Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Halldór Ásgrímssonforsætisráðherrasendi formanniKjaradóms bréf í gær þar sem óskað er eftir því að Kjaradómur endurskoði fyrri ákvörðun sína um að hækka laun kjörinna fulltrúa um 8%. Þessi ákvörðun var tekin að höfðu samráði við formenn stjórnarandstöðuflokkanna. Halldór sagði eftir að hann hafði átt fund með aðilum vinnu- markaðarins að menn spyrðu eðlilega hvers vegna tilmælin vörðuðu eingöngu laun kjörinna fulltrúa. „Það er einfaldlega af þeirri ástæðu að þeir aðrir sem Kjaradómur fjallaði um eru fyrst og fremst dómarar, hér- aðsdómarar og hæstaréttar- dómarar, ásamt örfáum emb- ættismönnum. Ég tel að það sé ekki við hæfi að framkvæmda- valdið og löggjafarvaldið hlutist til um kjör dómara. Við verðum að virða sjálfstæði dómstólanna. Ég hef í sambandi við þetta bréf rætt við formenn stjórn- málaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi, jafnframt formenn þingflokka og forseta Alþingis. Þessari beiðni minni hefur verið tekið mjög vel af þeim þannig að hún er styrkt af samtölum við þá. Í framhaldi af því vænti ég þess að Kjaradómur fallist á það að taka þessi mál til endurskoð- unar og veit reyndar að það hef- ur þegar verið boðaður fundur í Kjaradómi á morgun.“ Halldór sagði að aðilar vinnu- markaðarins hefðu lýst því yfir að þessi nýjasti úrskurður Kjaradóms gæti valdið miklum óróa á vinnumarkaði. Stöðug- leiki í launamálum væru undir- staða þess að hægt væri að halda stöðugleika í efnahagslíf- inu. „Ég tel að Kjaradómur geri sér alveg grein fyrir alvöru málsins.“ Lögin endurskoðuð Ýmsir hafa kallað eftir að lög- um um Kjaradóm verði breytt þannig að ein stjórnsýslunefnd en ekki tvær úrskurði um laun æðstu embættismanna lands- ins. Halldór sagðist geta tekið undir að núverandi fyrirkomu- lag væri gallað. „Þetta gengur ekki eins og það er, að mínu mati. Ríkis- stjórnin mun hefja athugun á því hvernig mætti koma þessum málum betur fyrir, fyrst og fremst til að tryggja samræmi milli úrskurðaraðila. Það verður gert,“ sagði Halldór. Sam- kvæmt lögunum ætti Kjara- dómur að setja meginforsendur fyrir úrskurði kjaranefndar. Samkvæmt úrskurði frá um- boðsmanni Alþingis væri kjara- nefnd hins vegar ekki undir- stofnun Kjaradóms. Það væri því fullt tilefni til að skýra þetta betur til að tryggja samræm- ingu í vinnubrögðum. Halldór sagðist ekki líta svo á að hann væri að blanda sér í störf Kjaradóms með ákvörðun sinni. „Ég er að óska eftir að Kjaradómur taki þetta til end- urskoðunar í ljósi þeirra að- stæðna sem eru uppi. Það er að sjálfsögðu ekki æskilegt að for- sætisráðherra þurfi að vera í þeirri stöðu, en ég tel einfald- lega að sú staða sé uppi nú að mér beri skylda til þess.“ Halldór sagðist ekki sjá neina ástæðu til að kalla Alþingi sam- an. Það mætti spyrja hvað Al- þingi ætti að gera. Liggur ekki fyrir hvort annað fyrir- komuleg sé betra Geir H. Haarde utanríkisráð- herra sagðist telja að viðbrögð forsætisráðherra við ákvörðun Kjaradóms væru eðlileg miðað við hvernig málið væri vaxið. Hann sagðist ekki telja að hægt hefði verið að ganga lengra. „Við beinum því til Kjaradóms Forsætisráðherra ritaði formanni Kjaradóms bré Kjaradómur kveði u Fulltrúar Alþýðusambands