Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík sími: 562 1420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Áramótaskaupið á eldhúsflatskjánum Gerum okkur glaðan dag og meðan birgðir endast gefum við 20" Toshiba LCD flatskjái með Invita eldhúsinnréttingum. Á www.invita.com sérðu enn fleiri innréttingalausnir. Þetta er Invita 20" LCD flatskjársjónvarp 25 ára afmælistilboð kjaranefndar um laun kjörinna full- trúa og ýmissa embættismanna. „Að því gefnu að Kjaradómurinn hafi farið að lögum, þá hlýtur hann að hafa byggt þetta á einhverjum rök- um sem ég samt átta mig ekki alveg á,“ sagði Guðjón. „Ég hefði haldið að við værum að tala um 6–7% launa- breytingu og átta mig ekki alveg á hvar þessi viðbót kemur.“ Guðjón kvaðst vera þeirrar skoð- unar að endurskoða þyrfti kjör al- þingismanna í heild sinni, lífeyr- iskjörin þar með talin. „Eðli málsins vegna hljóta alþingismenn að verða að una því að kjör þeirra komi á eftir öðrum stéttum. Þeir geta ekki leitt launakröfur í landinu. Ég er hins vegar ekki viss um að það sé til betra fyrirkomulag en einhvers konar kjaradómur til að ákvarða þetta. En hann má ekki keyra þær stéttir, sem setja landinu lög og reglur og tak- mörk og annað slíkt, fram úr öðrum. Það má ekki eiga sér stað.“ GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagðist ekki hafa neitt á móti því að málefni kjaranefndar og Kjaradóms yrðu endurskoðuð. Guð- jón er staddur er- lendis og hafði ekki haft tök á að kynna sér forsendur nýlegrar ákvörðunar Kjaradóms og Guðjón A. Kristjánsson Endurskoða þarf laun alþing- ismanna í heild Guðjón A. Kristjánsson ÖGMUNDUR Jón- asson, formaður þingflokks Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og formaður BSRB, kvaðst styðja ein- dregið þá ákvörðun Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráð- herra að fara þess á leit við Kjaradóm að ákvörðun um laun þjóðkjörinna fulltrúa verði endurskoðuð. „Ég tel að það hefði átt að hafa inni í þessari spyrðu dómara og alla aðra sem heyrðu til þessarar ákvörðunar Kjaradóms og endurskoða, en ég styð þetta engu að síður,“ sagði Ögmund- ur. „Eftir stendur að ákvörðun Kjara- dóms er endurspeglun á launastefnu ríkisins, sem segir okkur að topparnir á píramídanum fái langt umfram það sem gerist hjá launafólki almennt.“ Ögmundur kvaðst hafa flutt þing- mál árið 1995 um að kjaranefnd og Kjaradómur yrðu lögð niður. Þá hafi hann ekki fengið mikinn stuðning við málið á Alþingi, en telur að nú eigi að taka þessa umræðu upp að nýju. „Ég tel að það eigi að stokka allt þetta kerfi upp á nýtt,“ sagði Ögmundur. Ögmundur Jónasson Stokka þarf kerfið upp að nýju Ögmundur Jónasson INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, segist hafa kosið að Al- þingi hefði verið kallað saman að nýju á milli jóla og nýárs, líkt og for- menn stjórnarand- stöðuflokkanna óskuðu eftir fyrir jól, til að ræða um niðurstöðu Kjaradóms um launa- hækkanir þjóðkjörinna embættis- manna þjóðarinnar og dómara. Hún sagði í samtali við fréttavef Morg- unblaðsins í gær málið vera í bið- stöðu en taldi víst að það yrði rætt þegar Alþingi kemur saman 17. jan- úar næstkomandi. Ingibjörg Sólrún sagði að hún hefði kosið að Alþingi hefði verið kallað saman á ný til að ræða launahækkanirnar. „Það hefði varpað ljósi á þá launaþróun hjá rík- inu sem Kjaradómur hefur ákveðið í gegnum tíðina,“ sagði Ingibjörg en lagði áherslu á að málið yrði tekið fyrir þegar Alþingi kæmi saman að nýju. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kalla hefði átt Alþingi saman Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við Kjara- dóm að hann endurskoði ákvörðun frá 19. desem- ber um laun er varða kjörna fulltrúa. Talsmenn stjórnarandstöðunnar lýsa hér viðbrögðum sínum. FAGURRAUÐ birta leikur við skammdegisrökkrið í Húsavíkurhöfn þessa dagana, en eigendur báta á Húsa- vík skreyttu báta sína með jólaljósum til að gæða dimmustu daga ársins gleðiljóma. Á Húsavík var hið prýðilegasta veður í gær og mikil stilla. Nutu Húsvík- ingar því sannkallaðrar töfrastundar í síðdeginu. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Dimmustu dagarnir líða í roðaljóma ALÞJÓÐLEGA lyfjafyrirtækið Novartis og líkamsræktarstöðin World Class eiga í samstarfi um kynningu á nýlegu blóðþrýstingslyfi frá alþjóðlegum lyfjarisa, en þeir sem kaupa lyfið fá afslátt af líkams- ræktarkortum World Class. Óheim- ilt er að auglýsa lyfseðilsskyld lyf samkvæmt íslenskum lögum og hef- ur Lyfjastofnun tekið málið til at- hugunar. Þeir sjúklingar sem fá ávísun á lyfið frá lækni geta farið með lyfseð- ilinn til eins af útibúum World Class og fengið afslátt af líkamsrækt. Varhugavert markaðsátak Stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna telur markaðssetningarátak Novartis og World Class varhuga- vert og hefur sökum þessa ritað landlækni bréf þar sem bent er á ýmsar þær siðferðisspurningar sem vakni í tengslum við átakið. Í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Elínborg Bárðardóttir, for- maður félagsins, að átakið gæti tal- ist vafasamt út frá persónuvernd- arsjónarmiðum þar sem sjúklingar þurfi að sýna starfsfólki líkamsrækt- arstöðvarinnar kassakvittun fyrir ákveðnu lyfi. Einnig sagði hún fag- leg sjónarmið vakna, þar sem spurn- ing væri hvort sjúklingar myndu koma á stofu og panta ákveðin lyf vegna fjárhagsávinnings sem því fylgdi. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir þessa mark- aðssetningu fyrirtækisins óhefð- bundna, að beina athygli sinni að sjúklingi en ekki lækni eins og venjulega sé gert. Ákvörðunin sé þó alltaf læknisins að ávísa lyfinu og hann upplýsi sjúklinginn um afslátt World Class. Ýmsar spurningar vakni um réttmæti slíkrar markaðs- setningar en að sama skapi megi efast um hvort það sé siðferðislega rétt að kynna lyf fyrir læknum með ýmsum öðrum hætti, t.d. að bjóða þeim í kynningar þar sem matur sé á boðstólum eða gefa gjafir. Fyr- irtækið sem um sé að ræða hér hafi ákveðið að beina markaðssetningu lyfsins frekar að sjúklingnum sjálf- um. Rannveig segir það vitað að hreyf- ing og mataræði skipti fólk með há- an blóðþrýsting miklu máli og því komi markaðssetningin að gagni fyrir sjúklinginn. Ekki sé heimilt að auglýsa lyfseðilsskyld lyf fyrir al- menningi en í þessu tilfelli séu það læknarnir sem láta sjúklinga vita af tilboðinu telji þeir ástæðu til. At- hugasemdir hafi verið gerðar við þennan þátt málsins en það sé nú til athugunar hvort þetta samstarf World Class og lyfjafyrirtækisins hafi haft áhrif á sölu á lyfinu. Samstarf Novartis og World Class um kynningu á blóðþrýstingslyfi vekur blendin viðbrögð „Óhefðbundin markaðs- setning fyrirtækisins“ „LYFJAFYRIRTÆKI eru með markaðspeninga til umráða og eyða þeim í ýmsa hluti, þeirra á meðal ferðir lækna til útlanda sem oft hafa verið gagnrýndar. Okkur langaði hins vegar að eyða okkar markaðspeningum þannig að það myndi nýtast sjúklingunum sem best og bæta þannig meðferð þeirra,“ segir Kristinn Grétarsson, markaðsstjóri Novartis. Segir hann samstarf fyrirtæk- isins við World Class í beinu og rök- réttu framhaldi af fræðslustarfi fé- lagsins. „Við höfum verið að sinna ákveðnu fræðslustarfi við meðferð á háþrýstingi síðan í maí. Þar höf- um við boðið háþrýstings- sjúklingum, án tillits til lyfja- meðferðar, að sækja opna mánaðarlega fræðslufundi um mat- aræði og næringu. En alþekkt er að mataræði og hreyfing ásamt lyfja- meðferð skili betri árangri við há- þrýstingi heldur en bara lyfja- meðferð ein og sér,“ segir Kristinn og bendir á að bætt heilsa háþrýst- isjúklinga geti aftur leitt til lægri lyfjakostnaðar fyrir samfélagið þegar til lengri tíma sé litið. Aðspurður segir Kristinn gott samráð hafa verið haft við fjölda lækna áður en átakið fór af stað um miðjan nóvember sl. Segir hann ýmsar gagnlegar ábendingar hafa borist vegna útfærslu átaksins, en að enginn læknanna sem hann hafi ráðfært sig við hafi gert alvarlega athugasemd við það. Bendir hann á að fyrirtækið hafi jafnframt borið verkefnið undir Lyfjastofnun en ekki fengið neinar athugasemdir. Bætir heilsu sjúklinga JÓHANNES M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, segir ljóst að spítalinn muni ekki verða við áskorun Læknafélags Íslands um að draga til baka uppsögn Stefáns E. Matthíassonar, fyrrverandi yfir- læknis æðaskurðlækningadeildar spítalans, og bíða átekta þar til nið- urstaða hefur fengist í dómsmáli sem höfðað hefur verið um gildi áminn- ingar sem spítalinn hafði veitt Stef- áni. Jóhannes tekur fram að uppsögn- in hafi átt sér langan aðdraganda og allir tímafrestir þar að lútandi hafi verið löngu liðnir. Ætti Læknafélag Íslands að vera betur upplýst en svo að það ætlist til að spítalinn taki ann- arri eins áskorun og fyrr var getið. Verður ekki við áskor- un Læknafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.