Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HVAÐ ER AÐ ÞÉR GRETTIR? HEILINN MINN FRAUS Í MIÐJUM HIKSTA ÞÚ ERT FURÐULEGUR ÖMMU LANGAR AÐ SEMJA VIÐ ÞIG SEMJA? JÁ, EF ÞÚ LOSAR ÞIG VIÐTEPPIÐ ÞÁ LÆTUR HÚN 1000 KR. RENNA TIL LÍKNARMÁLA AMMA BEITIR BOLABRÖGÐUM MAMMA MIG LANGAR Í NARSL GJÖRÐU SVO VEL! ÞÚ MÁTT FÁ ÞÉR EPLI EÐA APPELSÍNU ÚR ÍSSKÁPNUM ÞRÁTT FYRIR AÐ VIÐ TÖLUM BÆÐI ÍSLENSKU, ÞÁ ERUM VIÐ EKKI AÐ TALA SAMA TUNGUMÁLIÐ ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ BJARGA BARA KANÍNUM AF ÖÐRU KYNINU, ÞEGAR AÐ SKIPIÐ OKKAR SÖKK! EN ÞÚ HLUSTAÐIR EKKI FREKAR EN VENJULEGA ÉG ER AÐ BREYTAST Í KÓNGULÓ! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? ÞÚ VERÐUR AÐ HJÁLPA MÉR ATILA! HANN SOFNAÐI MEÐ NEFIÐ Á NIÐURFALLINU HJÁLP! ÞAÐ ER AÐ GERAST! ÞAÐ VERÐUR MJÖG HEITT Í DAG OJ BARA! MUNIÐ BARA AÐ HALDA YKKUR Í SKUGGANUM OG DREKKA MIKINN VÖKVA HVAÐ ERUÐ ÞIÐ ÞÁ AÐ VÆLA? ÞAÐ ER LEIÐINLEGT Í SUMARBÚÐ- UNUM Í MIKLUM HITA ÞEGAR ÞAÐ ER SVONA HEITT ÞÁ SITJUM VIÐ INNI MEÐ LOFT- KÆLINGU OG HORFUM Á VIDEO VIÐ ERUM BÚIN AÐ SJÁ ALLAR MYNDIRNAR 5 SINNUM ÉG ÞARF AÐ GERA TVENNT. NÁ MYND AF TARANTÚLUNNI... ... OG KOMAST AÐ ÞVÍ HVAÐ VARÐ UM RÓSU PETER! RÓSA? ÉG ER BÚINN AÐ VERA AÐ LEITA AÐ ÞÉR ÉG ÞARF Á HJÁLP ÞINNI AÐ HALDA Dagbók Í dag er miðvikudagur 28. desember, 362. dagur ársins 2005 Víkverji hugsarstundum um í hvað hann eyðir pen- ingunum. Þegar það kom að jólatrés- kaupum þessara jóla ákvað hann að kaupa jólatré af björg- unarsveit, líknarfélagi eða skóræktarfélagi, enda vill Víkverji styrkja gott starf og sjá peningana sína fara í góð málefni, ekki til stórverslana. Víkverji skilur ekki af hverju þessar versl- anir ákváðu að fara út í jólatréssölu. Geta þær ekki séð neitt í friði og af hverju halda þær sig ekki bara á matvælamarkaðinum þar sem þær eiga heima? Jólatrés- og flugeldasala er ein stærsta tekjulind hjálparsveita, skógræktarfélaga og ýmissa ann- arra samtaka sem vinna að góðgerðarmálum. Þessi fjáröflun er oft meira en helmingur af tekjum þeirra yfir árið. Félögin stinga líka ekki gróðanum af jólatréssölunni í eigin vasa heldur nota hann til að halda starfinu gangandi, bjarga fólki úr ógöngum, gróðursetja tré og græða upp landið, allt starf sem er unnið með óeigingjörnum huga. Þótt stórverslunarkeðjur þykist vinna góðgerð- arstarf fyrir Íslend- inga með því að halda matvælaverði niðri (og þá gleymist oft að þær eiga einnig dýrustu matvörubúðirnar og halda því verðinu uppi líka) þá eiga þær ekk- ert með að hirða pen- ingana af félögum sem vinna gott starf fyrir okkur. Neytendur eiga líka að hugsa og ekki láta verslunarkeðjur plata sig, heldur borga nokkrum krónum meira fyrir tréð og vita af peningunum á góðum stað. Neytandinn gæti svo fengið þennan pening til baka einn daginn ef hann týnist á fjöllum eða festist á heið- inni. Nú er flugeldasalan að fara af stað og verslunarkeðjurnar sjást ekki ennþá á þeim markaði en þess er örugglega ekki langt að bíða enda örugglega gróðavon að sjá í því sem öðru. En þá er okkar neytenda að vera meðvituð og styrkja góðviljann og hugsjónina í stað græðginnar. Víkverji bíður svo bara eftir nýju ári og vonar að það beri ýmislegt spennandi í skauti sér. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Leikhús | Hugleikur er nú að ljúka sýningum á söngleik sínum Jólaævintýri Hugleiks í Tjarnarbíói. Síðustu sýningar verða 29. og 30. desember, og síðan lýkur ævintýrinu endanlega á þrettándanum, 6. janúar, eins og vera ber. Jólaævintýri Hugleiks er eins og nafnið bendir til byggt á sígildri jólasögu Charles Dickens, A Christmas Carol, en eins og við mátti búast hafa Hug- leiksmenn snúið efninu upp á íslenskan veruleika, breytt fjármálamanninum Scrooge í óðalsbóndann Ebenezer, skrifaranum Cratchitt í vinnumanninn Kristján og draugunum í alþekkta íslenska móra og skottur. Tónlist setur sterkan svip á sýninguna og hefur hún nú verið gefin út á geisladiski. Morgunblaðið/Sverrir Jólaævintýri úti MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar. (Mark. 10, 43)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.