Morgunblaðið - 16.12.2005, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 61
DAGBÓK
Meðlagsgreiðendur!
Meðlagsgreiðendur, vinsamlega
gerið skil hið fyrsta og forðist
vexti og kostnað.
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA
Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is
Banki 0111-26-504700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
Marimekko flytur um áramót úr
IÐU húsinu að Laugarvegi 7.
30-40%
afsláttur af öllum fatnaði til jóla.
Vönduð jólagjöf á góðu verði.
STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA
Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla
Tröllafell
Barna- og
unglingabókin í ár
„Grípandi saga um spennandi tröll,
hugaða krakka og skemmtilega
illkvittna þrjóta.“
The Guardian
www.stilbrot.com/trollafell
Ásunnudaginn kemur kl. 17.00 verðatónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík tilbættrar aðstöðu fyrir geðsjúka áReykjalundi.
„Margt ungt fólk sem kemur til meðferðar á
Reykjalundi og á við kvíðaraskanir að stríða hef-
ur litla von um eðlilegt líf í samfélaginu,“ segir
Helga Hinriksdóttir, deildarstjóri geðsviðs
Reykjalundar.
„Flestir sem til okkar koma eiga að baki alvar-
leg áföll í lífinu og leita hingað til endurhæfingar.
Hjá okkur á geðsviði Reykjalundar er til staðar
fagleg þekking og reynsla en vinnuaðstaðan tak-
markar möguleika okkar á að sinna þessu mik-
ilvæga verkefni sem skyldi.
Draumar okkar snúast því um viðunandi að-
stöðu fyrir okkar sjúklingahóp.
Á hverju ári fáum við alltaf helmingi fleiri
beiðnir en við getum sinnt,“ segir Helga.
Hvað er hægt að gera fyrir þetta unga og
kvíðna fólk?
„Á næstunni mun hið opinbera taka ákvarð-
anir um nýtingu mikils fjármagns til handa þess-
um hópi og teljum við að erindi okkar um bætta
starfsaðstöðu falli vel að fyrirætlunum stjórn-
valda í þessum efnum.
Sem dæmi um það sem hægt er að gera fáist
fjármagn er aukin félagsþjálfun. Hún þarf að
fara fram í litlum hópum en við getum ekki sinnt
þessu við núverandi húsnæðiskost. Við þurfum
að hafa opið rými þar sem hægt er að fylgjast
með öllum sem taka þátt en það rými höfum við
ekki nú. Við myndum vilja tengja þessa meðferð-
arvinnu við iðjuþjálfun en það er ekki hægt. Iðju-
þjálfunin býr við jafnþröngan kost og við ger-
um.“
Hvers konar tónleikar eru þetta í Fríkirkjunni
á sunnudag?
„Þar koma fram tveir kórar, Kirkjukór Lága-
fellssóknar, sem áður hefur haldið tónleika til
styrktar börnum, og Fríkirkjukórinn í Hafn-
arfirði. Einnig söngvararnir Páll Rósinkrans,
Óskar Pétursson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson,
Garðar Thor Cortes, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Hanna Björk Guðjónsdóttir, Ólafur Kjartan Sig-
urðsson, Anna Sigríður Helgadóttir, Egill Ólafs-
son og Bergþór Pálsson ásamt strengjasveit,
blásarasveit og hrynsveit. Stjórnandi tónleikanna
er Jónas Þórir.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt, bæði verða
flutt jólalög og blandað efni. Allur ágóði rennur
óskiptur til þess að styrkja geðsvið Reykjalund-
ar. Fólk sem vill styrkja þetta verkefni er hvatt
til að mæta í Fríkirkjuna. Miðinn kostar 1500
krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn.“
Tónlist | Tónleikar til styrktar geðsviði Reykjalundar
Kórar og fjöldi einsöngvara
Helga Hinriksdóttir
er deildarstjóri á
geðsviði Reykjalundar.
Hún lauk ljósmæðra-
prófi árið 1972 og prófi
frá Nýja hjúkrunarskól-
anum 1974. Hún hefur
og að baki nám frá end-
urmenntun HÍ, í stjórn-
un og rekstri í heil-
brigðisþjónustu. Hún
hefur lengst af starfað
á Reykjalundi sem hjúkrunarfræðingur við
endurhæfingu. Hún fæddist í Vestmanna-
eyjum árið 1946 og á tvær uppkomnar dætur.
Lokun bankaútibúa
á Akureyri
ÚTIBÚI Íslandsbanka í Hrísalundi
hefur verið lokað og útibúi Lands-
bankans í Kaupangi verður lokað í
janúar næstkomandi.
Ég var í viðskiptum við Íslands-
banka í Hrísalundi, en hann var op-
inn til kl. 18. Ég er búin að vinna
kl. 17, en bankarnir í miðbænum
eru lokaðir kl. 16. Fólk sem þarf í
banka þarf því að fá frí í vinnu til
að fara þangað. Þeir sem ekki geta
fengið frí til að sinna banka-
viðskiptum eru ekki í góðum mál-
um.
Mér finnst að bankarnir ættu að
hafa opið á laugardögum.
Magnús.
Sakna ekki Kristjáns
UNDANFARIÐ hefur fólk verið að
skrifa í Velvakanda um að það
sakni þess að heyra ekki Kristján
Jóhannsson syngja í útvarpinu.
