Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 20
20 | 18.12.2005 Þ etta verður í fyrsta skipti í mörg ár sem fjölskyldan verður öll saman. Eftirað foreldrar mínir skildu höfum við haldið jól hvert í sínu lagi, en nú ætlaallir að hittast heima hjá eldri systur minni; mamma, pabbi og föðurafi. Föðuramma mín dó í vor og því ákváðum við að hafa þetta svona, það er svo stutt síðan gamla konan lést. Það verður því ágætlega fjölmennt og góðmennt á að- fangadag. Við fórum saman út að borða í byrjun desember og drógum um hver ætti að koma með hvað. Aðalréttirnir verða hamborgarhryggur og drottning- arskinka. Eftirrétturinn verður í höndum okkar Evu (Daggar Júlíusdóttur) og á að koma á óvart. En á undan höfum við að sjálfsögðu grjónagraut og möndlugjöf, sem er hefð fyrir heima hjá mér. Afi ætlar að lesa á pakkana, eins og hann gerði alltaf hér áður fyrr, og tilhlökkunarefni að upplifa það á ný. Á jóladag ætlum við að reyna að vera þrjú saman, við hjónin og Maren Karitas. Ég hef haft mikið fyrir stafni að undanförnu og konan verið í próflestri, sem hefur bitnað á þeirri stuttu. Því stefnum við að því að vera á náttfötunum frameftir degi, horfa á jólamyndir og úða í okkur góðgæti. Maren Karitas varð tveggja ára 13. desember og við ætlum að halda upp á afmælið hennar á milli jóla og nýárs og tökum það því rólega yfir jólin sjálf. Á jóladag verður líklega lamb eða naut á borðum, þar sem hvorugt okkar er mikið í hangikjötinu. Á gamlárskvöld verða mamma, pabbi, föðurbróðir minn og afi í mat hjá okkur. Þá verður hamborgarhryggur, við erum miklir aðdáendur ham- borgarhryggjar. Maður verður að hafa eitthvað sem öllum líkar. Það er frekar að við bjóðum upp á eitthvað óvænt í forrétt eða eftirrétt, segir Jón Sigurðsson um jólahald sitt og fjölskyldunnar. Jón Sigurðsson – Til þín Jón Sig. söng sig inn í hug og hjörtu fólks í fyrstu keppni Idol – Stjörnuleitar og er enn að. „Til þín“ er önnur sólóplata Jóns, en sú fyrri seldist í yfir 5 þúsund eintökum. Hér flytur Jón lög eins og Ég leitaði blárra blóma, Eitthvað undarlegt og Vetrarnótt svo eitthvað sé nefnt. Útgefandi: Sena. L jó sm yn d: B ry nj ar G au ti JÓN SIGURÐSSON OG FJÖLSKYLDA Allir saman á aðfangadag Jón, Eva Dögg og Maren Karitas, tveggja ára. JÓLASIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.