Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 37 DAGBÓK Það er í mörg horn að líta hjá Körfuknatt-leikssambandi Íslands um jólahátíðinaog segir Hannes Birgir Hjálmarsson,framkvæmdastjóri KKÍ, að spennandi verði að fylgjast með þeirri nýbreytni sem tekin verður upp í ár en heil umferð í úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildinni, er á dagskrá 29.–30. desember. „Það hefur oft verið talað um að nýta tímann á milli jóla og nýárs til keppnishalds og í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á leiki í efstu deild karla. Á árum áður var þessi tími oft nýttur fyrir vináttulandsleiki en slíkir leikir eru ekki lengur á dagskrá á alþjóðavettvangi á þessum árstíma. Við vonumst til þess að áhugafólk um íþróttir taki vel í þessa nýbreytni en það eru margir áhugaverðir leikir á dagskrá. Má þar nefna leik KR og Grinda- víkur á fimmtudagskvöldið og grannaslag Njarð- víkur og Keflavíkur á föstudagskvöldið 30. desem- ber. Félögin eru öll með erlenda leikmenn á sínum snærum og margir þeirra fengu tækifæri til þess að dvelja um jólin hjá vinum og vandamönnum en þeir eru flestir að koma til baka þessa dagana og verða með sínum liðum í næsta leik. Vonandi tekst þessi tilraun vel og verður til þess að efla áhuga fólks á íþróttum og þá sérstaklega körfuknattleik enda eru fátt um að vera í íslensku íþróttalífi á þessum árstíma. Vissulega er mikið lagt á þá sem koma að skipulagi heimaleikja viðkomandi liða, stjórnarmenn, þjálfara og auðvitað starfsmenn leiksins, dómara og ritara. En ég er sannfærður um að þessi tilraun á eftir að heppnast vel,“ segir Hannes en hann leggur einnig áherslu á það að flest af yngri landsliðum KKÍ æfi um þessar mundir. „Við á skrifstofu KKÍ komum ekki mikið að þeirri framkvæmd en það er mikið um vera hjá afreksfólki á þessum tíma og stífar æfingar hjá stúlkum og drengjum í ýmsum aldursflokkum. Það er í verkahring þjálfara liðanna að skipuleggja æfingarnar sem eru flestar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.“ Framkvæmdastjórinn segir að á skrifstofu KKÍ séu drög að leikjadagskrá tímabilsins lögð fram í lok júlí og smávægilegar breytingar eigi sér stað eftir að það er hafið. „Það hefur ekki verið venjan hjá sérsamböndum innan ÍSÍ að samhæfa leikjadagskrá vetrarins enda er- um við með fasta leikdaga í efstu deild karla, á fimmtudögum og sunnudögum. Það hefur því ekki skarast mikið við stórleiki í sjónvarpi og ég tel að það sé erfitt að koma í veg fyrir slíka árekstra þar sem framboð á íþróttaviðburðum í sjónvarpi er það mikið að það er alltaf eitthvað um að vera. Við skipuleggjum okkar dagskrá í úrslitakeppninni í samvinnu við sjónvarpsstöðina SÝN enda eru þeir með leiki frá Meistaradeild Evrópu og við erum því ekki með leiki á þeim leikdögum,“ sagði Hann- es Birgir Hjálmarsson. Íþróttir | Körfuknattleikssambandið slær ekki slöku við um hátíðirnar Skotið á körfu og æft af kappi  Hannes Birgir Hjálm- arsson er fæddur árið 1963 og er á öðru starfsári sínu sem framkvæmdastjóri Körfuknattleiks- sambands Íslands. Hannes er kvæntur Höllu Sigrúnu Arnar- dóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau 3 börn. Hannes útskrifaðist sem íþróttakennari ár- ið 1990. Lauk BA-prófi í Alþjóðasamskiptum frá Schiller International University, Heidel- berg, Þýskalandi árið 1993. MA í Alþjóðasam- skiptum frá Boston University, Brussel, Belg- íu 1994. MSM í Rekstrarfræðum frá sama skóla árið 1997. Markaðsstjóri Útflutnings- ráðs, 