Morgunblaðið - 16.12.2005, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
gómsætir
jólaostar!
Nýtt
ÞAU ERU mörg störfin sem falla til við höfn-
ina í Reykjavík. Hvernig sem viðrar, hvenær
sem er ársins, þarf að dytta að bátum og skip-
um. Hér er einn af fjölmörgum starfsmönnum
Granda að logsjóða í Ásbjörgu RE 50 sem er
nú í slipp. Yfir öllu saman trónaði bjart tungl
sem sást vel í Reykjavík í gær og sjálfsagt mun
víðar. Senn líður að stysta degi ársins, 21. des-
ember, þegar vetrarsólstöður verða.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Logsýður undir logandi tungli
TIL ÞESS getur komið að sjávarútvegsfyr-
irtæki greiði meira í tekjuskatt en nemur
hagnaði af rekstri þeirra. Hátt gengi krón-
unnar veldur því að skuldir sjávarútvegsins í
erlendri mynt og afborganir af þeim lækka í ís-
lenzkum krónum talið. Þar verður því til óinn-
leystur gengishagnaður, en af honum er
greiddur tekjuskattur. Á hinn bóginn veldur
hið háa gengi því að færri krónur koma inn
fyrir seldar afurðir og rekstrartekjur lækka.
Þegar gengi krónunnar er hins vegar lágt,
snýst dæmið við. Tekjurnar aukast verulega,
en erlendu skuldirnar og afborganirnar
hækka. Við það verður gengistap vegna lán-
anna svo mikið, að þrátt fyrir mun meiri getu
fyrirtækjanna til að greiða tekjuskatt greiða
þau engan tekjuskatt og eru jafnvel gerð upp
með tapi, þótt rekstrartekjur séu miklar.
Þarf að breyta reglunum
Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þor-
bjarnar Fiskaness í Grindavík, segir að þessu
þurfi að breyta. Líta verði á þessar sveiflur í
gengishagnaði sem óinnleystan hagnað eða
tap eftir því hvað við á og því eigi ekki að
reikna þetta inn í tekjur. Það komi engir pen-
ingar inn í fyrirtækin þó skuldir og afborganir
lækki tímabundið og á sama hátt fari pening-
arnir ekki út sé gengi krónunnar lágt.
„Það er mikið óréttlæti að gera okkur að
greiða tekjuskatt af óinnleystum hagnaði með
þessum hætti. Sérstaklega í ljósi þess að þeir,
sem eiga hlutabréf, sem hafa opinberlega
skráð gengi, greiða ekki skatt af óinnleystum
hagnaði vegna hækkunar gengis þeirra. Þessi
meðferð gengismunar veldur miklum sveiflum
í afkomu fyrirtækjanna og bitnar mest á fyr-
irtækjum sem standa höllum fæti og fyrir-
tækjum sem eru í landshlutum sem eiga erfitt
uppdráttar,“ segir Eiríkur.
Meiri tekju-
skattur
en rekstr-
artekjur?
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„LANDBÚNAÐURINN á Íslandi
verður að búa sig undir meiri sam-
keppni og breytta tíma. Það er
ekkert vafamál og þessir samn-
ingar hér eru hluti af því. Það er
neytendum til hagsbóta en það
verður að sjálfsögðu að gefa þess-
um aðilum svigrúm til þess að
hagræða,“ segir Geir H. Haarde
utanríkisráðherra sem situr þessa
dagana ráðherrafund Heimsvið-
skiptastofnunarinnar (WTO) í
þátttakandi í því en það er spurn-
ing um að gera það þannig að það
eigi sér stað eðlileg aðlögun.“
Geir segist sjálfur vera „mikill
fríverslunarmaður“ og telja það
gríðarlegt hagsmunamál fyrir alla
heimsbyggðina að viðræðum WTO
ljúki með niðurstöðu sem byggist
á meira frelsi í viðskiptum. „Náist
skynsamleg niðurstaða í þessum
viðræðum, þá getur hún lyft
hundruðum milljóna manna úr
sárri fátækt til bjargálna.“
Hann segir Íslendinga reyna að
leggja sitt af mörkum á fundinum
þó Ísland sé fjarri því að vera í
einhverju aðalhlutverki þar.
Nokkrir stórir aðilar, Bandarík-
in, Evrópusambandið og Japan og
nokkur stór þróunarríki, s.s. Bras-
ilía og Indland, ráði úrslitum um
hvort niðurstaða náist.
