Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 55
veiktist Sólveig og lá um tíma bæði á
Borgarspítalanum og FFS í langan
tíma. Hún náði ekki fullum bata eftir
það. Við kveðjum þig, elsku Sólveig
Ágústa, með djúpum söknuði.
Hvíl þú í friði.
Haukur, Guðrún og
Valgerður Helga.
Látin er kær vinkona mín, Sólveig
Runólfsdóttir. Ég var orðin ungling-
ur þegar ég hitti Sólveigu í fyrsta
sinn. Verðandi eiginmaður hennar og
frændi minn, Guðmundur Örn Árna-
son, skógfræðingur, kom með sína
tilvonandi eiginkonu í heimsókn á
Nökkvavoginn til að kynna hana fyr-
ir henni ömmu minni og börnunum
hennar sem bjuggu þar saman og
mér, en amma mín var ömmusystir
hans. Að þeirra tíma sið þurfti ekki
að hringja, ef fólk ætlaði í heimsókn.
Ekkert sjónvarp og ekki beinlínis
mikið um að vera. Fólk var yfirleitt
heima hjá sér á kvöldin. Vala frænka
móðursystir mín og uppeldissystir
Ingibjargar tengdamóður Sólveigar,
tók vel á móti þeim. Síðan hafa leiðir
okkar Sólveigar og fjölskyldu oft leg-
ið saman.
Sólveig stóð alla tíð eins og klettur
með fjölskyldu sinni. Vann utan
heimilis. Starfaði lengi hjá Gefjun við
skrifstofustörf. Hún var félagsmála-
kona og kvað mikið að henni á þeim
vettvangi. Var m.a. formaður
Freyju, félags framsóknarkvenna í
Kópavogi. Var örugglega ötull liðs-
maður í fleiri félögum án þess að ég
hafi vitneskju þar um. Var fyrsti for-
maður jafnréttisráðs í Kópavogi. Nú
eru þrjátíu ár frá stofnun ráðsins.
Svo skemmtilega vill til að núverandi
formaður jafnréttisráðs, Sigríður
Konráðsdóttir, er tengdadóttir Sól-
veigar. Þau Guðmundur Örn voru
svo lánsöm að hafa gengið saman
ævigönguna marga áratugi í farsælu
hjónabandi og eiga fjölda afkom-
enda. Þeir eiga sér góða fyrirmynd í
Sólveigu.
Sólveig reyndist tengdamóður
sinni afar vel og leit inn hjá henni
flestar helgar. Hún var ævinlega ró-
leg, yfirveguð og vinur vina sinna.
Okkur var alltaf vel til vina. Ég er
henni ákaflega þakklát fyrir hvað
hún hafði mikið samband við mig,
þegar móðursystir mín Valgerður
var orðin öldruð og veik. Það var mér
mikill stuðningur. Blessuð sé minn-
ing hennar. Frænda mínum Guð-
mundi Erni og fjölskyldu færum við
hjónin innilegar samúðarkveðjur.
Helga Skúladóttir.
Í dag kveðjum við starfsfólk Bygg-
ingafélags Gylfa og Gunnars (BYGG)
Sólveigu með orðunum „Hvert ör-
stutt spor var auðnuspor með þér.“
Það var gæfuspor á fyrstu árum
Bygg þegar fyrirtækið réð Sólveigu
til starfa. Solla eins og hún var ávallt
kölluð bar hag Bygg og starfsmanna
mjög fyrir brjósti. Laun starfsmanna
voru hennar mál og gengu þau ætíð
fyrir öllu öðru. Gaman var að fylgjast
með staðfestu hennar ef einhver
„karlanna“ skilaði ekki af sér tímum
á réttum tíma, þannig hélt hún góð-
um aga og aðhaldi í fyrirtækinu.
Ekki má gleyma viðskipavinunum
sem komu á skrifstofuna, henni þótti
nauðsynlegt að bera þeim kaffi og
meðlæti.
