Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 34

Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 34
34 | 18.12.2005 T inna Gunnarsdóttir iðnhönnuður býr ásamt manni sínum, Sigtryggi Bjarna Baldvinssyni myndlistarmanni, og tveimur börnum þeirra í sögufrægu húsi við Miklatún. Húsið hefur verið kallað Englaborg en það var byggt af Jóni Engilberts listmálara (1908–1972) sem notaði það bæði sem heimili og vinnustofu. Englaborgin er afar bjart og stílhreint hús með mikilli lofthæð, sannarlega viðeigandi rammi fyrir hönn- uðinn Tinnu og myndlistarmanninn Sigtrygg, enda hafa þau bæði haft vinnustofur sínar í húsinu síðan þau festu kaup á því fyrir sjö árum. Tinna hlaut nýverið Hönnunarverðlaunin 2005 en þau voru veitt í fyrsta sinn á svonefndum Hönnunardögum nú í nóvember og nam verðlaunaféð fimm hundruð þúsund krónum. Sagði í rökstuðningi dómnefndar að Tinna hlyti verðlaunin „fyrir nýstárlega hönnun á gangstéttarhellum úr áli, og framleiðslu á gúmmídúkum og gólfmottum þar sem frumleg notkun efnis og listræn úrvinnsla í munsturgerð fer saman“. Verk sín hefur Tinna sýnt víða erlendis og framundan er sýning í Listasafni ASÍ í janúar. Í byrjun febrúar tekur hún síðan þátt í sýningu í Stokkhólmi og í apríl fer hún til Mílanó. Hún segir næg verkefni framundan; en auk alls þessa kennir hún vöruhönnun í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Erfitt að koma heim | Faðir Tinnu, Gunnar Magnússon, er innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður og hún segist því hafa fundið töluvert sterka tengingu við myndlist og hönnun sem barn og unglingur. „Lengi vel var ég þó að velta því fyrir mér hvort ég ætti kannski að fara allt aðra leið, hefja nám í verkfræði eða einhverju þess háttar,“ segir hún. L jó sm yn d: B ry nj ar G au ti LYKILATRIÐI AÐ VERA FRJÁLS Í HUGSUN Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður hefur margt á prjónunum HÖNNUN | SIGRÚN ERLA EGILSDÓTTIR Tinna í vinnustofu sinni í Englaborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.