Ég sakna hans ekki og vegna
umtalaðs viðtals við hann í Kastljósi
finnst mér að hann eigi að biðja
Eyrúnu og alla landsmenn afsök-
unar á framkomu sinni.
Ef hann hefur ekki efni á að gefa
vinnu sína eða peninga til styrktar
bágstöddum eins og aðrir lands-
menn veit ég ekki hver hefur efni á
því. Ég vil biðja hann vel að lifa
hvar sem hann er. Ég minni á að
við eigum mikið af góðu söngfólki
hér á landi og við eigum að leyfa
honum að vera þar sem hann er.
Ingveldur Birgisdóttir.
Hver þrífur leikföng?
ÉG á gamlan tuskubangsa sem er
orðinn 30 ára gamall og þarf að láta
þrífa hann. Ég treysti mér ekki til
að þrífa hann sjálf eða láta í efna-
laug þar sem hann er orðinn svona
gamall. Ef einhver tekur svona að
sér þá vinsamlega hafið samband í
síma 482 2257 eða 897 2257.
Gullhringur í óskilum
GULLHRINGUR fannst við
Blómaval í Skútuvogi. Upplýsingar
ísíma 690 1270.
Sony Ericsson sími týndist
SONY Ericsson K759i GSM-sími
týndist á Pizza Hut, Sprengisandi,
sl. mánudag. Síminn er með pínulít-
illi rispu á skjánum ofarlega í
vinstra horni. Skilvís finnandi vin-
samlega hafi samband við lögregl-
una í síma 444-1104 eða 444-1103
eða hafi samband við eiganda á net-
fangið gaui@gaui.is
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
55 ÁRA afmæli. Í dag, 16. desem-ber, er 55 ára Pétur Fell Guð-
laugsson, Stóragerði 10, Hvolsvelli.
Brúðkaup | Gefin voru saman 16. júlí
sl. í Hjallakirkju af sr. Írisi Kristjáns-
dóttur þau Guðbjörg Einarsdóttir og
Halldór Harðarson. Heimili þeirra er í
Fagrahjalla 62, Kópavogi.
Svipmyndir/Fríður Eggertsdóttir
Brúðkaup | Gefin voru saman 6. ágúst
sl. í Háteigskirkju af sr. Hjálmari
Jónssyni þau Jónína Víglundsdóttir og
Símon B. Hjaltalín. Heimili þeirra er í
Klukkubrekku 35, Hafnarfirði.
Svipmyndir/Fríður Eggertsdóttir
70 ÁRA afmæli. Í dag, 16. desem-ber, er sjötugur Ragnar Guð-
mundsson, hafnarvörður og fyrrver-
andi bóndi á Brjánslæk á Barða-
strönd. Kona hans er Rósa Ívarsdóttir.
Munu þau hjónin í tilefni dagsins taka
á móti vinum og vandamönnum í fé-
lagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd í
kvöld frá 20–24.
Kunnuglegur tromplitur.
Norður
♠Á95
♥G742
♦ÁKG
♣987
Suður
♠KG643
♥ÁD3
♦D5
♣ÁKD
Suður verður sagnhafi í sex spöðum
og fær út tígultíu.
Hvernig er best að spila?
Þótt trompliturinn komi kunnuglega
fyrir sjónir er besta íferðin ekki sjálf-
gefin. Til að byrja með skiptir máli
hvort vörnin megi fá slag á tromp eða
ekki. Sé svo er tæknilega best að
leggja niður spaðakóng og spila síðan
litlu að Á9 með þá áætlun í huga að láta
níuna ef vestur fylgir smátt. Ef vestur
reynist hins vegar vera með einspil er
farið upp með ásinn og spilað að gos-
anum. Þannig má ráða við D10xx hvor-
um megin sem er.
En fyrst þarf sagnhafi að gera upp
við sig hvort hann hafi ráð á slíkri ör-
yggisspilamennsku. Það gerir hann
með því að svína strax í hjartanu – sem
sagt taka fyrsta slaginn í borði og spila
hjarta á drottninguna. Ef hún heldur
er nákvæmast að spila spaðakóng og
spaða á níuna.
En segjum nú að vestur eigi hjarta-
kóng. Í því tilfelli má engan slag gefa á
tromp, sem þýðir að austur þarf helst
að eiga drottningu aðra eða þriðju. Nú,
eða blanka. Sá möguleiki að austur sé
með drottninguna staka gleymist
gjarnan, en þá er hægt að hreinsa upp
litinn með því að spila fyrst smáum
spaða á undan Á9x og svína svo fyrir
tíuna fjórðu í vestur.
Reyndar er ekki alveg áhættulaust
að spila upp á þennan möguleika, því
snjall varnarspilari gæti látið sér detta
í hug að fara upp með drottninguna frá
D10 eða D10x!
En það er bara sanngjart að falla
fyrir slíkri brellu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Safn, Laugavegi
Sýningar Guðrúnar Hrannar
Ragnarsdóttur, Kristins E. Hrafns-
sonar og Jóns Laxdal í Safni við
Laugaveg 37 hafa verið framlengdar
til 30. desember.
Opið er frá kl. 14–18 mið.–fös. en
frá kl. 14–17 lau. og sun. Lokað verð-
ur í Safni 24.–27. desember og á
gamlársdag. Í Safni er samtíma-
myndlist til sýnis á þremur hæðum.
Aðgangur er ókeypis.
Leiðsögn er um safnið alla laug-
ardaga kl. 14.
Sýningar framlengdar
www.safn.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111