Heilsa Sollu versnaði mjög hin síð-
ustu starfsár hérna hjá Bygg og var
ótrúlegt að fylgjast með því hversu
lengi hún náði að sinna sínum störf-
um. Þegar að starfslokum kom sást
best harkan og dugnaðurinn, sem í
henni bjó.
Við sem nutum vináttu og kær-
leika Sollu og hennar góða viðmóts,
þökkum henni af öllu hjarta og
kveðjum hana með þessum orðum:
Sofðu vina sætt og rótt við söngsins óma.
Ástúð þín mun aldrei gleymast,
innst í hjörtum vina geymd.
Ljúfir englar leiði þig um ljóssins vegi.
Aldrei gleymast okkar fundir.
Öll við þökkum liðnar stundir.
(J. H. Sv.)
Guðmundur, Guð blessi þig og fjöl-
skyldu þína og megi hann leiða ykkur
til bjartari daga.
Gylfi og Gunnar.
Látin er eftir erfið veikindi ein af
okkar öflugustu félagskonum í
Freyju, félagi framsóknarkvenna í
Kópavogi, Sólveig Runólfsdóttir.
Þegar ég var að stíga mín fyrstu
spor í félagsstarfinu í Freyju var ég
svo heppin að þar var Sólveig Runólfs-
dóttir, traustvekjandi og hvetjandi eins
og góð móðir. Sólveig var alltaf tilbúin
að ráðleggja – hlusta – hrósa – miðla af
sinni miklu reynslu. Þetta gerði hún af
mikilli einlægni, en staðráðin í að gera
mig að betri félaga og að enn sannari
framsóknarkonu en hún taldi mig vera.
Þannig félagar leggja hornstein að
starfsemi félags eins og Freyju. Aldrei
fann ég að Sólveig væri að hugsa um
eigin hagsmuni heldur fyrst og
fremst félagsins og þau mark mið
sem það stóð fyrir. Hún var sönn
framsóknarkona, setti manneskjuna
í öndvegi og vildi að allir gætu starf-
að saman í sátt og samlyndi. Hún
trúði að í sérhverri manneskju væri
eitthvað gott og taldi það skyldu sam-
ferðamannanna að hlúa að því. Hún
hvatti einstaklinga til góðra verka, var
vinamörg og kunni að rækta vinátt-
una eins og blóm svo hún visnaði ekki
og dæi.
Sólveig var afar fríð, góðleg og
gjöful kona. Hún var skarpgreind,
víðlesin og hafði stálminni. Hún
fylgdist vel með málefnum líðandi
stundar og á þjóðfélagsmálum hafði
hún ákveðnar skoðanir. Þessir eig-
inleikar hennar urðu til þess að hún var
valin til að gegna mörgum ábyrgðarstörf-
um á vegum Freyju. Hún var ósérhlífin
og gekk í þau störf sem gera þurfti af
kappi. Hún vann ötullega fyrir kosningar
á meðan heilsan leyfði. Framlag hennar
til flokksstarfsins er ómetanlegt.
Með þessum fátæklegu orðum viljum
við félagar í Freyju þakka Sólveigu sam-
starfið um margra ára skeið. Með djúpri
virðingu og þökk er hún kvödd með
ljóðlínum úr Hávamálum:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Eftirlifandi eiginmanni, fjölskyldu
Sólveigar sem og öðrum syrgjendum
vottum við samúð.
Blessuð sé minning Sólveigar
Runólfsdóttur.
F.h. stjórnar Freyju, félags fram-
sóknarkvenna í Kópavogi,
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Fleiri minningargreinar um
Sólveigu Ágústu Runólfsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Hansína
Björgvinsdóttir og Siv Friðleifs-
dóttir; Íris Björk Árnadóttir; Katrín
Embla og Birta María Huld Krist-
jánsdætur.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 55
MINNINGAR