1997–1999, Rauða kross Íslands 1999– 2004. Beðið eftir jólasveininum HÉR í leikskólanum Krílakoti á Ólafsvík er venja að jólasveinar kíki í heimsókn á jólaballið okkar og er hans beðið af mikilli eftirvæntingu. Í þeim er mikilli galsi og leikur líkt og góðum jólasveinum sæmir. Þessi mynd náðist af þremur drengjum í glugganum þegar þeir fylgdust agn- dofa með sveinunum leika sér í garð- inum okkar. Hlátur barnanna ómaði um stofur okkar yfir uppátækjum jólasveinanna og kom okkur full- orðna fólkinu í hið sanna jólaskap. Árdís Kristín Ingvarsdóttir. Einstök börn MÉR finnst Birgitta Haukdal og hljómsveitin Írafár hafa sýnt ein- stakan kjark og dugnað við að fara hringinn í kringum landið á aðeins 13 dögum með jafn marga tónleika nú í svartasta skammdeginu. Öll inn- koma af tónleikunum gáfu þau svo til Félags einstakra barna sem er stuðningsfélag foreldra langveikra barna með sjaldgæfa alvarlega sjúk- dóma. Þetta var höfðinglegt af þeim. Elsa amma. Sjónvarpsdagskrá fyrir vinnandi fólk? ÉG er aðdáandi þáttar Jay Leno á Skjá einum og horfði á hann eins oft og ég gat, á meðan hann var sýndur um hálfellefu á kvöldin – þangað til í vetur að þessir þættir, sem oftast eru splunkunýir, voru færðir til hálf- tólf, og þættirnir „Sex and the city“ – sem er endursýnt efni – hafðir á undan. Í Morgunblaðinu í dag sé ég svo að Jay Leno er auglýstur kl. 24.25. Ég spyr: Er þetta ágæta sjón- varpsefni ekki fyrir vinnandi fólk? Er markhópurinn e.t.v. vaktavinnu- fólk, eða þeir sem eru hættir að vinna? Eða er þetta e.t.v. ekkert vin- sæll þáttur? Erla. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fæðing | Garðar í Ósló í Noregi eign- aðist lítinn bróður 14. desember sl. Foreldrar þeirra eru Charlotte V. Benneche og Thorsteinn Jörundsson, Skansbo. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 12. flokkur, 27.desember 2005 34716 B kr. 21.035.000,- 34716 E kr. 4.207.000,- 34716 F kr. 4.207.000,- 34716 G kr. 4.207.000,- 34716 H kr. 4.207.000,- 1. e4 c5 2. d3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. f4 e6 6. Rf3 Rge7 7. c3 0-0 8. Be3 b6 9. 0-0 Ba6 10. Bf2 Hc8 11. He1 d6 12. Ra3 b5 13. Rc2 b4 14. cxb4 cxb4 15. d4 d5 16. e5 Db6 17. Dd2 Hc7 18. Hec1 Hfc8 19. Be1 Rf5 20. Kh1 Staðan kom upp í heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Stór- meistarinn Alexander Areschenko (2.653) frá Úkraínu hafði svart gegn Alexander Stripunsky (2.576) sem teflir fyrir Bandaríkin. 20. … Rcxd4! 21. Rcxd4 engu betra var að leika 21. Rfxd4 vegna 21. … Rxd4 og hvítur tap- ar óumflýjanlega peði. 21. … Hxc1 22. Hxc1 Hxc1 23. Dxc1 Rxd4 24. Bf2 Dc6! Svartur hefur nú unnið tafl þar sem hann er peði yfir og með betri stöðu. 25. De1 Rxf3 26. Bxf3 Da4 27. Bxa7 Bf8 28. Bg1 Dxa2 29. Bd4 Dc4 30. Df2 b3 31. Kg2 Bb4 32. f5 gxf5 33. Bd1 Dd3 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. JÓLAMESSA Kvennakirkjunnar verður í Dómkirkjunni fimmtudag- inn 29. desember kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur Kvennakirkjunnar, prédik- ar. Hallfríður Ólafsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir leika saman á flautur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng á jólalögum og leikur á píanó. Njótum friðar jólanna og góðrar samveru þegar mesta annríkið er yfirstaðið og kominn er tími hvíldar og upplyftingar. Á eftir verður kaffi og samverustund á kirkjuloftinu. Verið velkomin. Morgunblaðið/Ásdís Jólamessa Kvenna- kirkjunnar Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.