Ísland SAMKVÆMT tölum Kjara- rannsóknarnefndar opinberra starfsmanna (KOS) hafa laun sem ákveðin eru af Kjaradómi og kjaranefnd hækkað talsvert umfram laun annarra opinberra starfsmanna. Þannig hækkuðu laun dómara sem ákveðin eru af Kjaradómi um 56,5% á árunum 1999–2004, en laun embættis- manna sem ákveðin eru af kjaranefnd hækkuðu á sama tímabili um 52,7%. Launavísi- tala hækkaði á tímabilinu um 41,6% og launavísitala opin- berra starfsmanna örlítið meira. Kjararannsóknanefnd hefur enn ekki birt neinar tölur um laun opinberra starfsmanna á þessu ári þó að þær hefðu átt að liggja fyrir í september. Ástæð- an er sú að verið er að skipta um launabókhaldskerfi hjá ríkinu og nefndinni hafa ekki borist tölur frá ríkinu. Tölur KOS gefa hins vegar mjög góðar upplýsingar um þau laun sem ríkið greiðir. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa heildar- laun héraðsdómara hækkað frá 1. janúar 1999 til 1. 2006 um 79,1%. Þessi laun eru ákveðin af Kjaradómi, en dómurinn virðist taka talsvert mikið mið af laun- um héraðsdómara þegar laun annarra embættismanna, al- þingismanna og ráðherra eru ákveðin. Ef tekið er mið af þeim hækkunum sem kjaranefnd hef- ur ákveðið á síðustu 12 mánuð- um hafa laun embættismanna sem heyra undir nefndina hækkað um 68%. Laun ráðherra og alþingismanna hafa hækkað yfir 100% á tímabilinu. Ekki er hægt að draga aðra ályktun af þessum tölum en að laun sem Kjaradómur ákveður hafi hækkað meira en laun sem kjaranefnd tekur ákvörðun um. Báðar þessar stjórnsýslunefnd- ir hafa hins vegar hækkað laun meira en sem nemur hækkun launavísitölu og gildir þá einu hvort miðað er við laun opin- berra starfsmanna eða laun á al- mennum markaði. Saksóknarar og sýslumenn eru með um 600 þús. í laun Kjaranefnd hefur ekki birt opinberlega laun einstakra embættismanna sem hún fjallar um. Nefndin gaf hins vegar upp laun nokkurra embættismanna í gær þegar eftir því var leitað. Þannig verða laun ráðuneytis- stjóra 829 þúsund á mánuði 1. janúar nk. og ráðuneytisstjór- inn í forsætisráðuneytinu verð- ur þá með 876 þúsund. Saksókn- arar hjá ríkissaksóknara verða Kjaranefnd hefur hækkað laun Hafa ek launav # $     %&''' ( ,  - .  ( -(  /( - . 01-     01. 0230-     0230.  3*' Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SLOPPIÐ MEÐ SKREKKINN Með bréfasendingu forsætis-ráðherra til Kjaradóms ígær má segja að þingmenn og ráðherrar sleppi með skrekkinn við þá afkáralegu stöðu, sem þeir hefðu ella lent í; að þiggja launa- hækkun langt umfram það sem venjulegir launamenn hafa fengið, en þurfa jafnframt að útskýra fyrir kjósendum sínum að halda verði al- mennum launahækkunum í skefjum. Kjaradómur endurskoðar væntan- lega í dag ákvörðun sína frá því fyrir jól og úrskurðar ráðherrum, þing- mönnum og forseta launahækkun, sem er í samræmi við það sem al- mennt hefur gerzt á vinnumarkaðn- um. Bréf forsætisráðherra sýnir auð- vitað að lögin um Kjaradóm og kjara- nefnd eru ónýt, fyrst hægt er að biðja Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína án þess að atbeini Al- þingis komi til. Sömuleiðis hlýtur kerfið að vera ónýtt, fyrst hægt er að fara fram á að Kjaradómur endur- skoði aðeins hluta ákvörðunar sinn- ar, þrátt fyrir lagaákvæðin um að honum beri að „gæta innbyrðis sam- ræmis í starfskjörum þeim sem hann ákveður.