í raun fyrst núna sem mað-
ur áttar sig á því hvað þessar stundir
voru dýrmætar því enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur eins og
máltækið segir.
Ef við eigum að lýsa helstu ein-
kennum ömmu er það fyrsta sem
okkur dettur í hug hversu mikil fé-
lagsvera hún var. Það lýsti sér meðal
annars í því hversu dugleg hún var að
halda sambandi við fólk með því að
heimsækja það, hringja eða opna
heimili sitt fyrir því. Það að halda
tengslum við vini og ættingja skipti
hana miklu máli og naut hún sín best
í góðum félagsskap.
Annað sem má nefna um ömmu er
hversu gestrisin hún var, t.d var í
mörg ár hefð fyrir því í fjölskyldunni
að kíkja í síðbúinn morgunmat um
helgar til ömmu. Þar rakst maður á
aðra fjölskyldumeðlimi og passað var
upp á að enginn færi svangur heim.
Við frænkurnar brosum út í annað
þegar við rifjum upp þessar stundir
og erum sammála um það að sumt
bragðast aldrei jafnvel og hjá ömmu.
Elsku amma, við viljum þakka all-
ar frábæru stundirnar sem við höfum
átt saman í gegnum árin þótt við
hefðum óskað að þær hefðu getað
orðið fleiri. Þú verður alltaf í hjarta
okkar og við erum heppnar að hafa
fengið að eiga þig að í gegnum upp-
vaxtarárin.
Hvíl í friði, elsku amma.
Erla María og Erna Sólveig.
Elsku amma, mér þykir mjög leitt
að þú sért dáin. Ég mun sakna þín
mjög mikið og allir aðrir því þú varst
svo góð við alla. Þú vildir gera allt
fyrir alla og varst alltaf svo glöð og
mjög gjafmild. Öllum þótti mjög mik-
ið vænt um þig. Ég er svo heppin að
heita í höfuðið á þér.
Ég vil kveðja þig með ljóðinu
Draumalandinu eftir Jón Trausta:
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælusumrin löng.
Þar angar blómabreiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég,
þar aðeins við mig kann ég,
Þar batt mig tryggðaband,
því þar er allt sem ann ég.
Það er mitt draumaland.
Þín sonardóttir,
Sólveig Heiða Úlfsdóttir.
Elsku amma Sólveig. Minningin
um þig er mjög góð, ég minnist allra
morgunverðanna sem ég og fjöl-
skyldan mættum í á Laufbrekkuna,
þá varst þú tilbúinn í að stjana við
alla. Ekki má gleyma laufabrauðinu
sem þú hélst, það var notaleg fjöl-
skyldustund. Þú varst líka dugleg að
hafa samband við alla í fjölskyldunni.
Þú varst góð kona sem vildir allt fyrir
alla gera.
Nú er komið að kveðjustund og ég
kveð þig með trega, minningin um
þig mun alltaf lifa með mér og ég á
eftir að sakna þín.
Ég elska þig, þín
Unnur.
Elsku amma Sólveig. Oft gerir
maður sér ekki grein fyrir því hversu
vænt manni þykir um einhvern, fyrr
en sú manneskja fellur frá. Ég á
margar góðar minningar um þig og
er mér efst í huga er við fjölskyldan
komum reglulega til þín í morgun-
mat. Þá var ekkert til sparað og sást
þú alltaf til þess að allir færu vel
saddir heim. Það var einmitt það sem
einkenndi þig, þú vildir alltaf öllum
vel. Ég man þau ófáu skiptin þegar
við stelpurnar vorum yngri að þú
læddir að okkur pening og sagðir
okkur að kaupa sælgæti. Að sjálf-
sögðu gladdi það litlar sálir.
Mér þykir vænst um hversu dug-
leg þú varst að halda sambandi við
okkur og var greinilegt hversu mikils
virði fjölskyldan var þér.
Ég kveð þig með söknuði elsku
amma mín og mun minning þín alltaf
lifa í hjarta mér.
Þín
Sigríður Hulda.
Elsku amma mín. Þú varst alltaf
góð og skemmtileg og það var alltaf
gaman að hitta þig. Þú áttir alltaf
eitthvað gott í pokahorninu handa
okkur barnabörnunum. Elska þig og
sakna þín.
Þinn sonarsonur,
Árni Konráð.
Ég kveð elskulega mágkonu mína
og góða vinkonu í meira en hálfa öld.
Mér eru efst í huga þakkir til hennar
fyrir umhyggju og vinarþel sem hún
sýndi mér og mínum.
Við hittumst fyrst á Akureyri 1953
er hún kom í heimsókn norður til
tengdafólks síns, en hún hafði þá
nokkru áður, eða í nóvember sama
ár, gifst eldri bróður mínum Guð-
mundi Erni.
Þau eignuðust frumburð sinn,
Árna, 19. 1. 1955. Þá voru þau komin
til Noregs en bróðir byrjaði í námi í
skógfræði á árinu 1952. Þar bjuggu
þau á mörgum stöðum eins og í
Steinker í Þrændalögum og Ási og
víðar. Er Árni sonur þeirra var
tveggja ára gamall brann ofan af
þeim húsnæði þeirra. Til að bjarga
því ástandi sem við það skapaðist var
Árni sendur heim með Braatensvél.
Það var mitt hlutverk að ganga
drengnum í föður stað. Síðar það
sama ár komu foreldrarnir heim og
tóku við drengnum. Ég held að
drengurinn hafi ekki hlotið skaða af
föðurskiptunum þennan stutta tíma.
Eftir að hafa lokið prófi í Land-
búnaðarháskólanum í Ási í Noregi,
5́9 fluttu Sólveig og Guðmundur
heim. Hann hóf störf hjá Skógrækt
ríkisins. Þau bjuggu þá í Njörva-
sundi, en við að hefja störf hjá Gróðr-
arstöðinni Alaska fluttu þau í Breið-
holt sem Alaska hafði keypt undir
starfsemi sína. Ég flutti síðan út til
Englands og síðar Svíþjóðar og
dvaldi þar í sjö ár. Eftir heimkomuna
7́1 hófust samskiptin að nýju. Við
mættum í laufabrauðsskurð í Kópa-
voginn til Sólveigar og var öll árin
eftir það stunduð laufabrauðsgerð í
byrjun desembermánaðar. Úlfur, ég
og Aðalheiður vorum kjörin flatn-
ingsmenn við þessa iðju. Við Úlfur
vorum mjög samrýndir í hesta-
mennsku, enda hlotið uppeldi á því
sviði hjá Guðna frænda í Hellatúni.
Sólveig var mikil framsóknarkona
og í frítímum sínum vann hún mikið
að málefnum framsóknarkvenna í
Kópavogi. Hún var formaður félags
þeirra um skeið. Hún vann einnig að
jafnréttismálum í Kópavogi.
Sólveig eignaðist fimm börn, ellefu
barnabörn og þrjú barnabarnabörn.
Um miðjan desember síðasta ári
SÓLVEIG ÁGÚSTA
RUNÓLFSDÓTTIR