Geir bendir á að viðræðurnar á
vettvangi WTO séu hluti af ferli
sem er í gangi. „Það eru að verða
miklar breytingar í alheimsvið-
skiptum t.d. með landbúnaðarvör-
ur. Ísland verður óhjákvæmilega
Hong Kong. „Það hefur orðið mik-
il framleiðniaukning í íslenskum
landbúnaði á undanförnum árum
og vonandi heldur það áfram, svo
atvinnugreinin verði betur í stakk
búin til þess að takast á við sam-
keppni.“
Viðræður ganga mjög hægt
Geir segir viðræðurnar á fundi
WTO ganga mjög hægt og segja
megi að lítill árangur hafi náðst til
þessa, „þó menn séu ekki alveg
úrkula vonar um að eitthvað ger-
ist,“ segir hann.
Utanríkisráðherra situr ráðherrafund Heimsviðskiptastofnunarinnar
Landbúnaðurinn búi sig
undir meiri samkeppni
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Lítill árangur | Miðopna
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra segir fréttir af háu
matvöruverði á Íslandi í skýrslu
samkeppniseftirlita á Norðurlönd-
um ekki vera góð tíðindi. Ljóst sé að
margir þættir valdi háu verði, m.a.
mikil fákeppni á matvörumarkaðn-
um, og hún treysti eftirlitsaðilum
eins og Samkeppniseftirlitinu til að
tryggja að markaðsráðandi fyrir-
tæki misnoti ekki aðstöðu sína.
Valgerður segir það styrkja
skýrsluna að eftirlitsstofnanir á
Norðurlöndum hafi unnið sameigin-
lega að henni. Unnið verði áfram í
þeim málum og Samkeppniseftirlitið
hafi ákveðnu hlutverki að gegna.
Um það hvort ástæða sé til að
draga úr innflutningshöftum á land-
búnaðarafurðum segir Valgerður að
þau mál heyri ekki undir sitt ráðu-
neyti. Hún telur ástæðu til að skoða
álagningu vörugjalda á matvælum.
Þau séu „úrelt fyrirbrigði“ og skoða
megi hvort hægt sé að draga úr
þeirri gjaldtöku. Valgerður segir
stjórnvöld fylgja þeirri stefnu að
vernda íslenskan landbúnað. Ísland
sé ekki eina landið sem setji tolla á
innfluttar vörur og WTO leggi lín-
urnar í þeim efnum. Hins vegar
bendir hún á að Íslendingar gangi
hvað lengst þjóða í álagningu tolla.
Viðskiptaráðherra segir hátt matvöruverð vondar fréttir
Telur vörugjöld úrelt
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra var
ekki vanhæfur til að setja sérstakan saksókn-
ara í Baugsmálið. Er þetta niðurstaða Héraðs-
dóms Reykjavíkur sem í gær synjaði öllum
kröfum sakborninganna um niðurfellingu
málsins.
Sakborningar ætla að kæra úrskurð héraðs-
dóms til Hæstaréttar. Um er að ræða þá átta
ákæruliði málsins, sem Hæstiréttur vísaði ekki
frá með dómi sínum. Krafa sakborninganna
um að málið yrði látið niður falla var í fyrsta
lagi byggð á því að þrívegis hefði verið um að
ræða útivist í þinghaldi hjá Sigurði Tómasi
Magnússyni, settum ríkissaksóknara.
Í öðru lagi vísuðu verjendur til vanhæfis
dómsmálaráðherra til að setja sérstakan sak-
sóknara í málið, vegna ýmissa ummæla sem
hann hefur látið falla opinberlega um sakborn-
ingana og Baug. Í niðurstöðu héraðsdóms seg-
ir m.a. að þótt ummæli ráðherrans séu mjög
gagnrýnin verði þó ekki séð að gagnrýni hans
tengist beint einstökum sakarefnum sem liggi
fyrir dómnum. Þá fari dómsmálaráðherra ekki
með stjórnsýsluvald á neinu því sviði, sem um-
mæli hans varða. Hinn setti ríkissaksóknari sé
sjálfstæður að lögum og lúti í engu boðvaldi
ráðherra. Ekki sé unnt að fallast á það að ráð-
herra hafi verið vanhæfur.
Kröfu um niðurfellingu Baugsmálsins var hafnað í héraðsdómi
Ráðherra ekki vanhæfur
Kröfum | 4 og Ítarefni á mbl.is
ÞÓRHILDUR Helga Hrafnsdóttir og Snæ-
dís Björnsdóttir fengu galdrabók gefins í
skólanum sínum. Þær gátu ekki beðið og
fóru strax að lesa hana. Neðst á myndinni
er Andrea Sif Hafliðadóttir.
Morgunblaðið/Sverrir
Með galdrabók
♦♦♦