“ Beiðni forsætisráðherra er send Kjaradómi að höfðu samráði við for- menn allra stjórnmálaflokka og for- seta Alþingis. Þótt þingið hafi ekki verið kallað saman nú á milli hátíða til að breyta lögum um Kjaradóm og kjaranefnd og málið leyst með þess- um hætti í staðinn er áfram brýn þörf á að endurskoða lögin og það fyrirkomulag á launahækkunum embættismanna sem þau kveða á um. Í fyrsta lagi liggur ljóst fyrir að sú víxlverkun, sem orðið hefur til með túlkunum Kjaradóms, þar sem hann ber sig saman við kjaranefnd og öf- ugt, gengur ekki upp. Hugsanlega er lausnin sú að sama nefnd úrskurði um laun beggja hópa, eins og for- maður Kjaradóms, Garðar Garðars- son, ýjaði að í bréfi sínu til forsætis- ráðherra fyrir jól. Í öðru lagi hlýtur að þurfa að tryggja að kjör hátt settra opinberra starfsmanna fylgi því, sem almennt gerist. Það virðist ljóst að launaþró- un embættismanna, sem heyra undir Kjaradóm og kjaranefnd, hefur verið á skjön við almenna launaþróun á vinnumarkaði undanfarin ár. Það er hægt að réttlæta þá þróun mála að einhverju leyti með því að segja að þau störf, sem um ræðir, hafi fyrir nokkrum árum verið of illa launuð. Síðan hefur hins vegar átt sér stað mjög veruleg leiðrétting, þótt auðvit- að sé óraunsætt að gera ráð fyrir að skattgreiðendur greiði sömu háu laun og tíðkast hjá tiltölulega fáum einkafyrirtækjum. Nú hlýtur því að vera hægt að gera kröfu um skýrara orðalag í lögum, um að laun þessara hópa fylgi hinni almennu þróun á vinnumarkaðnum. Það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir þann óróa, sem úrskurðir Kjaradóms og kjaranefndar vekja með reglulegu millibili á vinnumark- aðnum. Það er nú verkefni Alþingis að leysa úr þeim vanda. ÍSLENZKAN ER LYKILLINN AÐ LANGSKÓLANÁMI Unglingar af erlendum upprunaljúka miklu síður framhaldsskóla- námi en innfæddir Íslendingar. Aðeins örfá ungmenni, sem fædd eru í Asíu og flutzt hafa með foreldrum sínum hing- að til lands, hafa þannig lokið fram- haldsskólaprófi. Samkvæmt athugun á ástæðum þessa, sem Anh Dao Tran menntunarfræðingur hefur unnið og greint var frá hér í blaðinu fyrr árinu, er léleg íslenzkukunnátta ein meginor- sökin. Jafnframt spilar inn í lítil þekk- ing á valmöguleikum í framhaldsskóla- kerfinu og þrýstingur á að unglingarnir vinni fyrir sjálfum sér og fjölskyldum sínum. Það er að sjálfsögðu ákveðin þver- sögn að unglingar af erlendum upp- runa skuli þannig sitja eftir í sam- félagi, þar sem mikill meirihluti lýkur framhaldsskólanámi. Foreldrar þess- ara ungmenna koma til landsins í von um betra líf börnum sínum til handa. Menntunarleysið eykur hins vegar hættuna á að þau lendi í neðsta lagi samfélagsins; sitji föst í láglaunastörf- um og einangrist frá jafnöldrum sín- um, sem ganga menntaveginn. Þessu fylgir sömuleiðis aukin hætta á að þessi börn lendi á glapstigum og að klíkur unglinga af sama uppruna verði til, af því að þeir eru ekki gjaldgengir í samfélagi þeirra, sem kunna vel ís- lenzku og ganga í framhaldsskóla eða háskóla. Þá er orðið stutt í kynþátta- vandamál, sem Íslendingar þekkja sem betur fer enn aðallega af afspurn. Það er því mikið til vinnandi að auð- velda ungmennum af erlendu bergi brotnum að ljúka framhaldsskólanámi. Til þessa hefur í bezta falli ríkt skeyt- ingarleysi um afdrif þessa hóps í menntakerfinu. Mikilvægasta aðgerðin til að greiða götu hans er að efla ís- lenzkukennsluna. Mörgum, sem hafa beðið um sérstakan stuðning í íslenzk- unni til þess að geta komizt áfram í öðrum námsgreinum, hefur verið neit- að um hann. Skólakerfið hefur einfald- lega ekki átt ráð til að hjálpa þessum börnum; fjárveiting hefur ekki verið til og ekki heldur skýr stefna um það hvernig staðið skuli að þessari kennslu. Í Morgunblaðinu í gær var rætt við unga stúlku frá Víetnam, Huong Xuan Nguyen, sem lokið hefur stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og leggur nú stund á vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hún segir að mesta hindrunin í vegi nemenda af erlendum uppruna sé tungumálið. „Ef maður kann ekki tungumálið er maður stopp og kemst ekki lengra,“ segir hún. „Ég vona að fleiri nemendur frá Víetnam fari að útskrifast úr framhaldsskóla, en það þarf að hafa öfluga íslensku- kennslu fyrir þau. Ég fékk frábær tækifæri og frábæra kennara í kring- um mig og ég vona að fleiri fái svona góð tækifæri eins og ég. Ég þekki mjög marga sem langar mjög mikið að klára stúdentspróf, en tungumálið er mesta hindrunin í leiðinni að lang- skólanámi.“ Það er óhætt að taka undir þetta með Huong. Það er ekki eingöngu hagsmunamál þess unga fólks, sem um ræðir, að því sé hjálpað til að ljúka langskólanámi og njóta hæfileika sinna á vinnumarkaðnum. Það er brýnt hags- munamál alls samfélagsins. „ÞETTA er skref í rétta átt,“ sagði Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ, um bréf forsætisráð- herra til formanns Kjaradóms. Ingimundur Sigurpálsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins, er sama sinnis. Grétar sagði að afstaða ASÍ í þessu máli væri skýr. „Við teljum að Kjaradóm- ur hefði í mesta lagi átt að seil- ast í þær breytingar sem er að finna í launavísitölu Hagstof- unnar. Þarna er hins vegar stig- ið skref og ég vil skilja það svo að ríkisstjórnin ætli að taka upp þessar leikreglur og endur- skoða þær á vorþingi. Það er af- ar mikilvægt. Það er mikilvægt að þessi skrípaleikur sem hefur einkennt þessar ákvarðanir allra síðustu ár sé að baki.“ Grétar sagðist hafa staðið í þeirri trú að Kjaradómur ætti að leggja línurnar og kjara- nefnd fylgdi svo í kjölfarið, en nú tækju báðir aðilar mið af því sem hinn væri að gera. Grétar sagði aðspurður að sér fyndist að Kjaradómur ætti að endurskoða öll þau laun sem hann úrskurðaði um 19. desem- ber sl., ekki bara laun þjóðkjör- inna fulltrúa. Skýr skilaboð Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífs- ins, sagði að SA væru sátt við viðbrögð forsætisráðherra við úrskurði Kjaradóms. „Í þessu felast skýr skilaboð um að stjórnvöld vilja sporna gegn þeirri keðjuverkun sem aug- ljóslega var að byggjast upp að undanförnu í sambandi við launabreytingar. Ég vona að þetta verði skýr skilaboð inn í þá umræðu sem verður á vett- vangi sveitarfélaganna um miðjan næsta mánuð,“ sagði Ingimundur. Forseti ASÍ og formaður SA „Skref í rétta átt“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.